Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 22

Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 22
22 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í safnaðar- heimilinu kl. 11 á morgun, sunnudag. Guðsþjónusta kl. 14. Blokkflautuhópurinn Quintus antiqua úr Tónskóla Sigursveins leikur í guðsþjón- ustunni. Sr. Svavar A. Jóns- son. Biblíulestur í safnaðar- heimilinu kl. 20 í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar kl. 20 á mánudagskvöld. Morg- unsöngur í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömmumorgunn í safnaðar- heimilinu frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og messa kl. 11 á morg- un, sunnudag. Sameiginlegt upphaf, foreldrar hvattir til að fylgja bömum sínum. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 20 um kvöldið. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðju- dagskvöld. Hádegissamvera kl. 12-13 á miðvikudag, orgel- leikur, fyrirbænir og sakra- menti, léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarsal að helgistund lokinni. Opið hús fyrir •. mæður og börn alla fimmtudaga frá kl. 10 til 12. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, bænastund kl. 16.30, al- menn samkoma kl. 17 og ung- lingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á fimmtudag kl. 17.30 og 11 plús iyrir 11-12 ára á föstudag kl. 17.30. Flóamarkaður á föstudögum frá kl. 10 til 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Kai'lamorgunn kl. 10 í dag, laugardag. Brauðsbrotning kl. 20 um kvöldið, G. Rúnar Guðnason predikar. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla úr Orði Guðs fyrir alla aldurshópa. Reynir Valdi- marsson kennir. Léttur máls- verður að samkomu lokinni. Almenn vakningarsamkoma kl. 16.30 á sunnudag. Valdimar L. Júlíusson predikar. Fyrir- bænaþjónusta og barnapöss- un. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og K: Bænastund kl. 17 á morgun, sunnudag. LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á sunnudag, 20. febr- úar, og kyrrðar- og bænastund kl. 21 um kvöldið. Guðsþjón- usta verður í Grenilundi kl. 16 á sunnudag. Kirkjuskóli verð- ur í Svalbarðskirkju á sunnu- dag kl. 11. Ertu vel varin(n) í kuldatíðinni? Kyolic hvítlauksafuröin er ein besta vörnin sem fáanleg er. jhúsið Heimasíöa: mællr meO KYOLIC www.kyollc.com Dreifing: Logaland ehf. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Nýja lyftan á skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkrdki. Eitt besta svæði til keppni í stórsvigi hérlendis að sögn Egils Jóhannssonar formanns Skíðasambandsins. Nýtt og glæsi- legt skíðasvæði Tindastóls Sauðárkróki - Nýlega var opnað nýtt og glæsilegt skíðasvæði Ung- mennafélagsins Tindastóls á Sauð- árkróki og um leið tekin í noktun ný skíðalyfta sem gjörbreyta mun allri aðstöðu fyrir áhugafólk um þessa íþróttagrein. Svæðið liggur í vesturhlíðum Tindastóls og var á síðastliðnu sumri lagður góður upphækkaður vegur frá aðalleiðinni yfir Laxár- dalsheiði þangað sem hin nýja skiðalyfta var reist á mettíma en framkvæmdir við byggingu hennar hófust 20. desember en lyftan sjálf er um 1.200 m löng með 250 m fall- hæð. Við opnunarathöfnina var fjöl- menni en Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Umf. Tinda- stóls, bauð gesti velkomna. Þessu næst tók til máls Páll Ragnarsson, formaður félagsins, og gerði grein fyrir framkvæmdum og Iýsti svæð- inu og þeim möguleikum sem þar væru í boði með tilkomu Iyftunnar og þeirra mannvirkja sem gerð hefðu verið. Fram kom í máli Páls að ekki hefði verið einhugur f sveit- arstjórn um framkvæmd þessa en með sameiginlegu átaki hefði verið lyft grettistaki eftir að samþykkt var að ráðast í framkvæmdir. Þá tók til máls Gunnar Björn Rögnvaldsson en hann hefur verið einn aðalhvatamaður að gerð þessa skiðasvæðis og raunar sá sem drif- ið hefur verkið áfram og Iýsti Gunnar ánægju sinni með að þess- um áfanga væri náð. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur flutti bænarorð en sfðan tók til máls Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar, og færði hann Gunnari Birni blómvönd og árnaðaróskir í tilefni dagsins og sagði að þótt ekki hefði verið ein- hugur í sveitarstjórn væru blómin engu að síður frá öllum meðlimum hennar. Hermann Sigtryggsson, fram- kvæmdasljóri Vetrarfþróttamið- stöðvar á Akureyri, árnaði heima- mönnum heilla með þessa framkvæmd og taldi það með ólík- indum væri hversu stuttan tfma hefði tekið að byggja upp svæðið með lyftu og aðstöðuhúsum. Síðast tók til máls Egill Jóhannsson, for- maður Skfðasambands íslands, og flutti einnig kveðjur og árnaðar- óskir til Umf. Tindastóls og sagði að hér væri komið eitt besta svæði til keppni í stórsvigi sem í boði væri hérlendis og aðstaða til fyrir- myndar. Þeir Hermann og Egill færðu félaginu gjafir til minningar um þennan merka atburð. Að loknum ávörpum ræstu tveir ungir skíðamenn lyftuna en síðan lagði í upp fyrstu ferðina Viggó Jónsson sem verið hefur formaður framkvæmdanefndar við skíða- svæðið. Fjölmargir, bæði börn og fullorðnir, brunuðu sfðan af stað upp hlfðina og var lyftan mjög vel notuð enda ekki áður möguleiki á að komast jafn hátt í brekkur á jafn auðveldan hátt, aðeins snertispölur upp á topp Tindastóls. Samið um árangursstj órnum 1 Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri „ Alþingi hef- ur afhent ykkur ljósker“ Morgunblaðið/Davíð Pétursson Frá fundinum, sem var f matsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra og Magnús B. Jónsson, rektor að Hvanneyri. Grund - „Alþingi íslendinga hefur afhent ykkur Ijósker. Það er undir ykkur komið hvemig þið tendrið það ljósker," sagði landbúnaðarráðherra, Guðni Agústsson, þegar hann undir- ritaði samning um árangursstjómun milli landbúnaðarráðuneytisins og Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri. Athöfnin fór fram í matsal Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri þriðjudaginn 15. febrúar að viðstödd- um hópi heimamanna og gesta. Rektor Landbúnaðarháskólans, Magnús B. Jónsson, setti samkom- una, bauð landbúnaðarráðherra vel- kominn til undirskriftar og staðfest- ingar á fyrirliggjandi samningi og sagði síðan: „í þessum samningi er sett fram hveijar áherslur skuli vera í starfi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og helstu starfsmarkmið. Samkvæmt honum skuli fagleg áhersluatriði Landbúnaðarháskól- ans á sviði kennslu og í vali rann- sókna- og þróunarverkefna vera: 1) Efling búrekstrar og stjómunar með áherslu á auðlindahagfræði og vistbókhald, jafnhliða hefðbundnum búrekstrarfræðum. 2) Umsjá og ræktun landsins bæði innan túns og utan: Ræktun til jarð- vegsvemdar og aukins fjölbreyti- leika gróðurlendis, fóðurs og iðnhrá- efnis svo og hvers konar ræktun til þess að bæta vist þjóðarinnar í land- inu. 3) Skipuleg nýting lands til marg- víslegra þarfa, þar sem jöfnum hönd- um sé gætt gæða landsins og menn- ingarminjalandslags og framtíðar- hagsmuna ýmissa landnotenda. Einnig eru sett ákveðin markmið hvað varðar framboð kennslu og fjölda nemenda í starfsmenntanámi, fjamámi, endurmenntun og háskóla- námi. Samningurinn felur í sér ákveðnar breytingar á starfsemi Landbúnað- arháskólans, sem eru: a. aukning há- skólakennslu með nýjum námsbraut- um b. efling rannsóknastarfs c. aukið framboð endurmenntunar og fjar- kennslu d. bætta aðstöðu til kennslu og rannsókna í nautgriparækt e. bætta aðstöðu til kennslu í tækni- greinum og hrossarækt. I samræmi við þetta ætlar Landbúnaðarháskól- inn að bjóða upp á tvær nýjar náms- brautir í háskólanámi, sem hefjast munu í haust og haustið 2001, auk háskólanáms í búfræði, sem kennd hefur verið. Annars vegar er það braut með megináherslu á landnýt- ingu, þar sem farið er í undirstöðu- greinar úthaganýtingar, vistfræði, landbætur og skógrækt. Þetta nám tekur mið af þörfum þeirra er eftir nám vilja starfa við landvörslu, land- græðslu, skógrækt og hvers konar umönnun lands, rannsóknir eða hefja rannsóknanám. Hins vegar er það braut með meg- ináherslu á umhverfisskipulag, þar sem farið er í undirstöðugreinar skipulagsfræða, vistfræði, landbún- aðarlandafræði og hönnunar. Námið tekur mið af þörfum þeirra er eftir nám vilja starfa við landvörslu, með skipulagshönnuðum eða landslags- arkitektum, vinna við rannsóknir eða hefja rannsóknanám." Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra flutti ávarp að ræðu Magnúsar lokinni. Hvatti hann menn til dáða, sagði að Alþingi íslendinga hefði afhent skól- anum ljósker. Slíku ljósi fylgir mikil ábyrgð þeirra sem á því halda. Að ávarpi landbúnaðarráðherra loknu var sest niður og skrifað undir árangursstjómunarsamninginn. Síð- an var öllum boðið að setjast að veisluborði í boði Landbúnaðarhá- skólans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.