Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hagnaður Skýrr hf. nam 103,2 milljónum króna á árínu 1999 Afkoman batnaði um 86% milli ára úr uPP9Íöri í OIV^i 1 hf ársins 1999 1 3*SV fíhf | Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting | Rekstrartekjur Milljónir króna 1.225,2 1.103,5 +11% Rekstrargjöld 997,7 917,6 +9% Fjármagnsgjöld 18,8 15,8 +19% Afkoma af regluefri starfsemi 111,6 62,1 +80% Tekju- og eignarskattur 33,4 6,3 +430% Aðrar tekjur 30,7 0 - Áhrif hlutdeildarféiaga -5,7 0 - Hagnaður ársins 103,2 55,8 +85% Efnahagsreikningur 3i.des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 956,6 744,2 +29% Eigið fé 343,6 246,8 +39% Skuldir 613,0 497,4 +23% Skuldir og eigið fé samtals 956,6 744,2 +29% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Eiginfjárhlutfall 36% 33% Veltufjárhlutfall 1,29 1,23 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 191,1 162,6 +18% Atvinnuástandið í janúarmánuði 1,8% atvinnu- leysi á landinu HAGNAÐUR Skýrr hf. nam 103,2 milljónum króna á árinu 1999 en var 55,8 milljónir króna á árinu 1998. Af- koman batnaði því um 86% milli ára. Veltufé frá rekstri var 191,1 milljón króna sem er 28,5 milljóna króna hækkun frá árinu áður. Rekstrar- tekjur námu 1.225,2 milljónum, sem er 11% hækkun frá árinu áður. Eigið fé félagsins hinn 31. desember 1999 nam 343,6 milijónum króna, eigin- fjárhlutfallið var 36% og arðsemi eig- infjár á árinu 1999 var 43,1% en 29,3% á árinu áður. Aukin umsvif á flestum sviðum A árinu jukust umsvif á flestum sviðum í þjónustu Skýrr hf., að því er fram kemur í tilkynningu frá félag- inu. Unnið hefur verið að uppbygg- ingu nýrrar þjónustu, kerfisleigu, sem fyrirhugað er að bjóða viðskipta- vinum á næstunni. Aðalkostir kerfis- leigu eru að fyrirtæki spara sér mikla fjárfestingu í hug- og vélbúnaði, auk þess sem rekstur kerfanna verður einfaldari og hagkvæmari. Fjárfest var í uppbyggingu örbylgjukerfis, LoftNet Skýrr, og hófst rekstur þess á seinni hluta ársins. Unnið hefur verið að gerð nýrra upplýsingakerfa á árinu og má í því sambandi nefna nýtt tekjubókhaldskerfi ríkisins (TBR), nýtt þungaskattskerfi og virðisaukaskattskerfi. Þá var á árinu lokið við undirbúning viðamikilla kerfa ríkisins fyrir ártalið 2000. Félagið bindur mikiar vonir við viðskipti á sviði rafrænna viðskipta og var fjárfest verulega á því sviði á árinu, bæði í formi vinnu og fjár- magns. Haldið var áfram fjárfesting- um í skyldum fyrirtækjum, m.a. AX- hugbúnaðarhúsi hf., deCode Genet- ics Inc., Korti hf., Rafrænni miðlun hf., Smartkortum ehf. og Verkfræði- húsinu hf. Jafnframt voru seld hluta- bréf félagsins í Gagnalind hf., Kögun hf. og Intís hf. Stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja til við aðalfund, sem haldinn verður 2. mars næstkomandi, að hluthöfum verði greiddur 15% arður af hlutafé. Lögð verður fram tillaga um 10 milljóna króna aukningu hlutafjár í félaginu til ráðstöfunar í bónus- og valréttarsamninga við starfsmenn þess. Forkaupsréttur hluthafa að aukningarhlutum nær ekki til þessarar aukningar. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr hf., sagðist í samtali við Morgunblað- ið vera mjög ánægður með niður- stöðuna og hún væri töluvert betri en rekstraráætlanir gerðu ráð fyrir. „Okkar rekstraráætlun í upphafi gerði ráð fyrir 63 milljóna króna hagnaði, en niðurstaðan er 103,2 milljónir, sem skýrist bæði af því að afkoman af reglulegri starfsemi er betri um 17 milljónir og síðan er hagnaður af sölu hlutabréfa um 30 milljónir króna. Horfumar eru mjög góðar og verkefnastaðan góð. Við gerum ráð fyrir því að veltan á næsta ári verði um 1.400 milljónir og að hagnaður verði ríflega 100 milljónir," sagði Hreinn. Hlutabréfaverð endurspeglar ákveðnar væntingar Albert Jónsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Fjárvangs, sagði að ef horft væri á sjóðs- streymi hjá Skýrr hefði veltufé frá rekstri aukist um tæpar 30 milljónir króna milli ára og því um ákveðinn bata að ræða hjá félaginu. „Það er greinilegt að félagið er að skila meiri hagnaði en árið áður og ljóst að menn hafa náð ágætis tökum á rekstrinum. Eiginfjárstaðan er sterk og veltufjárhlutfallið er í góðu lagi, en ef maður setur þetta í sam- hengi við þær gífurlegu hækkanir sem orðið hafa á gengi hlutabréfa fé- lagsins, sem hækkað hefur frá ára- mótum úr 10-11 upp í 19, þá hljóta skýringamar á því að vera vænting- ar um að félagið verði ákveðinn kjarni á tölvumarkaðinum á sviði gagnageymslu. Menn sjá það fyrir sér í nánustu framtíð að í kjölfar net- væðingarinnar muni fyrirtæki sjá um að geyma gögn, en Skýrr hefur vaxið upp úr því umhverfí. Maður sér fyrir sér að félagið verði leiðandi á því sviði og geti væntanlega gert góða samninga við viðskiptavini sína sem leiða mun til góðs sjóðstreymis. I þessu hlutabréfaverði hljóta að vera væntingar um eitthvað þessu líkt, en hlutabréf í tölvufyrirtækjum hafa auk þess almennt verið að hækka. Almennt má segja að upp- gjörið hjá Skýrr sé eitthvað svipað og væntingar gerðu ráð fyrir, en hluta- bréfaverðið hefur farið nokkuð fram úr því sem maður teldi almennt rök- rétt og inni í því hljóta að vera tölu- verðar væntingar um að fyrirtækið verði leiðandi á sínu sviði,“ sagði Al- bert. ATVINNULEYSI mældist 1,8% á landinu í janúarmánuði 2000, og var atvinnuleysi hjá körlum 1,3% en hjá konum 2,4%. Alls voru skráðir at- vinnuleysisdagar ríflega 22 þúsund hjá körlum en ríflega 30 þúsund hjá konum. Þetta kemur fram í mánað- arlegu yfirliti Vinnumálastofnunar yfir atvinnuástandið í janúarmánuði. Skráðir atvinnuleysisdagar á landinu öllu í janúar voru tæplega 53 þúsund, og fjölgaði þeim um ríflega . eitt þúsund frá mánuðinum á undan en hins vegar fækkaði þeim um tæp- lega 20 þúsund frá janúarmánuði 1998. Atvinnulausum fjölgaði að meðal- HLUTAFÉ Íslandssíma er nú 400 milljónir eftir hlutafjáraukningu sem er nýlokið. Nýr hluthafi er verðbréfafyrirtækið Burnham Int- ernational sem á nú 9,5% hluta- fjár, 38 milljónir að nafnvirði. Markaðsgengi á bréfum íslan- dssíma hefur verið á bilinu 16-20 á gráum markaði og miðað við geng- ið 18 er markaðsverðmæti fyrir- tækisins 7,2 milljarðar króna. Markaðsvirði 9,5% hluta er sam- kvæmt sömu forsendum 684 millj- ónir króna. Sigrún Eysteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Burnham Internat- ional, segir Burnham hafa áform um endursölu á hlutabréfunum til stofnana- og fagfjárfesta. Þegar hefur verið samið um sölu á hluta bréfanna, að hennar sögn. „Við höfum mikla trú á fjarskiptamark- aðnum og Íslandssími er að okkar mati með stórhuga áform og því um spennandi fjárfestingarkost að ræða,“ segir Sigrún í samtali við Morgunblaðið. Hún leggur áherslu á að Burnham geri viðskiptavinum sinum grein fyrir að um áhættu- fjárfestingu sé að ræða þar sem Islandssími er óskráð félag. Nýlegir samningar Islandssíma bæði við viðskiptamenn og sam- tali um 2,1% frá desembermánuði. Hins vegar fækkaði atvinnulausum um 27,4% miðað við janúarmánuð ár- ið 1999. Undanfarin ár hefur at- vinnulausum fjölgað að meðaltali um 18,8% frá desember til janúarmán- aðar, og er því árstíðasveiflan milli desember og janúar nú talsvert minni en í meðalári. Atvinnuleysisdagar í janúar síð- astliðnum jafngilda því að 2.434 manns hafi að meðaltali verið á at- vinnuleysisskrá í mánuðinum. Þar af eru 1.031 karlar og 1.403 konur. í yf- irliti Vinnumálastofnunar er áætlað að atvinnuleysið í febrúar geti orðið á bilinu 1,6% til 1,9%. starfsaðila hafa þegar aflað fyrir- tækinu viðskipta umfram það sem áæltanir gerðu ráð fyrir, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Islandssíma. Búast má við vatnaskilum á farsimamarkaði Tilgangurinn með útboðinu nú er meðal annars sá að afla fjár til kaupa á fjarskiptafyrirtækjum svo sem Intís og Gagnaveitunni, sem nýlega var gengið frá kaupum á, að sögn Eyþórs Arnalds, fram- kvæmdastjóra Íslandssíma. Hann segir að búast megi við vatnaskil- um á farsímamarkaði á árinu þar sem notkun WAP-síma er orðin raunverulegur kostur. „Utboðið er þó ekki síður ætlað til að undirbúa farsímaþjónustu sem byggjast mun á þráðlausri Internet- og WAP-tækni. Starfsemi á þeim vettvangi er í takt við þá trú al- þjóðlegra fjarskiptafyrirtækja að í náinni framtíð muni samskipti jöfnum höndum vera á fjarskipta- og tölvusviði. Fjárfestingar Is- landssíma að undanförnu og fram- tíðaráform tryggja þannig fyrir- tækinu örugga stöðu á fjarskiptamarkaðnum," segir í fréttatilkynningu. Burnham kaup- ir í Islandssíma ✓ Markaðsverðmæti Islandssíma 7-8 milljarðar eftir hlutafjáraukningu Afkoma Krossaness hf. árið 1999 Tap nam 69,7 milljónum kr. Krossanes hf. i ■Él Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 342,8 330,0 -2,0 746,3 598,9 -9,6 ■54% -45% -79% Hagnaður/tap af reglul. starfsemi Aðrar tekjur og gjöld -44,2 -25,5 44,9 -8,1 +213% Hagnaður ársins -69,7 36,7 - Efnahagsreikningur 31. des.: 1999 1998 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 679,4 778,1 -13% Eigið fé 475,6 519,2 -8% Skuldir 203,9 258,8 -21% Skuldir og eigið fé samtals 679.4 778,1 -13% Sjóðstreymi og kennitölur 1999 1998 Breyting Handbært fé frá rekstri Milljónir kr. Eiginfjárhlutfall Veltufjárhlutfall 36,3 70,0% 1,77 287,3 66,7% 2,58 -87% KROSSANES hf. var rekið með 69,7 milljóna króna tapi árið 1999 í sam- anburði við 36,7 milljóna króna hagnað árið 1998. „Þessi niðurstaða segir allt sem segja þarf um það hversu sveiflukennd atvinnugrein sjávarútvegurinn er, ekki síst fyrir þá sem eru eingöngu í vinnslu upp- sjávarfiska. Báðar vertíðimar á ár- inu voru daprar og því var ekki við því að búast að afkoman yrði betri en þetta,“ segir Jóhann Pétur Ander- sen, framkvæmdastjóri Krossaness hf., í fréttatilkynningu frá félaginu. Tekjur fyrirtækisins árið 1999 námu 342,8 milljónum króna, en tekjur ársins 1998 voru 746,3 millj- ónir króna og lækkuðu þvi um meira en helming eða um 403,5 milljónir króna. „Þarna voru versnandi markaðs- aðstæður og minna framboð af hrá- efni,“ segir Jóhann Pétur í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um það ár sem í hönd fer segir Jóhann að „það byrjar vel hvað varðar magnið, en það eru blikur á lofti í sambandi við sölu á afurðunum og afurðaverð". Eiginfjárhlutfall Krossaness hf. nam 70% í lok seinasta árs. „Fjár- hagsstaðan er mjög sterk hjá Krossanesi hf. og við erum vel undir það búnir þó það komi upp slaki í rekstrarumhverfi okkar,“ segir Jó- hann Pétur. I fréttatilkynningunni segir að fyrir liggi áætlun um samruna Krossaness og ísfélags Vestmanna- eyja, sem samþykkt var af stjómum félaganna í desember sl. Á hluthafa- fundi Krossaness í gær var sam- þykktur samruni félagsins við ísfé- lag Vestmannaeyja hf. „Hluthafar í ísfélaginu munu fjalla um þetta ein- hvem tímann í kring um mánaða- mótin. Ef sá fundur samþykkir sam- mnann einnig er hann orðinn að vemleika,“ segir Jóhann Pétur. OZ.com á Nasdaq á þessu ári TIL stendur að skrá bréf OZ.com á einhverjum verð- bréfamarkaði á þessu ári, að sögn Skúla Mogensen, forstjóra fyrirtækisins. í frétt sem Reuters birti í fyrradag var vitnað í Skúla, sem sagði að OZ.com hefði í hyggju að skrá bréfin á Nasdaq-mark- aðinn í Bandaríkjunum. Að sögn er skráningunni ætl- að að koma í kjölfar þess að fyr- irtækið er að hefja sölu á nýjum hugbúnaði tengdum farsímum. Haft var eftir Skúla, að mögu- leiki væri á því að fyrst yrði sótt um skráningu í Stokkhólmi, vegna tengsla OZ.com við Sví- þjóð, en á síðasta ári keypti sænski símaframleiðandinn Er- icsson 19% hlut í OZ.com. Skúli sagðist í samtali við Morgunblaðið engu hafa við fréttina að bæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.