Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bjarni Armannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulifsins Sótt um starfsleyfi sem viðskiptabanki Stjórn Fjárfestingarbanka atvinnulífsins mun á aðalfundi félagsins óska eftir heimild hluthafa til þess að sækja um starfsleyfi sem viðskiptabanki. Guðrún Hálfdánar- dðttir ræddi við Bjarna Armannsson, forstjóra FBA, um starfsemi bankans. Bjarni Ármannsson: Teljum okkur vera búin að ná tökum á þeirri starfsemi sem við lögðum upp með í byrjun og erum reiðubúin til að víkka út starf- semina enn frekar m.a. með því að auka hlut okkar í hlutabréfaviðskiptum. JÁRFESTINGARBANKI atvinnulífsins mun á næstu vikum sækja um starfsleyfi sem viðskiptabanki. Samkvæmt nýrri stefnu bankans verður þjón- ustusvið hans víkkað út og fjár- sterkum einstaklingum boðin fjár- málaþjónusta. Bjarni Armannsson, forstjóri, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, segir að verði starfsleyfið veitt fái bankinn allar þær heimildir sem viðskiptabankar og sparisjóðir hafa. „í raun er eini munurinn á heimildum okkar í dag og þeirra að þeir mega taka við innlánum til ávöxtunar og vörslu frá almenningi en við ekki. Umsóknin felur ekki í sér að við séum að fara út í hefð- bundið viðskiptabankamódel, s.s. rekstur útibúa, en þetta er nauð- synlegur liður í þeim þjónustuþátt- um sem við ætlum okkur að veita. Við munum nota Netið í sívaxandi mæli sem dreifileið. Bæði til að dreifa upplýsingum og sem vett- vang til viðskipta." Samkvæmt áætlun félagsins er gert ráð fyrir að hagnaður ársins 2000 hjá FBA-samstæðunni fyrir skatta verði 1.763 milljónir króna eða 1.218 milljónir króna eftir skatta. í þessum tölum er gert ráð fyrir nokkru tapi af rekstri einka- bankaþjónustu á fyrsta starfsári hennar. Útibúum banka fjölgar frekar en fskkar Mikið hefur verið rætt um að fækka þurfi útibúum banka en Bjarni bendir á að það hafi meira verið í orði en á borði. „Þegar FBA hóf starfsemi fyrir rúmum tveimur árum var 181 útibú starfrækt hér á landi en í dag eru þau 187. Þeim hefur því frekar fjölgað en fækkað. Ég tel nauðsynlegt að þeim verði fækkað og má búast við því að sú verði raunin ef um samþjöppun á bankamarkaði verður að ræða.“ Ætlunin er að FBA muni beina sjónum sínum frekar að fjársterk- um aðilum og þeim sem eru mikið í hlutabréfaviðskiptum heldur en hefðbundinni innlánaþjónustu fyrir almenning. Bjarni segir að við- skiptavinum verði bæði boðið upp á fjárvörslu og eignastýringu auk þess sem bankinn muni efla tengsl- in við viðskiptavini sína þannig að stærri hluti af viðskiptum þeirra fari í gegnum FBA. I dag sinnir FBA fyrst og fremst lífeyrissjóð- um og öðrum stofnanafjárfestum. Svanbjörn Thoroddsen er fram- kvæmdastjóri einkabankasviðs FBA en Tómas Sigurðsson, sem hefur verið forstöðumaður lög- fræðisviðs FBA frá upphafi, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri enska einkabankans R. Raphael & Sons sem FBA er að ganga frá kaupum á. Að sögn Bjarna mun R. Raphael sinna íslenskum og erlendum við- skiptavinum sem vilja njóta einka- bankaþjónustu en FBA muni þjóna viðskiptavinum sem eru ekki nauð- synlega fjársterkir einstaklingar heldur einnig einstaklingum með mikið tekjuflæði. „Þegar FBA var stofnaður var grundvallarhugsunin sú að vinna á vaxtamun í útlánum til mjög stórra viðskiptavina. Þeir viðskiptavinir eru hins vegar í auknum mæli farnir að fara beint út á verðbréfa- markaðinn og sleppa milliliðnum, það er bankanum. Það var því tvennt í stöðunni. Annars vegar að bjóða upp á samkeppnishæf kjör og lækka kostnaðinn þannig að bankinn væri samkeppnishæfur við verðbréfamarkaðinn. Hins vegar að nýta sér tækifærin á verðbréfa- markaðnum. Sem við höfum gert með því að stofna markaðsviðskipti bankans sem gert var strax í upp- hafi m.a. til að fara með félög í hlutafjár- og skuldabréfaútboð og aðstoða við skuldastýringu, gerð afleiðusamninga og veitt aukna ráðgjöf við áhættustýringar. Á sama tíma hefur það gerst almennt á fjármálamarkaðnum að hlutfalls- lega lítill vöxtur hefur verið í inn- lánum en mikill vöxtur í beinum hlutabréfaviðskiptum. Við teljum * fe ICELANDAIR www.icelandair.is Gunnar Örn Kristjánsson forstjóri Sölusambands islenskra fiskframleiðenda hf. Við höldum kostnaði vegna viðskipta- og söluferða í lágmarki „Við hjá SÍF eigum mikil samskipti við erlenda aðila. Við erum alltaf að leita að nýjum mörkuðum fyrir íslenskar saltfiskafurðir og efla samstarfið við erlenda viðskiptavini. Að okkar dómi hefur sýnt sig að Saga Business Class fargjald er hagkvæmasti ferðamátinn.“ A Saga Business Class bjóðast tíðar áætlunarferðir og sveigjanleiki sem miða að því að stytta viðskiptaferðir og auka þannig afköst starfsmanna, nýta tímann betur og draga úr ferðakostnaði. Á Saga Business Class er enginn bókunarfyrirvari og gilda engin skilyrði um lágmarks- eða helgardvöl erlendis. Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.