Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 53

Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 53 + Hulda Bjarna- dóttir fæddist á Blönduósi 14. nóv- ember 1921.Hún lést á héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Þor- finnsdóttir frá Glaumbæ í Langa- dal, f. 29. maí 1892, d. 5. mars 1968 og Bjarni Bjarnason frá Illugastöðum á Lax- árdal, A-Hún„ f. 7. desember 1883, d. 10. maí 1967. Móðurforeldrar: Kristín Davíðsdóttir og Þorfinn- ur Jónatansson frá Glaumbæ í Langadal. Föðurforeldrar: Ingi- björg og Bjarni. Eiginmaður Huldu var Páll Mamma ætlar að sofna og mamma er svo þreytt, sumir eiga sorgir og sumir eiga þrár, sem aðeins í draumheimum uppfyllamá Þetta lag hljómar í útvarpinu þeg- ar ég fæ upphringingu frá Páli Guð- mundssyni, syni mínum, sem búsett- ur í Danmörku. Stuttu áður hafði verið haft sam- band við mig og mér tjáð að móðir mín hefði andast í svefni aðfaranótt 8. febrúar. Eg hafði nýlega verið hjá henni í blíðviðri. Allt var snjólaust bæði fyrir norðan og sunnan. Þegar hún kvaddi mig sat hún í stól við rúmið sitt í fallegri grænni blússu sem hún átti. Ég sagði við hana: „Mamma, þú ert falleg“. Hún gladd- ist við og spurði eftir börnum, barna- börnum og bamabarnabömum og rétti mér tvo fallega trefla, sem hún hafði prjónað. Annan svartan fyrir dóttur mína, Hildi Guðmundsdóttur og hinn rauðan fyrir Guðrúnu Ósk. Þannig kvaddi ég móður mína hinsta sinni. Fram í hugann kemur þakklæti fyrir svo ótalmargar gleði- stundir. Minningar leita á þegar lítil stúlka er að alast upp á Blönduósi. Húsið hennar heitir Tilraun. Hún fer með móður sinni niður á neðri hæðina þar sem afi og amma búa, Bjami Bjarnason og Ingibjörg Þorfinnsdóttir. Mamma er létt á sér þá. Hún hoppar niður í þró og fer að moka kolum í miðstöðina og kveikja upp eld. Mikið frost er úti, 18-20 gráður, en brátt fer að skíðloga og ylur færist um húsið. Húsið stendur við hlið kirkjunnar fyrir innan ána. í Tilraun var fyrsti barnaskólinn á Blönduósi, símstöð og bókasafn. Foreldrar mínir breyta húsinu í hlýlegt heimili á eftirstríðs- árunum. Móðir mín á frændfólk og vini í húsunum í kring, í Þorsteinshúsi bjó föðurbróðir hennar og vinur og ég eignast góða vinkonu og frænku í Sólheimum hjá frænda hennar og vini Agnari. Bjami afi heldur kindur og kýr. Á sumrin er heyjað bæði á efra og neðra túni, eins og sagt var. Kristín systir mömmu er líka með og Siggi frændi, leikbróðir minn og vinur. Allir hjálpast að og sumarið líður við leik og störf. Páll Stefánsson, faðir minn er í vegavinnu á vörubílnum sínum og Bjarni bróðir minn í sveit á Leys- ingjastöðum þar sem ég fæ einnig að dvelja í smátíma. Mömmu þykir ákaflega vænt um heimili sitt og þeir em margir sem koma við í Tilraun, bæði vinir og ættingjar. Nú kemur vetur. Lítil stúlka er að byrja í skóla. Hún þarf að fara út fyr- ir á. Tilhlökkun og kvíði leita á til skiptis en tilhlökkunin verður yfir- sterkari. Það er gaman í skólanum. Alltaf bíður mamma heima með mat í hádeginu handa okkur systkinunum. Bjarni afi og Páll faðir minn rökræða í eldhúsinu. Það em komin jól. Tilhlökkun og gleði sem mamma tekur þátt í. Litlu jólin í skólanum og aðfangadagur Stefánsson frá Smyrlabergi í A- Hún., f. 6. septem- ber 1912, d. 16. nóv- ember 1982. Börn þeirra: 1) Bjarni Pálsson, f. 12. júní 1947, kvæntur Huldu Leifsdóttur. Þeirra börn: Leifur, Björk, Bjarni, Hug- rún og Fannar. 2) Ásdís Pálsdóttir, f. 22. desember 1950. Börn hennar og Guðmundar Árna- sonar: Páll og Hild- ur. Barnabarnabörn: Guðrún Ósk, Kristófer og Alexander. 3) Stefán Pálsson, f. 7. apríl 1968. Útför Huldu fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. líða. Jóladagur: Við emm á leið út á Skagaströnd til bróður mömmu Þor- finns Bjarnasonar og Huldu konu hans, til að eiga samverastund þar með bömum þeirra. Allt gengur vel og við emm á leið upp í Grænuhlíð á annan í jólum til föðurbróður míns og bama hans. Þannig hða árin við leik og störf á Blönduósi. Barnabörn fara að fæðast og mamma gleðst með glöðum og hryggist með syrgjendum. Þegar móðir mín var ung fór hún á saumanámskeið til Reykjavíkur og dvaldist þá hjá Gígju frænku sinni í föðurætt (systkinadætur). Ingi- björgu Þorfinnsdóttur móður henn- ar var umhugað um að stúlkur menntuðu sig og lærðu handverk. Ingibjörg var á Kvennaskólanum á Blönduósi. Eins var systir hennar Sigumnn mikil hannyrðakona. Man ég vel þegar amma kvaddi mig 16 ára gamla þegar ég fór í Mennta- skólann á Akureyri. I M.A. var ynd- islegur tími þar sem ég kynntist föð- ur bama minna Guðmundi Amasyni, sem móðir mín mat mikils og er hon- um fært þakklæti frá henni. Síðast hitti ég Elínu vinkonu sunnudaginn áður en móðir mín lést. Ninný frænka og vinkona hafði líka sam- band, einnig Karítas og margar góð- ar frænkur í föðurætt. Á langri ævi hafa ýmis áföll orðið í lífi móður minnar en líka gleðistund- ir. Hún óskaði börnum og barna- börnum alls hins besta og gladdist yfir góðum árangri. Hún missti tvo bræður sem báðir hétu Bjarni, annar tvítugur en hinn aðeins tveggja ára. Með samheldni og dugnaði hélt þólífið á „Ósnum“ áfram. Eina systur átti hún, Kristínu (Nennu). Hún lést fyrir nokkmm árum. Mjög sterkt samband var á milli þeirra systra og saknaði hún hennar mikið eins og margir fleiri. Árið 1982 missti hún Pál Stefáns- son af slysfömm, einn af tíu systkin- um frá Smyrlabergi, A-Hún. En hún eignaðist ljós 7. apríl árið 1968, Stefán Pálsson, sem var henni stoð og stytta og henni þótti óskap- lega vænt um. Einnig Huldu tengda- dóttur, Lám vinkonu og fjölmarga aðra sem vom henni styrkur í veik- indum. Einnig átti hún góða vini í Sæmundsenhúsi. Á Héraðshæli, A-Hún. kvaddi hún þetta jarðlíf. Hún var þar á meðal vina, Helgu í Helgafelli og margra annarra. Ég man eftir mér lítilli stúlku þeg- ar verið var að vinna við uppbygg- ingu sjúkrahússins. Þar var ég með föður mínum þegar verið var að hífa upp steypuna í bygginguna, ásamt mörgum dugnaðarmönnum frá Blönduósi. Táknrænt er það að Páll V. G. Kolka læknir frændi hennar stuðlaði að því að gott sjúkrahús var byggt á Blönduósi. Þar hafa margir litið sín fyrstu augnablik og margir notið líknar og alúðar. Þegar ég var tíu ára stúlka á Blönduósi seldi ég Vikuna. Hjólaði um allan bæ á „Möve“- hjólinu mínu. Einnig heimsótti ég alla á öldmnardeildinni og alltaf tók Halldóra Bjamadóttii- vel á móti mér. Hulda Bjamadóttir var hreykin af Blönduósi og uppbyggingu staðar- ins. Ung vann hún á Hótel Blönduósi og eignaðist vini þar. Meðal annarra sem dvöldust þar var meistari Kjarval málari. Sagði móðir mín mér frá því þegar hún ung stúlka var að útbúa nesti fyrir hann. Þá var hann að gera skissur til að mála eftir. Mikið málverk hef ég séð eftir hann á Kjarvalsstöðum, sem er útsýni út að Spákonufelli á Skaga- strönd. Ég veit að móðir mín hefur átt góða heimkomu þar sem faðir minn, systkini og frændfólk hafa tekið á móti henni. Henni þótti líka ákaflega vænt um frænda sinn og vin Auðun Þorsteinsson og konu hans Svövu. Mikil tilhlökkun var hjá mér þegar þau komu með bömin sín Margréti og Kristján að heimsækja Margréti móður Auðuns. Var þá margt skemmtilegt gert. Farið í berjaferðir oggleði og kátína ríkti. Ollum á H A.H. em hér með færð- ar alúðarþakkir. Einnig öllum á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar og öðmm sem veittu líkn í þraut. Mamma mín vildi öllum það besta og hafði áhyggjur af Þómnni. Dóttir hennar Brynhildur fóstraði okkur systkinin. Hún var nýbúin að vera hjá henni, og mamma sýndi mér svo fallegt kort og gjöf sem hún fékk frá Binnu sinni og gladdist yfir. Ég og Sigurlaug systir hennar emm jafn- gamlar, fermingar- og skólasystur. Einungis tveim dögum eftir lát mömmu lést Þómnn á H.A.H. Em fjölskyldunni færðar innilegar sam- úðarkveðjur frá okkar fjölskyldu. Öll voram við eins og ein stór fjöl- skylda fyrir innan ána, eins og kallað var. Börn, barnabörn og barnabama- böm færa þér innilegt þakklæti fyrir allar glaðar stundir. Bestu kveðjur frá Ingunni, Kristófer og Alexander í Danmörku. í heimsókn hjá frænku minni í Haukshólum varð mér litið í afmæl- isdagabók sem hún á. Það gladdi mig þegar ég fletti upp á 14. nóvember, að þú hafðir skrifað nafnið þitt í þessa bók og einnig var skriftin hans pabba heitins í þessari bók þar sem hann skráði: Ásdís, f. 22. des. 1950 og Bjami, f. 12. júní 1947. Við afmælis- daginn þinn var skráð þetta fallega ljóð eftir Davíð Stefánsson og finnst mér það eiga vel við þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég elska bæði skin og skúr og skugga og sólarvegi. Því allt er brot og eining ein þeim eina og sama degi, og sá, sem þyngstar byrðar bar fær bætur engu minni, því guð er allt og alls staðar í allri veröldinni. (Dav. Stef.) Þín dóttir Ásdís Pálsdúttir. t Elskuleg móðir okkar, AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Brautarlandi 24, lést á Landspítalanum að kvöldi fimmtudagsins 17. febrúar. Jón G. Stefánsson, Sigurjón Stefánsson, Jóhanna E. Stefánsdóttir. HULDA BJARNADÓTTIR HLYNUR ÞÓR SIGURJÓNSSON + Hlynur Þúr Sig- urjúnsson fædd- ist í Keflavík 6. des- ember 1976. Hann lést í umferðarslysi á Spáni 15. janúar síð- astliðinn og fúr útför hans fram frá Ytri- Njarðvíkurkirkju 29. janúar. í örfáum orðum langar mig til þess að kveðja ágætan vin minn, Hlyn. Unnusta hans, Haf- dís Perla, hefur verið vinkona mín frá leikskólaaldri og vomm við samferða alla skólagöng- una hingað til, í fjórtán ár, og eigum margar góðar minningar saman. Eftir eitt og hálft ár í menntaskóla kynnti Hafdís mig fyrir Hlyni. Þá kom hann upp í skóla að sækja okkur á flottasta sportbflnum í bænum og rúntaði með okkur nið- ur Laugaveginn. Næstu þrjú árin eyddum við skemmti- legum tíma saman og ber einna hæst tveggja vikna útskriftarferð okkar þar sem Hlynur var einn af okkur stelp- unum. Frá upphafi vora Hafdís og Hlynur eitt og við áttum góðar samverustundir sem •? eru einstaklega dýr- mætar í minningu minni og ég mun varð- veita þær í hjarta mínu. Aldrei mun ég gleyma þessum hressa strák með glaðlega andlitið, stríðnisbrosið og spékoppana. Elsku Hafdís og aðrir aðstandend- ur, ég bið Guð að hugga ykkur og styrkja. Maren Brynja. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT VALGEIRSSON, Árnesi II, Árneshreppi, sem lést sunnudaginn 13. febrúar, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju miðvikudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Hávarður Benediktsson, Þórstína Benediktsdóttir, Einar Benediktsson, Valgeir Benediktsson, Þorgeir Benediktsson, G. Ingólfur Benediktsson, Sesselja Benediktsdóttir, barnabörn og Sveindís Guðfinnsdóttir, Brynhildur Bjarnadóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Halla Hauksdóttir, Jóhanna Kristjánsdóttir, Þorgeir Pálsson, barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hiýhug við andlát föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS BJARNASONAR bónda, Auðsholti. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis- ins Blesastaða fyrir góða umönnun. Bjarni Jónsson, Ari Jónsson, Vignir Jónsson, Ásdís Bjarnadóttir, Borgþór, Bjarney, Harpa og Jón Hermann Vignisbörn. + Inniiegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGU KR. BJARTMARS, Bókhlöðustíg 11, Stykkishólmi. Svanlaugur Lárusson, Sara E. Svanlaugsdóttir, Jónas Jónsson, Gunnar Svaniaugsson, Lára Guðmundsdóttir, Lárus Þór Svanlaugsson, Helga Harðardóttir, Anna Kr. Svanlaugsdóttir, Ingvar G. Jónsson og barnabörn. %■ + Einlægar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarþel við andlát og útför föðursystur okkar, JÓRUNNAR ÓLAFSDÓTTUR frá Sörlastöðum, og heiðruðu minningu hennar. % ^ Hjörtur og Hreinn Pálssynir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.