Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 C 9
VIÐSKIPTI
Dreifíngarfyrirtæki MM og V-H
Mestu vaxtarmögu-
leikarnir tengdir
Netverslun
Morgunblaöið/Ásdís
Skrifað var undir samning um stofnun Dreifingarmiðstöðvarinnar ehf. á
þriðjudaginn. Frá vinstri eru Bemhard A. Petersen, Pétur Már Ólafsson og
Ólafur Ragnarsson, allir hjá Vöku-Helgafelli, Þröstur Ólafsson, Halldör
Guðmundsson og Sigurður Svavarsson hjá Máli og menningu.
HIÐ nýja dreifmgarfyrir-
tæki sem Mál og menn-
ing og Vaka-Helgafell
stofnuðu saman á þriðju-
daginn undir nafninu Dreifingarmið-
stöðin ehf. mun ekki aðeins auka hag-
ræði í rekstri fyrirtækjanna tveggja,
að mati forsvarsmanna þeirra, held-
ur felur það einnig í sér vaxtarsprota
þar sem gert er ráð fyrú' því að þörf
fyrir hvers konar dreifingu á vörum
og vöruhald muni aukast á næstu ár-
um.
Að sögn Ólafs Ragnarssonar
stjómarformanns Vöku-Helgafells
er bæði gert ráð fyrir því að önnur út-
gáfufyrirtæki muni sjá sér hag í því
að nýta sér þjónustu Dreifingarmið-
stöðvarinnar en einnig sé dreifingar-
markaðurinn alltaf að vaxa, meðal
annars með aukinni Netverslun.
„Við sjáum mestu vaxtarmöguleik-
ana í verslun á Netinu,“ segir Olafur.
„Okkur þótti skynsamlegt að koma
þessu samstarfi á vegna þess að með
þátttöku bæði Vöku-Helgafells og
Máls og menningar er kominn
grunnur að mjög öflugu fyrirtæki á
þessu sviði sem mun til að byrja með
velta um einum milljarði. Fyrirtækið
ætti því að vera vel í stakk búið til að
taka þátt í samkeppni á þessum
markaði sem fer vaxandi. Óll Net-
verslun þarf til að mynda á svona
þjónustu að halda, ekki aðeins dreif-
ingunni heldur og lagerhaldi. Netið
sjálft er einungis búðargluggi þar
sem fólk bendir á vöruna sem það vill
kaupa og pantar. Öll umsýsla vör-
unnar sjálfrar er eftir. Hún er senni-
lega dýrasti þátturinn af viðskiptun-
um og því mikilvægt að huga að
hagkvæmni í henni.“
Aðskilin útgáfu-, sölu-
og markaðsmál
Hlutverk Dreifingarmiðstöðvar-
innar ehf. verður að sjá um lager-
hald, það er móttöku, geymslu og
sendingar á vöru, pantanir eða mót-
töku, tiltekt og pökkun á vöru, flutn-
ing varnings og reikningagerð. Fyr-
irtækið mun einnig annast innheimtu
fyrir aðila sem fela Dreifingarmið-
stöðinni umsýslu vamings síns og
aðra þjónustu, svo sem almenna
vörudreifingu, upplýsingagjöf til við-
skiptavina, útsendingu bóka, tíma-
rita, klúbbefnis og annars varnings,
m.a. fyrir sérstakar markaðsherferð-
ir, sendingu bréfa og fylgiefnis með
vörum og endurpökkun.
Halldór Guðmundsson útgáfu-
stjóri Máls og menningar leggur
áherslu á að sem fyrr séu útgáfu-,
sölu- og markaðsmál fyrirtækjanna
tveggja algerlega aðskilin. „í mínum
huga er stofnun þessa fyrirtækis
fyrst og fremst skynsemisráðstöfun
út frá augljósri hagræðingu sem er í
þessu fólgin. Þar má vísa til sam-
starfs norsku útgáfufyrirtækjanna
Norsk Gyldendal og Aschehoug á
þessu sama sviði, en þau eru lang-
stærstu útgáfufyrirtæídn þar í landi
og miklir keppinautar en hafa engu
að síður rekið dreifingarmiðstöð sem
þessa í farsælu samstarfi. Slíkt sam-
starf byggist á trúnaði og því að
dreifingarmiðstöðin sé rekstrarlega
óháð eigendum sínum. Þess vegna
stofnum við sérfyrirtæki um þetta.“
Hefur starfsemi 1. ágúst
Vaka-Helgafell og Mál og menning
eiga hvort um sig helmings hlut í
hinu nýja fyrirtæki. Hlutafé er 30
milljónir króna.
Stjóm hins nýja félags skipa Bem-
hard A. Petersen, Sigurður Svavars-
son og Auðun Ingvarsson verkfræð-
ingur, sem verður stjórnarformaður.
Auðun mun á næstu mánuðum starfa
að uppbyggingu hins nýja félags en
hann hefur á undanfömum ámm
unnið að skipulagningu lagerhalds og
dreifingar hjá ýmsum fyrirtækjum,
meðal annars BYKO, Flutningamiðl-
uninni Jónum og Orkuveitu Reykja-
víkur.
Undirbúningur að stofnun fyrir-
tækisins hefur staðið frá síðasta vori,
en það hefur starfsemi sína eigi síðar
en 1. ágúst næstkomandi.
Komdu á okkar fund
Skipuleggjum fundi, málþing og ráðstefnur
Sjáum um móttöku erlendra gesta
qestamóttakan
Your Host m iceland
Austurstræti 17, sími 5511730, fax 5511736.
Netfang gestamottakan@yourhost.is
rGrand Hótel Reykjavík 18.febrúar
STÓRIÐJA -
ÚRVINNSLUIÐNAÐUR
Væntingar um viðtæka iðnvæðingu í tengslum við stóriðju
hafa verið miklar og notaðar m.a. sem rök fyrir virkjana-
framkvæmdum. Þessar væntingar hafa þó ekki gengið eftir.
Ýmis teikn eru nú um að slíkur iðnaður geti aukist og ýmsar
hugmyndir eru uppi þar að lútandi.
VFÍ og TFÍ efna til hálfs dags ráðstefnu þar sem gerð verður
úttekt á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru,stöðunni
f dag og framtíðar þróun.Markmiðið er að menn fari með
skýrari mynd af þeim raunhæfu möguieikum sem fyrir hendi
eru en þeir höfðu er þeir komu. Ráðstefnan verður haldin á
Grand Hótel Reykjavík 18. feb. kl. 13-17.
DAGSKRÁ
13:00 Ráðstefnan sett, Hákon Ólafsson, formaður VFÍ.
13:10 Ávarp iðnaöarráðherra,Valgerðar Sverrisdóttur.
13:20 Úrvinnsluiðnaður á Norðurlöndum - möguleikar á (slandi,
ToralfCook,framkvæmdastjóri Scanaluminium.
13:S0 Álsteypur og yfirborðsmeðhöndlun.
Ákveðin dæmi um hentuga framleiðslu Per Möller,dósent við DTU.
14:20 Orvinnsla á Islandi, þróun og möguleikar - kynning á Málmgarði,
Einar Jón Ásbjörnsson, Málmgarði.
14:50 Kaffihlé.
15:10 Núverandi úrvinnsluiðnaður, reynsla og viðhorf:
- Þorvaldur Hallgrímsson, Málmsteypan Hella.
- Einar Þór Einarsson, Alpan.
15:30 Panelumræður:Framsögumenn ásamt fulltrúum frá
álframleiðendum,Samtökum iðnaðarins, Iðnaðarnefnd Alþingis,
fjárfestum o.fl.Svara þeir spurningum úr sal og kryfja máliö
til mergjar sín á milli undir stjórn dr.Þorsteins Sigfússonar,
prófessors og formanns RANNfS.
16:50 Niðurstöður og lokaorð Jóhannes Benediktsson,formaðurTFf.
Taknliraiinmiliii fiiiim
Verkfrœáingafélag íslands
Mörg þúsund íslenskir fjárfestar eru orðnir virkir þátttakendur á stærsta
hlutabréfamarkaði heims - Wall Street - í gegnum Kauphöll Landsbréfa.
Og þeim fer fjölgandi með hverjum deginum.
Þar gefst þeim tækifæri til að kaupa og selja hlutabréf í
einhverju af þeim þúsundum fyrirtækja sem skráð eru á
hlutabréfamarkaðnum á Wall Street.
Svonaxrá lífið
Það er einfalt og spennandi.
Eins og lífið á að vera.
)±1cXj>CcAj ujlxl/
aovera
KAUPHOl.U
l.ANDSHRKFA
1 ANDSBRl 1
Sfmi 535 2000