Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 B 9 _
BADMINTON BADMINTON
Brynja Pétursdóttir í 70.
sæti á heimslista
BRYNJA Pétursdóttir úr TBR er í 70. sæti í einliðaleik á nýjasta
heimslistanum í badminton. Hún stefnir að þátttöku í Ólympíu-
leikunum og eru mögulcikar hennar á þátttöku þar taldir nokk-
1 uð góðir.
Tómas Viborg, Víkingi, er í 112. sæti á sama lista og Sveinn
Sölvason, TBR, í 127. sæti. Þau hafa öll tekið þátt í Qölmörgum
stigamótum erlendis undanfama mánuði og munu gera það
áfram fram á vorið.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tómas Garðarsson Viborg, sem keppir fyrir Víking, varði titil-
inn í einliðaleik. Hann sigraði Svein Sölvason, TBR, örugglega í
úrslitaleik mótsins.
Morgunblaðið/Jim Smart
Elsa Nielsen, TBR, varð íslandsmeistari i einliðaleik kvenna í
áttunda sinn. Hún er sigursælasta badmintonkona landsins.
Hér er hún í úrslitaleiknum við Rögnu Jónsdóttur.
Pau höfðu því ástæöu til að brosa.
Sveinn Sölvason lék til úrslita í
einliðaleik karla og í tvíliðaleik
karla ásamt Tryggva Nielsen. Hann
tapaði einliðaleiknum, en sigraði í
tvíliðaleik og var það fyrsti Islan-
dsmeistaratitill hans.
Hann sagðist hafa verið nokkuð vel
stemmdur fyrir úrslitaleikinn, en að
leikurinn við Brodda Kristjánsson í
undanúrslitum hefði setið í sér. „Ég
hafði aldrei unnið Brodda áður og það
tók toll að víkja honum úr vegi. Tó-
mas var einfaldlega betri en ég í úr-
slitaleiknum. Ég spilaði ekki eins vel
og ég gerði í hinum leikjunum í mót-
inu. Hann stjómaði ferðinni og ég var
alltaf skrefinu á eftir,“ sagði hann.
„Ég hef eingöngu einbeitt mér að
badmintoninu í vetur og hef æft og
spilað með liði frá Álaborg í dönsku
fyrstu deiMinni. Ég hef verið mikið á
ferðinni að undanfömu, keppt á
„Ég eínbeiti mér algjorlega að bad-
mintoninu og það er enginn tími fyrir
annað. Ég er að keppa úti urh állt
milli æfinga og kem heim í nokkra
daga á milli til að þvo fötin.“
Hvernig gengur að fjármagna
dæmið?
„Ég er núna á atvinnuleysisbótum í
Svíþjóð. Síðan fæ ég styrk frá Euro-
card á íslandi og vonast til að fá
styrk frá BSÍ eða ÍSÍ á næstunni.
Það er mikill kostnaður samfara
íþróttinni, en hingað til hafa endar
náð saman hjá mér.“
. Er uppgangiir í badmintoninu hér
á landi?
„Já, það eru mjög margir ungir að
koma upp núna bæði í karla- og
kvennaflokki. Ég held að krakkarnir
hér heima gefi jafnöldrum sínum á
hinum Norðurlöndunum ekkert eftir.
Það hefur oft verið þannig að ísland
hefur átt unga og efnilega krakka
sem síðan hafa staðnað vegna þess að
þeir fá ekki nægileg tækifæri og sam-
keppni. Þeir sem ætla sér langt í
þessari grein verða því að fara utan
til æfinga.“
Sveinn Sölvason.
mörgum stigamótum til að freista
þess að komast á Ólympíuleikana. Ég
er nýkominn úr keppnisferð frá Kór-
eú og Taívan og hef tekið þátt í mót-
um um alla Évrópu.“ ■ • \t
Hver ér staðan varðandi þátltöku]
'þina á ÖL? ' ' .
„Hún erM^ekar tyísýn. Það er.
nokljuð langt í land. Ég gefst. ekkii
. upp því það eni nokkrir mánuðtf sem" ,
ég héf tilgðpá lágrrtarki íyrh- 'Ólynip-
íuleikanaj %dney.“ { • • *
. Syeitin fær dtyrk frá íþrótta- dg Ol-
ympíusambándinu fram yftr Ólynip-
íuleikana USýdney. „Þessi stýrkur
dekkar aé mestu leytÍTnittuthald, en’
auðvitað lendir líka eitthvað á pabba
gamia. Eftir að styrkurinn rennur út
í október verð ég að gera það upp við
mig hvort ég held áfram og hvernig •
ég fjármagna næsta vetur. Það er
óneitanlega freistandi að vera eitt til
tvö ár í viðbót í Danmörku. Ég hef
verið þar í tvö ár og mér finnst ég
hafa bætt mig verulega í vetur.
Fyrsta árið fór í það að aðlagast því
að vera að heiman. Ég er aðeins 21
árs og á því mörg ár eftir í þessu,“
sagði hann. *
Tómas Garðarsson Viborg stál sen-
unni í karlaflokki á íslandsmót-
inu í badminton. Hann sigraði í ein-
liðaleik annað árið í röð nokkuð
örugglega og í fyrsta sinn í tvenndar-
leik ásamt Brynju Pétursdóttur.
Hann sagðist mjög ánægður með
árangurinn og hann hafi náð settu
marki á mótinu, að vinna til tvennra
gullverðlauna.
„Ég var svolítið spenntur fyrir ís-
landsmótið og eins í leikjunum fram
að úrslitum. Það losnaði aðeins um
þessa spennu í úrslitaleiknum sjálf-
um og ég var mjög ákveðinn. og yfir-
vegaður. Ég er mjög ánægður með
leikinn í heild. Mér fannst úrslitaleik-
urinn auðveldari en ég bjóst við. Síð-
ari lotan var mun léttari og ég var
með hann allan tímann," sagði Tóm-
as, sem er 23 ára.
Hann hefur æft badminton reglu-
bundið í Svíþjóð síðan hann var þrett-
án ára gamall, en byrjaði í íþróttinni
sjö ára. Hann spilar nú með félagsliði
frá Umeá, sem er í efstu deild. Marg-
ir af félögum hans í Umeá eru í
sænska landsliðinu og segir hann lið-
ið éitt það besta
Þú stefhir að því að komast á Öl-
ympíuleikana í Sydney, hverjar telur
þú líkurnar á því að þú komist þang-
að?
„Ég veit það ekki alveg, en ég held
að það séu enn nokkuð góðir mögu-
leikar á því að ég komist til Sydney.
Ef ég næ að spila eins góða leiki og
ég gerði í úrslitunum við Svein þá er
ég vongóður að mér takist það.“
Hvaða mót eru framundan hjá þér?
„Ég er að fara með íslenska lands-
liðinu til Búlgaríu um næstu helgi þar
í heimsméistara-
móti landsliða. Síðan mun ég táka
þátt í nokkrum alþjóðlegum stiga-
mótum næstu mánuði."
Hver eru langtíma markmiðin í
badmintoninu?
„Vonandi tekst mér að komast á
Ólympíuleikana í ár og öðlast þar
reynslu, en stóra markmiðið er að
komast á verðlaunapall á Ólympíu-
leikunum eftir fjögur ár.“
Hann æfir íþróttina sex daga vik-
unnar og þá oftast tvisvar á dag, er
eins og atvinnumaður í badminton.
ur og Vigdísi Ásgeirsdóttur í úrslit-
um, 17/14 og 15/7. Elsa hefur unnið
í tvílaliðaleik kvenna sjö ár í röð.
Sveinn fékk uppreisn æru
Sveinn Sölvason fékk uppreisn
æru eftir tapið í einliðaleiknum með
því að sigra í tvíliðaleik karla ásamt
Tryggva Nielsen. Þeir unnu Guð-
mund Adolfsson og Óla Björn Zim-
sen auðveldlega í úrslitum, 15/5 og
15/2. Sveinn sagði að úrslitaleikur-
inn hefði verið frekar auðveldur.
„Urslitaleikurinn var mun auðveld-
ari fyrir okkur en undanúrslitin á
móti Brodda og Þorsteini Páli, sem
við unnum 15/7 og 15/12. Það má
segja að það háfi verið úrslitaleikur
mótsins. Við höfðum leikinn á móti
Guðmundi og Óla í hendi okkar frá
byrjun," sagði Sveinn.
TÓMAS Garðarsson Viborg úr Víkingi og Elsa Nielsen úr TBR vörðu
íslandsmeistaratitla sína í einliðaleik á íslandsmótinu í badminton
sem lauk í TBR-húsinu á sunnudag. Tómas vann Svein Sölvason
nokkuð örugglega í úrslitum í karlaflokki og Elsa vann Rögnu Ing-
ólfsdóttur einnig sannfærandi í kvennaflokki. Tómas varð einnig
íslandsmeistari í tvenndarleik þar sem hann spilaði með Brynju
Pétursdóttur og Elsa sigraði í tvíliðaleik kvenna ásamt Brynju. Tóm-
as, Elsa og Brynja urðu því öll tvöfaldir meistarar á mótinu.
ValurB.
Jónatansson
skrifar
Tómas vann Þorstein Pál
Hængsson í undanúrslitum í
einliðaleiknum, 15/1 og 15/5 og
Sveinn vann lands-
liðsþjálfarann,
Brodda Kristjáns-
son, 15/6 og 15/6.
Þetta var í fyrsta
sinn sem Sveini tekst að vinna
Brodda í móti. Það var því búist við
spennandi úrslitaleik milli þeirra
Tómasar og Sölva. Tómas tók úr-
slitaleikinn strax í sínar hendur og
hafði frumkvæðið frá byrjun. Hann
komst í 5:j í fyrstu lotu og. Sveinn
jafnaði 6:6, en náði aldrei að komast
ýíir. Tómas vann örugglega, ,15/11
og stóð lotan yfir í nítján mínútur. í
síðari lotunni var svipað upp á ten-
ingnum. Það var aðeins í byrjun
sem Sveinn var með í baráttunni og
síðan ekki söguna meir og það tók
Tómas aðeins tólf mínútur að sigra,
15/4. Hann varði þar með titilinn
frá í fyrra er hann vann hann í
fyrsta sinn.
Tvöfaldur meistari
Tómas varð tvqfaldur meistari á
mótinu því hann sigraði einnig í
tvenndarleik ásamt Brynju Péturs-
dóttur. Þau unnu Elsu Nielsen o’g
Njörð Ludvigsson í jiörkúleik, 6/15,
15/10 og 15/6,
Elsa sigursælust allra kvenna
Elsa, sem varð einnig íslands-
meistari í einliðaleik í fyrra, hefur
ekki æft mjög mikið og bjuggust
því flestir við spennandi úrslitaleik.
Hún sýndi hins vegar hve reynslan
getur verið dýrmæt og Ragna, sem
er aðeins 16 ára, átti erfitt upp-
dráttar, enda var hún að keppa í
fyrsta sinn í úrslitum á Islandsmóti.
Elsa vann fyrri lotuna 11:4 eftir að
staðan hafði verið jöfn, 2:2. í síðari
lotunni byrjaði Ragna vel og komst
í 1:5. Þá sagði Elsa hingað og ekki
lengra, skoraði hvert stigið á fætur
öðru og vann sannfærandi, 11/5.
Elsa vann þar með einliðaleiks-
titilinn í áttunda sinn, en fyrst sigr-
aði hún árið 1991. Énginn „önnur
kona hefur unnið íslandsmeistara-
titilinn eins oft og Elsa. Hún fór
heim með. tvenn gullverðiaun því
þún sigraði líka í tvíliðaleik kvenna
ósamt Brynju Pétursdóttur eins og
í fýrra. Þær unnu Rögnu Jónsdótt-
Betra en
vona
RAGNA Jónsdóttir, sem er aðeins
16 ára, lék til úrslita við Élsu Niel-
sen í einliðaleik kvenna og komst
einnig í úrslit í tvíliðaleik kvenna.
Þessi stórefnilega stúlka varð á •
láta í minni pokann fyrir sér reynd-
ari keppniskonu, Elsu, í einliða-
leiknum og eins í tvíliðaleiknum.
„Ég náði mér aldrei á strik í úr-
slitaleiknum við Elsu vegna þess
að undanúrslitaleikurinn við Söru
Jónsdóttur sat í mér. Hann var
rosalega erfiður og fór í oddalotu
sem endaði 13:12, Svo var ég svolít-
ið taugaóstyrk og gerði því óþarf-
lega mörg mistök. Eg náði ekki að
lesa leikinn nægilega vel, er ekki
búin að læra hvemig ég á að breyta
um leikkerfi," sagði Ragna.
Hún sagði að Elsa væri með
mikla reynslu í svona móti og hún
hefði nýtt sér hana.
„Ég hef aldrei áður spilað til úr-
slita á Islandsmóti og það var því
nýtt fyrir mig. Ég er bara ánægð
að hafa náð alla leið í úrslitaleikinn.
Það er betra en ég þorði að vona
fyrir keppnina," sagði hún.
Ragna var meidd þegar íslands-
mótið fór fram í fyrra. Hún stund-
ar nám í Menntaskólanum við
Sund og æfir sex til sjö sinnum í
viku, auk þess sem hún keppir um
nær hverja helgi allan veturinn.
„Það gengur mjög vel að samræma
námið og badmintonið. Markmiðið
hjá mér er að bæta mig í íþróttinni
og draumurinn er að verða Is-
landsmeistari í einliðaleik."
Elsa Nielsen meistari í áttunda sinn:
Ótrúlega létt
Elsa Nielsen er án efa sigursæl-
asta badmintonkona landsins.
Hún undirstrikaði það enn frekar á
íslandsmótinu um helgina þegar
hún landaði tveimur titlum, sigraði
í einliða- og tvíliðaleik, þrátt fyrir
litla æfingu. Átta sinnum hefur hún
orðið íslandsmeistari í einliðaleik,
fyrst 1991. Sjö sinnum sigrað í tví-
liðaleik og tvisvar sinnum í tvennd-
arleik. Frábær árangur það.
Elsa sigraði Rögnu Jónsdóttur í
úrslitum í einliðaleik, 11/4 og 11/5,
og stóð leikur þeirra yfir í 17 mín-
útur. „Ég átti ekki von á því að mér
tækist að verja titilinn svona létt
því ég hef aðeins æft tvisvar í viku í
vetur. Mér leið vel í úrslitaleiknum.
Ég var að spila til úrslita í tíunda
skipti, en Ragna í fyrsta sinn og
það hafði sitt að segja. Reynslan
var mín megin. Ætli hún hafi ekki
borið of mikla virðingu fyrir mér.
Ég veit að hún getur spilað betur
en hún gerði í úrslitaleiknum,"
sagði Elsa.
Hún sagði að það væri alltaf jafn
gaman að taka þátt í íslandsmóti.
yÉg fæ alltaf fiðring í magann fyrir
Islandsmót. Ég tók því aðeins
meira á á æfingum fyrir mótið til
að komast í betra form. Þetta var
skemmtilegt eins og alltaf.“
Elsa heldur til Búlgaríu með ís-
lenska landsliðinu á föstudag til
þátttöku á HM landsliða. Hún
sagðist ekki hafa gefið kost á sér á
næstu Ólympíuleika vegna anna.
„Já, það er nóg að gera hjá mér.
Ég er í barnauppeldi og vinnu og
því ákvað ég að reyna ekki við Ól-
ympíuleikana í Sydpey. Ég er búin
að fara á tvenna Ólympíuleika og
það er ágætt. Ég vona að íslend-
ingar verði með fulltrúa í badmin-
tonkeppninni í Sydney.“
Alltaf skref-
inu á eftir
Tómas og Elsa vörðu
titilinn í einliðaleik