Morgunblaðið - 19.02.2000, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ
40 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
Astmi
Eru öndunarfærin
ofvemduð?
Lækningar
Læknirinn segir frá
blettaskalla
Rannsóknir
Meðferðaráhrif hláturs
könnuð
Lyfjamál
Víetnamar fá íslenska
ráðgjöf
Hjartasjúkdómar
Konur sem hrjóta
í meiri hættu
New York. Reuters.
HÆTTAN á hjartasjúkdómum og
heilaáföllum er tvöfalt meii-i meðal
kvenna sem hrjóta að staðaldri en
meðal kvenna sem hrjóta aldrei, að
því er fram kemur í nýrri bandarískri
rannsókn. „Hrotur þýða ekki að kon-
an muni áreiðanlega fá hjartakvilla,
en þær benda til aukinnar áhættu,"
sagði dr. Meir J. Stampfer við Brig-
ham-kvennasjúkrahúsið í Boston í
Bandaríkjunum. „Kona sem hiýtur
ætti að einbeita sér að því, í samvinnu
við lækni, að draga úr öðrum áhættu-
þátturn."
Niðurstöðumar fengust úr átta ára
rannsókn á hrotum og alvarlegum
hjartasjúkdómum hjá um 72 þúsund
hjúkrunarkonum. Dr. Frank Hu, við
heilsugæsludeild Harvardháskóla í
Bandaríkjunum, stjómaði rannsókn-
inni. Vísindamennimir taka fram, að
fyrri rannsóknir á tengslum hrota og
hjartasjúkdóma hafi verið gerðar á
styttri tíma og beinst að karlmönnum.
Þær konur sem hrjóta að staðaldri
reyndust ekki við eins góða heilsu og
þær sem ekki hrjóta, og vom líklegri
til að þjást af sykursýki, háum blóð-
þrýstingi eða mikilli blóðfitu, að því er
fram kemur í niðurstöðum rannsókn-
arinnar, sem vom birtar í febrúar-
hefti American College of Cardiology.
Konur sem hmtu vom ennfremur l£k-
legri til að reykja og nota áfengi.
í samanburði við konur, á svipuð-
um aldri, sem ekki hrjóta, vom konur
sem hrjóta að staðaldri tvisvar sinn-
um líklegri til að deyja af völdum
hjarta- eða heilaáfalla. Konur sem
hrjóta stundum reyndust 50% líklegri
til að verða fyrir áföllum, og 61% lík-
legri til að deyja af þeim völdum. Þeg-
ar tekið hafði verið tillit til lélegra
heilsufars yfirleitt reyndust konur
sem hrjóta vera í 20% meiri hættu á
að verða fyrir hjartaáföllum en þær
sem ekki hrjóta, og þær sem hrjóta að
staðaldri reyndust vera í 33% meiri
hættu.
Vísindamennimir segja að niður-
stöðumar bendi til þess, að smávægi-
leg en marktæk tengsl séu á milli
hrota og aukinnar hættu á hjartasjúk-
dómum hjá konum, óháð aldri, reyk-
ingum, offitu og öðram áhættuþáttum
hjartasjúkdóma.
Óhreinindi
til góðs?
MIKLA fjölgun astmatilfella kann
að hluta til að vera að rekja til
hollustuhátta og hreinlætis sem
algengt er í þróuðum löndum, að
því er BBC, hefur eftir rannsak-
endum. Telja sumir vfsindamenn
að sumar sýkingar hjá ungum
bömum geti átt þátt í að koma í
veg fyrir ofnæmi á borð við astma.
Orsökin er sú, að ónæmiskerfið
kemst upp á lag með að takast á
við „innrásir", og ef það fær ekki
að venjast því verður ónæmiskerf-
ið áfram veikt og lítils megnugt.
Þessi kenning hefur verið gagn-
rýnd af sumum, en rannsóknir ít-
alskra vísindamanna, virðast taka
af allan vafa. Gagnrýnendur segja
þó ekki rétt að slakað sé almennt
á hreinlætiskröfum, eins og t.d.
þeirri að maður eigi að þvo sér um
hendurnar áður en matvörur em
meðhöndlaðar. Einungis þurfi að
líta til þriðja heimsins til þess að
sjá hvaða áhrif sýkingar geti haft
áböra.
Reuters
Löngum hefur verið viðtekin sú speki að hláturinn lengi lífið og nú á að rannsaka hvort grínið geti hjálpað til f
glímunni við nokkra erfiðustu sjúkdómana.
Hlátur gagnleg
viðbótarmeðferð?
Medical PressCorps News Service.
VÍSINDAMENN við krabba-
meinsmiðstöð Kaliforníuháskóla í
Los Angeles (UCLA) hafa hafið
fyrstu rannsóknina á því hvort
hlátur geti linað þjáningar og
stuðlað að skjótari bata barna og
unglinga sem em haldnir krabba-
meini eða alnæmi.
Rannsóknin er undir stjórn
Margaret Stuber, krabbameins-
sérfræðings og prófessors við geð-
lækninga- og lífatferlisfræðideild
taugageðlækningastofnunar
UCLA. Vísindamennirnir ætla
fyrst að rannsaka hvað fái börn til
að hlæja og verða sígildar teikni-
myndir, sjónvarpsþættir og gam-
anmyndir notaðar í því skyni. Við-
brögð barnanna verða metin og
vísindamennirnir hyggjast síðan
nota það skemmtiefni sem hlægir
börnin mest til að rannsaka við-
brögð ónæmiskerfisins í ungum
sjúklingum.
Vísindamennirnir segja að reyn-
ist hláturinn hafa jákvæð líffræði-
leg áhrif verði teiknimyndir,
sjónvarpsþættir og gamanmyndir
felldar inn í hefðbundna meðferð
við alvarlegum sjúkdómum í börn-
um við ýmsar læknisaðgerðir og
efnameðferð til að draga úr streitu
og ótta og stuðla að skjótari bata.
„Við vonumst til þess að geta að
lokum hjálpað börnum sem eru
lögð inn á sjúkrahús og gangast
undir meðferð við krabbameini og
alnæmi, alvarlegum sjúkdómum
þar sem ónæmiskerfið skiptir
miklu máli og styrking þess getur
bjargað lífi sjúklinganna,“ sagði
Stuber.
„Við vitum nokkurn veginn
hvaða áhrif hlátur og kímni getur
haft á líðan manna,“ sagði einn vís-
indamannanna, Lonnie Zeltzer,
prófessor í barnalækningum og
svæfinga- og deyfingarfræði við
UCLA.
Hann bætti við að á hinn bóginn
hefði engin ítarleg rannsókn verið
gerð á hugsanlegum líffræðilegum
áhrifum hláturs og góðrar kímni-
gáfu á sjúklinga.
Hvað eru blettaskalli og þunnar neglur?
Magnús Jóhannsson iæknir svarar spurningum lesenda
Spuming: Fyrir um einum og
hálfum mánuði tóku neglur mínar
að þynnast mjög og flagna í lögum
eins og þær væm úr pappír. A
sama tíma varð ég vör við mikið
hárlos. Hárlosið er nú hætt en
neglumar halda áfram að þynnast
og era komnar langleiðina inn að
kviku á öllum fingmm nema tveim-
ur á sitt hvorri hendinni. Eg tek
bæði vítamín og kalk en ég þjáist af
beinþynningu. Hvað veldur þessu
og er eitthvað hægt að gera?
Svar: Ýmsum sjúkdómum geta
fylgt þunnar neglur en vegna þess
að bréfritari talar einnig um hár-
los, er blettaskalli (alopecia areata)
það fyrsta sem manni dettur í hug.
Blettaskalli og þunnar eða aflagað-
ar neglur fara oft saman. Venju-
lega er hárlos aðalvandamálið, oft
detta skallablettir á höfuðið en í
sjaldgæfum tilfellum þróast sjúk-
dómurinn yfir í að allt hár dettur af
höfðinu (um 5% tilfella) eða jafnvel
öllum líkamanum (minna en 1% til-
fella).
Blettaskalla var fyrst lýst fyrir
meira en 2000 ámm og alltaf hafa
verið uppi alls konar kenningar um
orsakir þessa sjúkdóms. Nú er
helst talið að um sé að ræða það
sem kallað er sjálfsofnæmis-
sjúkdómur en það er þegar ónæm-
iskerfi líkamans ræðst gegn eigin
vefjum, í þessu tilfelli hámm og
nöglum. Ekki er vitað hvers vegna
þetta gerist en það liggur oft í ætt-
um (er ættgengt) og í sumum ætt-
um koma fyrir ýmsir mismunandi
Sjálfs-
ofnæmi
sjálfsofnæmissjúkdómar. Bletta-
skalli hefur oft þrjú stig, fyrst
verður skyndilegt hárlos og í sum-
um tilfellum breytingar á nöglum,
síðan verður áframhaldandi hárlos
og skallablettir stækka og að lok-
um kemur hárið aftur og neglumar
lagast. Þetta ferli getur tekið mán-
uði eða jafnvel mörg ár.
Blettaskalli er ekki srnitandi og
hann stafar ekki af vissum fæðu-
tegundum eins og sumir virðast
halda. Einstaka sinnum byrjar
þetta í kjölfar mikillar streitu en
það er ekki oft. Blettaskalli er ekki
hættulegur sjúkdómur en hann
getur valdið sjúklingnum miklu
hugarangri. Ómgg meðferðar-
úrræði em ekki mörg og venjulega
lagast þetta af sjálfu sér að lokum.
Stundum er nýja hárið grátt eða
hvítt en það fær oftast sinn upp-
haflega lit að lokum. Ýmiss konar
meðferð hefur verið reynd, ekkert
er þekkt sem hjálpar öllum en
sumir fá bata hvort sem það er
vegna meðferðarinnar eða að sjúk-
dómurinn lagast af sjálfum sér.
Stundum er reynt að sprauta ster-
um í skallablettina og reynt hefur
verið að bera ýmis efni á húðina.
Svipað gildir um neglumar þegar
þær breytast og valda óþægindum.
Fleiri sjúkdómar eins og t.d. sóri
(psoriasis) geta lagst á hár og negl-
ur og bréfritari ætti að fara sem
fyrst til heilsugæslu- eða húðsjúk-
dómalæknis til að fá sjúkdóms-
greiningu og ráðleggingar um
meðferð.
•Á NETINU: Nálgast má skrif
Magnúsar Jóhannssonar um lækn-
isfræðileg efni á heimasíðu hans,
http://www.hi.is/~magjoh/
• Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 ísfma 5691100
og bréfum eða símbrófum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sfnar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag-
(o)hotmail.com
I