Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 1
42. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Kjörsókn í þingkosningum í Iran um 75 af hundraði
Umbótasinnar vongóðir
um sigur á heittrúuðum
AP
Konur úr röðum kjósenda í Teheran hjálpast að við að útfylla kjörseðla sína í gær. Talið er að úrslit þingkosn-
inganna geti valdið því að íhaldssamir heittrúarklerkar missi meirihlutann á þingi.
Teheran. AP, AFP, Reuters.
FORYSTUMENN frjálslyndra og
umbótasinnaðra afla í íran voru
bjartsýnir á sigur í þingkosningun-
um sem fram fóru í landinu í gær.
Muhammad Khatami, forseti írans,
sem jafnframt er helsti leiðtogi um-
bótaaflanna, sagði að kosningarnar
gætu fært með sér „bjartari framtíð"
fyrii’ íbúa landsins.
„Pingið hefur sérstaklega mikil-
vægu hlutverki að gegna í ríkinu,
einkum nú þegar hafið er nýtt tíma-
bil í sögu landsins,“ sagði Khatami
við fréttamenn í gær. „Því fleiri sem
kjósa í dag, þeim mun betur mun
þingið endurspegla vilja þjóðarinn-
ar.“
Fulltrúar innanríkisráðuneytisins
mátu stöðu mála svo í gær að bróðir
forsetans, Mohammad-Reza Khat-
ami, yrði efstur í höfuðborginni
Teheran og fengi mun fleiri atkvæði
en Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrr-
verandi forseti, sem fer fyrir lista
íhaldsmanna og hófsamra. Kosn-
ingaþátttaka var almennt góð meðal
þeirra tæplega 39 milljóna manna
sem hafa atkvæðisrétt í landinu, um
75% og mun allt hafa farið friðsam-
lega fram. Mynduðust víða biðraðir
við þá 36.000 kjörstaði sem settir
höfðu verið upp í landinu. Talið er að
líða muni allt að þrjár vikur áður en
úrslit verða að fullu kunn.
Talið er að kosningarnar geti haft
mikil áhrif á framtíð landsins því tek-
ist er á um hvort slakað verði á
ströngum íslömskum reglum sem
samfélagið er mótað af eða áfram
haldið á sömu braut og mörkuð var í
byltingu heittrúarmanna gegn Reza
Pahlavi keisara árið 1979.
Kosið er um 290 þingsæti og
keppa á sjötta þúsund frambjóðenda
um þau. Frambjóðendur bjóða ýmist
fram undir merkjum einhverrar af
átta stjórnmálafylkingum í landinu
eða eru á eigin vegum. Sex fylkingar
styðja Khatami forseta og umbóta-
stefnu hans en heittrúarmenn hafa
undirtökin í tveimur þeirra.
Muhammad Ali Khameini, æðsti-
klerkur í íran, sagði í gær að kosn-
ingarnar væru mikilvægar og hvatti
fólk til að hugsa sig vel um áður en
það kysi. „Kjósið þá sem munu
hjálpa ykkur og verða trúir íslam,“
sagði æðstiklerkurinn.
■ Mjög góð kjörsókn/30
Slæm sjón
felldi Golíat
Jerúsalem. Daily Telegraph.
HUGSANLEGT er að Davíð hafi
fellt Golíat vegna þess að Filistinn
stóri sá svo illa. Það er a.m.k. skoð-
un ísraelsks læknis.
Vladimir Berginer, taugasér-
fræðingur við Ben Gurion-
háskólann, telur að Golíat hafi
þjáðst af sjúkdómi, sem veldur of-
vexti í andlitsbeinum og útlimum.
Segir Berginer, að risavaxið fólk sé
oftar en ekki haldið þessum sjúk-
dómi, en þá er um að ræða æxli í
heiladingli. Það getur aftur þrýst á
sjóntaugina þannig að sjónsviðið
skerðist.
Davíð var aðeins vopnaður
slöngvivað og Berginer telur, að
hann hafi getað nálgast Golíat frá
hlið, án þess hann tæki eftir því.
Ef marka má Gamla testamentið
var Golíat um þriggja metra hár.
---------------------
Dumas fer
fyrir rétt
Paris jVP
RANNSÓKNARDÓMARAR í París
skipuðu í gær Roland Dumas, fyrr-
verandi utanríkisráðherra úr Sósíal-
istaflokknum, að mæta fyrir rétti,
þar sem hann mun svara til saka fyr-
ir meinta aðild að mútuhneyksli.
Dumas, sem er 77 ára, er sagður
hafa þegið afnot af munaðaríbúð í
París, fyrir að hafa beitt áhrifum sín-
um til að fá Loik Le Floch-Prigent
kjörinn stjórnarformann olíurisans
Elf Aquitaine.
Frilla Dumas, Christine Deviers-
Joncour, var milligöngumaður í
mútumálinu. Henni hefur ásamt Le
Floch-Prigent verið skipað að mæta
einnig fyrir réttinn.
Rússnesk stjdrnvöld sökuð um mannréttindabrot
Tsjetsjneskir
fangar pyntaðir
Moskvu, Grosní. AFP, AP, Reuters, The Daily Teiegraph.
TALSMENN mannréttindasamtak-
anna Human Rights Watch og Al-
þjóða Rauða krossins sögðust í gær
hafa fengið nýjar vísbendingar um
illa meðferð á Tsjetsjenum í rúss-
neskum fangabúðum í Kákasus-hér-
aði. Fólkið væri barið, beitt pynting-
um og sumum nauðgað. Var meðal
annars vitnað í þrjá karlmenn sem
voru í haldi og sleppt eftir að ætt-
ingjar þeirra höfðu greitt háar mút-
ur. Vladímír Pútín, starfandi forseti
Rússlands, skipaði í gær Vladímír
Kalamanov sérstakan gæslumann
mannréttinda í Tsjetsjníu en full-
trúar alþjóðlegra mannréttindahópa
segja að aðeins sé um blekkingar að
ræða.
Rússar neita að leyfa alþjóðasam-
tökum að kynna sér af eigin raun
ástandið í héraðinu. Hefur Mary
Robinson, fulltrúi Sameinuðu þjóð-
anna í mannréttindamálum, kvártað
yfir því að stjórnvöld í Moskvu meini
henni að fara á vettvang til að kynna
sér málið.
Malcolm Hawkes, fulltrúi Human
Rights Watch í Moskvu, nefndi
dæmi um hryðjuverk Rússa: „Komið
hefur í ljós að í janúar tóku rúss-
neskir hermenn 41 óbreyttan borg-
ara af lífi í Staropromyslovskí-hverfi
(í Grosní) án dóms og laga. Fómar-
lömbin í þessum aftökum voru fyrst
og fremst aldrað fólk,“ sagði
Hawkes. Að sögn Rons Redmonds
hjá Flóttamannahjálp SÞ hafa um
3.000 manns flúið frá Tsjestjníu til
grannhéraðsins Ingúsetíu síðan á
miðvikudag. Ibúum Grosní, höfuð-
staðar Tsjetsjníu, var í gær bannað
að fara frá borginni. Var útgöngu-
bannið sagt nauðsynlegt til að koma í
veg fyrir að^kæruliðar gætu laum-
ast aftur inn f borgina, einnig þyrfti
að leita að sprengjum og gera þær
óvirkar.
Valerí Manílov, varaforseti rúss-
neska herráðsins, sagði í gær að enn
væru um 300 skæruliðar í Grosní en
stríðinu í héraðinu væri hins vegar
að ljúka með sigri Rússa. Talið er að
um 7.000 skæruliðar verjist enn yfir
100.000 manna liði Rússa í fjalla-
skörðum sunnarlega í Tsjetsjníu og
er ljóst að enn geisa harðir bardagar.
Rubin sakaður um „upp-
lýsingahry ðj uverk“
Á fimmtudag lýstu rússnesk
stjórnvöld yfir áhyggjum sínum af
ástandi mannúðarmála á Norður-ír-
landi. Hvöttu þau Öryggis- og sam-
vinnustofnun Evrópu, ÓSE, til að
miðla málum í deilunum í héraðinu.
Þá fordæmdu Rússar gagnrýni Jam-
es Rubins, talsmanns bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins, á hernað
þeirra í Tsjetsjníu. Ummæli hans
voru sögð jafngilda því að hann að-
stoðaði uppreisnarmenn sem stund-
uðu „upplýsingahryðjuverk".
Reuters
Mótmæla fréttum CNN
Lögregla í Beirút í Líbanon beitti í
gær táragasi og háþrýstisprautum
gegn allt að 10.000 manns, aðallega
stúdentum, sem mótmæltu frétta-
flutningi sjónvarpsstöðvarinnar
CNN af loftárásum Israelsmanna á
suðurhluta Lfbanons. Einn stúdent-
anna mun hafa slasast í átökunum.
Mótmælin hafa staðið undanfarna
daga og fullyrðir fólkið að frétta-
flutningur stöðvarinnar sé einhliða
og ísraelsmönnum í hag. Sunginn
var þjóðsöngur Líbanons og hrópuð
vígorð gegn ísraelsmönnum og
Bandaríkjamönnum. Á fimmtudag
söfnuðust urn 2.000 manns saman
við bandaríska sendiráðið, brenndu
fána Bandarfkjanna og kröfðust
þess að sendiherra landsins yrði
rekinn frá Líbanon.
MORGUNBLAÐK) 19. FEBRÚAR 2000