Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 B 5
KÖRFUKNATTLEIKUR
töm
FOLK
■ BJARNI Magnússon, leikmaður
Grindavíkur, meiddist á hné þegar
6,25 mínútur voru liðnar af síðari
hálfleik í úrslitaleiknum og kom
ekki meira við sögu. Var kælipoki
rifaður við innanvert hægra hné
Bjarna og varð hann þannig útbúinn
að fylgjast með spennandi lokamín-
útum leiksins.
■ JESPER Sörensen leikmaður KR
er fyrsti Daninn til þess að leika í
úrslitaleik bikarkeppni Körfuknatt-
leikssambands íslands. Sörensen
skoraði einnig fyrstu þriggja stiga
körfu KR í leiknum, en alls gerðu
KR-ingar fimm þriggja stiga körfur.
■ BRENTON Birmingham gerði
fyrstu þriggja stiga körfu Grinda-
víkur eftir 5,15 mínútur. Grindvík-
ingar gerðu alls sex þriggja stiga
körfur í úrslitaleiknum úr 23 til-
raunum eins og KR-ingar. Grindvík-
ingar hittu því úr 26,1% þriggja
stiga skota en KR-ingar úr 21,7%.
■ BIRMINGHAM varð bikarmeist-
ari annað árið í röð því fyrir ári var
hann leikmaður hjá Njarðvík sem
lagði Keflavík í æsispennandi og
framlengdum úrslitaleik um bikar-
inn.
■ GRINDVÍKINGAR unnu boltann
þegar kastað var upp við upphaf
fyrri hálfleik og eins í byijun þess
síðari.
■ ALEXANDER Ermolinskij, leik-
maður Grindavíkur, var elsti leik-
maðurinn sem tók þátt í úrslita-
leiknum. Hann er fertugur síðan 11.
nóvember sl. Yngsti leikmaðurinn á
vellinum var Hjalti Kristjánsson,
KR. Hjalti verður 18 ára 27. maí.
■ KEITH Vassel var elstur KR-
inga í þessum leik, 28 ára gamall.
Yngsti Grindvfldngurinn sem tók
þátt í leiknum var Guðlaugur Eyj-
ólfsson, 19 ára.
■ KEITH Vassel og Brenton Birm-
ingham voru einu mennimir sem
léku úrslitaleikinn frá upphafi til
enda, allar 40 mínútumar. Jesper
W. Sörensen hjá KR lék í 38 mínút-
ur, Pétur Guðmundsson hjá
Grindavík í 37, Ólafúr J. Ormsson
hjá KR í 35 og Guðlaugur Eyjólfs-
son hjá Grindavík lék í 34 mínútur.
mHJALTI Kristinsson úr KR lék
minnst en hann spilaði í 3 mínútur
með Vesturbæjarliðinu. Sævar
Garðarsson lék styst með Grinda-
vík en hann var með í 4 mínútur.
■ VASSEL tók 12 vítaskot í leiknum
og hitti úr öllum, en alls fékk KR-
liðið 13 vítaskot en Steinari Kaldai
mistókst að hitta úr eina skotinu
sem hann fékk. Alls var vítanýting
KR 92,3%.
■ GRINDVÍKINGAR fengu 14 víta-
skot og hittu úr 11 þeirra, 78,6%
nýting. Birmingham hitti úr öllum
sex vítaskotum sínum, Ermolinskij
nýtti þijú af fjóram skotum og
Bergur Hinriksson og Pétur Guð-
mundsson nýttu annað tveggja
skota sinna.
■ ATLI Einarsson og Guðmundur
Magnússon, báðir úr liði KR, vora
þeir einu sem fylltu villukvótann í
leiknum. Báðir fengu þeir sínar
fimmtu villur rétt undir leikslok,
Guðmundur þó rétt á undan Atla
eða þegar 1,09 mínútur vora til loka
leiksins. Atli fékk hins vegar
dæmda á sig íyrstu villuna í leikn-
um.
■ UNNDÓR Sigurðsson og Guð-
mundur Ásgeirsson úr liði Grinda-
víkur vora á leikskýrslu en komu
ekki við sögu. Þá var Snorri B. Jóns-
son á leikskýrslu KR-inga en fékk
ekki að spreyta sig.
■ JÓNATAN Bow er meiddur og
lék ekki með KR fremur en í undan-
förnum leikjum. Hann studdist við
tvær hækjur er hann kom til leiks
en Bow er aðstoðarþjálfari KR.
■ GRINDAVÍK er með 100 prósent
árangur í úrslitaleikjum bikar-
keppninnar. Þetta var þriðji úrslita-
leikur Suðumesjaliðsins og það hef-
ur sigrað í þeim öllum. KR-ingar
vora að leika sinn 15. úrslitaleik og
biðu lægri hlut i sjötta skipti.
Morgunblaðið/Jim Smart
Grindvíkingar hafa þrisvar leikið til úrslita í bikarkeppni KKÍ og alltaf fagnað sigri.
Bítum frá okkur
þegar þörf er á
LEIKURINN stendur jú einu sinni yfir í fjörutíu mínútur og við höfum
lent í því áður að leika illa í þrjátíu mínútur en náð að rífa okkur upp
í lokin og það átt sér einnig stað núna. Þetta sýnir að það má aldrei
láta huga falla,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari bikarmeistara
Grindavikur, sigurreifur í leikslok.
Eftir
Ivar
Benediktsson
Ihálfleik fóram við mjög vel yfir
þau atriði sem höfðu misfarist og
voram staðráðnir í að gera betur og
það tókst þótt nokk-
urn tíma tæki að
komast í gang.“
Einar sagði að í
fyrri hálfleik hefðu
sínir menn brugðist mjög í skotum,
þau hefðu einfaldlega verið léleg auk
þess sem KR-ingar hafi fengið að
taka of mikið af sóknarfráköstum.
„Slíkt gengur einfaldlega alls ekki.
Um leið ákváðum við aðeins að
breyta vöminni og vera ákveðnari í
fráköstum. Þetta tókst vel hjá okkur.
Sóknarleikurinn var hins vegar
aldrei mjög góður, en við bættum
það upp með sterkri vörn og það
hlýtur að teljast mjög gott að fá að-
eins á sig 55 stig í úrslitaleik."
Einar sagði að mikil umræða hefði
verið fyrir leikinn að Brenton Birm-
ingham myndi vinna leikinn fyrir
Grindavík, ef hann næði sér ekki á
strik þá myndi leikurinn tapast. „Ég
segi einfaldlega, það má tala eins
mikið um Birmingham eins og menn
vilja, það dregur bara athyglina frá
hinum í liðinu. Við bítum frá okkur
þegar þörf er á.“
Treystuð þið samt ekki um of á
hann ífyrri hálfleik?
„Sóknarleikur okkar byggist
vissulega á honum, við leynum því
ekki. Hann stjórnar sóknarleiknum
og velur sér leikkerfi. Hann lék ef til
vill ekki eins og vel og hann best get-
ur í fyrri hálfleik, en það átti einnig
við um aðra í liðinu, þannig að það
tókst ekki að losa um hann. í síðari
hálfleik léku mínir menn mun betur
og sýndu hvað í þeim býr. En ég
vona að andstæðingar okkar haldi
bara áfram að einbeita sér að því að
hugsa um Birmingham, það kemur
bara í bakið á þeim. Við eram bikar-
meistararar og erum í efsta sæti
deildarinnar. Það hlýtur að segja
meira en mörg orð um liðsheildina
hjá okkur.“
Leið þér ekki illa þegar Pétur
Guðmundsson fékk sína þriðju villu
um miðjan fyrri hálfleik?
„Svo sannarlega skaut það mér
skelk í bringu. Þá þurfti ég að snúa
vörninni við og leika á allt annan hátt
en við höfum verið að æfa. Þá ákváð-
um við að fara í svæðisvörn og freista
þess að „fela“ Pétur og sú breyting
skilaði sér mjög vel og ég held að
hann hafi ekki fengið villu það sem
eftir var leiks.“
Þrátt fyrir að þið hafið farið yfir
leikinn í hálfleik byrjuðuð þið síðari
hálfleik Ula, hvernig stóð á því?
„Það hefur nokkra sinnum gerst
áður, það að við byrjum illa eftir leik-
hléið. Það er okkar akkilesarhæll að
við þurfum að fá spark í rassinn til
þess að vakna og það gerðist núna.
Þá bítum við frá okkur. Þetta getur
verið í lagi í leik og leik, en til lengri
tíma litið þurfum við að ráða bót á
þessum vanda, annars verður okkur
refsað illilega.“
Sigurinn hiýtur að gefa ykkur byr
í seglin fyrir framhaldið á Islands-
mótinu?
„Svo sannarlega.Við eram ánægð-
ir núna en alls ekki sáttir. Það er
mikið eftir af íslandsmótinu, að því
verðum við að einbeita okkur. Einn
bikar er þegar í húsi og hvers vegna
ættum við ekki að gera atlögu að
þeim stóra, íslandsbikarnum sjálf-
„Stoltur af strákunum“
INGI Þór Steinþórsson, hinn 27 ára gamli þjálfari KR-inga, var ekki
langt frá því að stýra sínum mönnum til sigurs í sínum fyrsta bikar-
úrslitaleik. Ingi Þór tók við KR-liðinu fyrir þetta tímabil eftir að hafa
náð góðum árangri með yngri flokka félagsins undanfarin ár.
Ingi var að sjálfsögðu vonsvikinn í
leikslok eins og hans menn, en
hann sagðist eftir sem áður vera að
mestu leyti sáttur við
frammistöðu liðsins.
„Við gáfum þeim
sigurinn í lokin þar
sem við skoraðum
ekki síðustu 4 mínúturnar. Við vor-
um of ragir og leituðum frá körfunni,
Eftír
Vfði
Sigurðsson
akkúrat eins og þeir vildu. Svo þurft-
um við að taka örvæntingarfull skot,
en sigurinn hefði vissulega getað
dottið okkar megin ef við hefðum
sett þau niður,“ sagði Ingi Þór við
Morgunblaðið eftir leikinn.
Fóru hinir ungu leikmenn þínir á
taugum á lokasprettinum?
„Ég skal ekki segja um það, en
meðalaldur liðsins er að sjálfsögðu
ekki hár, í kringum 20 ár. Ef framtíð-
in er ekki hjá KR, þá veit ég ekki
hvað. Leikurinn þróaðist nákvæm-
lega eins og við lögðum hann upp,
nema hvað hann endaði ekki alveg
samkvæmt áætlun. En vamarlega
séð er ég mjög stoltur af strákunum
og þeir eiga lof skilið fyrir baráttuna.
Þetta datt bara ekki fyrir okkur í
dag.“
Alexander Ermolinski gerði út-
slagið fyrir Grindvíkingana, ekki
satt?
„Við klikkuðum á smáatriðum í
vörninni í lokin, og Guðlaugur fékk
frið til að skjóta nokkram sinnum.
Hinum megin lokaði Ermolinski
körfunni gjörsamlega þegar við sótt-
um inn á þá. Hann var gífurlega mik-
ilvægur fyrir þá á lokakaflanum."
Hversu miklu munaði fyrir ykkur
að hafa ekki Jónatan Bow?
„Það er erfitt að segja til um það,
ógnunin inni í teignum hjá þeim veit
að sjálfsögðu ekki alveg eins mikil án
hans, en strákarnir leystu þetta að
mestu eins og þeir áttu að gera. Við
gátum alveg eins unnið þennan leik
og Grindvíkingar,“ sagði Ingi Þór
Steinþórsson að lokum.
Einar Einarsson, þjálfari bikarmeistara Grindavíkur