Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2000 C 7 9 „Erlendir aðilar eiga meira en 25% hlut í FBA og því má bankinn ekki eiga beinan hlut í sjávarútvegsfyrirtæki. Ég sé fyrir mér að FBA verði að stofna sér- stakt félag til þess að geta keypt hluta- fé í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þvi ef við gerum það ekki þá vantar ansi mikið upp á að starfsemi fjármálafyrirtækis eins og FBA sé með eðlilegum hætti“ á okkur vera búin að ná tökum á þeirri starfsemi sem við lögðum upp með í byrjun og erum reiðu- búin til þess að víkka út okkar starfsemi enn frekar meðal annars með því að auka hlut okkar í hluta- bréfaviðskiptum. Það er engin laun- ung á því að við munum áfram fjár- festa í fólki og tæknibúnaði og Netinu sem dreifileið,“ segir Bjami. íslensk reikningsskil til trafala á alþjóðlegum mörkuðum FBA hefur sótt eftir fjármagni á alþjóðlegum vettvangi og má þar nefna að fyrr í vikunni gekk bank- inn frá skuldabréfaútgáfu upp á 125 milljónir evra eða sem svarar til rúmlega 9 milljarða íslenskra króna. Að sögn Bjarna var mikil eftirspurn eftir bréfunum og breið- ur hópur erlendra fjárfesta sem tók þátt í útboðinu. Þegar FBA kynnti fyrir fulltrú- um fjármálafyrirtækja og stofnana- fjárfesta í síðustu viku afkomu bankans kom fram í máli forstjóra FBA að íslenskar reikningsskilaað- ferðir eru ólíkar þeim aðferðum sem almennt eru notaðar á alþjóð- legum markaði. Samkvæmt íslensk- um reikningsskilareglum eru notuð verðbólgureikningsskil. Að sögn Bjarna geta menn haft allar skoðanir á því hvort verðbólg- ureikningsskil endurspegli á ná- kvæmari hátt raunbreytingu eigin fjár eða ekki. „Fyrir fyrirtæki eins og FBA, sem er í alþjóðlegri sam- keppni og er að sækja fjármagn á alþjóðlegan markað, þá eru reikn- ingsskil sem ekki eru hefðbundin á þeim mörkuðum sem við erum að sækja inn á til trafala. Að sama skapi, ef við horfum á samkeppni á innlendum markaði, þá er þessi teg- und af reikningsskilum þeim í hag sem viðhafa hefðbundið viðskipta- módel, þ.e. eru með fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum eins og fasteignum og tækjum. Þvi á slíkar eignir eru reiknaðar tekju- færslur meðan á peningalegar eign- ir er reiknuð gjaldfærsla. Þannig að við erum til að mynda með 480 milljóna gjaldfærslu á þessu ári. Eg er sannfærður um að enginn hinna bankanna, án þess að hafa séð árs- reikninga þeirra, mun hafa nálægt þeirri fjárhæð. Hér er því um að ræða tæplega hálfan milljarð, sem auðvitað hverfur ekki, en færist beint yfir eigið fé félagsins. Jafnframt getur verið mjög erfitt fyrir okkur að skýra þessa aðferð út fyrir viðskiptavinum okkar er- lendis. Þetta er í raun sama skýr- ingin og á því af hverju lítið gengur að selja íslensk verðtryggð skulda- bréf þó svo þau séu á margan hátt mjög góð og henti inn í eignasöfn. Þ.e.a.s. erlendir fjárfestar eiga erf- itt með að skilja verðbótaþáttinn. Hann er óhefðbundinn og fyrir jafn lítið og eftir er að slægjast í þessu tilliti mun þessi menntunarstefna lítið ganga eftir. Ég trúi ekki öðru að samfélag endurskoðenda muni taka þetta til endurskoðunar og Alþingi sam- þykki breytingar á íslenskum reikningsskilalögum. Það þarf að breyta þessu og hætta með verð- bólgureikningsskil." Eignaraðild erlendra aðila í islenskum sjávarútvegi Skiptar skoðanir eru um erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávarút- vegi og fínnst sumum að banna eigi þær með öllu. Aðrir vilja heimila eign upp að vissu marki og enn aðr- ir vilja leyfa útlendingum að fjár- festa eins mikið og þeir hafa áhuga á og þannig gætu útlendingar eign- ast ráðandi hlut í íslenskum sjávar- útvegsfyrirtækjum. <?> ímpra Samkvæmt lögum um fjárfest- ingu erlendra aðila í atvinnurekstri, lög nr. 34/1991, 4 gr. 1 mgr., er eignaraðild útlendinga í sjávarút- vegi takmörkuð. Samkvæmt lögun- um mega þeir aðilar, sem eru að meira en 25% í eigu erlendra aðila sé miðað við hlutafé eða stofnfé, ekki stunda fiskveiðar í efnahags- lögsögu íslands eða eiga og reka fyrirtæki til vinnslu sjávarafurða hér á landi. Fari eignarhlutur ís- lensks lögaðila ekki yfir 5% má eignarhlutur erlendra aðila þó vera allt að 33%. í viðtali við Morgunblaðið 20. október 1998 segir Stefán Halldórs- son, framkvæmdastjóri Verðbréfa- þings íslands, að æskilegt sé fyrir íslenskan verðbréfamarkað að eng- ar hömlur eða sérstök hlunnindi tengist viðskiptum með hlutabréf. „Sem hlunnindi má nefna skattaleg hlunnindi og sem hömlur má nefna að útlendingar mega ekki kaupa í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hvort tveggja er óheppilegt og sem lang- tímasjónarmið er best fyrir mark- aðinn að það sé jafnræði og allir fjárfestingarkostir standi jafnt að vígi,“ segir Stefán. Sem dæmi um þær ýmsu myndir sem takmarkanirnar taka á sig má nefna að þegar rætt var um mögu- leg kaup sænska SE-bankans á hlut í Landsbankanum þá hefðu þau kaup ekki mátt eiga sér stað að jafn stórum hluta og til stóð þar sem VÍS, sem Landsbankinn á stóran hlut í, á hlut í sjávarútvegsfyrir- tækjum. FBA óheimilt að eiga beinan hlut I sjávarútvegi Að sögn Bjarna geta íslensk fé- # NÝSKÖPUN ARSjÓÖUR ATVINNU LÍFSINS VÖRUÞRÓUN ERTU MEÐ HUGMYND AÐ NÝRRIVÖRU EÐA NÝRRI TEGUND ÞJÓNUSTU? Verkefninu Vöruþróun er ætlað að veita fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum aðstoð við að þróa samkeppnishæfa vöru fyrir innanlandsmarkað eða til útflutnings. Tilgangur verkefnisins er: » m Íúistoða við stjómun vftruþróun»jv«f4cyf«i»im * Að vítvúó «ð f«ðliagum úrtausmim við þröun vömmvar « Að koma vðfimni ð msrkAð inm»n ivéðgla ftra Fyrirtæki sem verða fyrir valinu eiga möguleika á áhættuláni frá Nýsköpunarsjóði. Umsóknarfrestur er til 1. mars 2000. Nánari upplýsingar um verkefnið er á netslóð þess: www.impra.is/voruthroun eða í síma 570 7100, Anna Margrét Jóhannesdóttir i UndMi'iiui Námskeið Navís-Landsteina vorönn 2000 febrúar Grunnur í Navision Financials 16.2 mars 16.3 apríl maí 5.4 18.5 Framhald í Navision Financials 24.-25.2 22.-23.3 12.-13.4 25.-26.5 Verkbókhald Financials 6.3 6.4 Tollakerfi, innkaup og lánardrottnar 30.3 30.5 C/ODBC tengill 3-5 Glugga- og skýrsluhönnun 10.-12.5 Verslunarkerfið Retail Back Office 27.-29.3 15.-17.5 Forritunarnámskeið í Navision Financials 13.3 - 29.5 kvöld- og helgarnámskeið NAVisio^nanclaU Navii-Unditelnar hf ötjéfhélsi 5, itö Seykjavfk Sfml | jö jööö www.tandstelnarJs lög, sem eru í meira en 25% eigu útleridinga, og vilja eignast hlut í ís- lensku sjávarútvegsfyrirtæki, valið að stofna annað innlent félag sem er þá að fullu í eigu íslenska félags- ins og má þar af leiðandi eiga í sjáv- arútvegsfyrirtæki þrátt fyrir að móðurfélagið megi það ekki. Erlendir aðilar eiga meira en 25% hlut í FBA og því má bankinn ekki eiga beinan hlut í sjávarút- vegsfyrirtæki. Meðal stórra hlut- hafa í bankanum eru FBA Holding SA sem átti skv. hluthafahsta um síðustu áramót 29,04%, Partimonde Holdings Anstalt 4,15% og Lisfield Holding með 3,63%. Þessi þrjú fé- lög, sem eru skráð erlendis, eiga því tæplega 37% hlut í FBA. Bjarni segir nauðsynlegt fyrir FBA að geta átt hlut í sjávarút- vegsfyrirtækjum þó það væri ekki nema til að geta rækt hlutverk sitt í miðlun með hlutabréf í sjávarút- vegsfyrirtækj um. Hamlar starfsemi FBA sem fjármálafyrirtækis „Það er ekki bara FBA sem get- ur lent í aðstæðum sem þessum heldur hvaða fyrirtæki sem er á markaði. Ég sé fyrir mér að FBA verði að stofna sérstakt félag til þess að geta keypt hlutafé í sjávar- útvegsfyrirtækjum. Því ef við ger- um það ekki þá vantar ansi mikið upp á að starfsemi fjármálafyrh-- tækis eins og FBA sé með eðlileg- um hætti. Það má því af þessu draga þá ályktun að ef erlendur að- ili vill eignast verulegan hlut í ís- lenskum sjávarútvegi þá getur hann það þrátt fyrir núverandi lagasetningu," segir Bjarni Ár- mannsson. FJARFESTU I AUKINNI ÞEKKINGU OG ARANGRI GÆÐASALA Að námskeiði loknu getur þú... - náð betri tengslum við viðskiptavini - framkallað gæðasölu - forðast algeng grundvallarmistök - vitað hver eru fjögur mikilvægustu atriðin f fari góðs sölumanns að mati viðskiptavinarins - stórbætt sjálfsfmynd þína - haldið eldmóði þínum stöðugum - tekið betur á móti gagnrýni frá viðskiptavini - orðið betri mannþekkjari - verið hæfari að loka sölu - kynnt þína vöru, hugmynd og þjónustu með betri árangri - snúið neikvæðum viðskiptavini yfir i jákvæðan - skilgreint kaupmerki frá viðskiptavininum - stýrt viðskiptavini yfir í það svar sem þú vilt fá - aukið gæði sölunnar - byggt upp betri og traustari viðskiptasambönd - aukið gæði i þjónustu - aukið söluna með einföldum aðferðum - fengið ánægðari viðskiptavini sem aftur er besta auglýsingin - og margt, margt fleira NÁMSKEIÐIÐ GÆÐASALA VERÐUR HALDIÐ Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM: Skráning stendur yfir - Takmarkaður sætafjöldi Fyrirlesari er Gunnar Andri Þórisson en hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um allt land við frábærar undirtektir þátttakenda. www.gunnarandri.com jM 8ÖLUKENNSLA GUNNARS ANURA Einkaþjálfun • Námskeið • Ráðgjöf • Fyrirlestrar n Við höfum sameiginlegt markmið - að þér gangi vel! Reykjavík 21-22. febrúar frá kl. 09:00-12:30 23-24.febrúar frá kl. 19:30-22:30 Keflavík 12.febrúar frá kl. 10:00-17:00 (ef næg þátttaka fæst) Selfoss 16-17.febrúar frá kl. 19:30-22:30 (ef næg þátttaka fæst) Simi: 561-3530/ 897-3167 Fax: 561 3538 Netfang: gunnarandri@gunnarandri.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.