Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 30

Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 30
30 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ný skýrsla um kíarnorkuendurvinnslustöðiiia í Sellafíeld Fölsun öryggisprófana harðlega gagnrýnd London. AP, AFP. Reuters Yfirstjórn Sellafield-kjamorkuendurvinnslustöðvarinnar hefur verið gagnrýnd þar sem pottur virðist víða brotinn í öryggismálum hennar. KERFISBUNDIN fólsun öryggis- prófana í Sellafield, stærstu kjarn- orkuendurvinnslustöð Breta, er harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu breska kjarnorkueftirlitsins, Nuclear Installations Inspeetorate (NII). M eru stjómendur Sellafield, sem er í eigu breska ríkisfyrirtaekisins Brit- ish Nuclear Fuels Ltd. (BNFL) sak- aðir um kæruleysi varðandi öryggis- mál stöðvarinnar og tafarlausra umbóta krafist. I skýrslu NII, sem kynnt var fjölmiðlum í gær, segir að refsa verði þeim starfsmönnum sem stóðu fyrir folsunum öryggisprófana á plútón; íumstöngum sem stöðin framleiðir. í stað þess að framkvæma prófanimar notfærðu starfsmennimir sér upp- lýsingar eldri öryggisprófana og hef- ur fimm starfsmönnum þegar verið sagt upp störfum. Skv. skýrslu NII hefðu atburðir á borð við þessa þó ekki átt sér stað ef betra viðhorf til öryggismála ríkti innan Sellafield og verða yfirmenn stöðvarinnar að deila ábyrgð vegna þessa. Engum yfirmanna Sellafield hefur þó verið sagt upp störfum. „Mð er ekki gild afsökun að starfsmenn fylgi ekki fyrirmælum og falsi örygg- isprófanir til að sleppa við að vinna leiðinleg verk,“ sagði Laurence Willi- ams, formaður eftirlitsnefndar NII. Pað er hans mat að bæta þurfi örygg- isprófanir og verkstjórn innan Sella- field, auk þess að skipta út tækjast- jóram eða þjálfa þá á ný samkvæmt sérstökum staðli. Stjórnendur BNFL sögðust í gær sætta sig við niðurstöður skýrslunn- ar og þær úrbótatillögur sem þar koma fram, enda hafi þegar verið hafist handa við endurbætur á starfi stöðvarinnar. M greindi Brian Wat- son yfirmaður Sellafield frá því í gær að stjómun stöðvarinnar sætti nú gagngerri endurskoðun og að niður- stöður hennar yrðu kynntar bresku ríkisstjóminni innan tveggja mán- aða. Hausar kunna að fjúka Ekki liggur fyrir hvort æðstu stjómendur Sellafield verða látnir fjúka, en að sögn fréttastofu BBC hefur BNFL tilkynnt framkvæmda- stjóram fyrirtækisins að svo verði ekki. Gengist yrði hins vegar við föls- un sumra gæðaprófana, sem og að yf- iramsjón og þjálfun starfsmanna hafi verið óviðunandi. BBC segir þó Helen Liddel, orku- málaráðherra Breta, hafa fundað með Hugh Collum, stjómarformanni BNFL, í síðasta mánuði og varað hann þá við að margir helstu yfir- manna fyrirtækisins gætu þurft að segja af sér. Mð var á síðasta ári að NII hóf rannsókn á öryggisstöðlum Sellafield-kjamorkuendurvinnslu- stöðvarinnar í kjölfar þess að BNFL viðurkenndi að öryggisprófanir á farmi plútóníumstanga sem sendar vora til Japan hefðu verið falsaðar. Ekkert í skýrslunni segir fram- leiðsluafurðir stöðvarinnar hafa brot- ið í bága við öryggisstaðla, en kallað er á gagngerar endurbætur í viðtekn- um starfsháttum, auk þess sem þess er krafist að eftirlit með framleiðslu verði aukið og rekstrarstjómun bætt. M hefur NII varað Sellafield við því að nái stöðin ekki því takmarki að vera búin að losa sig við hættulega mildð magn óafgreidds kjarnorku- úrgangs fyrir árið 2015 verði henni lokað. Barnaklámsmálið í Lettlandi Þingmað- ur sakað- ur um róg Iíiga. AFP. OPINBER rannsókn er hafin á þeim ásökunum lettnesks þingmanns, að þrír háttsettir embættismenn, þ.á m. forsætisráðherra Lettlands, séu viðriðnir bamaklám og jafnvel mis- notkun á börnum. Janis Adamsons, formaður þing- nefndar, sem rannsakað hefur þetta mál, sagði í fyrradag, að vitni bæru, að Andris Skele forsætisráðherra, Valdis Bii'kavs dómsmálaráðherra og Andrejs Sonciks, yfirmaður skattheimtunnar, væra flæktir í mál- ið en þeir neita því harðlega. Krafð- ist Birkavs þess, að rannsókn færi fram á þessum áburði og ætlar að sækja Adamsons til saka fyrir róg. Lettneska lögreglan fletti ofan af barnaklámshríngi í fyrrasumar og nokkrir rannsóknarblaðamenn héldu því fram, að böm hefðu verið neydd til vændis og væra háttsettir embættismenn viðriðnir það. Ríkissaksóknarinn í Lettlandi sinnti málinu lítið framan af en hóf að kanna það þegar í Jjós kom, að sumir þeirra, sem eru granaðir um aðild að því, höfðu haft í hótunum við vitni. í Lettlandi ganga klögumálin á víxl í þessu máli. Telja sumir, að rík- issaksóknarinn hafi helst viljað þagga það niður en aðrir segja, að málið sé notað til að koma höggi á ríkisstjórnina. Mikilvægar þingkosningar haldnar í fran Mjög góð kjör- sókn í Teheran Teheran. AFP, The Daily Telegraph. The New York Times. ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Ir- an í gær. Mikíll áhugi hefur verið á kosningunum innanlands og mynd- uðu kjósendur víða biðraðir við kjörstaði, allt frá því snemma í gær- morgun. Kjörsókn virtist vera mjög góð í höfuðborginni Teheran og var eftir því tekið að konur og karlar stóðu sums staðar saman í röðum við kjörstaði. Er haft á orði að slíkt hefði verið óhugsandi fyrir nokkr- um árum og er talið til marks um þær breytingar sem orðið hafa í samfélaginu eftir að frjálslyndur klerkur, Muhammad Khatami, náði kjöri í forsetakosningum árið 1997. Menn virðast almennt sammála um að kosningamar nú snúist fyrst og fremst um það hvort frekari breytingar verði í landinu í átt til aukins frjálsræðis og minnkandi áhrifa heittrúarmanna eða að sam- félagið haldi áfram að vera mótað samkvæmt boðorðum íslams. Þótt efnahagsástand sé bágborið hefur kosningabaráttan umfram allt ann- að snúist um sjálfar undirstöður samfélagsins og átakalínan legið milli umbótaaflanna og afturhalds- afla. Sex fylkingar styðja Rafsanjani Alls höfðu tæplega 39 milljónir manna rétt til að greiða atkvæði í kosningunum. Ekki er búist við að úrslit muni liggja fyrir fyrr en eftir eina til þrjár vikur því samkvæmt reglum þarf að handtelja öll at- kvæði. A sjötta þúsund frambjóð- enda er í kjöri en eiginlegir stjórn- málaflokkar (þ.e. í vestrænum skilningi) era fáir í landinu þótt flestir frambjóðendur skipi sér und- ir merki mismunandi fylkinga. Alls styðja sex slíkar fylkingar Khatami forseta og umbótastefnu hans en tvær fylkinganna hafa á að skipa heittrúarmönnum. Þótt ef til vill megi segja að ír- anskt samfélag hafi ýmsa lýðræðis- lega drætti, era allir kjörnir full- trúar háðir trúarlegu yfirvaldi. Æðstiklerkur írans, Muhammad Ali Khameini, hefur úrslitavald í öll- um málum og hefur sér til fulltingis löglærða klerka í hinum ýmsu ráð- um. A þeim tíma sem Khatami forseti hefur setið í embætti hefur hann beitt sér fyrir hægfara umbótum í átt til lýðræðislegri stjómarhátta og aukins fijálsræðis í landinu. Hann hefur þó hingað til skort stuðning á þingi, þar sem íhalds- menn hafa verið í meirihluta. Nái umbótaöflin meirihluta í kosning- unum, era taldar líkur á að forset- inn muni beita sér af meiri þunga fyrir breytingum en hann hefur hingað til gert. Boð og bönn á undanhaldi Ýmsir í hópi hófsamari stjórn- málamanna óttast að í kjölfar sig- urs umbótaaflanna gæti skorist í odda milli þeirra og íhaldsaflanna, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Helsta von hófsamari stjórnmála- manna er talin vera Akbar Hash- emi Rafsanjani, fyrrverandi forseti. Hann býður sig nú fram til þingsetu og er talinn geta átt góða möguleika á að verða forseti hins nýkjörna þings. I því embætti mun hann hafa góða möguleika á að miðla málum milli hinna andstæðu viðhorfa í ír- önskum stjórnmálum. Trúarleg boð og bönn hafa verið á undanhaldi í Iran á þeim tíma sem liðinn er síðan Khatami varð forseti. Til dæmis eru konur nú almennt taldar njóta betri kjara en áður og kemur það m.a. fram í því að aldrei hafa verið fleiri konur í framboði til þings en nú, eða meira en 400. Vestræn áhrif hafa einkum náð að ryðja sér leið að ungu fólki. I stjómmálalegu tilliti gæti þetta haft mun meiri áhrif en víða í öðrum löndum vegna þess hve margir ír- anir eru ungir að árum - talið er að 60% þjóðarinnar séu undir 25 ára aldri. Ástæða aldursskiptingarinn- ar er sú að íranir háðu langvinnt og mannskætt stríð við írak á níunda áratugnum. Eftir að því lauk ráku stjórnvöld opinbera barneignast- efnu í því augnamiði að bæta upp þann missi sem þjóðin hafði orðið fyrir í stríðinu. Forvitnileg blanda Til marks um breytta tíma er nefnt að nú sé víða látið óátalið þótt ungir piltar og stúlkur sjáist saman á almannafæri en slíkt var bannað áður. Annað dæmi sem bent hefur verið á er að á húsþökum hafa víða sprottið upp gervihnattadiskar sem ná sendingum erlendra sjónvarps- stöðva. Þrátt fyrir að opinberlega séu slíkir diskar bannaðir hafa yfir- völd einhverra hluta vegna ekki am- ast við notkun þeirra. Þessi tækni er eitt af því sem á síðustu áram hefur átt þátt í því að færa umheim- inn inn á írönsk heimili og kann að skipta miklu máli um breytt viðhorf almennings. A síðustu áram hafa íranir einnig í vaxandi mæli eignast tölvur og er hermt að um Netið Mikilvægar kosningar í íran SÝRLAND Fáir eiginlegir stjórnmálaflokkar eru í íran en ýmsa meira eða minna skipulagða stjórnmálahópa er þar að finna. Sex þeirra styðja umbætur en tveir eru skipaðir íhaldsmönnum. Meira en 5.800 frambjóðendur keppa um alls 290 þingsæti, margir bjóða sig fram á eigin vegum. Margir umbótasinnar eru fyrrverandi heittrúarmenn og yfir 400 frambjóðendur eru konur. Æðstiklerkur írans fer með æðstu völd í landinu, er trúarlegur þjóðhöfðingi, yfirmaður hersins, dómsmála og utanríkismála. Engar meiri háttar ákvarðanir eru teknar án samþykkis hans. Núverandi æðsti- klerkur í íran er Muhammad Ali Khameini. Samkvæmt stjórnarskrá fer forseti með framkvæmdavaldið. Lög sem þingið setur öðlast ekki gildi fyrr en 12 manna ráð hefur tryggt að þau séu ( samræmi við stjórnarskrána og lög íslams. Kjörtímabil þings og forseta er fjögur ár. Kosningarrétt hafa allir íbúar landsins sem náð hafa 16 ára aldri. íranir eru um 63 milljónir og eru 60% þjóðarinnar undir 25 ára aldri. Heimildir: Associated Press, The Economist, Reuters, Human Rights Watch. í þingkosningunum sem haldnar voru í íran í gær kepptu umbótasinnar, sem styðja Mohammad Khatami forseta, við þá sem vilja halda fast við þann grundvöll sem lagður var í byltingu heittrúarmanna í landinu árið 1979. Þá var keisaranum steypt af stóli og íslömskuguðveldi komið á undir forystu Ayatollah Khomeini æðstaklerks. streymi nú erlend áhrif inn í landið sem aldrei fyrr. í íran er í gildi stjórnskipun sem er forvitnileg blanda af vestrænu lýðræði og trúarlegu alræði. Kosn- ingaréttur er almennur og kosning- ar eru haldnar reglulega en ýmsa aðra þætti vantar sem venja er að telja til grannstoða lýðræðis. Þótt mörg dagblöð séu gefin út í landinu er ekki í gildi tjáningarfrelsi og stjómvöld hafa á síðustu áram bannað fjölda blaða. Ritstjórar og blaðamenn hafa verið handteknir og dæmdir til fangelsisvistar fyrir að halla á ráðandi öfl í skrifum sín- um. Á sama hátt er ekki félagafrelsi í landinu og skýrir það af hverju ekki eru þar starfandi formlegir stjóm- málaflokkar. Aðeins fá stjórnmála- öfl hafa svigrúm til að starfa opið í landinu og margir hópar og samtök hafa verið bönnuð. Á síðustu árum hefur andóf gegn ríkjandi skipan færst í vöxt. Skemmst er að minnast mótmæla námsmanna í júlí á síðasta ári. Nemendur við háskólann í Teheran mótmæltu þá lokun róttæks dag- blaðs og fóru margir þeirra í kjöl- farið að gagnrýna klerkastjómina beint. Mótmælin voru á endanum leyst upp og vora forsprakkamir dæmdir til fangelsisvistar. Fjórir námsmenn fengu dauðadóm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.