Morgunblaðið - 19.02.2000, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.02.2000, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 27 VIÐSKIPTI Hlutafé í Þórsbrunni aukið um 80 milljónir Vatnsútflutningsfyrirtækið Þórs- brunnur ehf. hefur aukið hlutafé sitt um 80 milljónir króna. Fyrri hluthaf- ar félagsins, sem eru Fjárfestingar- félagið Þor (40%), Orkuveitan (20%), Vífilfell (20%) og Háahlíð (20%), tóku allir þátt í hlutafjáraukningunni í nánast sömu hlutföllum og áður, en við bættust Kaupþing og Islenska auglýsingastofan með óverulegan hlut. Hlutafé í Þórsbrunni nemur nú tæplega 300 milljónum króna. Að sögn Þóris Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Þórsbrunns, er markmiðið með hlutafjáraukning- unni fyrst og fremst það að standa straum af vöruþróun og markaðs- starfi félagsins í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu, þar sem góð teikn séu á lofti. Hann segir tækifærum fara fjölgandi og vonir um árangur séu meiri nú en áður. „Kaupþing fjármagnaði, með breytilegu láni yfir í hlutafé, nýja verksmiðju sem við vorum að byggja á Réttarhálsi. Með henni munum við auka sveigjanleika og afköst í fram- leiðslu, enda höfum við undanfarið gert marga dreifisamninga í Asíu, Evrópu og Bandaríkjunum sem miklar vonir eru bundnar við. Verksmiðjan er allt að því tilbúin núna og verður tekin í notkun á næstu vikum,“ segir Þórir. Hann bætir við að verið sé að kynna nýtt vörumerki félagsins, Iceland Spring, sem byggir á nú- tímalegri flöskum og breiðari vöru- línu auk þess sem það skapi meiri tengingu við ísland, en það segir hann að hafi alltaf vantað í markaðs- setningu þeirra á íslenska vatninu. --------------------- Össur Kristins- son selur hlut í Össuri hf. ÖSSUR Kristinsson hefur selt hlut að nafnvirði 10 milljónir króna í Öss- uri hf., en gengi bréfa félagsins var í gær 47 og hafði það hækkað um 8% frá deginum áður. Kaupandi að fjórðungi þessa hlutafjár er Jón Sig- urðsson, forstjóri félagsins. í til- kynningu til Verðbréfaþings íslands segir að sala Össurar Kristinssonar sé í samræmi við yfirlýsingu sem gefin var í útboðslýsingu frá því í september síðastliðnum þar sem lýst er yfir að Össur Kristinsson hafi í hyggju að minnka hlut sinn í félaginu á komandi árum. Hlutur Össurar Kristinssonar í félaginu eftir söluna nú er 45%. Jón Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi viðskipti væru í samræmi við það sem lýst hafi verið yfir og kaup hans á hlutnum undirstriki trú hans á félaginu. -----------*-+-*------ SAS kaupir Airbus SAS-flugfélagið tilkynnti í gær að það hefði skrifað undir kaupsamning á 12 Airbus A321-100s farþegaþot- um, og er verðmæti kaupsamnings- ins um 36,4 milljarðar króna. SAS á einnig kauprétt á 10 vélum til viðbót- ar. Fyrsta vélin verður afhent um haust 2001, en fjórar til viðbótar fyr- ir lok árs 2002. ------f-4-*----- Hagnaður Phil- ips þrefaldast HAGNAÐUR Philips Eleetronics fyrir árið 1999 varð þrefalt meiri en árið á undan, eða 128,4 milljarðar króna á móti 38,6 milljörðum. Grein- ingaraðilar á markaði höfðu búist við hagnaði á bilinu 112-124 milljarðar. í bjartsýnu mati fyrir árið 2000 segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að áfram væri stefnt að fyrri fjárhagslegum markmiðum, þ.m.t. vexti sem væri yfir 10%. VEGSAUKI ÞEKKINGARKLÚBBUR KYNNIR KOMU BRIAN TRACY TIL ÍSLANDS Nú gefst þér einstakt tækifæri tii að hitta BRIAN TRACY í eigin persónu og læra af honum hvernig þú getur aukið árangur þinn og hámarkað velgengni þfna við upphaf nýrrar aldar. Skráðll þig í dag! Phoenix klúbbfundur verður haldinn í bíósal Hótel Loftleiða, mánudaginn 28. febrúar nk. frá kl. 20-22. Koma Brian Tracy kynnt og nýtt myndband sýnt! Brian Tracy er f hópi allra bestu fyrirlesara heims á sviöi stjórnunar, söiu og árangurs. Hann heldur árlega námstefnur í 14 löndum fyrir allt að 20 þúsund áheyrendur í einu. Hann er höfundur fjölda bóka um stjórnun, árang- ur og sölu. Bókin Hám- arsksárangur, eftir hann kom út í íslenskri þýðingu fyrir nokkru og hefur hún selst í stóru upplagi auk þess sem hundruðir íslendinga hafa sótt Phoenix námskeið hans sem boðið hefur verið upp á á íslandi undan- farin áratug. Brian Tracy hefur hjálpað þúsundum karla og kvenna um allan heim til að breyta lífi sínu, bæta samskipti sín og lífsgæði. Árlega hlusta 300 þúsund manns á mál hans en alls hafa um 2 milljónir manna sótt námstefnur hans undanfarin 15 ár um allan heim. BRIAISI TRACY'S SUCCESS MASTERY ACADEMY BORGARLEIKHÚSINU 25. OG 26. APRÍL, 2000 HÓPAFSLÆTTIR: 3+1 FRÍTT & 7 + 3 FRÍTT Námstefnan er 2 tiellir dagar, frá kl. 9 til 17 báða dagana. Á námstefnunni mun Brian Tracy fjalla um fjölmargt, þar á meðal: ■ Eiginleika þeirra sem ná framúrskarandi árangri. ■ Hvernig þú átt að stjórna sjálfum þér og öðrum til hámarksárangurs. ■ Hvernig þú átt að taka risastökk (quantum leaps) í árangri, í stjórnun og sölu. ■ Bestu aðferðir í tímastjórnun. Aðferðir og ráð sem þú getur strax farið að nota. ■ Bestu aðferðir í sölu og þjónustu við viðskiptavini og hvernig þú getur margfaldað árangur þinn á því sviði. ■ Bestu aðferðir til að sannfæra, semja og hafa áhrif. ■ Bestu aðferðir til að hvetja sjálfan sig og aðra til aukins árangurs og velgengni. ■ Töfra sjálfsstjórnunar og góðra venja. ■ Gerð velgengnisáætlunar fyrir 21. öldina. ■ Hvernig á að setja sér markmið, ná þeim og búa sér til sigursæla framtíðarsýn. ■ Hvernig á að njóta fjárhagsiegrar veigengni og farsældar í iífinu. ■ Hvernig þú getur aukið farsæld þína í fjölskyldulífi jafnt sem í starfi. ■ Hvernig þú getur virkjað forystuhæfiieika þína og skipað þér í framvarðarsveit. www.vegsauki.is g 555-8800 SKRÁNING Á NETINU:vegsauki@simnet;.is Almennt verð: kr. 69.600,- Klúbbverð: 52.200,- Verð í BESTU SÆTI (næst sviðinu): 25% viðbótarálag á verð. Ath. númeruð sæti. Skráning í tíma tryggir betri sæti. Innifalið: Vönduð námstefnu- gögn, bókin „Hámarksárangur' eftir Brian Tracy, vandað viðurkenningarskjal og móttaka eftir námstefnuna þar sem þú getur spjallað við BRIAN TRACY. Skráðu þig í Vegsauka í dag! Klúbbaðild er ÓKEYPIS! VEGSAUKI ÞEKKINGARKLÚBBUR vitínu meiri!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.