Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Borgarstjórn samþykkir umdeilda lokun Alands Morgunblaðið/Júlíus Mikill gegnumakstur er um Áland vegria umferðar að Borgarspítala. Fossvogur MEIRIHLUTI borgarstjórn- ar samþykkti í fyrrakvöld lok- un Álands fyrir umferð. Lok- unin verður endurskoðuð að ári liðnu með tilliti til fenginn- ar reynslu. Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn lokun- inni og gagnrýndu borgaryf- irvöld fyrir meðferð málsins. „Boi-garyfir\'öld hafa dregið lappirnar í þessu viðkvæma máli,“ sagði Jóna Gróa Sig- urðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Lokun Álands var sam- þykkt í skipulags- og umferð- arnefnd borgarinnar í lok síð- asta mánaðar þrátt fyrir andstöðu sjálfstæðismanna í nefndinni. Par létu þeir bóka að umferðardeild borgarverk- fræðings hefði sýnt fram á aðrar leiðir til að auka um- ferðaröryggi í Álandi en að loka götunni. „Þær. leiðir hefði verið rétt að reyna fyrst enda valda þær minni óþæg- indum, fyrir þá íbúa sem búa neðar í hverfinu, en lokun Álands," segir í bókuninni. Ennfremur segir: „Mikill ágreiningur er meðal íbúa hverfisins varðandi þetta mál. Lokun Álands er breyting á deiliskipulagi og því hefði ver- ið eðlilegra að vinna að lausn málsins í samráði við íbúa hverfisins. Betur hefði þurft að undirbúa málið, t.d. liggja ekki fyrir talningar umferðar- deildar á umferð um Áland.“ Jóna Gróa beindi því til borgarstjóra að frestað yrði að taka ákvörðun um lokun Álands, málið yrði skoðað betur og sátta við íbúa í ná- grenninu leitað. Jóna Gróa varpaði meðal annars fram þeirri hugmynd að Áland yrði vistgata. Borgarstjóri taldi hins vegar ekki eftir neinu að bíða fyrir borgarstjórn að taka ákvörðun í málinu, enda hefði það verið skoðað vel og gert sé ráð fyrir því að lokun- in verði endurskoðuð að ári. Borgarstjóri lagði á það áherslu að gerðar verði um- ferðartalningar áður en göt- unni verður lokað og meðan á lokun stendur þannig að fyrir liggi öll gögn þegar lokunin verður endurskoðuð. Varðandi hugmyndir um að vistgata myndi þjóna íbúum í nágrenni Álands betur en lok- un götunnar sagði borgar- stjóri: „Vistgata er eitthvað sem er til frambúðar, það ger- ir maður ekki til reynslu. Það verður að vera niðurstaða af tilraun og standa til frambúð- ar vegna þess að í slíkri götu liggur heilmikil fjárfesting sem má ekki verða bara tíma- bundin," sagði borgarstjóri. Nýja verslunarhúsið, Spöngin, í Grafarvogi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rekstur að hefiast á 700 fm NÚ FER að styttast í að 700 fm verslunar- og þjónustu- rými verði tekið í notkun í hverfiskjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Jón Pálmi Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri Þyrpingar hf., segir að í tengslum við ákvörðun um að opna Hagkaupsverslun í stærra húsnæði en áætlað hafi verið fyrir Nýkaups- verslun hafi reynst nauðsyn- legt að fresta opnun verslun- arinnar þangað til í næsta áfanga, sem yrði tekinn í notkun í lok ársins, en þá verður verslunar- og þjón- usturými, alls orðið um 4.500 fm. Heilsugæsla verður opn- uð í 1.500 fm, stofur tann- lækna, augnlækna, sjúkra- þjálfara, sérfræðinga og fleiri á 800 fm og líkamsrækt- arstöð á 1.200 fm árið 2001. Bónusverslun tók fyrst til starfa í 600 fm húsnæði í Spönginni árið 1997. Blóma- búð, banki, efnalaug, apótek og myndbandaleiga fylgdu í kjölfarið á 700 fm árið eftir. Nú er að hefjast rekstur Dominos pizza, Subway, hár- greiðslustofu, snyrtistofu, Hans Petersen, Islandspósts og bókabúðar. Orku-bens- ínstöð verður opnuð við Spöngina seinna á árinu. Alls verður um 8.000 fm húsnæði að ræða. Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við byggingarnar nálgist einn milljarð. Engin sameign Jón Pálmi sagði að Þyrp- ing væri ekki aðeins eigandi Spangarinnar heldur hefði yfirumsjón með allri hönnun, skipulagi, byggingu og rekstri. Með því skapaðist ákveðinn heildarsýn ólíkt því þegar fleiri kæmu að sama verkinu. Engin eiginleg sam- eign verður í Spönginni eins og t.d. f Kringlunni heldur verður sameiginlegt svæði aðeins eins konar skýli. Aðspurður sagðist Jón Pálmi ekki telja að húsnæðið væri of stórt og benti í því sambandi á að gert væri ráð fyrir að íbúar í Grafarvogi yrði yfir 20.000. Stærstu verktakarnir við Spöngina eru Alefli, Jarðvélar, Grand- lagnir, Staðall, Þarfaþing og gengur vinna samkvæmt áætlun. Umferðarnefnd Kópavogs vegna umferðaröryggis um Vallartröð Ekki tekin afstaða til umbóta við gangbraut Austurbær Kópavogs UMFERÐARNEFND Kópa- vogs hefur tekið undir erindi íbúasamtaka gamla austur- bæjarins í Kópavogi, skóla- stjómenda Kópavogsskóla og Foreldraráðs Kópavogsskóla um að bæta þurfí umferðar- öryggi gangandi vegfarenda við Vallartröð. Erindinu er vísað til skoðunar í tengslum við áætlun um svokölluð 30 km/klst svæði. Rúna S. Geirs- dóttir, formaður Ibúasamtak- anna, segir vonbrigði að ekki hafi verið tekin afstaða til ann- arra atriða í tillögunni í tengslum við umferðaröryggi við gangbraut yfir Vallartröð. Rúna sagði í samtali við Morgunblaðið að Ibúasamtök- in hefðu lengi barist fyrir bættu umferðaröryggi við skólann. „Umferðarhraðinn í kringum skólann hefur lengi farið fyrir brjóstið á okkur í íbúasamtökunum. Þama em börn frá sex ára aldri á ferð- inni og slysagildrur á hverju strái. Með seiglunni hefur okkur tekist að ýta á að um- bætur yrðu gerðar á Digra- nesvegi og Skólatröð þó að auðvitað megi alltaf gera bet- ur. Nú er röðin komin að Vall- artröð og sérstaklega umbót- um í kringum gangbrautina. Vandinn felst í því að börnin fara beint út af skólalóðinni yf- ir gangbrautina. Bílarnir koma yftr blindhæð og öku- menn sjá ekki krakkana fyrr en alltof seint eins og þegar strákurinn minn varð fyrir bíl á gangbrautinni fyrir tveimur árum.“ Með bréfí til umferðar- nefndar fara Ibúasamtökin, ásamt skólastjórnendum Kópavogsskóla og foreldra- ráði Kópavogsskóla, fram á að dregið verði úr umferðar- hraða með þrengingu rétt sunnan Neðstutraðar, gang- brautin verði betur merkt og vakin athygli á umferð skóla- bama svo og að komið verði upp einhvers konar stýringu á umferð skólabarna um vestur- útganginn, t.d. með grindum. Að auki er ítrekað að eðlilegt sé að takmarka hraða öku- tækja um götuna við 30 km/ klst. Vonast eftir framtíðarlausn Umferðarnefnd frestaði af- greiðslu erindisins á fundi sín- um í desember. Erindið var tekið fyrir á næsta fundi í jan- úar. Nefndin tók undir að auka þyrfti umferðaröryggi um Vallartröð og vísar erind- inu til skoðunar í tengslum við svæði þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Rúna tók fram í tengslum við erindið að Ibúa- samtökin vonist til að framtíð- arlausn á vandanum við Vall- artröð verði fundin í tengslum við nýtt miðbæjarskipulag í bænum. Hins vegar væri full ástæða til að leita annarra leiða þangað til eins og gert hefði verið í erindinu. íbúa- samtökin hefðu orðið fyrh' vonbrigðum með að ekki væri tekin afstaða til annarra atriða í tillögunni í tengslum við um- ferðaröryggi við gangbraut yfír Vallartröð. Hún lýsti yfir ánægju sinni með að girðingu hefði verið komið fyrir ofan á varasömum kanti samhliða út- keyrslunni út úr Hamraborg. Þórarinn Hjaltason, bæjar- verkfræðingur, sagði í samtali við Morgunblaðið vinnustofan Þverá hefði verið valin til að koma með tillögur að afmörk- un svokallaðra 30 km svæða, fleiri hraðahindrunum og að- gerðum til að auka umferðar- öryggi barna á gönguleiðum í kringum skóIa.Tillöguí'nar yrðu unnar í samráði við hags- munaðila á borð við foreldra- félög, íbúasamtök og skóla- stjórnendur. Efnt yrði til fundar með áðurnefndum hagsmunasamtökum í næstu viku. Heildartillagna fyrii' bæinn væri að vænta frá vinnusto^jnni í haust. Fyrirtíðaspenna nánast horfin ! „Ég hef tekið NATEN 1 2 3 í nokkra mánuði með mjög góðum árangri. Fyrír utan það að húð mín og hár eru mun frísklegri, fannst mér mesti munurínn að bræðisköst og spenna fyrir blæðingar eru nánast horfin. Einnig er ég orkumeíri og mér líður allri betur. Ég mæli með að konur um og yfir fertugttaki Naten reglulega. Mín reynsla er sú að Naten dregur verulega úr fyrirtíðaspennu og ég veit að það hefur mjög góð áhrif á konur á breytingaskeiðinu. Naten er sannkallað fegrunarmeðal úr náttúrunni og frábær fæðubót fyrir konur á besta aldri." Fæst í sérverslunum og apótekum um land Tossalisti 21. aldarinnar Hafnarfjörður HAFNARFJARÐARBÆR hefur hleypt af stokkunum hugmynda- samkeppnl um nýsköpun úr notuðu efni í öllum skólum sveitarfélagsins. Hugmyndasamkeppnin tengist al- þjóðlegu átaki undir yfirskriftinni Staðardagskrá 21. Hulda Steingrímsdóttir, verkefn- isstjóri, segir að ef til vill sé meira lýsandi að tala um Tossalista 21. aldarinnar. Verkefnið megi rekja til Ríó-samningsins árið 1992. Tilgang- urinn felist í því að ýta undir tillits- semi í umgengni við náttúruna og auðlindir og rýra ekki möguleika komandi kynslóða til framtíðar á jörðinni. Þessari langtímahugsun hefur verið gefið nafnið sjálfbær þróun. Fyrsta ráðstefnan í tengslum við Staðardagskrárverkefnið var haldin hér á landi sl vor. Áðumefnd hug- myndasamkeppni er haldin í tengsl- um við aðra ráðsteíhu átaksins þann 4. apríl nk. Nemendur á öllum aldri í öllum skólum Hafnaríjarðai'bæjai' eru hvattir til að nota hugmynda- flugið til listsköpunar úr notuðu efni, þ.e. með endurvinnslu eða end- umýtingu. Þemað er einfaldlega endumýting. Formið er ekki fyrir- fram ákveðið heldur tekið á móti slagorðum, myndum, sögum o.s.frv. Hugmyndum ber að skila til verk- efnisstjóra á Strandgötu 6 í Hafnar- íirði. Skilafrestur er til 20. mars nk. Viðurkenningar verða veittar fyrir bestu hugmyndimar og verður af- rakstui' samkeppninnar sýndur í ráðstefnusalnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.