Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 22

Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 22
22 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskóli í safnaðar- heimilinu kl. 11 á morgun, sunnudag. Guðsþjónusta kl. 14. Blokkflautuhópurinn Quintus antiqua úr Tónskóla Sigursveins leikur í guðsþjón- ustunni. Sr. Svavar A. Jóns- son. Biblíulestur í safnaðar- heimilinu kl. 20 í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar kl. 20 á mánudagskvöld. Morg- unsöngur í Akureyrarkirkju kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömmumorgunn í safnaðar- heimilinu frá kl. 10 til 12 á miðvikudag. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og messa kl. 11 á morg- un, sunnudag. Sameiginlegt upphaf, foreldrar hvattir til að fylgja bömum sínum. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 20 um kvöldið. Kyrrðar- og til- beiðslustund kl. 18.10 á þriðju- dagskvöld. Hádegissamvera kl. 12-13 á miðvikudag, orgel- leikur, fyrirbænir og sakra- menti, léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarsal að helgistund lokinni. Opið hús fyrir •. mæður og börn alla fimmtudaga frá kl. 10 til 12. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morg- un, bænastund kl. 16.30, al- menn samkoma kl. 17 og ung- lingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á fimmtudag kl. 17.30 og 11 plús iyrir 11-12 ára á föstudag kl. 17.30. Flóamarkaður á föstudögum frá kl. 10 til 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Kai'lamorgunn kl. 10 í dag, laugardag. Brauðsbrotning kl. 20 um kvöldið, G. Rúnar Guðnason predikar. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Kennsla úr Orði Guðs fyrir alla aldurshópa. Reynir Valdi- marsson kennir. Léttur máls- verður að samkomu lokinni. Almenn vakningarsamkoma kl. 16.30 á sunnudag. Valdimar L. Júlíusson predikar. Fyrir- bænaþjónusta og barnapöss- un. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. KFUM og K: Bænastund kl. 17 á morgun, sunnudag. LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Grenivíkurkirkju kl. 13.30 á sunnudag, 20. febr- úar, og kyrrðar- og bænastund kl. 21 um kvöldið. Guðsþjón- usta verður í Grenilundi kl. 16 á sunnudag. Kirkjuskóli verð- ur í Svalbarðskirkju á sunnu- dag kl. 11. Ertu vel varin(n) í kuldatíðinni? Kyolic hvítlauksafuröin er ein besta vörnin sem fáanleg er. jhúsið Heimasíöa: mællr meO KYOLIC www.kyollc.com Dreifing: Logaland ehf. Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Nýja lyftan á skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkrdki. Eitt besta svæði til keppni í stórsvigi hérlendis að sögn Egils Jóhannssonar formanns Skíðasambandsins. Nýtt og glæsi- legt skíðasvæði Tindastóls Sauðárkróki - Nýlega var opnað nýtt og glæsilegt skíðasvæði Ung- mennafélagsins Tindastóls á Sauð- árkróki og um leið tekin í noktun ný skíðalyfta sem gjörbreyta mun allri aðstöðu fyrir áhugafólk um þessa íþróttagrein. Svæðið liggur í vesturhlíðum Tindastóls og var á síðastliðnu sumri lagður góður upphækkaður vegur frá aðalleiðinni yfir Laxár- dalsheiði þangað sem hin nýja skiðalyfta var reist á mettíma en framkvæmdir við byggingu hennar hófust 20. desember en lyftan sjálf er um 1.200 m löng með 250 m fall- hæð. Við opnunarathöfnina var fjöl- menni en Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Umf. Tinda- stóls, bauð gesti velkomna. Þessu næst tók til máls Páll Ragnarsson, formaður félagsins, og gerði grein fyrir framkvæmdum og Iýsti svæð- inu og þeim möguleikum sem þar væru í boði með tilkomu Iyftunnar og þeirra mannvirkja sem gerð hefðu verið. Fram kom í máli Páls að ekki hefði verið einhugur f sveit- arstjórn um framkvæmd þessa en með sameiginlegu átaki hefði verið lyft grettistaki eftir að samþykkt var að ráðast í framkvæmdir. Þá tók til máls Gunnar Björn Rögnvaldsson en hann hefur verið einn aðalhvatamaður að gerð þessa skiðasvæðis og raunar sá sem drif- ið hefur verkið áfram og Iýsti Gunnar ánægju sinni með að þess- um áfanga væri náð. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur flutti bænarorð en sfðan tók til máls Gísli Gunnarsson, forseti sveitarstjórnar, og færði hann Gunnari Birni blómvönd og árnaðaróskir í tilefni dagsins og sagði að þótt ekki hefði verið ein- hugur í sveitarstjórn væru blómin engu að síður frá öllum meðlimum hennar. Hermann Sigtryggsson, fram- kvæmdasljóri Vetrarfþróttamið- stöðvar á Akureyri, árnaði heima- mönnum heilla með þessa framkvæmd og taldi það með ólík- indum væri hversu stuttan tfma hefði tekið að byggja upp svæðið með lyftu og aðstöðuhúsum. Síðast tók til máls Egill Jóhannsson, for- maður Skfðasambands íslands, og flutti einnig kveðjur og árnaðar- óskir til Umf. Tindastóls og sagði að hér væri komið eitt besta svæði til keppni í stórsvigi sem í boði væri hérlendis og aðstaða til fyrir- myndar. Þeir Hermann og Egill færðu félaginu gjafir til minningar um þennan merka atburð. Að loknum ávörpum ræstu tveir ungir skíðamenn lyftuna en síðan lagði í upp fyrstu ferðina Viggó Jónsson sem verið hefur formaður framkvæmdanefndar við skíða- svæðið. Fjölmargir, bæði börn og fullorðnir, brunuðu sfðan af stað upp hlfðina og var lyftan mjög vel notuð enda ekki áður möguleiki á að komast jafn hátt í brekkur á jafn auðveldan hátt, aðeins snertispölur upp á topp Tindastóls. Samið um árangursstj órnum 1 Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri „ Alþingi hef- ur afhent ykkur ljósker“ Morgunblaðið/Davíð Pétursson Frá fundinum, sem var f matsal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Frá undirritun samningsins. Frá vinstri: Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra og Magnús B. Jónsson, rektor að Hvanneyri. Grund - „Alþingi íslendinga hefur afhent ykkur Ijósker. Það er undir ykkur komið hvemig þið tendrið það ljósker," sagði landbúnaðarráðherra, Guðni Agústsson, þegar hann undir- ritaði samning um árangursstjómun milli landbúnaðarráðuneytisins og Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri. Athöfnin fór fram í matsal Land- búnaðarháskólans á Hvanneyri þriðjudaginn 15. febrúar að viðstödd- um hópi heimamanna og gesta. Rektor Landbúnaðarháskólans, Magnús B. Jónsson, setti samkom- una, bauð landbúnaðarráðherra vel- kominn til undirskriftar og staðfest- ingar á fyrirliggjandi samningi og sagði síðan: „í þessum samningi er sett fram hveijar áherslur skuli vera í starfi Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og helstu starfsmarkmið. Samkvæmt honum skuli fagleg áhersluatriði Landbúnaðarháskól- ans á sviði kennslu og í vali rann- sókna- og þróunarverkefna vera: 1) Efling búrekstrar og stjómunar með áherslu á auðlindahagfræði og vistbókhald, jafnhliða hefðbundnum búrekstrarfræðum. 2) Umsjá og ræktun landsins bæði innan túns og utan: Ræktun til jarð- vegsvemdar og aukins fjölbreyti- leika gróðurlendis, fóðurs og iðnhrá- efnis svo og hvers konar ræktun til þess að bæta vist þjóðarinnar í land- inu. 3) Skipuleg nýting lands til marg- víslegra þarfa, þar sem jöfnum hönd- um sé gætt gæða landsins og menn- ingarminjalandslags og framtíðar- hagsmuna ýmissa landnotenda. Einnig eru sett ákveðin markmið hvað varðar framboð kennslu og fjölda nemenda í starfsmenntanámi, fjamámi, endurmenntun og háskóla- námi. Samningurinn felur í sér ákveðnar breytingar á starfsemi Landbúnað- arháskólans, sem eru: a. aukning há- skólakennslu með nýjum námsbraut- um b. efling rannsóknastarfs c. aukið framboð endurmenntunar og fjar- kennslu d. bætta aðstöðu til kennslu og rannsókna í nautgriparækt e. bætta aðstöðu til kennslu í tækni- greinum og hrossarækt. I samræmi við þetta ætlar Landbúnaðarháskól- inn að bjóða upp á tvær nýjar náms- brautir í háskólanámi, sem hefjast munu í haust og haustið 2001, auk háskólanáms í búfræði, sem kennd hefur verið. Annars vegar er það braut með megináherslu á landnýt- ingu, þar sem farið er í undirstöðu- greinar úthaganýtingar, vistfræði, landbætur og skógrækt. Þetta nám tekur mið af þörfum þeirra er eftir nám vilja starfa við landvörslu, land- græðslu, skógrækt og hvers konar umönnun lands, rannsóknir eða hefja rannsóknanám. Hins vegar er það braut með meg- ináherslu á umhverfisskipulag, þar sem farið er í undirstöðugreinar skipulagsfræða, vistfræði, landbún- aðarlandafræði og hönnunar. Námið tekur mið af þörfum þeirra er eftir nám vilja starfa við landvörslu, með skipulagshönnuðum eða landslags- arkitektum, vinna við rannsóknir eða hefja rannsóknanám." Guðni Ágústs- son landbúnaðarráðherra flutti ávarp að ræðu Magnúsar lokinni. Hvatti hann menn til dáða, sagði að Alþingi íslendinga hefði afhent skól- anum ljósker. Slíku ljósi fylgir mikil ábyrgð þeirra sem á því halda. Að ávarpi landbúnaðarráðherra loknu var sest niður og skrifað undir árangursstjómunarsamninginn. Síð- an var öllum boðið að setjast að veisluborði í boði Landbúnaðarhá- skólans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.