Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 46
1 46 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 Hvar og hvenær sem er „I umrœddri könnun kom fram að um fjórðungur reglulegra netnotenda, þ.e. þeirra sem fara inn á Netið að minnsta kosti fimm sinnum í viku samkvæmt skilgreiningu, vann meira heima hjá sér en áður án þess þó að draga úr tímanum sem þeir dvöldu á vinnustað sínum. “ LYNDON Johnson, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafði á sér orð fyrir að beita ýmsum áhrifa- ríkum, en að sama skapi óvinsæl- um, stjórnunaraðferðum áður en hann settist á forsetastól. Johnson stundaði það meðal annars þegar VIÐHORF skýrsíu'r starfsmanna sinnaað merkja með rauðu bleki þar sem honum þótti einhverju ábótavant í málfari, en eingöngu þó ef hann hafði engar efnislegar athugasemdir við viðkomandi skýrslu. Góðar, vel unnar skýrslur fengu þannig raunverulega verri útreið hjá Johnson en þær lélegri, svona til þess að þeir sem þær skrifuðu velktust ekki í neinum vafa um hver væri við stjómvöl- inn. Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen Annað og öllu óvinsælla tiltæki Johnsons var að kalla starfsmenn sína með sér inn á baðherbergi svo hann gæti lesið þeim fyrir á meðan hann sat á saleminu. Þessa meðferð hlutu þeir sem Johnson taldi sérstaka ástæðu til að halda á teppinu. Eins einstaklega óað- laðandi og þetta tiitæki var - og þrátt fyrir að tilgangur Johnson hafi fyrst og fremst verið að nið- urlægja undirmenn sína - má segja að hann hafi þama að vissu marki verið brautryðjandi. Að minnsta kosti má túlka margar þeirra auglýsinga sem dynja á al- menningi þessa dagana um undur tækninnar á þá vegu. Meðal kosta farsímans, fartölvunnar, lófatölv- unnar og hvað þetta nú allt heitir, ku nefnilega vera sá að nú sé hægt að nýta til vinnu þann annars dauða tíma sem fer í salemisferð- ir fólks. Virðulegur kaupsýslu- maður birtist á sjónvarpsskjánum með allt niður um sig og fartölv- una á hnjánum, alsæll með að geta loksins slegið tvær flugur í einu höggi. I næsta bás er ekki síður virðuleg kaupsýslukona að svara SMS-skilaboðum á farsímanum sínum og í þeim þriðja nýtir svo iðnaðarmaður tímann í að skipu- leggja þétt setna dagskrá sína með lófatölvunni sinni. Burtséð frá því hve margir fá hugljómun vegna þessara auglýs- inga er Ijóst að einn af helstu fylgifiskum tækniþróunarinnar í hinum vestræna heimi er sá að hugtakið „að vera einn með sjálfumsér“ virðist í útrýmingarhættu. Mað- urinn er hættur að vera aleinn, hann þarf aldrei að vera sam- bandslaus við aðra og ef til vill verður hann innan tíðar ófær um það með öllu. Það er svo athyglis- vert að á sama tíma er samband fjölda fólks við aðrar manneskjur að þróast á nýjan og líklegast ekki svo eftirsóknarverðan hátt vegna netvæðingarinnar. Nettenging verður sífellt út- breiddari og kannanir hafa sýnt svo ekki verður um villst að því meiri tíma sem fólk eyðir á Net- inu, því minni samskipti á það við annað fólk. Reyndar ætti varla að þurfa kannanir til, þetta er eigin- lega bara einfalt reikningsdæmi, en það er samt gott að hafa niður- stöðumar vísindalega skjalfestar. I vikunni birti Stanford-háskóli niðurstöður margra ára könnunar sinnar, einnar viðamestu sem unnin hefur verið á félagslegum áhrifum netvæðingar og netnotk- unar í Bandaríkjunum. Sam- kvæmt viðtölum fjölmiðla við Norman Nie, prófessor við há- skólann og annan tveggja yfir- umsjónarmanna könnunarinnar, eru niðurstöðumar í stuttu máli þær að Netið hefur skapað nýjan gmndvöll fyrir félagslega ein- angran Bandaríkjamanna þar sem sífellt fleiri þeirra eigi hverf- andi samskipti við aðrar mannleg- ar verur. I umræddri könnun kom fram að um fjórðungur reglulegra netnotenda, þ.e. þeirra sem fara inn á Netið að minnsta kosti fimm sinnum í viku samkvæmt skil- greiningu, vann meira heima hjá sér en áður án þess þó að draga úr tímanum sem þeir dvöldu á vinnu- stað sínum. Margir þeirra sem hafa aðgang að heiman að tölvu- póstfanginu sínu í vinnunni, vinna sér það til dæmis til hagræðis að fara yfir póstinn heima á kvöldin og um helgar, svona rétt til að létta á álaginu í vinnunni. Hjá sumum er það líka nánast orðin kvöð að fylgjast með tölvupóstin- um á meðan þeir era í fríi og skiptir þá litlu hvar á jarð- arkringlunni þeir era staddir. Þetta þýðir þó ekki að lífið sé að verða tóm vinna. Líklega felst lyk- illinn hér í hugtakinu að dvelja í vinnunni, vegna þess að á sama tíma og Netið hefur orðið til þess að fólk vinnur meira í frítímanum - ef svo má að orði komast - þá hefur það líka gert að verkum að fólk tekur sér meira frí í vinnunni. Það þarf að svara persónulegum tölvupósti sem slæðist innan um þann vinnutengda, panta bækur, skoða brandara, senda afmælis- eða önnur tækifæriskort, tékka á stöðunni á verðbréfamarkaðinum, leita uppi hagstæðustu ferðatil- boðin eða fylgjast með fréttum. Svo fátt eitt sé nefnt. Með öðram orðum, skilin á milli einkalífs og vinnu eru að verða sí- fellt óljósari hjá fjölda fólks. Þrátt fyrir ótvíræða kosti þess að tölvu- tæknin geri fólki kleift að vinna sveigjanlegri vinnutíma, getur hagræðið auðveldlega snúist upp í andhverfu sína ef landamærin hverfa alveg og hurðin inn á sal- emið verður alltaf upp á gátt. MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN Fjörlegur skipu- L E I K I R Theme Park World, nýjasti leikur- inn í Theme Park-seríunni frægu kom nýlega út, leikurinn er hann- aður og gefinn út af Bullfrog sem hefur lengi verið í fremstu röð í þessari gerð leikja. Leikurinn krefst 200 MHz Pentium örgjörva hið minnsta, 32 MB af lausu minni og 300 MB pláss á diski, fjögurra hraða geisladrifs og skjákorts með a.m.k. fjórum MB. MARKMIÐ Theme Park World, sem er leikur fyrir alla aldurshópa, er að byggja hinn fullkomna skemmtigarð fyrir börn. Fjölmörg borð eru í leiknum, hvert með sitt þema. Sem dæmi má nefna að í fyrsta borði leiksins er spilandinn í risaeðlu-tímabilinu og öll tækin og allir hlutirnir sem spilandinn getur byggt einkennast af því. Þannig er hopp-kastalinn klassíski ekki kast- ali heldur stór risaeðla sem snýr maganum upp í loftið. Útsýni spil- andans er ofan frá þótt einnig sé hægt að nota tækin sjálfur og er útsýnið þá í þrívídd. í raun er engum söguþræði fyrir að fara í leiknum en til þess að komast á milli borða þarf spiland- inn að sanka að sér eins miklu og hann getur af gullnum lyklum. Lyklarnir fást fyrir að klára viss markmið innan hvers borðs, ef spilandinn nær 50 þúsund gestum inn í garðinn innan vissra tíma- marka nær hann gullnum lykli. Stór partur af leiknum er að sjá um starfsfólk garðsins, þjálfa það til að gera það að betri starfs- Ný iBók STEVE JOBS kynnti á makkahátíð í Japan í vikunni nýjar gerðir af iBook-fistölvu Apple og nýjar gerðir Power- Book-fartölvanna. iBókin nýja er með 366-MHz G3 örgjörva og svipar til iMac DV-sérút- gáfunnar, þ.e. í hálfgagnsæju gráu húsi sem ætti að draga úr jóssi vegna útlits tölvunn- ar, en sumir hafa sett fyrir sig hve litskrúðugar þær eru. Nýju PowerBook-tölvumar verða með 450 eða 500 MHz G3 örgjörvum. Aflagt er í þeim SCSI-tengi, en þess í stað tekið upp FireWire-tengi, sem gerir til að mynda kleift að vinna á þeim stafrænar víd- eómyndir eða kyrrmyndir, og stuðningur við AirPort. Móð- urborðið er með 100 MHz gagnagátt og minni er ýmist 64 eða 120 MB, eftir hraða vélanna. Heldur hefur dregið úr sölu á PowerBook-tölvum Apple undanfarið, en það er trú Apple-manna að uppfærsl- an eigi eftir að snúa því við. Ekki þótti mönnum minnst um vert að Apple skýrði frá því að loks væri almennt fáan- leg tölva með 500 MHz G4 ör- gjörva. Slík vél var reyndar fyrst kynnt í september en framleiðandi örgjörvans, Mot- orola, lenti í vandræðum með framleiðsluna. mönnum, passa upp á að það sjái um alla hluta garðsins og semja við það þegar það vill meiri laun. Hægt er að ráða öryggisverði til að lemja alla litlu hálfvitana sem finnst svo sniðugt að henda drasli út um allt, vísindamenn til að rannsaka fleiri hluti og leiktæki í garðinn og ræstitækni til að þrífa upp alla æluna og kandíflossið. Grafík leiksins er með afbrigðum og hefur vart sést betri í leik af þessari tegund. Ef spilendur hafa þrívíddarkort plús ágæta tölvu get- ur jafnvel verið gaman að sitja sjálfur í tækjunum. Hægt er að súmma alveg inn að öllum tækjum og jafnvel inn að hverjum einasta krakka í garðinum og sjá nákvæm- lega hvað hann er að gera. Hljóð leiksins er afar gott og sérstaklega hjá ráðgjafa hans. Ráðgjafinn er lítill svartur karl sem lítur út eins og hálfur maur sem svífur í lausu lofti og segir ná- kvæmlega allt um hvernig á að stjórna skemmtigarði. Þar sem Bullfrog, framleiðandi leiksins, er í Englandi eru allar raddirnar með ákveðnum breskum hreim sem get- ur reynst erfitt að skilja fyrir þá sem ekki eru langt komnir i skóla. Öll tónlist er nógu fjölbreytt til að verða ekki strax pirrandi,sem er afar mikilvægt fyrir leiki af þess- um toga, og hægt er að slökkva á henni ef fólk er orðið pirrað. Greinarhöfundur hikar ekki við að ráðleggja öllum sem hafa gam- an af fjörlegum skipulagsleikjum að prófa Theme Park World, fáir munu verða fyrir vonbrigðum. Ingvi M. Árnason Geimskip fullt af skrímslum feiii System Shock tvö, framhald Syst- em Shock, var nýlega gefíð út af El- ectronic Arts. Leikurinn er úr smiðju Looking Glass, en hljóð- blöndunin var í höndum Irrational Software. Leikurinn þarfnast minnst 200 MHz Pentium-örgjörva, fjögurra hraða geisladrifs, 32 MB innra minnis, 200 MB á hörðum diski og 4 MB þríviddarkorts. SAGA System Shock 2 hefst þar sem síðasti leikur skildi við; AJ-Shodan, tölvan sem brjálaðist í síðasta leik, hefur verið eyðilögð og mannkynið telur að það hafi komið í veg fyrir að annað eins geti gerst aftur. Leikur- inn á sér mestallur stað um borð í geimskipi sem var hannað af sama fyrirtæki og framleiddi Al-Shodan þar sem svipuð tölva hefur brjálast og breytt lífveram um borð í einhvers konar skrímsli með hjálp sníkjudýrs sem leggst á heilann í fólki. Spilandinn er ungur maður sem hefur ákveðið að ganga í herinn. Spil- endur ákveða sjálfir hvort þeir vilji ganga í herinn, þar sem mest áhersla er lögð á bardaga og notkun vopna, sjóherinn svokallaða, þar sem mest áhersla er lögð á notkun tækni og forritun, eða OSA, sérstaka nýja sveit þar sem hugurinn er þjálfaður svo hægt sé að nota hann bæði til bardaga og þess að hafa stjórn á tækni. Spilendur fá svo að velja sér þær greinar sem þeir vilja leggja mesta áherslu á að læra innan hvers hóps og eftir að hafa valið visst verk- efni vakna þeir svo á geimskipi fullu af skrímslum (kunnuglegt, ekki satt). Söguþráðurinn er afar flókinn og ólíklegt er að nokkur skilji upp eða niður í leiknum fyrr en eftir marga daga og sumir munu líklega aldrei ná honum. Endalaust þarf að læra nýja tækni til að opna dyr, gera við vopn og svo framvegis og það versta er að engar góðar ástæður virðast vera fyrir neinu, spilandinn ráfar aðeins um þar til einhver segir honum að hann verði að gera einhvað. Stjóm leiksins er ágæt. Það getur komið fyrir að spilendur festist hér og þar í leiknum vegna einhverra bögga við hopptakkann en það er ekkert sem kemur í veg fyrir að leik- urinn geti verið spilaður eðlilega. Grafík leiksins er ekkert sérstök og er miklu betri í mörgum leikjum sem era að koma út um þessar mund- ir, ekkert nýtt þar. Hljóð leiksins er frábært. Öll skrímsla- og mannahljóð era afar vel tekin upp og greinileg. Tónlist leiksins er ein sú besta sem greinarhöfundur hefur heyrt í skot- leik til þessa og býr til spennuand- rúmsloft sem aldrei hefði náðst án hennar. System Shock 2 er ágætis hlut- verkaleikur og fyrir þá sem hafa virkilegan metnað og tíma fyrir svona leiki er hann fínn. Þeir verða að vísu líka að vera mjög góðir í að púsla, annars munu þeir aldrei skilja söguþráðinn. Ágætis skotleikur get- ur hann aldrei orðið og þeir sem nenna ekki öllu þessu veseni ættu að ná fyrst í kynningarútgáfuna. Ingvi M. Árnason
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.