Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rætt um hlutverk spilakassa í fjáröflun fyrir félagastarfsemi Brýnt að ágóði renni til samfélagsþjónustu Morgunblaðið/Jim Smart Hr. Stowe Shoemaker, markaðssérfræðingnr frá háskólanum í Nevada, lengst til vinstri ásamt fulltrúum félaganna sem standa að íslenskum söfnunarkössum. ÁGÓÐI af rekstri íslenskra söfnunar- kassa er um 1.200 milljónir króna ár- lega og skipta kassamir félögin sem að þeim standa sköpun í rekstrinum. Þetta kom m.a. fram á hádegisverðar- fundi sem SÁÁ, Slysavamafélagið Landsbjörg og Rauði kross íslands héldu um hlutverk söfnunarkassa í fjáröflun mikiivægrar félagsþjónustu. Á fundinum kom einnig fram, að þrátt fyrir neikvæðar afleiðingar spilafíkn- ar er talið nauðsynlegt að viðhalda þessum tekjustofnum félaganna til þess að þau geti haldið fjárhagslegu sjálfstæði sínu. í upphafserindi Sigmundar Emis Rúnarssonar fundarstjóra kom fram að þjóðinni hefði lærst að ágóðinn af spilakössum og happdrættum væri best nýttur í þágu samfélagsins, en færi ekki tii einkaaðila líkt og víðar annars staðar. Þá væra kassamir ekki aðeins grundvallarþáttur í rekstri félaganna, heldur beinlínis sá lykilþáttur sem gerði þeim kleift að starfa. Allt að 90% af rekstrarfé Rauða krossins koma úr söfnunar- kössunum og 70% af innkomu þeirra fara beint í rekstur félaganna, sem era um 1.200 milljónir króna á ári. „Gagnrýnendur spilakassa hafa ekki getað bent á betri leiðir fyrir þessi félög til að safna peningum. AU- ir vita hins vegar að með þessari leið sparar ríkisvaldið sér gríðarlegar fjárhæðir, sem annars færu til samfé- lagsmálefna." Á fundinum fluttu erindi þeir Stowe Shoemaker, sérfræðingur í markaðsrannsóknum við háskólann í Nevada, og Einar Oddur Kristjáns- son alþingismaður. í erindi sínu rakti Shoemaker þátt fjárhættuspila í bandarísku, sem og alþjóðlegu samfé- lagi, og komst að þeirri niðurstöðu að sú löngun manna til að spila fjárhætt- uspil yrði ekki umflúin. Hann sagði að fjárhættuspil væra mjög algeng í Bandaríkjunum og hvergi tíðari en í Nevada þar sem spilamennska í Las Vegas risi hæst. Jafnframt sagði hann að kannanir sýndu fram á að meiri- hluti þeirra sem spilaði liti á það sem skemmtun en það að græða peninga. I samtali við Morgunblaðið sagði Shoemaker að fjárhættuspil í Nev- ada, sem væra langtum algengari en á íslandi, væra ekki vandamál, þó að vissulega lenti h'till hluti þeirra sem spiluðu í vandræðum vegna spilafíkn- ar. Það stoðaði hins vegar htt að banna fólki að stunda fjárhættuspil. „Við verðum að horfa á þá stað- reynd að fjárhættuspil er tíl staðar. Það er löglegt sums staðar en annars- staðar ekki. En það fer samt alls stað- ar fram. Mín persónulega skoðun er sú að fjárhættuspil sé valkostur neytandans. Ef fólk vill spila fjár- hættuspil á það að eiga möguleika á því. Það er síðan hlutverk stjómvalda að tryggja að sú spilamennska fari heiðarlega fram og að skipulögð glæpastarfsemi þrífíst ekki í fjár- hættuspilum.“ Einar Oddur Kristjánsson sagði það mikilvægt að félögin, sem unnið hefðu gott starf í samfélaginu, fengju áfram að njóta þessarar fjáröflunar. Væri þetta ekki til staðar væri eina úrræðið að setja þau á opinbera fram- færslu. „Ég held að það væri alveg skelfi- legt. Ég tel að við væram að gera mjög rangt í því að svipta þau þessum tekjustofhum, vegna þess að sjálf- stæði þeirra er grundvöllurinn fyrir því að þau séu viðurkennd og að það starf sem þau vinna sé unnið betur af þeim en öðram.“ Flugmönnum hættara en öörum við húð- krabbameini ÍSLENSKUM flugmönnum er tíu sinnum hættara við að fá húðkrabbamein en öðram sam- kvæmt íslenskri rannsókn en niðurstöður hennar voru birtar nýverið í bresku læknatímariti um atvinnusjúkdóma og umverf- ismál, Occupational and Envir- onmental Medicine. Niðurstaðan gefur til kynna að þeim sé sér- staklega hætt sem fljúga yfir fimm tímabelti eða fleiri. Rannsóknina unnu Vilhjálmur Rafnsson, prófessor í heilbrigð- isfræðpm við læknadeild Há- skóla íslands, Jón Hrafnkelsson, sérfræðingur í krabbameins- lækningum, og Hrafn Tulinius, yfírlæknir Krabbameinsskrár- innar. Rannsakaðir voru 458 flugmenn í innanlands- og milli- landaflugi en 265 þeirra hafa starfað hjá Flugleiðum. Var þeim skipt í þrjá hópa eftir flugstundafjölda þeirra, undir 5 þúsund flugstundir, 5 til 10 þús- und og yfír 10 þúsund stundir og eins var skoðað hver tíðni krabbameina var annars vegar hjá þeim sem fljúga eingöngu til Evrópu og hinna sem fljúga til Bandaríkjanna og því yfír nokk- ur tímabelti. Húðkrabbamein eða sortu- krabbamein var algengast krabbameinstegunda hjá flug- mönnunum. Sortukrabbameinið var 10 sinnum tíðara hjá flug- mönnunum en hjá jafn stórum og jafn gömlum hópi íslenskra karla og allt að 25 sinnum al- gengara hjá þeim sem flugu yfir mörg tímabelti. Vilhjálmur Rafnsson tjáði Morgunblaðinu að fara yrði var- lega í að draga ályktanir af þessari rannsókn. Ljóst væri að flugmenn yrðu í vinnunni fyrir geimgeislun, rafsegulsviði og ra- díóbylgjum, auk þess sem þeir ílygju gegnum mörg tímabelti. Ekki væri mikið rannsakað hvort íslenskir eða erlendir flug- menn væru mikið í sólbaði en útfjólublá geislun sólar hefur í öðrum rannsóknum tengst hárri tíðni húðkrabbameina. Frekari rannsókna þörf „Við vitum ekki hver er orsök þess að flugmenn eru umfram samanburðarhóp í hættu á að fá húðkrabbamein,“ segir Vil- hjálmur í samtali við Morgun- blaðið. „En við vitum að þeir verða fyrir geimgeislun, þeir eru í rafsegulsviði og verða fyrir radargeislun í stjórnklefanum og þeir fljúga yfir mörg tíma- belti sem ruglað getur lífs- klukku þeirra. Hópurinn er hins vegar of lítill til að meta krabba- meinshættu af geimgeislun. Til þess þarf frekari rannsóknir og meðal annars þarf að kanna hvort hugsanleg sólböð þeirra, óreglulegt mataræði og annað slíkt skiptir einhverju máli í þessu sambandi.“ Vilhjálmur sagði að í undir- búningi væri rannsókn á flug- mönnum á öllum Norðurlöndum, um 10 þúsund manna hópi. Sagði hann að líklegt væri að draga mætti ákveðnari ályktanir af niðurstöðum rannsókna á svo stórum hópi. Pétur Hauksson, formaður Mannverndar, gagnrýnir viðbrögð heilbrigðisyfírvalda Segir yfírvöld hafa gert heilsufarsupp- lýsingar að söluvöru HÖRÐ viðbrögð heilbrigðisráðu- neytis vegna hvatningar samtak- anna Réttlát gjaldtaka til einstakl- inga um að segja sig úr gagnagranninum og fá lögmenn til að semja um greiðslur fyrir að láta upplýsingar í granninn koma Pétri Haukssyni, formanni samtakanna Mannverndar, á óvart og kvaðst hann í gær vera þeirrar hyggju að heilbrigðisyfirvöld hefðu átt fram- kvæðið í þessu máli og bæru því fulla ábyrgð á því að heilsufarsupp- lýsingar væra orðnar að söluvöra. Haft var eftir Guðríði Þorsteins- dóttur, skrifstofustjóra í heilbrigð- isráðuneytinu, í Morgunblaðinu á fimmtudag að það væri alveg ljóst að ákvæðið í gagngrunnslögunum um að einstaklingar ættu rétt á að segja sig úr gagnagranninum hefði ekki verið sett í þeim tilgangi að fólk segði sig úr honum í þeim til- gangi að semja síðan um greiðslur fyrir að fara aftur inn í hann. Heil- brigðisráðuneytið brást við yfirlýs- ingum samtakanna Réttlát gjald- taka með því að senda frá sér fréttatilkynningu á miðvikudag þar sem vakin var athygli á því að hvorki íslenskri erfðagreiningu né öðram sambærilegum fyrirtækjum væri heimilt að greiða einstakling- um fyrir þátttöku í gagnagranni á heilbrigðissviði. Jákvætt að færa eignarhald upplýsinga til einstaklinga „Þessar áætlanir ganga að mínu mati út á það að færa eignarhaldið á heilbrigðisupplýsingum yfir til sjúklinganna," sagði Pétur. „Að því leyti era þessar hugmyndir jákvæð- ar, þótt þær hafi ýmsa ókosti í för með sér, þar á meðal að sjúkraskrár verða áfram verslunarvara.“ Hann kvaðst hins vegar telja að það væri á ábyrgð heilbrigðisyfir- valda, sem hefðu ákveðið að gera sjúkraskrár að viðskiptavöra. Þetta skref væri eðlileg afleiðing af því. „Mér finnst eðlilegt að virða þann rétt einstaklingsins að vilja fá eitt- hvað fyrir sinn snúð,“ sagði hann. „Það hefur hins vegar ókosti í för með sér, til dæmis að menn verða tældir til að selja þessar upplýsing- ar. Þeir freistast til þess þegar þeir eiga möguleika á peningalegum hagnaði og geta þá selt mikil verð- mæti fyrir lítinn pening, einkum þeir, sem era í fjárhagsvanda.“ Pétur kvaðst einnig meta það svo að heilbrigðisyfirvöld væra með yf- irlýsingunni komin í ákveðna mót- sögn: „Það skýtur mjög skökku við að ráðuneytið skuli lýsa því yfir að þetta sé ólöglegt þegar ráðuneytið gerir þetta sjálft, tekur gjald fyrir heilsufarsupplýsingar." Pétur sagði að hvergi kæmi fram í samningi íslenskrar erfðagrein- ingar við ríkið að ekki væri heimilt að greiða einstaklingum fyrir þátt- töku í gagnagranninum og kvaðst ekki átta sig á þvi hvernig ráðu- neytið kæmist að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki heimilt. Þá væri heldur ekki rétt sú fullyrðing Guð- ríðar Þorsteinsdóttur að ekki væri heimilt að taka greiðslu fyrir þátt- töku einstaklinga í rannsóknum. Hann benti á að það kæmi fram í yf- irlýsingu þeirri, sem vísindasiða- nefnd sendi frá sér á fimmtudag, að það væri heimilt að taka gjald, sem ætti að vera eðlileg endurgreiðsla á kostnaði og umbun fyrir þann tíma, sem færi í að taka þátt í rannsókn- inni. Heimilt að greiða einstaklingum fyrir þátttöku í rannsóknum „Samkvæmt þessum alþjóða siða- reglum er heimilt að taka gjald, en spurningin er hversu mikið það á að vera,“ sagði hann. „Það era því þarna miklar mótsagnir. Stærsta mótsögnin er hins vegar sú að ráðu- neytið skyldi vera að fjalla um siða- reglur núna þegar mikið hefur verið bent á að gagnagrannslögin era brot á siðareglum. Það er okkar af- staða og ástæðan fyrir því að við ætlum að fara í mál við ríkið út af gagnagrannslögunum.“ Pétur gagnrýndi einnig viðbrögð vísindasiðarnefndar og sagði að þau kæmu á óvart. „Það hefur ekki heyrst í þessari nýju vísindasiðanefnd út af gagna- grunnsmálinu fyrr en núna,“ sagði hann. „Þá bregst nefndin mjög harkalega við með mjög ítarlegri yf- irlýsingu með litlum fyrirvara þeg- ar þessi hugmynd kemur fram. Það hefði verið æskilegra að hún úttal- aði sig um gagnagrunnsmálið í heild frekar en að bregðast svona harka- lega við því að eignarhald á heilsu- farsupplýsingum færist yfir til sjúklinganna." Hann sagði einnig athyglisvert að vísindasiðanefnd skyldi nú lýsa yfir því að hún myndi ekki leyfa rann- sóknir, sem greitt væri fyrir með þessum hætti, vegna þess að gagna- grunnslögin gerðu ekki ráð fyrir því að vísindasiðanefnd gæti bannað gagnagrunnsrannsóknir. „Einn helsti tilgangur gagna- grannslaganna er að veita rekstrar- leyfishafa undanþágu frá þessum venjulegu siðareglum vísindamanna um að fá leyfi óháðrar vísindasiðan- efndar," sagði Pétur. „Ef vísinda- siðanefnd er þeirrar skoðunar að hún geti bannað þessar rannsóknir ef greitt verður fyrir þær er það nýr skilningur á gagnagrannslögunum." Hann sagði að ríkið væri búið að semja um greiðslu fyrir upplýsing- arnar, en það útilokaði ekki að ein- staklingar gætu krafist greiðslu. Þarf að tryggja að fólk skaði sig ekki með sölu upplýsinga „Mér finnst eðlilegt að virða þennan rétt einstaklingsins og frelsi hans til að hagnast á því, sem hann getur hagnast á,“ sagði hann. „En um leið þarf að horfa á þá ókosti og hættur, sem það hefur í för með sér, og tryggja að fólk skaði sig ekki þannig að það verði ekki eins og í þriðja heiminum þar sem fátækling- ar era að selja úr sér nýran.“ Að sögn Péturs er nú mikið að gerast í þessum málum og kvað hann hverja höndina upp á móti annarri. „Þegar verið er að tala við lækna- félagið núna um einhvers konar samþykki lýsir það þeirri upplausn, sem þetta mál er í,“ sagði hann. Pétur gagnrýndi einnig viðbrögð rekstrarleyfishafa við þessum hug- myndum um sölu á heilsufarsupp- lýsingum, en Kári Stefánsson, for- stjóri íslenskrar erfðagreiningar, viðhafði nýlega í viðtali orðin „hýen- ur og hælbítar" um þá, sem hann sagði að væra á eftir fyrirtæki sínu, sumir af persónulegum ástæðum, aðrir af peningalegum ástæðum og örfáir af prinsippástæðum. „Þau orð, sem eru látin falla um þá menn, sem eru með þessar hug- myndir, og látið fylgja með slík orð um þá, sem era í andstöðu, hafa sært marga,“ sagði hann. „Fólk, sem starfar af heilindum að mann- réttindamálum hefur tekið því illa að þurfa að þola svona nafnaköll í fjölmiðlum - án þess að geta svarað fyrir sig - fyrir þá sök eina að vinna að bættri persónuvernd."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.