Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 16
16 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Gjöldin ólík
og gjald-
stofnarnir
mismunandi
Fasteignagjöld á höfuðborgarsvæð-
inu eru innheimt samkvæmt mis-
munandi reglum. Pétur Gunnars-
son bar saman gjaldtöku
sveitarfélaganna á svæðinu.
Samanburður fasteignargjaicia á höfuðborgarsvæðinu
16 milljón kr. 10 milljón kr.
Reykjavík eign í einbýli eign í fjölbýli Útskýringar á gjaldliðum
(fm. húss og lóðar) (fm. íbúöar og lóðarhl.)
Fasteignarskattur 60.000 37.500 0,375% af fasteignarmati húss og lóðar
Lóðarleiga 1.740 725 fasteignarmat lóðar: 1,2 m.kr./0,5 m.kr. x 0,145%
Holræsagjald 24.000 15.000 m.v. fasteignarmat húss og lóðar, 0,15%
Vatnsgjald 19.172 10.672 85 kr. x 200/100 (víðmiðun í fermetrum) + 2.172 kr.
Sorphirða/eyðing 6.000 6.000 m.v. eitt ilát
SAMTALS kr. 110.914 kr. 69.897
1 Seltjarnarnes
Fasteignarskattur 60.000 37.500 0,375% af fasteignarmati húss og lóðar
Lóðarleiga 0 0 allt sérbýli á eignarlóðum og mestur hluti fjölbýlis
Holræsagjald 0 0 holræsagjald ekki lagt á á Seltjarnarnesi
Vatnsgjald 24.000 15.000 0,15% af fasteignarmati húss og lóðar
Sorphirða/eyðing 4.800 4.800 m.v. eitt ílát
SAMTALS kr. 88.800 kr. 57.300
| Mosfellsbær
Fasteignarskattur 60.300 37.679 álagningarstofn: 16 m.kr./10 m.kr. x 1.005 x 0,375%
Lóðarleiga 1.740 725 Fasteignarmat lóðar: 1,2 m.kr./0,5 m.kr. x 0,145%
Holræsagjald 22.200 14.250 0,15% af fasteignarmati húss (14,8 m.kr./9,5 m.kr.)
Vatnsgjald 24.000 15.000 0,15% af fasteignarmati húss og lóðar (16m.kr./1 Om.kr)
Sorphirða/eyðing 5.000 5.000 m.v. eitt ílát
SAMTALS kr. 113.240 kr. 72.663
| Kópavogur
Fasteignarskattur 60.000 37.500 0,375% af fasteignarmati húss og lóðar
Lóðarteiga 4.580 2.032 693,9 ferm.(einbýli)/307,8 ferm.(fjölbýli) x 6,60 kr.
Holræsagjald 20.800 13.000 0,13% af fasteignarmati húss og lóðar
Vatnsgjald 30.400 19.000 0,19% af fasteignarmati húss og lóðar
Sorphirða/eyðing 7.000 7.000 m.v. eitt ílát
SAMTALS kr. 122.780 kr. 78.532 5% staðgreiðsluafsláttur
Garðabær
Fasteignarskattur 72.000 45.000 0,45% af fasteignarmati húss og lóðar
Lóðarleiga 12.000 5.000 fasteignarmat lóðar: 1,2 m.kr./0,5 m.kr. x 1 %
Holræsagjald 12.000 7.000 0,07% af fasteignarmati húss og lóðar
Vatnsgjald 11.200 7.500 0,075% af fasteignarmati húss og lóöar
Sorphirða/eyðing 6.500 6.500 m.v. eitt ílát
SAMTALS kr. 113.700 kr. 71.000
| Bessastaðahr.
Fasteignarskattur 60.849 38.030 Fasteignarmat húss og lóðar + 5,64% x 0,36%
Lóðarleiga 0 0 eignarlóðir
Holræsagjald 13.320 8.550 0,09% af fasteignarmati húss (14,8 m.kr./9,5 m.kr.)
Vatnsgjald 22.400 14.000 0,14% af fasteignarmati húss og lóðar
Sorphirða/eyðing 7.500 7.500 m.v. eitt ilát
SAMTALS kr. 104.069 kr. 68.080
1 Hafnarfjörður
Fasteignarskattur 60.000 37.500 0,375% af fasteignarmati húss og lóðar
Lóðarleiga 12.000 5.000 fasteignarmat lóðar: 1,2 m.kr./0,5 m.kr. x 1 %
Holræsagjald 24.000 15.000 0,15% af fasteignarmati húss og lóðar
Vatnsgjald 24.000 15.000 0,15% af fasteignarmati húss og lóðar
Sorphirða/eyðing 4.000 4.000 m.v. eitt ílát
SAMTALS kr. 124.000 kr. 76.500
i 1
SAMANBURÐUR á fast-
eignagjöldum á höfuðborgar-
svæðinu leiðir í ljós að eigandi
16 milljón króna sérbýlis, mið-
að við fasteignamat húss og
lóðar, greiðir mest til sveitar-
félagsins í Hafnarfirði, 124.000
kr., en minnst á Seltamamesi,
88.800 kr.
Eigandi 10 mkr. íbúðar í
fjölbýlishúsi, miðað við fast-
eignamat húshluta og lóðar-
hluta, greiðir mest í Kópavogi,
78.532 en minnst á Seltjamar-
nesi 57.300.
Samanburðinn, sem birtist
á kortinu hér til hliðar, gerði
blaðamaður Morgunblaðsins á
grundvelli upplýsinga frá
sveitarfélögunum.
Við samanburðinn er ein-
göngu gengið út frá að fast-
eignamat eignanna sé hið
sama og að eigendur eigna
með sambærilegt fasteigna-
mat í sveitarfélögunum eigi
jafnmikið fé bundið í eignun-
um.
Ekki er tekið mið af því að
eignir kunna að vera mismun-
andi, t.d. þannig að stærri hús
fáist fyrir ákveðna íjárhæð í
Mosfellsbæ og í Bessastaða-
hreppi en í Reykjavík eða á
Seltjamarnesi.
Mismunandi
álagningarstofn
Álagningastofnar sveitarfé-
laganna era heldur ekki að öllu
leyti sambæriiegir.
Að Bessastaðahreppi og
Mosfellsbæ leggja sveitarfélög-
in fasteignaskatt á sem ákveðið
hlutfall af óbreyttu fast>
eignamati húss og lóðar. Þetta
hlutfall er 0,375% nema í Garða-
bæ, þar sem það er 0,45%.
í Bessastaðahreppi er búinn
til álagningarstofn sem felur í
sér að fasteignamat húss og
lóðar er hækkað um 5,64% og
á þann stofn lagður 0,36% fast-
eignaskattur. Aðferðin jafn-
gildir álagningu 0,38% fast-
eignaskatts.
í Mosfellsbæ er álagning-
astofn búinn til með 5,7%
hækkun fasteignamats, eða
margföldun faseteignamats
með 1,005, og á þann stofn er
lagður 0,375% fasteignaskatt-
ur.
Við álagningu sérstaks álag-
ningarstofns er miðað við að
eignir séu ekki sambærilegar
við fasteignamat í Reykjavík,
þar sem fasteignamatsstuðu-
llinn er 1. Menn fái stærri
eignir iyrir sömu fjárhæð í
öðram sveitarfélögum og álag-
ningarprósentunni er ætlað að
endurspegla það, að sögn Ás-
bjöms Þorvarðarsonar, hjá
fjárreiðudeild Mosfellsbæjar.
Lóðarleiga á fermetra
íKópavogi
Einnig er lóðarleiga lögð á
með mismunandi hætti.
Kópavogur er t.d. eina sveit-
arfélagið á svæðinu, sem inn-
heimtir lóðareigu, sem fasta
krónutölu, kr. 6,60, á hvem
fermetra lóðar eða lóðahluta.
í samanburðinum er gert
ráð fyrir að sérbýlinu fylgi
693,3 fermetra lóð. Væri t.d.
um 878,1 fermetra lóð að
ræða, yrði lóðarleigan í dæm-
inu til hliðar 1.220 kr. hærri en
þar er gert ráð íyrir. Þar með
væri upphæð heiidargjald-
anna í dæminu hin sömu í
Kópavogi og Hafnarfirði.
Onnur sveitarfélög, þar sem
um eignarlóðir er að ræða,
innheimta ákveðið hlutfall af
fasteignamati lóðar eða lóða-
hluta í lóðarleigu.
Við samanburðinn er gengið
út frá því að fasteignamat lóð-
ar í sérbýli sé 1,2 milljónir
króna og fasteignamat lóðar-
hluta í fjölbýli sé 500 þús. kr.
í Reykjavík og Mosfellsbæ
er hlutfall lóðarleigu af f'ast-
eignamati lóðar 0,145%. í
Garðabæ og Hafnarfirði er
hlutfallið 1%.
í Bessastaðahreppi eru, að
sögn, eingöngu eignarlóðir. Á
Seltjamamesi er allt sérbýli á
eignarlóðum og þorri fjölbýlis.
Blokkir við Eiðistorg og Aust-
urströnd standa þó á leigulóð-
um. Þegar um slíkt er að ræða
er innheimt 2-4% lóðarleiga.
Miðað við íbúð í fjölbýli á
leigulóð, þar sem fasteignamat
húshluta er 9,5 milljónir
króna, og fasteignamat lóðar-
hluta 500 þús. kr., væra
greiddar 10-20 þúsund krónur
á ári í lóðarleigu og fjárhæð
heildargjalda 10 m.kr. eignar í
ijölbýlishúsi á Seltjamamesi
hækkar í slíku dæmi í 67.300
kr,-77.300 kr.
Mismunandi
holræsagjaldstofn
Holræsagjald er einnig inn-
heimt á mismunandi hátt í
sveitarfélögunum; það er
reyndar ekki innheimt á Sel-
tjamamesi.
Heimild til álagningar hol-
ræsagjalds er að finna í 87. gr.
vatnalaga frá 1923. Þar segir
að bæjarstjóm sé rétt að
leggja gjald á hús og lóðir í
kaupstaðnum til þess að
standa straum af holræsa-
kostnaði. Gjald megi miða við
virðingarverð fasteigna eða
við stærð lóða eða við hvort-
tveggja.
I samræmi við þetta fara
sveitarfélögin ólíkar leiðir.
Mosfellsbær og Bessastaða-
hreppur leggja holræsagjald á
sem hlutfall af fasteignamati
húss eða húshluta.
Önnur sveitaríélög leggja
það á sem hlutfall af fasteigna-
mati hússÆúshluta og lóðar/
lóðarhluta.
Hlutfall holræsagjalds er
einnig mismunandi, eins og
sést á kortinu; lægst í Garða-
bæ.
Vatnsgjald á fermetra
í Reykjavík
Ekki er heldur um að ræða
samræmda innheimtu sveitar-
félaganna á vatnsgjaldi.
Þar miðar Reykjavík ein við
stærð húss í fermetram.
Dæmin að ofan miðast við 200
fermetra sérbýli og 100 fer-
metra fjölbýli. Á hvem fer-
metra leggur borgin 85 kr.
vatnsgjald og að auki 2.172kr.
fast gjald á hverja eign.
Önnur sveitarfélög leggja á
ákveðið hlutfall af fasteigna-
mati húss/húshluta og lóðar/
lóðarhluta. Lægst erhlutfallið í
Garðabæ, 0,075% en hæst í
Kópavogi, 0,19%.
I dæmunum hér að ofan
jafngildir vatnsgjald í Reykja-
vík um 0,12% hlutfalli af fast-
eignamati sérbýlis og 0,106%
af fasteignamati fjölbýlis.
Öll sveitarfélögin innheimta
gjald vegna sorphreinsunar,
tunnuleigu og/eða sorpeyðing-
ar. Þau gjöld eru ekki ná-
kvæmlega greind hér, en birt
sú fjárhæð, sem greidd er
samtals af hverri eign, miðað
við að leigð sé ein sorptunna.
827 Mosfellingar
vilja aukna löggæslu
Mosfellsbær
827 ÍBÚAR Mosfellsbæjar
hafa skrifað á undirskrift-
arlista þar sem krafist er
aukinnar löggæslu í bæjar-
félaginu.
Guðrún Esther Árnadótt-
ir, forgöngumaður um
söfhunina, póstsendi dóms-
málaráðherra undir-
skriftalistann í gær. Hún
segir að ekki hafi verið
leitað til þingmanna því
þingmenn Reykjavíkur-
svæðisins séu ónýtir í bar-
áttu af þessu tagi.
Á undirskriftalistanum
segir að þörfin fyrir aukna
löggæslu í bæjarfélaginu sé
augljós og megi nefna inn-
brotafaraldur sem dæmi
um það. „Ekki næst alltaf
símasamband við lög-
reglustöð en þar er starfs-
maður frá kl. 10-18 virka
daga. Vaktir lögregluþjón-
anna eru tvær frá kl. 7-15
og frá kl. 15-23. Gegna
þeir Mosfellsbæ að Víkur-
vegþ, Kjalarnesi, Kjós að
Hvalljarðarbotni ásamt
Hvalfjarðargöngum og
einnig austur að Grafningi.
Engin vakt er frá kl. 6 á
laugardagsmorgni til kl. 7
á mánudagsmorgni," segir
þar.
Guðrún Esther Árnadótt-
ir segir bæjarbúa ánægða
með lögreglumennina sem
þar starfa en óánægða með
að ekki sé lengri viðvera á
lögreglustöðinni í bænum
og markvissari löggæsla
innanbæjar að kvöldlagi og
um helgar.
Mikil óánægja hefur ver-
ið í bænum vegna þessa
undanfarna mánuði og hafa
bæjaryfirvöld m.a. fundað
með lögreglustjóra og ráð-
herra vegna málsins.
Guðrún Esther sagðist
hafa farið af stað með und-
irskriftasöfnunina í fram-
haldi af því að brotist var
inn á heimili hennar meðan
enginn var heima. „Það er
ekki góð tilfinning að vita
að einhver ókunnugur hafi
verið heima hjá manni þeg-
ar maður var í vinnunni,"
segir hún.
„Ég vinn á stórum vinnu-
stað og þegar ég fór að
ræða þetta kom í ljós að
það hafi verið farið inn hjá
annarri konu og sama dag-
inn og brotist var inn hjá
mér voru spor eftir þjófa _
við hús neðar í götunni.“ í
framhaldinu hafi hún og
fleiri ákveðið að safna und-
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Eftir að hafa sent dómsmálaráðherra undirskriftalistana
fór Guðrún Esther Árnadóttir í klippingu á Hárhúsi Onnu í
Mosfellsbæ.
irskriftum til að krefjast
úrbóta í löggæslumálum
bæjarins.
Þótt innbrotið heima hjá
henni og fleiri innbrot í
bænum hefðu verið upplýst
breytti það ekki því að
bærinn væri jafnlöggæslu-
laus eftir sem áður á kvöld-
in og um helgar.
Hún sagði að við söfnun-
ina hefði ekki verið gengið
í hús heldur látið nægja að
undirskriftarlistar lægju
frammi á fimm stöðum í
bænum, t.d. í bensínstöðv-
um, í stuttan tíma. Árang-
urinn varð sá að af 5.849
bæjarbúum skrifuðu 827 á
listann.
Listarnir voru póstsend-
ur Sólveigu Pétursdóttur,
dómsmálaráðherra í gær
með bréfi sem 14 manns
undirrita og gera kröfu um
að aukin löggæsla í bænum
verði tekin til umfjöllunar
og niðurstaða þeirrar um-
fjöllunar kynnt almenningi-
Ónýtir þingmenn
Guðrún Esther kvaðst
vonast til að dómsmálar-
áðherra tæki málið nú upp
en kvaðst ekkert vilja segja
um hve langan tíma hún
teldi eðlilegan til að af-
greiða þaðð.
Um það hvort hún eða
aðrir Mosfellingar hefðu
leitað liðsinnis þingmanna
Reykjaneskjördæmis til að
berjast fyrir úrbótum í lög-
gæslumálum, sagði hún:
„Ég held að þessir þing-
menn okkar á Reykjavík-
ursvæðinu séu ónýtir. Það
er verið að gera jarðgöng
hingað og þangað en hvað
með t.d. Vesturlandsveginn
og leiðir út úr bænum ef
eitthvað gerðist? Mér finnst
þingmennirnir ónýtir og
þeir hugsa ekkert um okk-
ur hér fyrir sunnan. Það er
landsbyggðapólitíkin sem
blffur."