Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 51 mundarstöðum sem innihélt fallegt bútasaumsteppi handa Kristrúnu litlu. Pannig sýndi hún hve annt hún lét sér alla tíð um okkur systkinin og okkar fjölskyldur. Fyrir það skal þakkað hér. Elsku Jón, Olga, Hófa, Dæda, Ingi Steinn, Valdimar, Guðmundur og fjölskyldur, við vottum ykkur samúð okkar með eftirfarandi jjóðlínum: Vertu ekki grátin við gröfina mína góða, ég sef ekki þar. Eg er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Eg er haustsins regn sem fellur á fold ogfræiðíhlýrrimold. I morgunsins kynð, er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt Eg er árblik dags um óttubil og alstimdur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér, gáðu - ég dó ei - ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Steinunn Valdfs Óskarsdóttir, Pétur Þorsteinn Óskarsson. Enn eitt umferðarslysið, nú norð- ur í Eyjafírði, sem kostaði tvö mannslíf, og einn farþegi stórslasað- ur. Hvað er að ske hjá okkur og hve- nær linnir þessum ósköpunum? Það hefur varla liðið sú vika frá aldamót- um að ekki hafi orðið banaslys í um- ferðinni og meiri eða minni slys á fólki, sem sumt bíður þess aldrei bætur. Ökumenn! Reynið að sýna aðgæslu og tillitssemi í umferðinni. Sá er lendir í slíkri ógæfu að valda í ógáti dauða eða slysum er verr sett- ur, þetta hlýtur að fylgja þeim gegn- um lífið. Guð forði öllum frá slíkri ógæfu og að slysum megi fækka. Þarna dó kær vinkona og skóla- systir, Rannveig Þórsdóttir, og er hennar sárt saknað. Hún var ein í hópi 40 stúlkna á Kvennaskólanum áBlönduósi 1948-49. Það var góður tími og gagnlegur og held ég að allar hafi orðið góðar húsmæður. Ríkti þar oft gleði og góður félagsandi, enda allt ungar og hressar stelpur. Rannveig var sérstök stúlka, hún vakti gleði og kátínu hvar sem hún kom. Held ég að þetta létta skap og ljúfa viðmót hafi fylgt henni á leiðar- enda. Við hjónin komum eitt sinn í heimsókn að Litlu-Hámundarstöð- um á fögrum sumardegi og þvílíkar móttökur sem við fengum hjá þeim hjónum, kaffihlaðborð, allt það besta fram borið. Og þessi fölskvalausa gleði sem einkenndi hana Rannveigu alla tíð. Nú er hlátur hennar þagnaður, að- eins sái- söknuður eftir, en hún lifir í minningunni. Hún er þriðja sem hverfur úr hópnum. Hinar tvær börðust við illvígan sjúkdóm. Bless- uð sé minning þeiri-a. Við héldum hópinn vel og hittumst alltaf á tugaf- mælum. Urðu þá miklir fagnaðar- fundir og treystust vináttuböndin æ meir. Síðasta ferðin var svo farin í vor 5.-6. júní. Þá var farið til Blönduóss í tilefni af 50 ára útskriftarafmæli okkar og hittumst við þar skólasyst- ur af Norðurlandi. Þar var Rann- veig, sem alltaf hefur mætt með gleðina og góða skapið. Þarna áttum við skemmtilega helgi í góðu veðri. Gist var í litlu notalegu húsunum á tjaldstæðinu. Stóra húsið fengum við einnig til afnota þar sem við gátum allar verið saman og borðað góðan mat sem var pantaður frá veislu- þjónustu á staðnum. Þarna nutum við kvöldsins, margt spjallað og mik- ið hlegið að mörgum skemmtilegum atvikum og uppákomum í skólanum. Rannveig var einkar minnug á margt skoplegt sem gerðist og sagði svo skemmtilega frá ýmsum atvikum sem vakti kátínu. Gleðin og hlátur hennar smitaði út frá sér. Hún var svo gefandi og góð, hafði svo mikla útgeislun sem virkaði svo jákvætt að öllum leið vel í návist hennar. Nú er hún horfin okkur en minningin mun lifa í hjarta okkar. Sárastur harmur er kveðinn að hennar nánustu, eigin- manni, börnum og barnabörnum, sem hún lét sér svo annt um og hafa þau misst mikið. Bið ég góðan guð að styrkja ykkur öll í sorginni. Samúðarkveðjur. F.h. skólasystra, Elín Eiríksdéttir. ÞÓRUNN SIGURJÓNSDÓTTIR + Þórunn Sigur- jónsdóttir fædd- ist á Geithömrum í Svínadal 1. septem- ber 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Blöndu- óss 10. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Ingimundardóttir og Siguijón Gíslason. Þórunn ólst upp hjá fósturforeldrum sín- um, Guðrúnu Þor- steinsdóttur og Jóni Jónssyni á Litla-Búr- felli í Svínadal. Þór- unn átti sex hálfsystkini og fjögur fóstursystkini. Fyrri maður Þórunnar hét Sig- fús Valdimarsson, f. 5.12. 1911, d. 22.1. 1997. Sonur þeirra er Her- mann Valdimar, maki Ósk Ósk- arsdóttir. Seinni maður Þórunnar var Friðrik Gunnar Indriðason, f. 20.7. 1916, d. 20.11. 1993. Þeirra börn eru Brynhildur, maki Sigtryggur Eilerts- son, Guðrún, maki Sigmundur Magnús- son, Indiana, maki Fritz Berndsen, Sig- ríður, maki Steindór Jónsson, Sigurlaug, og Björn, maki Guð- rún Tryggvadóttir. Afkomendur Þór- unnar eru 61 talsins. Þórunn og Friðrik bjuggu allan sinn búskap á Blönduósi. Utför Þórunnar fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Elsku Tóta amma. Mig langar að kveðja þig með nokkrum minning- arbrotum. Sem barn og unglingur kom ég oft til þín og afa á sumrin. Ég var ekki komin á Blönduós fyrr en ég var komin í Hreppshúsið. Við vorum alltaf velkomin til ykkar í þessa litlu íbúð og það var svo gam- an að sitja við borðstofuborðið öll saman. Hafragrauturinn á morgn- ana, skyrið í hádeginu, kleinurnar í kaffitímanum að ógleymdu sunnu- dagslærinu. Alltaf var glatt á hjalla og ég hugsa oft um hvernig þú þold- ir öll þessi læti og hlátrasköllin í okkur þegar við vorum í heimsókn. Einu sinni vorum við ansi mörg í heimsókn og við krakkarnir lokuð- um okkur inni í litla svefnherberg- inu ykkar. Rúmið stóð á miðju gólfi og það var búið að stafla upp sæng- um fyrir næturgestina. Við fórum í röð, notuðum kommóðu fyrir stökk- pall og létum okkur fljúga á allar sængurnar í rúminu. Foreldrar okkar voru ekki hrifnir af þessu uppátæki og bönnuðu okkur þetta. Þá komst þú í dyrnar. Það sló þögn á hópinn en þú sagðir aðeins: „Pass- ið að meiða ekki hvert annað og brjótið ekki ljósið í loftinu.“ Ljósið brotnaði ekki því það lýsir upp stof- una á heimili mínu í dag. Þegar ég var unglingur var svo gaman að vera hjá ykkur. Þá mátti ég vera lengur úti á kvöldin, lengur heldur en mamma leyfði. Svo þegar ég kom heim var kveikt í stofunni og þið afi sátuð og spiluðuð. Þá fékk maður sér mjólk og kleinur og spjallaði um lífið og tilveruna. Ég gat talað við þig um allt, það var svo auðvelt. Þú hlustaðir á mig af at- hygli og mér fannst ég fullorðin. Það kom svo sérstakur ljómi yfir andlit þitt þegar ég var að tala um stráka, fyrstu ástina og öll leyndar- málin mín. Nú fylgi ég þér á staðinn sem þú fórst með mig á fyrir mörgum árum þegar ég vildi jarða fuglinn sem ég fann. Þú bjóst um hann í fallegum kassa og röltir með mér upp brekk- una. Þú sagðir að það mætti bara jarða fuglinn fyrir utan girðinguna. Það var svo margt í fari þínu sem ég dáðist að og þegar ég rifja upp ■þessa ferð okkar í garðinn þá hugsa ég: Svona gera bara ömmur. Ég kveð þig, elsku amma, á sama stað og við kvöddum fuglinn forðum en í þetta sinn fyrir innan girðinguna. Margrét Ágústa. Elsku amma mín. Það er svo sárt að kveðja þig, ég veit að nú líður þér vel og þó að þetta sé erfitt íyrir okk- ur þá er þetta miklu betra fyrir þig. Þegar ég hugsa til baka koma ótal minningar upp í huga mér eins og hve gott það var að koma til ykk- ar afa í Hnitbjörg. Þar kenndir þú mér að prjóna eins og svo margt annað sem ég lærði af þér. Ég vil þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Amma, þú varst svo góð. Ég geymi minningarnar um ykkur afa í hjarta mínu. Við þökkum samfylgd á lífsins leið, það lýsandi stjömur skína. Og birtan himneska björt og heið, hún boðar náðun sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Höf.ók.) Elsku amma. Guð varðveiti ykk- ur afa sem hafið nú hist aftur eftir sjö ár. Ég veit að ykkur líður vel þar sem þið eruð núna saman. Þín Þórdís Erla. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur eftir erfið veikindi undan- famar vikur. En ég veit að núna líð- ur þér vel og ég veit að þú ert í góð- um höndum og núna hefurðu fengið að hitta afa eftir sex ára fjarveru, og ég efast ekki um að það hafi ver- ið fagnaðarfundir. En ég á yndis- legar minningar um þig sem ég mun geyma í mínu hjarta. Þar sem ég hef alltaf búið á Blönduósi hef ég alltaf haft mikil samskipti við þig og komið mikið til þín þótt það hafi minnkað síðustu mánuði enda þú flutt á sjúkrahúsið á Blönduósi og ég komin til Reykjavíkur. Núna um síðustu jól sástu þér ekki fært að koma til okkar og ég man hvað ég saknaði þín sárt, og ég man líka hvað það var alltaf gaman að koma til ykkar afa á miðvikudög- um eftir skóla. Þá elduðuð þið alltaf uppáhalds matinn minn, saltkjöt og baunir, og svo spiluðum við alltaf*. eftir matinn. Á ykkar heimili var ég alltaf vel- komin og mér alltaf tekið opnum örmum og hjá ykkur fannst mér svo gott að vera og svo hjá þér eftir að afi dó. Þegar ég kom til þín þegar þú bjóst í Hnitbjörgum fékk ég aldrei að fara fyrr en ég var búin að fá mér eitthvað að borða. Þú varst aldrei sátt fyrr en maður var búinn að fá sér eitthvað. En þinn tími er kominn þó svo að það sé erfitt að sætta sig við það. Mínar minningar um þig munu ylja mér þar til við hittumst næst. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum, að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingr.) Mundu það að betri ömmu en þig getur enginn hugsað sér og mér þykir vænt um þig. Þín Inda Hrönn. Elsku amma mín. Ég mun ávallt minnast þín sem dugmiklu húsmóð- urinnar sem meðal annars bakaðir heima heilu fjöllin af gómsætu brauði, steiktir kynstrin öll af klein- um og sauðst stóra potta af slátri. Þú varst hjartahlý kona sem hélst vel utan um þitt fólk og vildir öllum vel. Og alltaf var pláss fyrir gesti og gangandi við þitt borð, og margir muna eftir Tótu-kleinunum. Ógleymanlegar eru mér allar samverustundirnar með þér og afa. þar sem yið sátum og spiluðum manna, oft að mig minnir frá morgni til kvölds. Eg veit að þín bíða fagnaðarfundir með Frigga afa. Hvíl í friði, elsku amma. Arnar Þór. JONINGIBERG SVERRISSON + Jón Ingiberg Sverrisson var fæddur 8. ágúst 1934. Hann iést á hcimili sínu á Aðal- götu 12 í Stykkis- hóimi 5. febrúar síð- astiiðinn. Foreldrar hans eru Sverrir Guðmundsson, f. 11. september 1910, d. 10.4. 1985,og Ólöf G. Guðbjörnsdóttir, f. 18. janúar 1915. Börn þeirra eru Guð- mundur Viggó, Ólaf- ur Jóhann, Hulda Soffía, Þórdís Ingibjörg, Gunnar Guðbjörn og Bjarnfríður. Sonur Jóns er Gísli Kristján, f. 5.5.1964. _ Jón var starfsmaður við Áhaldahús Stykkishólmsbæjar hin síðari ár. Utför Jóns fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin kiukkan 14. í dag kveðjum við Hólmarar ágætan samferðamann, Jón Sverr- isson frá Straumi, sem vai’ð bráð- kvaddur þann 5. febrúar síðastlið- inn. Ég hitti Jón á förnum vegi daginn áður, hressan og kátan, og átti síst von á að það væri í hinsta sinn. Foreldrar Jóns hófu búskap á bænum Straumi á Skógarströnd um miðja öldina og var hann ávallt kenndur við þann bæ. Sveitastörf voru Jóni að skapi og urðu lengi vel hans starfsvettvangur. Sam- band hans við sveitina rofnaði aldrei þó hann flytti í kaupstað. Kynni okkar Jóns hófust þegar hann flutti í Stykkis- hólm fyrir tæpum tuttugu árum. Hann hafði mikla ánægju af hestum og raunar snerist líf hans að mestu um þá hin síð- ari ár. Það fór því ekki hjá því að hann leitaði til mín sem dýralæknis með ýmis vandamál, stór og smá. Jón var góður og þakklátur viðskipta- vinur sem ánægjulegt var að vinna fyrir. Sjálfur var hann bóngóður með afbrigðum, en gerði ekki kröfur á aðra. Jón á Straumi var einn af þeim mönnum sem setja svip á bæinn sinn; sannkallaður karakter. Ýms- ar óborganlegar frásagnir hans úr sveitinni „hér áður fyrr“ eða lang- tímaveðurspárnar á vorin verða lengi í minnum hafðar. Hin síðar ár vann Jón almenn verkamannastörf við áhaldahús Stykkishólmsbæjar af trúmennsku og áhuga. Sem forseti bæjarstjórn- ar þakka ég honum fyrir vel unnin störf á þeim vettvangi. Ég kveð Jón með söknuði. Aldr- aðri móður hans, syni og öðrum aðstandendum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Rúnar Gísiason. Það var hringt í mig seinni part- inn á laugardag og sagt: „Veistu það að Jón Sverrisson er dáinn?" Nei, getur það verið? Hann var að gefa hestunum í morgun. „Já, hann varð bráðkvaddur rétt eftir að hann kom heim.“ Þannig var Jón, alltaf vinnandi þar til yfir lauk. Jón fluttist til Stykkishólms 1976 en hafði verið hér tvo vetur áður og var þá með hesta hjá Edil- on, frænda sínum, en hestlaus gat Jón ekki verið. Eftir að hann flutt- ist hingað alkominn með hesta sína byggði hann sér sitt eigið hesthús og dvaldi þar megnið af sínum frí- tímum. Jón var vinur vina sinna, en ef honum þótti á sig hallað lét hann hart mæta hörðu og lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Hann starfaði í Hesteigendafélagi Stykkishólms og var þar eins og við allt sem hann tók að sér, harðduglegur og ósér- hlífinn. Hann var hjálpsamur svo að af bar og skipti þá ekki alltaf máli hvernig á stóð hjá honum sjálfum. Hesteigendur í Stykkishólmi minnast þín, ekki síst vegna frá- bærra tilsvara og eftirminnilegra frásagna. Það voru ógleymanlegar stundirnar á kaffistofunni þegar þú sagðir frá eins og þér var einum lagið. „Og hvað nú og var.“ Þær hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Og ekki voru ferðalögin síðri bæði inn- an héraðs og á Landsmótin. Þín verður sárt saknað. Sárastur er þó söknuður þeirra sem næst þér standa og biðjum við Guð að blessa þau og styrkja um ókomin ár. Það er ósk okkar og trú að þú fáir góða gæðinga og getir sprett úr spori með þrjá til reiðar um víð- lendar gresjur guðdómsins. F.h. Hesteigendafélags Stykkis- hólms. Lárus Hannesson, Hannes Gunnarsson. Atburðarásin er hröð. Ég er rétt kominn úr jarðarför frænku minn- ar þegar ég frétti um lát vinar míns og vinnufélaga til margra ára, Jóns I. Sverrissonar, sem lést skyndilega laugardaginn 5. febr- úar. Mig setti hljóðan við þessa fregn. Hugurinn leitar til áranna sem við unnum saman. Jón kom venju- lega hingað í Stykkishólm og vann á vetrarvertíðum hjá Þórsnesi hf. þar sem ég var verkstjóri og síðan fluttist hann hingað úr Dölunum og vann þá að staðaldri hjá okkur. Jón var dugnaðarmaður og sér- lega bóngóður, vildi allt fyrir alla gera og ekki voru kröfurnar á móti miklar. Hann var sívinnandi frá morgni til kvölds og ekki voru helgarnar hvíldartími hjá honum. Hann hafði mikið yndi af hestum og um þá snerust hans tómstundir sem voru ekki margar vegna greiðasemi við aðra. Jón var skemmtilegur vinnufé- lagi, tók glensi vel og var sjálfur orðheppinn. Ég minnist margra skemmtilegara stunda með honum og öðrum vinnufélögum sem horfn- ir eru yfir móðuna miklu. Nokkur ár eru síðan við unnum saman síð- ast en við hittumst og spjölluðum saman og alltaf fór maður léttari í skapi frá þeim fundum því Jón hafði alltaf eitthvað skemmtilegt fram að færa og það var ekki logn- molla í kringum hann og í því sem hann tók sér fyrir hendur var hann enginn meðalmaður og því miður held ég að hann hafi ætlað sér um of. Árin voru að færast yfir og hvfldar var þörf. Við hjónin kveðjum góðan dreng með söknuði og finnst sjónarsviptir að honum, um leið vottum við aldr-^- aðri móður og öðrum ættingjuni hans okkar dýpstu samúð í sorg þeirra. Farinn er til fjarlægra heima, fmn ég söknuð mikinn nú. Ég minningu þína mun ætíð geyma, í mínu hjarta lifir þú. Steinar og Guðný Jensdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.