Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KÖRFUKNATTLEIKUR
; fe
Öruggt hjá Keflavík
Morgunblaðið/Jim Smart
Keflavíkurstúlkur fagna sigri sínum í bikarkeppninni. Frá vinstri: María Anna Guðmundsdóttir, Theódóra Káradóttir, Alda Leif Jónsdóttir, Bima Valgarðsdóttir, Kristín
Blöndal, Bima Guðmundsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Bára Lúðvíksdóttir, Eva Stefánsdóttir, Marín Rós Karlsdóttir og Svava Stefánsdóttir.
HELDUR rættist úr bikarúrslitaleik Keflavíkurstúlkna og ÍS í
Laugardalshöll á laugardaginn þegar Stúdínur náðu að vinna nið-
ur gott forskot Kef Ivíkinga - samt ekki alveg - því Kef Ivíkingar
tóku á sig rögg og unnu sannfærandi 59:48. Þar með unnu Kefla-
víkurstúlkur bikarinn í tíunda sinn en aðeins 250 áhorfendur
urðu vitni að því.
Keflvíkingar lögðu alla áherslu
á varnarleikinn enda sáu
Stúdínur varla til sólar fyrstu tíu
mínúturnar þegar Keflavík náði
23:2 forystu. Kefl-
víkingar hægðu
síðan aðeins á
ferðinni og þá
fyrst fóru Stúdín-
ur að bíta frá sér, en munurinn,
Stefán
Stefánsson
sknfar
um 20 stig, hélst til leikhlés. Á
fyrstu mínútum síðari hálfleiks
juku Keflavíkurstúlkur forskotið í
47:20 en slökuðu þá um of á
klónni. Slíkt létu ÍS-stúlkur ekki
bjóða sér tvisvar og skoruðu 23
stig á móti tveimur stigum mót-
herjanna svo að skyndilega var
komin mikil spenna í leikinn, en
þrautreyndir Keflvíkingar hafa
marga hildi háð í bikarkeppninni
og tókst að sigra á góðum enda-
spretti.
Keflvíkingar eru vel að sigrin-
um komnir og höfðu góð tök á
leiknum. Flest gekk upp nema ef
vera skyldu þriggja stiga skotin
því aðeins eitt af 12 rataði í körf-
una. Anna María Sveinsdóttir fyr-
irliði tók flest fráköst, tíu alls, og
átti góðan leik.
Alda Leif Jónsdóttir var einnig
drjúg, því þrátt fyrir að skora að-
eins þrjú stig tók hún sex fráköst,
varði 5 skot, náði boltanum þrí-
vegis og átti fjórar stoðsendingar.
Kristín Blöndal var einnig góð og
Birna Valgarðsdóttir byrjaði
mjög vel.
Stúdínurnar fá hrós fyrir að ná
tæplega þrjátíu stiga forystu mót-
herjanna niður í fimm en slíkt
tekur mikinn toll. Hinsvegar geta
þær sjálfum sér um kennt því
þær voru afar óöruggar til að
byrja með og það gerði gæfumun-
inn. Þriggja stiga skotin voru
heldur ekki uppá marga fiska því
aðeins þrjú af 22 fóru í körfuna.
Einnig tapaði liðið boltanum í
tuttugu skipti. Hafdís Helgadótt-
ir, Guðríður Svana Bjarnadóttir
og Stella Rún Kristjánsdóttir
voru þeirra bestar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Anna Marfa Sweinsdóttir fyr-
irliði lyfti bikarnum hátt á
loft og fagnaði innilega sigri
Keflavíkur í bikarkeppninni.
Var aldrei hrædd um að tapa
„Við byrjuðum vel, náðum strax forskoti og héldum því þó að þær
hefðu um tíma komist inn í leikinn,“ sagði Anna María Sveinsdóttir,
fyrirliði Keflvíkinga. „Svo kom einbeitingarleysi um tíma því þegar
allt gekk vel ætluðum við að skora fimm stig í hverri sókn. Fyrir vik-
ið fór að ganga illa í vörninni og við fórum svo að slaka of mikið á í
sókninni. Það er svo sem ekkert óeðlilegt að það gerist þegar for-
skotið er orðið mjög mikið."
Anna María sagði að pressan hefði
ekki skipt máli. „Það er alltaf
pressa og ekki í fyrsta sinn sem við
stöndum í þessum sporum, því við
höfum alltaf verið taldar með sigur-
stranglegra lið £ bikarúrslitum. Þess
vegna truflaði ekkert að okkur skyldi
spáð sigri en mér datt aldrei £ hug að
við myndum tapa þessum leik. Við
höfðum reynsluna fram yfir þær og
nýttum okkur það £ lokin.“
Tók á taugarnar
„Það tók á taugamar i lokin þegar
mjótt var á munum en þetta tókst,“
sagði Kelfvikingurinn Bima Val-
garðsdóttir, sem fór á kostum fram
eftir fyrri hálfleik. „Við ætluðum að
leggja alla áherslu á vömina, sem
gekk vel, en þetta varð of erfitt i lokin
þegar við fómm að flýta okkur alltof
mikið og skjóta ótímabært á körf-
una.“
Hleyptum þeim
of nálægt
„Við hleyptum þeim alltof nálægt
okkur þvi við vomm alis ekki nógu
ákveðnar í seinni hálfleik - við hittum
ekki nóg vel á körfuna og vömin var
ekki eins góð,“ sagði Alda Leif Jóns-
dóttir hjá Keflavík eftir leikinn en
hún spilaði síðasta bikarúrslitaleik i
búningi IS. En fannst henni erfitt að
hafa góða forystu í leikhléi? „Það
hlýtur að hafa einhver áhrif. Það gætí
dregið úr kraftinum og við farið að
bíða eftir leikslokum en það má aldrei
gefast upp eins og sýndi sig því þær
gefast aldrei upp en sem betur fer
gerðum við það ekki heldur. Við erum
búnar að spila við þær þrisvar í vetur
og alltaf unnið en það hefur aldrei
verið auðvelt því við höfum alltaf
þurft að hafa mildð fyrir sigrinum. í
þetta sinn komum við ákveðnar en
kannski héldum við að sigurinn væri
unninn eftir góða stöðu í fyrri hálf-
leik. Við ætluðum að spila góða vöm
og þá myndi hitt fylgja í kjölfarið og
það gerðum við.“
Lögðum alla
áherslu á vömina
„Við einsettum okkur að leggja alla
áherslu á vömina og það gekk eftir,“
sagði Kristinn Einarsson, þjálfari
Keflvíkinga, eftir leikinn. „Oft kemur
þá betri sóknarleikur í kjölfarið en
um miðjan síðari hálfleik var eins og
við misstum einbeitinguna, sem ger-
ist oft þegar stigamunurinn er mikill.
Þá er mjög erfitt að rífa sig upp aftur
en stelpunum tókst það og ég er stolt-
ur af þeim íyrir það.“
Slakur fyrri hálfleikur
gerði útslagið
„Við áttum virkilega slakan fyrri
hálfleik og hefðum ekki átt möguleika
ef við hefðum haldið honum áfram, en
við sýndum hvað í okkur býr eftir hlé
- verst að við gátum ekki sýnt það all-
an leikinn, þá hefði farið betur,“ sagði
Ósvaldur Knútsson, þjálfari ÍS, eftir
leikinn. En áttí hann von á öflugum
vamarleik Keflavíkurstúlkna? „Já,
við bjuggumst við þvi eins og i fyrri
leikjum liðanna í vetur, en í þetta sinn
bmgðumst við ekki nógu vel við í
byrjun leiks. Það vantaði ákveðni,
sem þó kom eftir hlé en það var ekki
nóg. Hinsvegar er ég ánægður með
að við gáfumst ekki upp.“
Erfitt að vinna upp
„Við virtumst ekki koma tilbúnar í
þennan leik og ekkert gekk upp hjá
okkur en allt hjá þeim svo að munur-
inn varð strax mjög mikill og það er
erfitt að vinna upp tuttugu stíg á móti
Keflavík - við fóram samt nærri því
og áttum að byrja á því strax en vor-
um eitthvað ragar,“ sagði Hafdís
Helgadóttir, fyrirliði IS, eftir leikinn
en hún fékk sína fjórðu villu um miðj-
an fyrri hálfleik. „Ég spilaði eins og
venjulega en fékk hjá þessum dómur-
um strax ljórar villur og varð því að
gæta mín eftir það. Samt er ég
ánægður með síðari hálfleikinn hjá
okkur þegar við söxuðum á forskot
Keflvildnga og við áttum að halda
betur út, en í lokin nýttist drjúg leik-
reynsla þeim vel.“
Munaði ekki miklu
að við brytum ísinn
„Við byrjuðum alltof illa því það
var einhver taugaspenna, en í síðari
hálfleik náðum við að halda haus,“
sagði Stella Rún Kristjánsdóttir, ÍS.
„Við höfum hingað til ekki gefist upp
þó að við höfum verið undir og það
munaði ekki miklu að okkur tækist að
brjóta ísinn. Það ætti að vera meiri
pressa á Keflvíkingum fyrir þennan
leik, en ég held að pressan hafi ekki
traflað okkar leik.“
—imiiiir—— ' iiiiuu