Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 41

Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 41
 um I L E N C K U P L Y F J A F R Æ Ð I N G IJ P U m RAeeaAFI SI JÓRNIMALOA I ¥ 1 E 11 A M „Voru ekki undir breytingarnar búnii l ; LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 41 lyfjafræðingur hefur undanfarna fimm mán- uði dvalist í Víetnam en þar starfar hann sem ráðgjafi stjómvalda á sviði lyfjamála. Einar er búsettur í Hanoi, höfuðborg Víetnam, og mun starfa þar í tvö ár til viðbótar en hann er í leyfi frá starfi sínu sem skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu. Róttækar breytingar hafa riðið yfir Víetnam á undanliðnum árum, sem margar hverjar snerta sjálfan grundvöll samfélags- ins. Að hætti Kínverja hefur markað- söflunum verið hleypt lausum í borg- um landsins og hafa þau umskipti eðlilega dregið dilk á eftir sér. Einar Magnússon starfar í Víetn- am á vegum sænsku Þróunarsam- vinnustofnunarinnar (SIDA) en hann hefur áður verið stjómvöldum í fjar- lægum rílqum til ráðgjafar á sviði lyfjamála. Hann vann í eitt ár hjá Al- þjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) í Kaupmannahöfn en um það leyti vom fyrmrn kommúnistaríki í Austur-Evrópu að hefja vinnu við nýja löggjöf um lyfjamál. Einar veitti aðstoð við gerð frumvarpa og fór m.a. til Úsbekístan í því skyni. I Georgíu hefur verið leitt í lög fmmvarp um fyrirkomulag lyijamála sem hann vann við auk þess sem hann var stjómvöldum í Armeníu og Túrkmen- istan til ráðgjafar á þeim vettvangi. Einar fór einnig sem ráðgjafi til Bosm'u og Serbíu á vegum WHO og kom nærri breytingum á fyrirkomu- lagi lyfjamála í Andorra og á Möltu. Svíar hafa lengi haldið uppi þróun- araðstoð í Víetnam og má rckja það allt aftui- tO þess er Olof Palme, for- sætisráðherra Svíþjóðar, tók afstöðu með Norður-Víetnömum í stríðinu ógurlega. Fyrii’ rúmu ári óskuðu stjómvöld í Víetnam eftir aðstoð sér- fræðings á sviði lyfjamála. ,A1' pólit- ískum ástæðum gekk nokkuð erfið- lega að finna ráðgjafa sem Víetnamar gátu sætt sig við en að lokum var er- indinu vísað til Alþjóða heUbrigðis- stofnunarinnar sem benti á mig,“ seg- ir Einar. Þá skipan mála samþykktu Víetnamar og fór Einar fyrst tO Ví- etnam árið 1998 til að skoða frumvarp um lyfjamál. Fór svo að lokum að sænska stofnunin skrifaði heilbrigðis- ráðherra íslands bréf þar sem óskað var eftir starfskröftum Einars í Ví- etnam. Einar vinnur á skrifstofu er nefnist „Mótun lyfjastefnu og eftirlits" og er það til marks um það traust sem Svíar njóta í landinu að þessi eining er starfrækt innan heilbrigðisráðu- neytisins en sænska stofnunin fjár- magnar reksturinn. „Við erum eins konar hugmyndabanki auk þess sem við stýrum fjárveitingum Svía til upp- byggingar lyfja- og heUbrigðismála í landinu. Þær áætlanir sem nú er starfað eftir taka til tveggja og hálfs árs og kveða á um að aUs verði um 900 mOljónum íslenskra króna varið í þessu skyni,“ segir Einar. Markaðsöflunum sleppt lausum .Ástandið er víða slæmt í Víetnam og enn glíma landsmenn við afleiðing- ar stríðsins. Stjómvöld ákváðu að fylgja fordæmi Kínverja og slepptu markaðsöflunum lausum árið 1987. Þjóðfélagið var ekki undir þær breyt- ingar búið. Hvað lyfjamálin varðar var ekki til reiðu löggjöf til að bregð- ast við þessum umskiptum. Að auki voru Víetnamar að öllu leyti illa undir það búnir að taka að nota vestræn lyf og vestræna læknisfræði sem þeir hafa í raun fyrst kynnst á síðustu ár- um.“ Einar Magnússon hálfu rfldsvaldsins til heilbrigðismála í Víetn- am eru svipuð upphæð og á íslandi. I Víetnam búa hins vegar um 80 miOjónir manna. Verð- lag er vitanlega allt ann- að auk þess sem gæði heObrigðisþj ónustunnar verða ekki borin saman við þau sem íslendingar gera kröfu um. „Við þurfum örugglega að fara 50-100 ár aftur í tímann tO að finna eitt- hvað sambærilegt á Is- landi,“ segir Einar. Einangrun Víetnam hefur verið rofin á síðustu 15 árum eða svo. Fram til þess tíma notuðu landsmenn þjóð- legar lækningar sem kallast „óhefð- bundnar" á Vesturlöndum. „Þeirra hefðir kveða á um allt aðrar aðferðir en við á Vesturlöndum erum vön. Sumar þeirra má fullyrða að komi að litlum sem engum notum en margt í þeirra læknisfræði er án nokkurs vafa mjög gott. Þeir nálgast sjúkdóma með öðrum hætti en við gerum. A Vesturlöndum fai’a menn til læknis og fá lyf veikist þeir og oft er í raun verið að lækna fullfrískt fólk. í Víetnam er það síðasta úrræðið að fara tO læknis. Fjölskylduböndin eru mjög sterk og framandi fyrir okkur Vesturlandabúa og það sama á við um lífið í þorpunum. Fjölskylduumhyggja og náungakær- leikur eru mun meira áberandi en við eigum að venjast. Víetnamar þekkja ekki hugtakið „einkalíf‘, það er ekki tO í máO þeirra. Stórfjölskyldan býr í sama húsi, oft þijár kynslóðir. Málin era leyst innan fjölskyldunnar. Þeir leita síðan mikið í Búdda-musterin og hofin enda er trúin bæði sterk og al- menn. Ég hef grun um að þetta breyti miklu til hins betra, einkum varðandi geðræna kvOla og streitu-sjúkdóma. Streitu verður maður einfaldlega ekki var við en samt hefur fólkið þama æmar ástæður tO að vera „stressað", a.m.k. ef miðað er við vestræna mæH- kvarða. Fólkið er fátækt, umferðin geggjuð og þróunin afskaplega hröð.“ Hindranalaus lyfjakaup Auk trúarinnar og fjölskylduband- anna sem mynda þjóðfélagsgerðina bendir Einar á að Víetnamar hafi mörg þúsund ára reynslu af nýtingu ýmissa grasa í lækningaskyni, sem virðist virka ágætlega. Sum þessara grasa hafi trúlega fyrst og fremst sál- ræn áhrif, svonefnd lyfleysu- eða „placebo-áhrif‘, þ.e. skapi trú á lækn- ingu og það beri ekki að vanmeta. Reglan sé sú, að þessum meðulum sé beitt áður en leitað sé til læknis. „Virki grösin ekki eða hefðbundnar aðferðir þeirra fara Víetnamar fyrst í apótek þar sem seld em vestræn lyf áður en þeir leita tO læknis. Þar geta þeir fengið vestræn lyf, sem t.d. era ávísunarskyld á íslandi, keypt án lyf- seðils. Það skapar mikinn vanda. Víetnamar segjast hafa mjög slæma reynslu af vestrænum lyfjum og vest- rænum læknum, sem eru síðasta úr- ræðið. í fyrsta lagi era læknar, sem hlotið hafa sOka menntun í Víetnam, ekki nægOega vel að sér í vestrænni lyfjafræði, oft nota þeir lyfin ekki með réttum hætti auk þess sem nokkuð af fölsuðum lyfjum, sem yfirleitt koma frá Kína og Indlandi, er jafnan í um- ferð. Aðalvandinn að mínu mati í heil- brigðiskerfi Víetnam nú er ofnotkun sýklalyfja. Hún er gríðarleg og afleið- ingin verður sú að lyfin vinna ekki á sífellt fleiri bakteríum. Þessi vandi er á aOt öðra stigi en við þekkjum á Vesturlöndum.“ Einar segir að hvað fyrirkomulag lyfjamála varðar sé stærsti vandinn sá að landsmenn geti keypt vestræn lyf hindranarlaust með öllu, án lyfseð- er stóra máOð á því sviði sem ég starfa, þ.e. að koma einhvers konar lyfseðilsskyldu á. Raunar er shk skylda fyrir hendi, samkvæmt lögum, en hún er ekki virt. LyfjaeftirOt er ekki nægOega öflugt og reglur ekki nægOega skýrar. Þetta þarf aOt að styrkja og þetta er það svið sem ég vinn einkum við. Éinnig er mjög brýnt að upplýsa almenning um lyf og notkun þeirra, t.a.m. þá hættu sem fylgir því að nota tOtekið sýklalyf að- eins í tvo daga. SOkt er algengt sökum peningaskorts en gerir í raun aðehis Olt verra því með þeim hætti rækta menn upp mótstöðu gegn lyfjum.“ Einar kveður mikOvægt að gera sér ljóst að einfaldar lausnir á þessum vanda séu ekki tfl. Þá sé einnig mikil- vægt að haldið verði í ýmislegt já- kvætt sem ævagamlar hefðir t.a.m. á sviði læknisfræði hafi getið af sér. „Þróunin þarf að vera hæg og mark- viss.“ Enda er það svo, að sögn Einars, að yfirvöld í Víetnam vOja ekki segja skiOð við þjóðlegar lækningar þótt vestrænar læknisaðferðir ryðji sér til rúms. Líkt og stjómvöld í Kína vdji ráðamenn í Hanoi nýta þær gömlu að- ferðir, sem þróast hafi fram í aldanna rás, samhliða vestrænum lækningum. Almenn sátt ríki um þá stefnu. Víetnamar kynntust fyrst vestræn- um lyfum í einhverjum mæO eftir að stríðinu lauk og sérstaklega eftir að markaðsöflunum var sleppt lausum árið 1987. „Lyfjafyrirtæki era mjög ágeng í kynningum sínum, lyf era auglýst grimmilega og tOtölulega auðvelt er að fá lækna til að vitna um ágæti lyfja enda era þeir flestir Ola launaðir. Þetta er mikill vandi. Reglur um auglýsingar og kynningar á lyfj- um hafa verið smíðaðar en þama era sterkir aðOar á ferðinni sem t.a.m. koma inn í landið með fjármagn, reisa verksmiðjur og skapa atvinnu þannig að oft eru yfirvöld í erfiðri aðstöðu. Eins drýgja læknar tekjumar með lyfjasölu." Einar segir að hin sterka og al- menna trú Víetnama sé það sem mest hafi komið honum á óvart. „Hún er samsett úr Búdda-trú, Konfúsíusar- hyggju, taoisma og forfeðradýrkun. Þeir trúa á marga og óOka guði og færa stöðugt fómir, sem era gjafir tO forfeðranna. Þær era allar úr pappír því fómimar eru brenndar úti á gang- stétt. Þar getur verið um að ræða eft- irlíkingar af myndbandsspólum úr pappír, sjónvörpum, mótorhjólum og hverju einu sem taOð er að komið geti hinum framOðna að notum. Af þessu verður til mildll iðnaður. Allt sem fært er forfeðranum er skrifað niður af sérstökum skrifara. Það er gert á kínversku sem er hið gamla mál Víet- nama. Listinn er síðan brenndur með fómunum og þannig kemst til skOa tO hinna framliðnu hvaða fómir hafi ver- ið færðar. AthygOsvert er að þar sem Bandaríkjadollar er eini gjaldmiðill- inn sem hefur eitthvert gildi ljósrita Víetnamar Bandaríkjadollara í stór- um stfl og brenna þá.“ Víetnamar vora að sögn Einars Magnússonar mjög illa staddir eftir stríðið en efnahag landsmanna kveð- ur hann almennt hafa batnað eftir að kommúnistastjómin, sem landinu ræður, ákvað að innleiða frjálsa markaðshyggju á tilteknum stöðum. „Þeir telja sjáOir að framfarir hafi orðið mOdar og þróunin sé í rétta átt.“ HALPH LAUREN R O M A N C E Dekraðu við konuna í lífi þínu með ROMANCE konudagsilminum. Hjá okkur færð þú góða þjónustu og gjöf fyrir þig í kaupbæti. Glæsibær snyrtivöruverslun, s. 568 5170, Hygea Kringlunni, s. 533 4533, Hygea Laugavegi, s. 511 4533, Libia Mjódd, s. 587 0203, Snyrtiw. Sara Bankastræti, s. 551 3140, Sigurboginn Laugavegi, s. 561 1330, Andorra Hafnarfirði, s. 555 2615, Bylgjan Kópavogi, s. 564 2011, Bjarg Akranesi, s. 431 2007, Fína Mosfellsbæ, s. 586 8000, Hilma Húsavík, s. 464 1837, Hjá Maríu Akureyri, s. 462 1730, Miðbær Vestmannaeyjum, s. 481 1505.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.