Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 13
FRÉTTIR
Biðja ráðherra að
kanna verðhækkanir
Verðhækkarnir - des. i998tii des. 1999
+3,7%
+5,4%
+1,8%
Búvörur án grænmetis
Grænmeti
Aðrar innlendar mat- og drykkjarv.
Aðrar innlendar vörur
Innfluttar mat- og drykkjarvörur
Bílar og varahlutir
Bensín
Innfluttar vörur aðrar I -0,1%
Áfengi og tóbak B +1.6%
Húsnæði
Opinber þjónusta +3,4%
Önnur þjónusta 1ÉM1B1 +5,3%
+9,2%
+9,2%
| +18,9%
+14,4%
Heimild: Hagdeild ASl
NEYTENDASAMTOKIN hafa far-
ið þess á leit við Valgerði Sverrisdótt-
ur viðskiptaráðherra að hún láti fara
fram ítarlega athugun á orsökum
þess að verðhækkanir og verðlag hér
á landi eru langt umfram það sem
gerist í nálægum löndum, eins og
segir í bréfi samtakanna til ráðherra.
Samtökin benda á að verð hafi
hækkað hér á landi mikið mun meira
en í öðrum löndum á Evrópska efna-
hagssvæðinu, t.d. hafi búvörur aðrar
en grænmeti hækkað í verði um 3,4%
á síðustu tólf mánuðum og grænmeti
hafi hækkað um 5,4%. Þá hafi aðrar
innlendar matvörur og innfluttar
matvörur hækkað talsvert meira, eða
um 9,2%.
I bréfi samtakanna til ráðherra
segir ennfremur að þegar litið sé til
upplýsinga frá Evrópusambandinu
komi í ljós að verðhækkanir á mat-
vörum undanfama tólf mánuði eru
miklu meiri hér en í nágrannalöndum
okkar. T.d. hafi matur og óáfengar
drykkjarvörur hækkað hér um 6,8%
en þær hafi hækkað að meðaltali á
öllu EES-svæðinu um 0,1%. Brauð-
meti og aðrar komvörur hafi hækkað
hér um 10,6% en um 3% í öðrum
löndum innan EES. Loks megi geta
þess að fiskur hafi hækkað um 14,4%
á íslandi en um 3% innan EES.
„Þessi dæmi tala sínu máli. Þróun
gjaldmiðla hefur á sama tíma verið
okkur hagkvæm og hefði átt að leiða
til lítillegrar lækkunar, en alls ekki
hækkunar," segir í bréfinu og að það
sé álit Neytendasamtakanna að það
sé skylda stjómvalda að bregðast við
því ástandi sem nú ríkir. Islenskir
neytendur geti ekki unað því að þurfa
að búa við hæsta verð í heimi á nauð-
synjavömm og horfa á skuldimar
hækka vegna ónógrar samkeppni og
óeðlilega hárrar álagningar.
Möðruvallaprestakall
Sr. Birgir Snæ-
björnsson settur í
embætti til vors
SÉRA Birgir Snæ-
björnsson hefur verið
settur í embætti sóknar-
prests í Möðruvalla-
prestakalli og mun hann
gegna þar störfum fram
til 30. maí næstkomandi.
Séra Torfi K. Stefánsson
sem verið hefur sóknar-
prestur þar síðustu ár
sagði starfi sínu lausu
um síðustu áramót.
Sr. Birgir lét af störf-
um í Akureyrarprestakalli í
ágúst síðastliðnum eftir að hafa
þjónað þar um áratugaskeið, en
hann var einnig um tíma prófast-
ur í Eyjafjarðarprófastsdæmi.
Mun sr. Birgir m.a. sjá um ferm-
ingarundirbúning í sókninni og
ferma þar í vor.
„Ég er ekki alveg ókunnur í
sókninni, því ég þjónaði
þar á áranum 1966 til
1968 og á góðar minn-
ingar frá þeim tíma,“
sagði sr. Birgir, en hann
sinnti sókninni með
störfum sínum við Akur-
eyrarkirkju og var oft
býsna mikið að gera.
„Ég var stundum með
allt upp í fjórar messur
sama daginn,“ sagði
hann.
Þó sr. Birgir hafi formlega lát-
ið af störfum í lok síðasta sumars
hefur hann sinnt ýmsum verkum,
einkum jarðarföram, nú í vetur.
Sagði m.a. um að ræða fólk sem
tekið hefði af honum loforð á sín-
um tíma um að jarðsyngja sig
þegar að því kæmi. Undan því
myndi hann ekki víkjast.
Sr. Birgir
Snæbjörnsson
Frjálst sætaval
Sætin í Scénic koma á óvart
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
2ja, 3ja, 4ja eða 5 sæta.
Sætin gera Scénic enn skemmtilegri og fjölhæfari. Ekki nóg með að
allir í bílnum sitji mun hærra en gengur og gerist heldur eru aftursætin
t.d. á sjálfstæðum sleðum og auðvelt er að fjarlægja þau úr bílnum eða
fella þau fram t.d. við flutninga. Ökumannssætið er hæðarstillanlegt
og með sérstökum stillanlegum mjóhryggsstuðningi og svo mætti lengi
telja. Fáðu þér sæti í nýjum og enn skemmtilegri Renault Scénic.
RENAULT