Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 12
12 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Borgarstjóri segir brýnt að leysa stjórnunarvanda Borgarleikhússins
Vilja breyta rekstrarfyr-
irkomulagi leikhússins
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segir nauðsynlegt að
breyta rekstrarfyrirkomulagi Borg-
arleikhússins, margt hafi staðfest
það á umliðnum árum. Að mati borg-
arstjóra koma aðeins tvær leiðir til
greina í því sambandi; annars vegar
að stofnað verði eignarhaldsfélag
Borgarleikhússins sem semji við
Leikfélag Reykjavíkur til þriggja til
fimm ára í senn um starfsemi í hús-
inu, hins vegar að leikhúsið verði
borgarstofnun.
Þetta kom fram í svari borgar-
stjóra við fyrirspum Áma Þórs Sig-
urðssonar borgarfulltrúa um málefni
Borgarleikhússins og Leikfélags
Reykjavíkur á fundi borgarstjómar í
fyrrakvöld. Aðferðir við ráðningu
nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins,
sem Ámi Þór kaus að kalla sérkenni-
legan sjónleik, vom tilefni fyrir-
spurnarinnar.
Árni Þór spurði borgarstjóra
hvort hún teldi núverandi rekstrar-
fyrirkomulag Borgarleikhússins á
vetur setjandi og hvort einhver vinna
væri í deiglunni við að leita nýrra
leiða við rekstur Borgarleikhússins.
„Ég vil út af fyrir sig ekki blanda mér
í það hver gegnir starfi leikhússtjóra
enda ekki á valdi borgarstjórnar að
ráða í það starf. Á hinn bóginn leggur
Reykjavíkurborg mikið af mörkum
og leggur umtalsverða fjármuni til
rekstrar í Borgarleikhúsinu. Það
varðar okkur því öll og borgarbúa al-
mennt hvemig farið er með þá fjár-
muni og hver orðstír Borgarleik-
hússins er,“ sagði Árni Þór.
Reksturinn veldur áhyggjum
Ami segir valda áhyggjum hvem-
ig komið sé fyrir leikhúsrekstri í
Borgarleikhúsinu, svo kunni að fara
að þeim stöðugleika og trúverðug-
leika sem byggður hafi verið upp á
undanfömum áram sé nú stefnt í
voða en á því þurfi Borgarleikhúsið
og Leikfélag Reykjavíkur síst að
halda. „Það er mín persónulega skoð-
un að það sé misráðið af stjóm leikfé-
lagsins að efna til þess óvinafagnaðar
sem nú er hafinn og það hefði verið
leikhúsinu og leiklistarstarfsemi í
Borgarleikhúsinu fyrir bestu að
byggja áfram á þeim ávirmingi sem
þrátt fyrir allt hefur tekist að ná á
síðustu árum,“ sagði Ámi Þór.
Borgarstjóri segir viðræður hafa
staðið um fyrirkomulag rekstrar
Borgarleikhússins milli fulltrúa
borgarinnar og Leikfélags Reykja-
víkur frá árinu 1994. Hún telur brýnt
að leysa úr stjórnunarvanda leik-
hússins sem hún segir byggðan inn í
skipulag hússins og kallar eftir því að
þeirri vinnu ljúki hið fyrsta. Hún
leggur á það áherslu að ekki sé ein-
falt að fmna þá lausn sem best gefst
við reksturinn og bendir á að Leikfé-
lag Reykjavíkur og borgarstjóm
þurfi að vera sammála um breytingar
á stofnskrá Borgarleikhússins til
þess að þær nái fram að ganga.
Forsendur fyrir stofnun
eignarhaldsfélags
I stofnskránni sem sett var árið
1975 segir að starfsemi í leikhúsinu
verði í höndum Leikfélags Reykja-
víkur undir yfirstjóm leikhúsráðs fé-
lagsins og á grandvelli stofnskrár-
innar var gert samkomulag um
rekstur Borgarleikhússins. Sam-
komulaginu hefur verið sagt upp af
hálfu borgarinnar og síðan hefur átt
sér stað vinna við að skoða með
hvaða hætti best sé að koma fyrir
rekstri í leikhúsinu, meðal annars
hefur Borgarendurskoðun gert at-
hugasemdir við reksturinn og ráð-
gjöf verið fengin.
Borgarstjóri segist ekki viss um að
hagstætt sé að stofna raunveralegt
borgarleikhús, borgarstofnun. Hún
aðhyllist frekar þá lausn, sem lögð
hefur verið til, að stofnað verði eign-
arhaldsfélag Borgarleikhússins og
Leikfélag Reykjavíkur og eftir atvik-
um starfi fleiri aðilai- sem leikhópar í
húsinu. Gerður verði þriggja til fimm
ára samningur milli eignarhaldsfé-
lagsins og Leikfélags Reykjavíkur
þar sem verði ákvæði þess efrús að
Leikfélag Reykjavíkur leigi skil-
greindan hluta húsnæðisins af eign-
arhaldsfélaginu.
Leikfélagið fái ákveðna fjármuni
og verði gert að uppfylla ákveðnar
kröfur sem Reykjavíkurborg setji í
samningnum. Forsendan fyrir því að
þetta sé hægt er að skilgreint verði
hver eignarhluti hvers eigenda Borg-
arleikhússins sé. Unnið hefur verið
að því og nú liggur fyrir, að sögn
borgarstjóra, að talið er að eignar-
hluti Leikfélags Reykjavíkur í Borg-
arleikhúsinu sé um sjö prósent, met-
inn á um 250 milljónir króna.
Borgarstjóri telur því að nú liggi fyr-
ir allar þær upplýsingar sem nauð-
synlegar eru til að þessi leið verði
farin.
Hollvinasamtök Háskóla fslands undirrita samning við þrjú fyrirtæki
, Morgunblaðið/Sverrir
Hollvinasamtök Háskóia Islands undirntuðu í gær samstarfssamning við Flugfélag Islands, Opin kerfi og Landsbankann um að fyrirtækin verði svo-
kallaðir hornsteinar samtakanna. Frá vinstri: Páll Skúlason, rektor Háskóla Islands, Jón Karl Ólafsson, framkvæmdasijóri Flugfélags íslands, Frosti
Bergsson, stjómarformaður Opinna kerfa, Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður Hollvinasamtakanna, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsban-
kans og Bjami Ármannsson og Steingrímur Hermannsson, stjórnarmenn Hollvinasamtakanna.
abinnréttingar
i miklu úrvali
Friform
HÁTÚNI6A ff húsn. R5nl)4 SlMI: 552 4420
Nýtt upphaf í samskiptum
Háskólans og atvinnulífsins
HOLLVINASAMTÖK Háskóla ís-
lands, sem stofnuð voru árið
1995, undirrituðu í gær samning
við Flugfélag íslands, Landsbank-
ann og Opin kerfi, um að fyrir-
tækin verði svokallaðir hornstein-
ar samtakanna. Ragnhildur
Hjaltadóttir, formaður Hollvina-
samtakanna, sagði að samningur-
inn, sem gildir í eitt ár, fæli í sér
að fyrirtækin, eða hornsteinarnir,
styrktu samtökin fjárhagslega, en
fengju í staðinn t.d. að nota
merki Háskólans og nafn Holl-
vinasamtakanna í sínu kynningar-
efni.
Að sögn Ragnhildar markar
samningurinn nýtt upphaf í sam-
skiptum Hollvinasamtakanna, Há-
skóla fslands og atvinnulífsins.
„Undirritunin sýnir að íslensk
fyrirtæki sjá hag í því að efla Há-
skóla íslands og styrkja þar með
undirstöðu menntunar og visinda
á íslandi,“ sagði Ragnhildur.
„Þau hafa trú á að framtíð okkar
byggi á bestu menntun.“
Fjölbreytt verkefni
Ragnhildur sagði að verkefni
Hollvinasamtakanna og hollvina-
félaga væru fjölbreytt.
„Sem dæmi um framlög til að
efla skólann fjárhagslega má
nefna tölvuátak samtakanna og
Stúdentaráðs, sem er nýlokið.
Einstaklingar og fyrirtæki lögðu
þar fram andvirði á sjötta tugs
milljóna til að bæta tölvukost HÍ.
Næsta stórverkefni á þessu sviði
er að safna fé til kaupa á nýjum
stólum í Hátiðasal Háskólans.
HoIIvinasamtökin undirbúa um
þessar mundir umfangsmikið
verkefni, sem felst í því að
styrkja bönd útskriftarárganga í
einstökum greinum. Að eignast
hollvini þegar í Háskólanum og
viðhalda tengslum kandidata við
skólann og sína deild. Þessi hefð
hefur ekki skapast við HÍ með
sama hætti og stúdentaárgangar
gera.
Það er athyglisvert að þau þrjú
fyrirtæki, sem valin hafa verið
sem fyrstu hornsteinar Hollvina-
samtakanna, Flugfélag íslands,
Landsbanki íslands og Opin kerfi,
tengjast starfsemi sem myndar
undirstöðu, hornsteina, búsetu og
velsældar á íslandi. Góðar sam-
göngur, efnahagsleg velferð og
tölvu- og upplýsingatækni eru
forsendur þess að á íslandi búi
sjálfstæð nútímaþjóð."
Fyrrver-
andi oddviti
ákærður
fyrir um-
boðssvik og
fjárdrátt
FYRRVE RANDI oddviti V-
Landeyjahrepps, Eggert
Haukdal, hefur verið ákærður
fyrir umboðssvik og fjárdrátt
upp á rúmar tvær milljónir
króna.
Opinber rannsókn efnahags-
brotadeildar ríkislögreglu-
stjórans á meintum brotum
oddvitans, sem níu íbúar í
hreppnum fóru fram á í mars
1999, leiddi til ákæra á hendur
honum. Málið verður þingfest í
Héraðsdómi Suðurlands næst-
komandi fimmtudag og fer
embætti ríkissaksóknara með
saksókn í málinu.
íbúarnir níu vildu með
beiðni sinni um rannsókn ríkis-
lögreglustjórans að gengið
yrði úr skugga um hvort brot
sem vörðuðu almenn hegning-
arlög, bókhaldslög, sveitar-
stjórnarlög, stjómsýslulög og
skattalög hefðu átt sér stað
hjá oddvitanum fyrrverandi og
löggiltum endurskoðanda
hreppsins.
Blaðamanni
DV greidd
of lág yfir-
vinnulaun
/ ••• /
í sjo ar
HÉRAÐSDOMUR Reykja-
víkur hefur dæmt Frjálsa
fjölmiðlun ehf. til að greiða
blaðamanni á dagblaðinu DV
295 þúsund krónur ásamt
dráttarvöxtum, auk 200 þús-
und króna í málskostnað,
vegna deilna um ógreidda yfir-
vinnu aftur í tímann.
Aðalkrafa blaðamannsins,
stefnanda í málinu, á hendur
Frjálsri fjölmiðlun byggðist á
því að honum bæri réttur til
greiðslu mismunar annars
vegar yfirvinnu samkvæmt
launaseðlum fyrir tímabilið
maí 1992 til og með mars 1999,
sem Frjáls fjölmiðlun hefði
reiknað af launum stefnanda
eingöngu, og hins vegar yfir-
vinnu, sem reiknuð var af
grunnlaunum hans að við-
bættu álagi.
Frjáls fjölmiðlun krafðist
sýknu í málinu og bar m.a.
fyrir sig að stefnandi hefði
ekki rétt til að krefjast leið-
réttingar launa aftur í tímann
þrátt fyrir nýja túlkun Félags-
dóms á kjarasamningi Blaða-
mannafélags íslands, VSÍ og
Samtaka iðnaðarins árið 1999,
þar sem komist var að þeirri
niðurstöðu að yfirvinna blaða-
manna sem vinna eftir vakta-
vinnufyrirkomulagi hjá DV
skyldi reiknast af grannlaun-
um að viðbættu vaktaálagi.
Frjáls fjölmiðlun taldi að
stefnandi hefði glatað kröfu-
rétti sínum vegna aðgerðar-
leysis hafi hann verið fyrir
hendi, enda hefði hann tekið
athugasemdalaust við launum
sínum alla tíð og sætt sig með
því við framkvæmd stefnda á
launaútreikningum.
Dómurinn tók afstöðu með
stefnanda og segir í niður-
stöðu dómsins að Frjáls fjölm-
iðlun hefði greitt stefnanda of
lág yfirvinnulaun allt frá
kjarasamningnum frá því 7.
maí 1992 til 1. maí 1999 þegar
breyting varð á vegna dóms
Félagsdóms.