Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 16
G Samstarf um stjórnun • Stjórnunarfélagið og Gæðastjórnunarfé- lagið hafa undirritaö viljayfirlýsingu um víð- tækt samstarf félag- anna. Markmið sam- starfsins erað efla menntun og umræðu um stjórnun á íslandi og auka þjónustu við félagsmenn beggja fé- laga. Samstarf félaganna felur meðal annars í sér að skrifstofa beggja félaga verður á sama stað. Skrifstof- an verðurtil húsa í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, þar sem Stjórnunarfélagiö hef- urverið til húsaog mun skrifstofa Gæða- stjórnunarfélagsins hefja starfsemi þar 15. febrúar nk. Framkvæmdastjóri hjá MP Verðbréfum • Auður Finnboga- dóttirhefurverið ráðin sem framkvæmda- stjóri hjá MP Verðbréf- um hf. Fyrir sem fram- kvæmdastjóri er Margeir Pétursson. Auður er við- skiptafræöingurog hóf störf hjá MP Verð- bréfum við stofnun fyr- irtækisins á síðasta ári. Hún hefur starfað á fjármálamarkaði frá árinu 1993. Nýir samningar Raf- rænnar miðlunar • Rafræn miðlun hf. hefur undirritað samninga við Gis- ecke & Devrient og Góðar lausnir ehf. um rekstur og þjón- ustu á útstöðvum þýska fyrirtækisins G&D. Gisecke & Devrirent er einn af megin samstarfsaö- ilum banka og spari- sjóða og kortafýrir- tækja hér á landi um KLINK myntkortakerf- ið. Samningarnirfela í sér réttindi til handa Rafrænni miðlun hf. á beinum innflutn- ingi, dreifingu og sölu búnaðar frá Gisecke & Devrien. íslandsbanki semur við Opin kerfi • ÍSLANDSBANKI hf. og Opin kerfi hf. hafa gert rammasamning um uppfærslu bank- ans á Microsoft- hugbúnaði fyrir skrif- stofur, netþjóna og stýrikerfi bankans. Samningurinn er svo- kallaður „select“- samningur sem er sér- stök gerð af sölu- samningi stóra viðskiptavini. Glefsir kaupir gröfu • Kraftvélar ehf. um- boðsaðili Komatsu á íslandi afhenti nýlega Glefsi ehf. Komatsu PC210LC-6 beltagröfu með ýtublaði. Vélin er fyrsta beltagrafan í Evrópu með þessum útbúnaði, ogaf þvítil- efni komu yfirmenn Komatsu til landsins til þess að vera við- staddir afhendingu vélarinnar. formaöur GÍ, og Thom- ast Möller, formaöur SFÍ, gengu frá samn- Ingnum. KPMG og Cisco i samstarf • Alþjóðlega endur- skoöunar- og ráðgjaf- arlyrirtækið KPMG hef- ur í samvinnu við Cisco Systems Inc. stofnað alþjóölegt ráð- gjafarfyrirtæki, KPMG Consulting. Nýja fýrir- tækið er eign KPMG að 80% hluta en Cisco Systems Inc. á 20%.Fyrstum sinn mun þjónustan ein- skorðast við Banda- ríkin og Mexíkó. Síðar áárinuergertráö fyrir aðhúnteygi sigtil Kanada, Suður- Ameríku ogAsíu. KPMG Consulting mun lúta yfirstjórn Stephen G. Butler, stjórnarformanns KPMG International, en Rand Blazer og Rod McGeary, sem hafa veitt ráögjafarþjónustu KPMG forstööu í Bandaríkjunum, deila með sér ábyrgö á stjórnun KPMG Cons- ulting. Útflutningur - ekkert mál! Navision Financials Útflutningskerfi Strengs leysir allar þarfir útflytjenda í öllum atvinnugreinum. í kerfinu er tenging við Toll, EDI og öll skýrslugerð er fyrir hendi. Allt sem snýr að útflutningi er teyst í sérlausnum frá Streng hf. ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 550 9000, www.strengur.is FÓLK/Matthías H. Guðmundsson Kínamúrinn stendur upp úr Matthías tók við starfí fram- kvæmdastjóra fjármála- og stjórnunar- sviðs Netverks í lok janúar. Það hlýtur að vera ólíkt að starfa sem framkvæmda- stjóri Ágætis hf. og að starfa hjá hátæknifyrir- tæki? „Já, þetta er gjörólíkt en það er mjög gaman að breyta til. Framtíðin er spennandi, breytingamar eru svo hraðar að ég hugsa að mánuður hjá svona fyrir- tæki sé eins og eitt ár hjá venjulegu heildsölufyrir- tæki! Netverk er hátækni- fyrii'tæki á hugbúnaðarsviði og við skilgreinum okkur sem alþjóðlegt fyrirtæki. Við seljum upplýsingahraða og leggjum áherslu á samskipti, bæði um GSM-kerfi og á Netinu. Starf mitt felst í að sjá um fjármál fyrirtækisins, skipulag, innra eft- irlit, samskipti við fjárfesta og fleira.“ Hver eru áhugamál fjármála- stjórans? „Það er skotveiði númer eitt, tvö og þrjú. Við förum þrír saman á veiðitímabilinu og skjótum rjúpu, gæs og svartfugl. Ég hef einnig mikinn áhuga á allri tegund tónlistar en held mest upp á djass og blús. Á ferðalögum mínum er- lendis finnst mér heimsóknir á djassklúbba standa upp úr. Fjöl- skyldan skipar auðvitað stóran sess einnig. Við keyptum okkur hús í Kópavoginum fyrir tveimur árum og ætlum að reyna að setja garðinn í stand í sumar, smíða pall og fleira.“ Hefurðu rjúpu íjólamatinn? „Ég er reyndar af hamborgar- hryggskynslóðinni en mér finnst villibráðin mjög góð. Ég er nú ekki stórtækur í veiðinni en mað- ur á eitthvað í frystikistunni og gefur líka vinum og vandamönn- um.“ Hefurðu ferðast mikið? „Já, ég hef farið töluvert upp á hálendi íslands á veiðiferðum Morgunblaöiö/Þorkell — ► Matthías Hannes Guðmunds- son er fæddur i Keflavík árið 1958. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur af endur- skoðunarsviði frá Háskóla ís- lands árið 1983 og hefur auk þess lokið ýmsum námskeiðum er varða m.a. fjármál og tölvu- mál. Matthías starfaði hjá SÍS á árunum 1984-1991. Hann var framkvæmdastjóri Ágætis hf. frá 1991 til 1999. Eiginkona Matt- híasar er Gréta Kjartansdóttir, þjónustufulltrúi hjá SPRON, og eiga þau tvö böm, Kjartan Hrafn, 15 ára, og Kristínu Ástu, 11 ára. mínum. Ég hef einnig ferðast er- lendis og sótt námskeið og ráð- stefnur er varða fjármál, stjóm- un, innra eftirlit og tölvumál." Þú fórst í ferðalag með garð- yrkjubændum á síðasta ári? „Já, ég fór í 11 daga ferð til Kína og Hong Kong í ágúst á síð- asta ári. Við fórum á garðyrkju- sýningu í Kunming, sem er í Suð- ur-Kína. Þetta var mjög ævintýraleg ferð og margt að skoða. Ganga eftir Kínamúrnum er þó eftirminnilegust." BHpa Fyrirtækjum og stofnunum bjóðast nýir möguleikar til að þjóna viðskiptavinum sínum. Með WAP tækni er hægt að lesa tölvupóst, skoða dagbækur, sinna bankaviðskiptum og panta farseðla. Islandssími er fyrsta fjarskipta- fyrirtækið á Islandi með WAP gátt fyrir GSM. Kynntu þér málið á; www.islandssimi.is/wap I: Með WAP er hægt að lesa tölvupóst, skoða dagbækur, sinnabanka- viðskiptum og panta vörur og þjónustu. (slandssími hf. býður stórum og smáum fyrirtækjum heildarlausnir í fjarskiptum. Íslandssími býr yfir Ijósleiðara-neti fyrir tal- og gagnaflutninga. Gagnaveitan ehf. og Islandsnet ehf. sem rekur Strik.is, eru dótturfyrirtæki Islandssíma. Íslandssími Borgartúni 30-105 Reyjavík Sími: 595 5000 - islandssimi.is INNHERJISKRIFAR... BANKIÁ BEINU BRAUTINNI • Árangurinn í rekstri íslandsbanka vekur verulega athygli. Hagnaður- inn af rekstri bankans hefur aldrei veriö meiri og það vekur ekki sízt eftirtekt að mikill hluti hagnaðar bankans kemur af reglulegri starf- semi en ekki sérstökum við- skiptasamningum, sem bankinn hefurátthlut í. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, sagði í samtali við Morgunblaðið I gær, að arðsemi eiginfjár væri yfir 26% og slíka arð- semi sýndu aðeins arðsömustu bankar á Vesturlöndum. Almar Guðmundsson, hjá mark- aösviöskiptum FBA, sagði í Morgun- blaöinu í gær, að arösemi bankans væri sú langbezta, sem þekktist hjá viðskiptabönkunum hér. Árangur sem þessi næst ekki fyr- irtilviljun. Þaö er alveg Ijóst, að markvisst hefur veriö unnið að því að bæta vinnubrögð og starfshætti í íslandsbanka og árangurinn er nú að koma í Ijós með afgerandi hætti. Þetta er að sjálfsögðu mikil viður- kenning fyrir yfirstjórn bankans, sem starfað hefurfrá upphafi undir forystu Vals Valssonar. Sú vartíðin aö gengi hlutabréfa í íslandsbanka varkomið niðurfyrir 1. Þeir sem fjárfestu í bankanum þá hafa hagnast vel á þeirri Ijárfest- ingu. Á þeim árum lýstu ýmsir stórir hluthafar í bankanum áhuga á að selja bréf sín og sumir gerðu það. Sú ráðstöfun hefur ekki veriö skynsamleg í Ijósi þess, sem síöan hefurgerzt. HVAÐ VERÐUR UM BÚNAÐARBANKANN? • Ætla veröur að fjárfesting í íslandsbanka sé góöur kostur um þessar mundir. Gera má ráð fyrir að skriöur komizt á áform um samein- ingu bankans og Landsbankans á næstu mánuðum, þráttfyrirþá hnökra, sem upp komu á þeim áformum seint á síðasta ári. Möguleikar á hagræðingu í rekstri sameinaðs banka eru aug- Ijóslega miklir og þess vegna verður að gera ráð fyrir, að hlutabréf í sam- einuðum banka geti hækkaö mjög í veröi, þegarfram líða stundir. Yfirstjórn íslandsbanka hefur nú orðið mikla reynslu f sameiningu banka og íyfirstjórn Landsbankans eru einnig hinir hæfustu menn. Þeg- ar og ef þessir tveir bankar renna saman má gera ráð fyrir að til verði sterk rekstrareining. Það er hins vegar Ijóst, aó þá standa Búnaöarbanki og sparisjóð- irnirframmifyrirvanda, sem ekki blasir við, hvernig leyst verður úr. Hver er líklegur samstarfsaðili Bún- aðarbankans á fjármálamarkað- num? Sumir segja Vátryggingafélag íslands. Aðrir velta fyrir sér FBA. Ekki eru miklar líkur á samstarfi Búnaðarbankans og sparisjóö- anna, þótt innan sparisjóðanna séu menn, sem telja, að þeireigi að kaupa Búnaðarbankann. Vandi sparisjóöanna er hins vegar eins og stundum áður, aö samstaða er ekki nægilega mikil innan þeirra. Þess vegna er ekki alveg Ijóst á þessari stundu hvert stefnir í málefnum þeirra og það á við um Búnaöar- bankann einnig. STARFSMENN MEÐ Á NÓTUNUM • Bankaráð íslandsbanka hefur ákveðið að færa öllu starfsfólki bankans hlutabréf íbankanum. Það mun vafalaust hafa jákvæð áhrif á starfsandann í bankanum. En jafnframt er sú ákvöröun und- irstrikun á því, að það færist í vöxt, að starfsmenn verði meöeigendur fyrirtækja. Líklegt má telja, að sú aöferö að veita starfsfólki tækifæri til að eignast hlutabréf í fyrirtækjum muni breiðast út á næstu árum. Sú þróun mun efla fyrirtækin mjög.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.