Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 20
20 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Samningurinn við LA og Sinfóníuhlíómsveitina
Lyftistöng’ fyrir
menningarlífíð
STJÓRNENDUR Leikfélags Akur-
eyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norð-
urlands eru ánægðir með samninga
sem undirritaðir voru á fimmtudag
um íramlög Akureyrarbæjar til
rekstrar atvinnuleikhússins og sin-
fóníuhljómsveitarinnar, en um er að
ræða þriggja ára samninga sem gilda
til ársloka 2002. Þessir samningar
voru undirritaðir í kjölfar samnings
milli ríkisins og Akureyrarbæjar sem
þeir Bjöm Bjamason menntamála-
ráðherra og Kristján Þór Júlíusson
bæjarstjóri undirrituðu. Samkvæmt
þeim samningi mun ríkið meira en
tvöfalda framlög sín til menningar-
mála á Akureyri frá því fyrst var sam-
ið árið 1996. Fyrirsögn fréttar í blað-
inu í gær var því röng, þar sagði að
framlög hefðu nær tvöfaldast, en hið
rétta er að hann hefúr meira en tvö-
faldast. Árið 1996 var framlagið 29
milijónir króna, en verður í ár ríflega
41 milljón, hækkar í 52 milijónir á
næsta ári og í 64 milljónir á lokaári
samningsins.
Sigurður Hróarsson leikhússtjóri
hjá Leikfélagi Akureyrar sagði að á
þessu ári fengi félagið 59 milljónir
króna sem væri svipuð upphæð og var
á því síðasta, en framlagið færi svo
stighækkandi. AUs fær félagið 68
milijónir árið 2001 og 80 miHjónir árið
2002. „Við munum áfram þurfa að
halda frekar að okkur höndum í
rekstrinum í ár, því ekki er um að
ræða hækkun á framlagi milli áranna
1999 og 2000,“ sagði Sigurður. „Okk-
ur þykir þetta samt góður samningur,
raunar sá besti sem gerður hefur ver-
ið um rekstur leikfélagsins, því aldrei
hefur komið inn meiri hækkun á
samningstímanum og því horfum við
björtum augum fram á veginn.“ Sig-
urður sagði að þegar kæmi fram á ár-
ið 2002 myndi félagið fá myndarlegt
fjárframlag til rekstrarins og fyrir þá
upphæð yrði hægt að reka metnaðar-
fullt leikhús. Það nýmæli er einnig í
samningnum að Leikfélagi Akureyr-
ar ber að leita samstarfs við tónlistar-
fólk innan bæjarins, m.a. við Tónlist-
arskólann á Akureyri og í
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands um
uppsetningu á óperusýningum „og
við skulum vona að þess sjái stað
strax næsta vetur,“ sagði Sigurður.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
fær 7 milijónir króna til rekstrarins í
ár og er þar um að ræða hækkun milli
ára en í fyrra fékk hljómsveitin 5,8
milljónir. A næsta ári nemur framlag-
ið 10 milljónum króna og fer svo í 18
milljónir króna á lokaári samningsins
2002. Gunnar Frimannsson formaður
stjómar Sinfóníuhljómsveitar Norð-
urlands sagði að í raun væri um tíma-
mótasamning að ræða fyrir hljóm-
sveitina. Stefnir stjóm hennar að því
að ráða 13 hljóðfæraleikara í 40%
starf á árinu 2002. Áætlað er að halda
5-7 hljómleika á ári með fullskipaðri
hljómsveit, þ.e. 40-50 hljóðfæraleik-
urum, og um 20 kammertónleika með
færri hljóðfæraleikurum.
Fastráðning hljóðfæraleikara við
hljómsveitina í hlutastörf verður ótví-
rætt lyftistöng fyrir tónlistarlíf á
Norðurlandi með ýmsum hætti, að
sögn Gunnars. í fyrsta lagi gefast
áhugafólki um sígilda tónlist fleiri
tækifæri til að njóta lifandi tónlistar
og bara þess vegna verður Norður;
land eftirsóknarverðara til búsetu. í
öðm lagi verður auðveldara fyrir
tónlistarskólana á svæðinu að ráða til
sín góða kennara vegna þess að marg-
ir munu sækjast eftir tækifæmm tii
að starfa við hijóðfæraleik ásamt því
að kenna. Fastráðnir hljóðfæraleikar-
ar við SN yrðu fyrst og fremst úr hópi
kennara tónlistarskólanna á Norður-
landi, ekki aðeins á Akureyri heldur
líka á svæðinu frá Sauðárkróki til
Húsavíkur, jafnvel stærra svæði.
Ráðning fleiri góðra tónlistarmanna
til skólanna mun bæta starf þeirra og
hag þeirra mörgu fjölskyldna sem
telja tónlistamám mannbætandi.
„Samningurinn við SN er þess vegna
stórt framfaraspor í byggðamálum og
mikilvægt framlag til þess að efla
byggð á Norðurlandi,“ sagði Gunnar
og bætti við: „Það er fyrst og fremst
metnaður og fagmennska Guðmund-
ar Óla Gunnarssonar aðalhljómsveit-
arstjóra sem hefúr orðið til þess að
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands nýt-
ur nú þess álits að bæjaryfirvöld velja
hana til að vera í fararbroddi í upp-
byggingu menningarlífs á Akureyri
og Norðurlandi öllu.
Ekki má heldur vanmeta starf
framkvæmdastjóra hljómsveitarinn-
ar, Sigurbjargar Kristínardóttur, en
þau Guðmundur Óli hafa unnið ötul-
lega að því að koma á tengslum við
Dalvíkurbyggð, Húsavík og fleiri
byggðarlög á Norðurlandi."
Matvælasetur Háskólans
Fjórir sækja um stöðu
framkvæmdastj óra
FJÓRIR sóttu um stöðu fram-
kvæmdastjóra matvælaseturs Há-
skólans á Akureyri en frestur til að
sækja um rann út á mánudag.
Þeir sem sóttu um voru Jóhann
Örlygsson, dósent við Háskólann á
Akureyri, Jón Ásbjömsson, kenn-
ari við Menntaskólann á Egilsstöð-
um, Sigþór Pétursson, dósent við
Háskólann á Akureyri, og Þórar-
inn E. Sveinsson, aðstoðarkaupfé-
lagsstjóri Kaupfélags Eyfirðinga.
Gert er ráð fyrir að stjóm mati
vælasetursins komi saman fljót-
lega og fjalli um umsóknimar.
Matvælasetrið mun fyrst um sinn
verða til húsa í húsakynnum há-
skólans við Glerárgötu.
Morgunblaðið/Margit Elva
Glampandi sól
í Grímsey
LOKS eftir langa bið fengu Gríms- og snælduvitlaust á köflum. Þeir
eyingar gott veður, en í vikunni var Bjarni Reykjalín Magnússon og
glampandi sól og logn. Veðrið hef- Emil Árni Guðmundsson brugðu
ur verið frekar slæmt síðustu vikur sér af þ ví tilefni út að viðra sig.
Iðunn sýnir í Vín
IÐUNN Ágústsdóttir myndlistar-
maður opnar sýningu á verkum sín-
um í blómaskálanum Vín, Eyjafjarð-
arsveit, á sunnudag, 20. febrúar,
sem jafnframt er konudagurinn.
Um er að ræða afmælissýningu,
en Iðunn hefur sýnt reglulega í
blómaskálanum Vín síðustu 15 ár. Á
þessari sýningu verða um 20 mynd-
verk unnin með pastel. Þetta er
tuttugasta einkasýning Iðunnar en
hún hefur að auki tekið þátt í fjölda
samsýninga. Yfirskrift sýningarinn-
ar í Vín er Forréttur, en á árinu
hyggst Iðunn sýna tvívegis til við-
bótar og má gera ráð fyrir að hún
beri aðalréttinn á borð gesta um
páskana en ábætisrétturinn kemur
svo væntanlega fyrir augu almenn-
ings á haustdögum.
Allir eru velkomnir á sýninguna,
en hún stendur aðeins í viku, til
sunnudagsins 27. febrúar, og er opin
á afgreiðslutíma blómaskálans.
Leir-
meðferð
NUDD- og snyrtistofan Betri líðan
og Mecca spa efna í tilefni af konu-
deginum á morgun, sunnudag, til
kynningar á svonefndum spa-með-
ferðum og phytomer-snyrtivörum.
Kynningin stendur yfir frá kl. 14
til 17 á Fosshótel KEA. Boðið verður
upp á léttar veitingar og Saga Jóns-
dóttir leikari lítur inn og kynnir leik-
ritið Skækjan Rósa sem sýnt verður
í Samkomuhúsinu næstu helgar.
Aglow-
fundur
AGLOW - kristileg samtök kvenna
halda fund í félagsmiðstöðinni Víði-
lundi 22 á Akureyri næstkomandi
mánudagskvöld, 21. febrúar og
hefst hann kl. 21. Ingibjörg Svafa
Siglaugsdóttir prestfrú flytur hug-
vekju. Söngur, lofgjörð og fyrir-
bænaþjónusta og þá verður boðið
upp á kaffihlaðborð. Þátttökugjald
er 450 krónur og eru allar konur
velkomnar.
r \
Sýndu ást þína
með Purity Herbs snyrtivörum!
v
Ef þú kaupir S/urity> erbs vörur
fyrir 1.500 kr. eða meira færð þú
fallega flösku með Ástareldi sem
kaupauka (að verðmæti 749 kr.).
Tiiboð þetta gildir alla helgina í
Lyfju Lágmúla og á laugardag t
Lyfju Setbergi og Hamraborg.
Kynningar á vörum frá
^Airity- S'erbs t.d.
heilsubaðolíum,
undrakremi og unaðsolíu,
verða í Lyfju Lágmúla og Lyfju
Setbergi í dag laugardag
kl. 12-16 og í Lyfju Hamraborg kl.
11-13 og á morgun Konudag
í Lyfju Lágmúla kl. 13-17.
Cb LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Lágmúla, Setbergi og Hamraborg
J
Riðill í heimsmeistarakeppninni í íshokkí á fslandi í aprfl
Litlar líkur á að leik-
ið verði á Akureyri
FLEST bendir til að keppni í D-riðli
Heimsmeistaramótsins í íshokkí fari
eingöngu fram í Skautahöllinni í
Reykjavík en þegar sótt var um að
halda keppnina hér á landi fyrir um
tveimur árum, var gert ráð fyrir að
spila bæði í Reykjavík og á Akureyri.
Magnús Finnsson formaður
Skautafélags Akureyrar sagði að
framkvæmdir við Skautahöllina á Ak-
ureyri hafi verið miðaðar við að hluti
keppninnar færi fram þar en hún
stendur yfir frá 10.-16. aprfl nk. Hann
sagðist vondaufur um að hluti keppn-
innar fari fram norðan heiða, hins
vegar hafi ekki komið endanlegt svar
frá íshokkídeild Skautasambandsins
um hvort af því geti orðið eða ekki.
„Það kostar eitthvað meira að spila
lflca hér fyrir norðan en þegar sótt var
um að halda keppnina var miðað við
að hún yrði haldin á báðum stöðum.
Eftir því sem nær hefur dregið
keppninni hefur áhugi íshokkídeildar
sambandsins á því að halda hana á
báðum stóðum verið að minnka. Við
höfum heldur ekki orðið varir við
neinn vilja hjá meirihluta íshokkí-
deildar til þess að vinna út frá því að
þetta sé haldið hér. Menn hafa borið
fyrir sig þennan kostnaðarauka og ég
veit ekki hvaða stefnu þetta mál tekur
um helgina. Við reiknum allavega
ekki með að keppnin komi norður,“
sagði Magnús Finnsson.
Hann sagði jafnframt að ítrekað
hafi verið leitað eftir fundi með fram-
kvæmdanefnd keppninnar frá því fyr-
ir jól en án árangurs. Nú hefur hins
vegar verið boðað til fundar um þetta
mál á Akureyri í dag, laugardag.
Ekkert mál að spila í einni höll
Magnús Jónasson formaður ís-
hokkídeildar Skautasambands ís-
lands sagði að á sínum tíma hafi verið
sótt um að halda keppnina á báðum
stöðum, enda ætlist alþjóða skauta-
sambandið til að lefldð sé í tveimur
höllum, sé þess nokkur kostur. „Oft
er það nú þannig að aðeins er leikið í
einni höll og sérstaklega ef mikil fjar-
lægð er á milli halla sem mögulegt er
að spila í. Það er heldur ekkert mál að
spila þessa keppni í einni höll, fyrir
utan það að æfingatíminn á morgn-
ana er styttur úr 45 mínútum niður í
hálftíma."
Magnús sagði jafnframt að á fundi í
Bandaríkjunum í september hafi ekki
legið fyrir hvort höllin á Akureyri
yrði tilbúin fyrir tilsettan tíma en þá
hafi framkvæmdin verið um einum og
hálfum mánuði á eftir áætlun. „Við
urðum á þessum fundi að leggja fram
leikja- og æfingaplan keppninnar.
Þar var miðað við að öll keppnin færi
fram í einni höll í Reykjavík og allar
þjóðimar sem eiga að leika hér sam-
þykktu það. Jafnframt tilkynnti ég á
fundinum og það er stjórnarsam-
þykkt fyrir því, að ef höllin á Akureyri
yrði tilbúin í tíma, myndum við áskilja
okkur rétt til að nálgast Akureyringa |
með málið á ný. Þannig stendur málið í
í dag og á þeim nótum verður það
rætt á Akureyri um helgina," sagði
Magnús Jónasson.
Hann sagði tvö sjónarmið uppi, í
fyrsta lagi skipulagning á tveimur
stöðum og hins vegar peningahliðin á
þessari framkvæmd. „Við ætlum ekki
að fara í eitthvað HM’95 handbolta-
dæmi og ætlum að skila hagnaði af
þessari heimsmeistarakeppni. Það er
miklu dýrara og meira mál að halda
keppnina á tveimur stöðum en ef |
menn sjá einhverja leið til að fjár-
magna það, erum við tilbúnir að skoða
það. Og auðvitað er æskilegast,
íþróttarinnar vegna, að halda keppn-
ina á tveimur stöðum.“
Auk íslenska landsliðsins taka
landslið Ástralíu, Nýja Sjálands, Lúx-
emborgar, S-Afríku, Belgíu, ísraels,
Tyrklands og Mexíkó þátt í keppninni
hér á landi og ráðgert er að hingað til
lands komi um 300 manns í tengslum
við hana.
f-