Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 1
Seinkun * Sótt um starfs- Skilar öflug frestar leyfi sem rekstrarhag- framþróun > viðskiptabanki ræðing sér Stefnt að rafrænni skrán- ingu verðbréfa/12 Viðtai við Bjarna Ármannsson, forstjóra FBA/6 Verðbréfamiðlarar spá góðri afkomu Fiugleiða/8 FÓLK KÍNAMÚRINN STENDUR UPPÚR INNLENT KPMG OG ERNST& YOUNG SAMEINAST u Sérblað um viðskipti/atvinnulíf * Fimmtudagur 10. febi*úar 2000 EVRA DOLLAR 75,00 74,00 73,00 72,00 71,00 70,00 r——i-----------1--------i----—i 12,1 19.1 26.1 2.2 9.2 ÚA með 157 milljónir í hagnað • ÚA skilaði á liðnu ári 270 milljóna króna hagnaði af reglu- legri starfsemi fyrir skatta. Að teknu tilliti til 102 milljóna króna í reiknaðan tekjuskatt og 10 milljóna króna gjaldfærslu vegna óreglulegra liða nemur hagnaöurinn 157 milljónum króna. Veltufé frá rekstri nam 776 milljónum króna á ár- inu sem er mesta fjármunamyndun á einu ári í sögu félagsins./2 Irving Oil með lóð í Reykjanesbæ • Austnesi ehf., umboðsaðila kanadíska olíufélagsins IrvingOil, hefur verið úthlutaö lóð undireldsneytisbirgöastöö á tanka- svæðinu í suð-vesturhluta Helguvíkur Dönsku sementsverksmiójunni Aalborg Portland AS hefur einnig verið úthlutað lóð í Reykjanesbæ. /2 mMHiL-Lma— rnm—i Kr. Kr. Kr. I37íTBdíRnRTriBS a83«M,*:|ir.»®aj*y5w®t^9:rnrrTa i Ss atTT.T.II Dollari 73,43000 73,23000 73,63000 Sterlpund. 118,33000 118,02000 118,64000 Kan. dollari 50,81000 50,65000 50,97000 Dönsk kr. 9,76200 9,73400 9,79000 Norsk kr. 8,99700 8,97100 9,02300 Sænsk kr. 8,56400 8,53900 8,58900 Finn. mark 12,22220 12,18430 12,26010 Fr. franki 11,07850 11,04410 11,11290 Belg. franki 1,80140 1,79580 1,80700 Sv. franki 45,15000 45,03000 45,27000 Holl. gyllini 32,97620 32,87380 33,07860 Þýskt mark 37,15560 37,04030 37,27090 ít. líra 0,03753 0,03741 0,03765 Austurr. sch. 5,28110 5,26470 5,29750 Port. escudo 0,36250 0,36140 0,36360 Sp. peseti 0,43680 0,43540 0,43820 Jap. jen 0,67480 0,67260 0,67700 írskt pund 92,27190 91,98550 92,55830 SDR (Sérst.) 99,10000 98,80000 99,40000 Evra 72,67000 72,44000 72,90000 Grlsk drakma 0,21840 0,21770 0,21910 Tollgengi fyrir febrúar er sölugengi 31. Janúar. Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 562 3270 íslandssimi kaupir meirihluta í Internet á íslandi, INTIS Stefnt að samlegðaráhrif- um og efldri starfsemi Morgunblaðið/Árni Sæberg ÍSLANDSSÍMI hf. hefur keypt um 70% hlut í Internet á Islandi hf, INTIS. Seljendur eru Kögun hf., Háskóli íslands og smærri hluthafar. Eftir kaupin er ríkið og stofnanir þess annar stærsti hluthafinn í INTIS með saman- lagðan hlut á bilinu 22-23%, segir Eyþórs Arnalds, fram- kvæmdastjóra Íslandssíma hf., í samtali við Morgunblaðið. Hann vill aðspurður ekki gefa upp kaupverð að svo stöddu, en seg- ir að aðilar viðskiptanna hafi verið sáttir við verðið. Eyþór segir að ástæður kaup- anna séu þær að möguleiki sé á miklum _ samlegðaráhrifum í rekstri Íslandssíma og INTIS. „INTIS hefur fjöldamarga viðskiptavini meðal fyrirtækja, en þar erum við að einbeita okkur. Við erum að bjóða heild- arlausn í gagnaflutningum, en INTIS býður netsamband. Það er mjög viðeigandi að nú geta viðskiptavinir INTIS fengið enn betri og fjölbreyttari þjónustu en áður. Við höfum yfir að ráða ýmsu sem þeir hafa ekki. Við höfum til dæmis flutningskerfí í ljósleiðaragagnaflutningsnetinu, við eigum hlut í sæstrengnum.“ Að sögn Eyþórs er INTIS frumkvöðull að netþjónustu á íslandi, en það hóf nettengingu til útlanda fyrr en aðrir hér- lendis. „Meginstarfsemi fyrir- tækisins hefur verið á tveimur sviðum. Annars vegar hafa þeir rekið nettengingar til stærri að- ila, fyrirtækja og stofnana, og hins vegar sér INTIS um út- hlutun ,,.is“ netléna," segir Ey- þór. Hann segir að INTIS hafi rekið nettenginguna frá Islandi til útlanda, en leigt aðgang að sæstrengnum CANTAT af Landssímanum. „Við keyptum hins vegar hlut í sæstrengnum nú nýlega fyrir hundruð millj- óna, og búumst við að INTIS leigi af Islandssíma. Mér finnst mjög líklegt að við bjóðum þetta á betra verði en Landssíminn. Það er hluti af þessu,“ segir Ey- þór Arnalds. „Við höfum einnig hug á að blása auknu lífi í starfsemi INTIS, og sérstaklega hvað varðar netlénin. Þar er hægt að gera spennandi hluti. Við erum því ekki að kaupa okkur við- skipti heldur erum við að kaupa INTIS til að efla starfsemina þar.“ Þegar hann er spurður nánar út í tækifæri sem tengjast út- hlutun .is netléna segist Eyþór halda að mikill vöxtur verði í út- hlutun léna hérlendis, og einnig sé hægt að bjóða fleiri þjón- ustugerðir með úthlutuninni. „Ég held að það sé hægt að færa þessa þjónustu frekar út á vefinn, og færa þetta í nútíma- legra form,“ segir Eyþór. „Ég held að það sé að verða ákveðin grundvallarbreyting á markaðnum með þessum við- skiptum. Það hafa verið margir litlir aðilar á þessum markaði, en ég tel að við séum að styrkja Islandssíma til muna, og að aukin samkeppni hafi þjappað fyrirtækinu vel saman,“ segir Eyþór. Internet á íslandi er staðsett í Tæknigarði í Dunhaga í Reykjavík, og segir Eyþór að starfsmenn INTIS séu sjö um þessar mundir í sex stöðugild- um. fslenskl (ífeyrissjöðurinn er traustur lífeyrissjðður í vörslu Landsbréfa hf. Með aðild að íslenska lífeyrissjóðnum tryggir þú þér fjölbreytta þjðnustu og góða ávöxtun lífeyris. Hafðu samband við sérfræðinga Landsbréfa í lífeyrismálum eða ráðgjafa f næsta Landsbanka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.