Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 31
Embættismaður bandaríska innflytjendaeftirlitsins handtekinn
Akærður fyrir njósnir
íþágu Kúbustjórnar
Miami. AP.
Hafði aðgang að leynilegum upp-
lýsingum um flöttamenn
Lagt að
Mugabe
að hætta
HART er lagt að Robert Mug-
abe, forseta Zimbabve, að láta af
forystu í stjórnarflokknum en
hann beið
niðurlægj-
andi ósigur í
þjóðarat-
kvæða-
greiðslu um
breytingar á
stjómar-
skránni um
síðustu
helgi. Tillag-
an var um að
völd forset-
ans yrðu óskert, að Mugabe
fengi að bjóða sig fram í tvö
kjörtímabil enn og ríkinu væri
heimilt að gera jarðeignir hvítra
manna upptækar án þess að
greiða neinar bætur fyrir.
Stjómarflokkurinn boðaði til
skyndifundar í gær og var búist
við að þá myndi Mugabe reyna
að kenna öðrum um ósigurinn,
ekki síst þingmönnum flokksins.
Þeir viija hins vegar Mugabe
burt og óttast að óvinsældir
hans meðal landsmanna sé ávís-
un á enn meiri ósigur í þing-
kosningum. Talið var að reynt
yrði að fá Mugabe, sem er 76 ára
gamall, til að fara frá með friði.
Mismunun
hætt
YFIRMENN menntamála á
Flórída í Bandaríkjunum sam-
þykktu í gær einróma að hætta
að láta kynþátt eða kyn ráða
nokkra um aðgang að ríkis-
styrktum skólum. Hér eftir
verður það námsárangurinn
einn sem sker úr um skólavist,
en ekki hvort viðkomandi er
svartur eða hvítur, tilheyrir ein-
hverjum minnihluta eða er karl
eða kona. Ýmsir fulltrúar minni-
hlutahópa hafa gagnrýnt þessa
ákvörðun en sama fyrirkomulag
er nú í Kalifomíu, Texas og
Washington.
Lagt hald
á Time
YFIRMAÐUR í tollgæslunni í
Kalkútta sagði í gær að hann
hefði lagt hald á 3.000 eintök af
bandaríska vikuritinu Time til
að fjarlægja með svertu viðtal
við bróður mannsins sem myrti
þjóðhetjuna Mohandas Gandhi
árið 1948. Sagði embættismað-
urinn að í viðtalinu væra ýmis
„niðrandi" ummæli um Gandhi
og þau myndu verða þjóðinni til
minnkunar. Einnig gætu þau
valdið átökum í landinu. Eintök-
unum verður skilað þegar búið
er að gera viðtalið ólæsilegt.
Sex sjómanna
leitað
SPÆNSK skip og þyrla leituðu
í gær að sex mönnum sem sakn-
að er eftir að sprenging varð í
dönsku flutningaskipi innan al-
sírskrar lögsögu. Skipið, sem
heitir Thor Emilie, sökk á
skömmum tíma en skipstjóran-
um, sem er danskur, var bjarg-
að um borð í ítalskt skip. Saknað
er eins dansks manns og fimm
Filippseyinga. Haft er eftir
skipstjóranum, að hann hafi
verið í brúnni er sprengingin
varð, líklega nærri vélarrúminu,
og komst hann einn í björgunar-
bát.
EMBÆTTISMAÐUR bandaríska
innflytjendaeftirlitsins, INS, sem
hafði aðgang að leynilegum upplýs-
ingum um flóttamenn, hefur verið
ákærður fyrir njósnir í þágu Kúbu-
stjórnar.
Mariano Faget, 54 ára embættis-
maður, sem átti sæti í einni af eftir-
litsnefndum INS, gat haft eftirlit
með ákvörðunum sem teknar voru
um stöðu þeirra sem óskað hafa eft-
ir dvalarleyfi í Bandaríkjunum eða
hæli sem pólitískir flóttamenn. Fag-
et var handtekinn á heimili sínu í
úthverfi Miami í fyrradag vegna
gruns um að hann hefði látið leyni-
þjónustumönnum frá Kúbu í té
„leynilegar og viðkvæmar upplýs-
ingar um kúbverska flóttamenn“, að
sögn bandarísku alríkislögreglunn-
ar FBI. Honum verður haldið í
STIPE Mesic sór embættiseið for-
seta Króatíu í gær og lofaði að gera
landið að sönnu lýðræðisríki og
stuðla að friði í löndunum sem til-
heyrðu gömlu Júgóslaviu. Made-
leine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, og leiðtogar nokk-
TVEIR blaðamenn breska dagblaðs-
ins The Mirror vora leystir frá störf-
um í gær vegna hneykslismáls sem
tengist hlutabréfaviðskiptum.
Stjórn The Mirror tilkynnti eftir
mikil fundahöld að blaðamennimir
tveir, Anil Bhoyral og James Hip-
well, hefðu látið af störfum vegna
málsins og dálkur þeirra, City
Slickers, hefði verið lagður af. Stjóm-
in komst hins vegar að þeirri niður-
stöðu að ritstjórinn, Piers Morgan,
ætti að halda starfi sínu.
Áður hafði Anthony Laker, starfs-
maður verðbréfaíyrirtækisins Kyte
Securities, fengið að fjúka, en hann
annaðist hlutabréfakaup fyrir Morg-
an og 14 aðra starfsmenn The Mirror.
Málið hófst, þegar Piers Morgan
festi kaup á hlutabréfum, sem daginn
eftir var mælt með í City Slickers og
tvöfölduðust hlutabréfin í verði.
fangelsi í Miami þar til réttað verð-
ur í máh hans.
Jose Basulto, formaður banda-
rískrar hrcyfingar kúbverskra út-
laga, kvaðst telja að margir stund-
uðu njósnfr fyrir Kúbustjórn í
Bandaríkjunum. „Þetta hlýtur að
valda Bandaríkjastjórn vandræð-
um,“ sagði hann. „Að okkar mati
var staða þessa manns mjög áta-
kanleg."
Fjórtán menn vora handteknir á
Flórída í október árið 1998 og
bandarísk yffrvöld sögðu að þeir til-
heyrðu stærsta njósnahópi Kúbu-
manna sem afhjúpaður hefði verið í
Bandaríkjunum í áratugi. Hópurinn
urra nágrannaríkja Króatíu voru
viðstaddir athöfnina.
Mesic fékk 56% atkvæðanna í for-
setakosningunum 7. þessa mánaðar
og er annar forseti landsins síðan
það fékk sjálfstæði frá gömlu Júgó-
slavíu árið 1991.
Morgan sagðist ekki hafa vitað af efni
City Slickers fyrr en eftir að hann
keypti bréfin gegn um Anthony Lak-
er hjá Kyte Securities og stjóm The
Mirror féllst á skýringar hans og
komst að þeirri niðurstöðu, að hann
hefði hagað sér heimskulega en ekki
brotið af sér.
Siðanefnd sú, sem rannsakar
kvartanir á hendur blöðum og blaða-
mönnum, er með málið til rannsóknar
og sömuleiðis sérstakar rannsóknan-
efndir kauphallarinnar og viðskiptar-
áðuneytisins. Rannsókn kauphallar-
innar nær einnig til
hlutabréfaviðskipta umsjónarmanna
City Slickers; Hipwells og Bhoyrals,
fleiri blaðamanna og aðstoðarritstjór-
ans Tinu Weaver.
Siðareglur brezkra blaðamanna
banna þeim að fjárfesta í fyrirtækj-
um, sem þeir fjalla um.
var sagður hafa reynt að fá atvinnu
í bandarískum herstöðvum, ganga í
hreyfingar kúbverskra útlaga og
hafa áhrif á fjölmiðla og stofnanir í
Bandaríkjunum.
Fimm sakborninganna játuðu
sekt sína og þrír hafa verið dæmdir
í allt að sjö ára fangelsi. Hinir eiga
að koma fyrir rétt í maí.
Dagblaðið Orlando Sentinel hafði
eftir talsmanni FBI að Faget
tengdist ekki þessum hópi.
„Hvaða hlutverki gegndi
hann í máli Elians?“
Fernando Rojas, formaður lands-
sambands Kúbumanna í Bandaríkj-
KRISTILEGIR demókratar í
Þýzkalandi (CDU) frestuðu í gær
ákvörðunum um hverjir taka skulu
við af Wolfgang Scháuble í emb-
ætti flokksleiðtoga og þingflokks-
formanns CDU og bæverska syst-
urflokksins CSU, en hann tilkynnti
í fyrradag að hann myndi láta af
báðum embættum til að opna
brautina fyrir endurnýjun flokks-
forystunnar í kjölfar fjármála-
hneykslisins sem skekið hefur
flokkinn undanfarna mánuði eftir
að Helmut Kohl, fyrrverandi
kanzlari, viðurkenndi að hafa hald-
ið úti kerfi leynilegra bankareikn-
inga til fjármögnunar flokksstarfs-
ins.
Þingmenn CDU og CSU ákváðu
að fresta kjöri nýrrar þingflokks-
forystu frá þriðjudeginum næsta
fram til 29. þ.m., eða fram yfir
kosningar til þings Slésvíkur-Holt-
setalands, sem fram fara sunnu-
daginn 27. Á enn einum aukafundi
flokksstjórnar CDU í fyrrakvöld
var ákveðið að ekki yrði fyrr en í
marz gert opinbert hverjir yrðu í
framboði til flokksleiðtoga á
flokksþingi í apríl.
Systurflokkurinn CSU
krefst meiri áhrifa
Frestunin á vali nýs þingflokks-
formanns var ákveðin eftir að
þingmenn CSU kröfðust þess að
hafa meira um það að segja hverjir
veldust í forystuhlutverkin. Hún
kann líka að vera til vitnis um að
menn vilji halda möguleikum opn-
um fyrir Volker Rúhe, fyrrverandi
varnarmálaráðherra, sem fer fyrir
kosningabaráttu CDU í Slésvík-
Holtsetalandi en talið er að eigi
eins og sakir standa hverfandi
möguleika á sigri, á að komast í
ábyrgðarstöðu í flokksforystunni.
Verði útkoma hans úr kosningun-
um ekki of slæm á hann sennilega
stuðning allmargra flokksmanna
vísan.
Eftir afsögn Schaubles, sem
unum, sagði handtöku Fagets sanna
það sem margir útlagar hefðu alltaf
talið - að leyniþjónusta Kúbustjórn-
ar væri mjög atkvæðamikil í Banda-
ríkjunum.
„Hvaða hlutverki gegndi þessi
herramaður í örlögum Elians
Gonzalez eða annarra flótta-
manna?“ spurði Rojas og vísaði til
máls kúbverska flóttadrengsins sem
fannst á hjólbarðaslöngu undan
strönd Flórída 25. nóvember.
Bandaríska innílytjendaeftirlitið
hefur úrskm’ðað að verða eigi við
kröfu föður drengsins og Kúbu-
stjórnar um að hann verði sendur til
Kúbu. Ættingjar drengsins í Miami
hafa áfrýjað þeim úrskurði og kraf-
ist þess að drengurinn fái að vera
áfram í Bandaríkjunum og hefur
forræðisdeilan valdið spennu í sam-
skiptum Bandaríkjanna og Kúbu.
mun þó gegna flokksformenn-
skunni áfram fram að flokksþing-
inu, hefur hin 45 ára gamla austur-
þýzka Angela Merkel, núverandi
framkvæmdastjóri flokksins, verið
talin eiga einna bezta möguleika á
að taka við. En þótt henni þyki
hafa farizt það vel úr hendi að fást
við fjármálahneykslið, sem hún
hefur heldur ekki verið bendluð
við, þá eiga margir flokksmenn,
einkum þeir íhaldssamari meðal
þeirra, erfitt með að ímynda sér
tiltölulega unga konu - sem á þar
að auki sinn bakgrunn í kommún-
istakerfi Austur-Þýzkalands - setj-
ast í flokksleiðtogasætið.
Athyglin beinist
að Stoiber
Vangaveltur hafa líka beinzt að
eldri herramönnum á borð við
Bernhard Vogel, forsætisráðherra
Þyringjalands, sem er 67 ára, eða
hinum sjötuga Kurt Biedenkopf,
forsætisráðherra Saxlands, en
hann er gamall innanflokksan-
dstæðingur Kohls, en annar hvor
þeirra er af mörgum talinn geta
gegnt flokksleiðtogahlutverkinu í
stuttan tíma, eða þar til sterkara
kanzlaraefni fyrir þingkosningarn-
ar árið 2002 kemur fram á sjónar-
sviðið.
í gegn um tíðina hefur það hlut-
verk verið svo til frátekið fyrir
CDU-mann en leiðtogi CSU hefur
aldrei haft eins sterka stöðu og nú
til að krefjast þess að verða kanzl-
araefni systurflokkanna í næstu
kosningum. CSU-leiðtoginn Ed-
mund Stoiber, forsætisráðherra
Bæjaralands, er 58 ára metnaðar-
fullur íhaldsmaður sem nýtur mik-
ils trausts í sinni heimabyggð. „Nú
er það Stoiber sem horft er til að
leiða flokkinn út úr kreppunni -
það veltur á því hve vel honum
tekst í því hlutverki hvort hann
verður næsta kanzlaraefni kristi-
legu flokkanna," skrifar Die Welt í
forystugrein í gær.
Mugabe
Mesic sver
forsetaeiðinn
Kreppa flokks Kristilegra
demókrata í Þyskalandi
Vali á nýrri
forystu frest
að um sinn
Berlín. AFP, Reuters.
Blaðamenn fjúka
í Mirror-málinu
London. Morgunblaðið.