Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjárlagatillaga verði
gerð um sendiráð í
Japan og Kanada
RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á
fundi í gær að utanríkisráðuneytið
undirbyggi fjárlagatillögu þess efnis
að hægt verði að opna sendiráð í Jap-
an árið 2001 og jafnframt í Kanada.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sagði eftir fundinn að þetta
mál hefði oft verið tekið fyrir í ríkis-
stjóm á undanfórnum árum, en
aldrei hefði verið svigrúm til þess af
fjárhagsástaeðum að taka endanlega
ákvörðun um það að íslendingar
opnuðu sendiráð á þessum stöðum.
Halldór sagði að Kanada væri eina
ríkið í Norðurskautsráðinu, sem ekki
hefði sendiráð á íslandi, og að sama
skapi væri ísland eina ríkið í ráðinu,
sem ekki væri með sendiráð í Kan-
ada.
Kanadamenn hafa tekið vel
í að opna sendiráð hér
„I samtölum, sem ég hef átt við ut-
anríkisráðherra Kanada, hefur hann
tekið vel í að þeir opnuðu sendiráð
hér,“ sagði hann. „Við þurfum að
ræða það betur við Kanadamenn og
verður það meðal annars gert í opin-
berri heimsókn forsætisráðherra til
Kanada nú í apríl.“
Halldór sagði að jafnframt yrði
dregið úr rekstri skrifstofunnar í
Winnipeg, en þó væri gert ráð fyrir
að þar yrði áfram viðskiptafulltrúi,
sem einnig sinnti menningarmálum.
Áætlaður kostnaður af rekstri sendi-
ráðs í Kanada er um 40 milljónir á
ári. Gert er ráð fyrir að í sendiráðinu
í Ottawa verði sendiherra, sendi-
ráðsfulltrúi, kanadískur ritari og bíl-
stjóri.
Ekkert hefur enn verið rætt um
það hverjir verði sendiherrar í Japan
og Kanada. Halldór sagði að það
væri ótímabært, enda ætti eftir að
taka þetta fyrir á þingi.
■ Vilja stuðla/43
Úrvalsvísitala VÞÍ lækkaði um 2,9%
Bréf 24 fyrir-
tækja lækkuðu
GENGI bréfa 24 fyrirtækja lækkaði á
Verðbréfaþingi Islands í gær og
lækkaði úrvalsvísitalan um 2,92%,
sem er mesta lækkun hennar frá
miðju ári 1993. Mest lækkaði gengi
bréfa Opinna kerfa, um 9,1% í við-
skiptum fyrir 94 milljónir króna, verð
bréfa Samvinnusjóðsins lækkaði um
8% í sex milljóna króna viðskiptum,
verð bréfa Tryggingamiðstöðvarinn-
ar um 6,4% í 10 milljóna króna við-
skiptum, verð bréfa FBA um 6,3% í
43 miHjóna króna viðskiptum og verð
bréfa Marels um 5,2% í 36 milljóna
króna viðskiptum. Eina umtalsverða
hækkunin var 8% hækkun á bréfum
Össurar.
í VS fréttum Búnaðarbankans
Verðbréfa í gær segir að mikil lækkun í
gær og mikil viðskipti síðustu daga séu
merki um að sumir fjárfestar hafi verið
að innleysa hagnað eftír skarpa hækk-
un hlutabréfa undanfama mánuði.
Fjárfestar fari sér hægt
„Úrvalsvísitala hlutabréfa hefur
hækkað um tæp 60% síðustu 12 mán-
uði. Búnaðai-bankinn Verðbréf telur
að meðaltalsverð innlendra hluta-
bréfa sé orðið hátt og að fjárfestar
hafi nú þegar tekið inn í hlutabréfa-
verð væntingar um góða afkomu. Pví
ráðleggur Búnaðai-banldnn Verðbréf
fjárfestum að fara sér hægt í fjárfest-
ingarákvörðunum á hlutabréfamark-
aði þar til uppgjör síðastliðins árs eru
kunn,“ segir í ‘A5 fréttum Búnaðar-
bankans Verðbréfa.
Fækkun rúma á
geðdeild SHR
ekki afráðin
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra segir að ekki hafi verið
ákveðið með hvaða hætti unnt verð-
ur að ná endum saman á sjúkrahús-
unum í Reykjavík og því ekki ljóst
enn hvort legudeild geðdeildar á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur verður flutt
á Landspítala og/eða rúmum fækk-
að. Sú hugmynd kom fram í stjórn
spítalans og að með því móti yrði
unnt að lækka útgjöld SHR um ná-
lega 100 milljónir króna.
„Við gerð síðustu fjárlaga voru
framlög til sjúkrahúsanna í Reykja-
vík ákveðin 19 milljarðar króna og
þau hafa þá hækkað um fimm millj-
arða á tveimur árum,“ sagði heil-
brigðisráðherra í samtali við Morg-
unblaðið.
„Við vorum þess fullviss að hægt
væri að halda að minnsta kosti
óbreyttum rekstri. Sjúkrahúsunum í
Reykjavík verður ekki stýrt af ráðu-
neytinu, ekki hverri deild fyrir sig,
og ég verð að treysta stjóminni til að
fara bæði með faglega og fjárhags-
lega ábyrgð á málunum. Stjómin er
ekki búin að ákveða rammann," seg-
ir Ingibjörg Pálmadóttir. Hún var
spurð hvort þjónusta við geðsjúka
yrði ekki skert, yrði af þessum
áformum um fækkun rúma á SHR.
Benti hún á að fjármagn til barna- og
unglingageðdeildar Landspítala og
Barnahúss hefði verið aukið á síð-
asta ári um rúmar 100 milljónir
króna og kvaðst þeirrar skoðunar að
þjónusta við geðsjúka hefði verið að
styrkjast. Ráðherra kvaðst að öðm
leyti ekki geta tjáð sig um þetta ein-
staka mál meðan ekkert væri afráðið
íþví.
Átta veikinda-
dagar á ári
STARFSFÓLK var að jafnaði frá
vinnu vegna veikinda 3,2% af virk-
um dögum ársins 1998, samkvæmt
könnun sem Samtök atvinnulífsins
(SA) gerðu sl. haust. Þetta jafn-
gildir því að starfsmaður í fullu
starfi hafi verið veikur í átta daga.
Mikið var um skammtímaveikindi
skv. könnuninni.
Fram kemur á fréttavef SA að
veikindadagar á íslandi eru álíka
margir og í Danmörku, heldur
færri en í Svíþjóð og mun færri en í
Noregi. Um 13% svarenda segja að
algengt sé að veikindadagar séu
reglulega teknir út. Fleiri telja að
veikindaréttur sé misnotaður.
íslandsbanki F&M gerir tilboð í
hlut ísafjarðar í Básafelli
Bæjarstjórn svar-
ar tilboðinu í dag
ÍSLANDSBANKI F&M hefur
gert bindandi kauptilboð í hluta-
bréf ísafjarðarbæjai' í Básafelli hf.
á ísafirði.
Að sögn Halldórs Halldórssonar
bæjarstjóra stendur tilboðið í tvo
daga og rennur út kl. 16 í dag en
bæjarstjómin kemur saman
klukkan 10 fyrir hádegi í dag til að
ákveða hvemig svara skuli tilboð-
inu.
Tilboðið er á genginu 1,5 í hlut
að nafnverði liðlega kr. 74,6 millj-
ónir eða samtals 112 milijónir
króna. Bæjarstjómin kom saman
sl. fimmtudagskvöld til að ræða um
tilboðið og var þá ákveðið að fá mat
á því áður en ákvörðun yrði tekin.
Morgunblaðið/Amór
Forsetaslagur við
bridsborðið
NÍTJÁNDA Bridshátíðin hófst í
gærkvöld á Hótel Loftleiðum. Það
var Halldór Blöndal, forseti Al-
þingis, sem setti mótið og spilaði
síðan fyrstu umferðina við Guð-
mund Ágústsson forseta Brids-
sambandsins. 124 pör taka þátt í
tvímenningskeppninni, sem lýkur
um kl. 19.30 í kvöld.
Á morgun hefst sveitakeppni og
eru um 80 sveitir skráðar til kcppni
og má ætla að um 400 spilarar taki
þátt í þessari keppni. Þátttakendur
eru af öllu landinu en auk þess eru
spilarar frá Bandaríkjunum, Kan-
ada, Svíþjóð, Noregi og Færeyjum.
Sveitakeppnin hefst kl. 13 á
morgun og verður spilað til kl.
hálftólf en hátíðinni lýkur á mánu-
dag. Þá verða spilaðar fjórar síð-
ustu umferðirnar í mótinu og að
þeim loknum er verðlaunaafhend-
ing.
Myndin var tekin í upphafi móts í
gærkvöld. Forsetarnir Halldór
Blöndal og Guðmundur Ágústsson
spila gegn Kanadamönnnunum
Howard Weinstein og Ralph Katz.
Meðal áhorfenda má þekkja Árna
Njálsson og Kristján Krisljánsson.
4SbHi
Helgi Valur fer til
AC Milan / B1
Hallast ad sigri
Gróttu/KR / B3
Sérblöð í dag
illMimiiiialyÍElMyBI
J . . — LV : ú.U ” ■. .
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
T
LloDu
.1 MH.ADSIVS
LAUGARDOGUM