Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Leedice Kissane, fæddist 26. maí 1905 í Denison í Iowa, var dóttir Jeff- erson og Minnie (Bigler) McAnelly. Hún útskrifaðist árið 1926 frá Comell Col- lege í Iowa með BA- gráðu í ensku og var heiðruð af Phi Beta Kappa fyrir fram- úrskarandi námsár- '' angur. Það sama ár giftist hún Donald P. Kissane, fiðluleikara. Þau eignuðust þrjú börn: Esther, tónlistarkennara; John Michael, prófessor í meina- fræði og James Donald, prófessor í enskum bókmenntum. Leedice var fyrst kennari í ensku og fjöl- miðlafræði og síðan prófessor í ensku við Idaho State University í Pocatello, Idaho, þar sem hún kenndi í yfir 20 ár. Þar var hún stofnandi kennslugreinarinnar „American Studies“ og sjálf fékk hún doktorsgráðu í þessari grein 1965 frá University of Minnesota, þegar hún var 60 ára. Eftir lát eig- inmanns síns kom Leedice til Is- lands 1970, sem sendikennari við Háskóla íslands á vegum Ful- bright-stofnunarinnar og hélt því starfi áfram til 1972. Eftir heim- komuna til Bandaríkjanna stofn- aði hún félag til minningar um „Takk fyrir mig, elsku amma mín.“ Þetta var fyrsta setning á ís- lensku sem ég mælti fyrir nær 27 ár- um. Reyndar var önnur setning: „Ég elska þig,“ sem þú kenndir mér fyrst að skrifa þegar mikið lá við. Ég 'gleymi aldrei hvernig þú ljómaðir við framburð minn og sagðir undr- andi: „Nú, Mikey, þetta er íslenska," og svo barst þú fram, feimin að venju: „Verði þér að góðu.“ Auðvitað er svo margs að minnast og þakka fyrir yfir 47 ára skeið. Við áttum margar skemmtilegar stund- bandarískan rithöf- und, Ruth Suckow, the Ruth Suckow Society og gegndi formennsku þess um skeið. Leedice skrif- aði bók um Ruth Suckow, sem var hluti af Twayne Am- erican Author Ser- ies. Eftir það skrif- aði hún endurminn- inga- og frétta- greinar í mörg ár í blaðið Idaho State Journal. Úrval af þessum greinum var síðan gefið út sem Pocatello Mem- ories I & II. Leedice var meðlimur fjölda félaga og samtaka, meðal annars kvenfélaganna P.E.O. og AAUW (Félag bandarískra há- skólakvenna). Hún lagði Samtök- um um byggingu tónlistarhúss lið sitt, þegar dóttursonur hennar Randall Hodgkinson, píanóleik- ari, hélt tvenna fjáröflunartón- leika hérlendis 1988. Hún ferðað- ist mikið fram á níræðsaldur og sótti sömuleiðis stöku fyrirlestra í Háskólanum í Grinnell, Iowa. Leedice átti tólf langömmubörn og tólf barnabörn, elstur þeirra er Michael Jóhaimes Kissane sem er búsettur á íslandi og giftur Ellen Mooney, lækni. Minningarathöfn fer fram í Grinnell í dag. ir. Fyrst man ég eftir mér á hlaupum í gegnum svalandi úða úr garðúðun- artæki, sem þriggja ára gutti með 20 mánaða bróður í eftirdragi í Ross Park. Mormónadömurnar ráku upp stór augu, þegar við vorum síðan flettir klæðum og fötin látin þorna á hraunhól á meðan við bræður vorum nuddaðir með handklæði og vafðir í teppi. Svo var himneski ilmurinn úr eldhúsinu í Pocatello þar sem þú töfraðir fram kökur og smákökur, að ógleymdu heimalöguðu eplamauki úr eigin uppskeru. Þú hafðir lag á því að plata mig til að borða allar grænmetistegundir sem hefðu ann- ars aldrei nokurn tíma lent á diski mínum, bara með því að spyrja t.d.: „Ertu ekki rófustrákurinn minn?“ Og ekki mátti skjótast framhjá morgunverðarborði, onei. Vöfflur eða pönnukökur með hlynsírópi og helst smjöri ofan á, beikon eða pyls- ur, hafragrautur, greip, ávaxtasafi og kaffi þegar við vorum orðin stór. Alltaf varstu jákvæð, jafnvel þeg- ar lög bönnuðu þér að kenna lengur við Idaho State University, þá „að- eins“ 65 ára gamalli. Þegar þú sóttir um stöðu hjá Fulbrightstofnun viss- irðu ekki að það var til kennslu á ís- landi. Fulltrúi við stofnunina spurði hvort þú værir samt sem áður ákveðin í að sækja um. „Hvað held- urðu?“ Fyrr en varði varstu komin til íslands og í faðm nýn-ar fjöl- skyldu hjá Vilborgu á Tómasarhaga. Yndisleg reynsla hjá þeim og á Is- landi yfirhöfuð kynti undir von um endurráðningu og þú hringdir til að kanna það. „Æjá, við fáum engan til að vera meira en ár á Islandi,“ greip maðurinn fram í fyrir þér. „Ég get kannski kannað Danmörku..." „Nei, heyrðu, ég vil vera hér áfram.“ „Jæja... frú Kissane, þú verður þama svo lengi sem ég ræð hér,“ voru lokaorð hans. Með dyggri hjálp Roberts Boulter og annarra urðu kennsluárin á Is- landi næstum þrjú. A síðasta árinu tókstu nemendahóp í viðtöl vegna skólastyrks, sem var í boði til náms við Idaho State University, og varð kraftmikil stelpa úr MR fyrir valinu. Hver hefði spáð því að ég mundi síð- an giftast þessari sömu stúlku! Lík- urnar voru jafnmiklar og að kona yrði forseti Islands, ótrúlegt, en það gerðist nú samt hvort tveggja. Fátt verður minnisstæðara en heimsókn okkar Ellenar til þín á mæðradegi síðastliðins ár. Þar spjölluðum við lengi og hlustuðum á frænda spila á gítar þar til klukkan að ganga ellefu um kvöldið. Daginn eftir var fallegt vorveður með heið- ríkju og blómstrandi trjám. Þar sem við sátum á bekk undir einu trjánna hugsaði ég með mér: „Má það ekki vera svona áfram?“ Veistu það amma? Svona verður það. Mike LEEDICE KISSANE + Ámi Jónsson, bifvélavirki og 't kennari, fæddist á Kópaskeri 11. sept- ember 1938. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 6. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Árbæjarkirlqu 11. febrúar. Ef ég ætti að telja upp öll þau samskipti sem við Árni Jónsson höfum átt saman á lífsgöngu okkar þá yrði þessi grein of löng til birting- ar. Arni var einstakt ljúfmenni, hjálpsamur og bar ætíð hag þeirra jfer minna mega sín fyrir brjósti. Mér er minnistæður veiðitúrinn í Stóru-Laxá þegar við komum allir með öngulinn í rassinum nema Árni. Hann veiddi fisk þar sem enginn annar hefði látið sér detta í hug að renna fyrir fisk. Bifvélavirki var Árni góður og alltaf þegar ég lenti í vandræðum með mína við- gerðarkunnáttu þá fór ég til Árna og leysti hann alltaf málin hávaða- laust og hafði ekki mörg orð um- fram það sem þurfti. Árni var gæddur þeim hæfileika að segja meira i fáum orðum en aðrir í •tnörgum. Fjölskylda Árna hefur um ára- tugaskeið verið mikill máttarstólpi Iþróttafélagsins Fylkis. Þau hjónin bæði og drengirnir fimm hafa prýtt félagsskapinn bæði í leik og starfi. Árni var söngmaður ágætur og eru gamlárskvöldin á Brennuhól orðin allmörg þar sem við sungum Jfiar saman í hljóðnemann. Víðar höfum við tekið lagið, t.d. í afmælum hvor annars, og var þá oft glatt á hjalla. Þó stendur líklega uppúr söngurinn í Karla- kórnum Stefni en þar söng Árni fyrsta bassa í mörg ár og veit ég að Árni hafði yndi af veru sinni þar. Minnisverðustu ferðirnar eru þegar kórinn fór til Dan- merkur og Noregs með söngkonunni Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur og flutningur Sálumessu Lizts í Ungverjalandi og Austur- ríki. Hér eru þér færðar þakkar- kveðjur frá söngfélögunum úr Karlakórnum Stefni. Árni var höfðingi heim að sækja og er mér minnisstætt á sextugsaf mælinu hvernig hann stækkaði húsið með glæru plasti út í garðinn svo allir gestirnir kæmust sem best fyrir. Var þar sungið fram eftir nóttu. Við hjónin heimsóttum Árna og Jónu á föstudagskvöld og var þá auðséð að hverju stefndi. Þá, aðeins tveim dögum fyrir lokin, brá brosi fyrir á andliti Árna. Hann kvaddi með reisn, sömu reisn og einkenndi Árna alla tíð. Þótt þessu jarðlífi Árna Jónsson- ar sé lokið og ekki verði um fleiri gagnkvæmar heimsóknir að ræða þá lifir Árni í minningunni sem einn sá besti vinur sem ég hef eignast. Þessi fátæklegu orð verða að duga en ég vona að minningin um góðan dreng verði ættingjum og vinum huggun harmi gegn. Vertu sæll, Árni minn. Theódór Óskarsson. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- Perfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÁRNI JÓNSSON ÁGÚST VIGFÚSSON + Ágúst Vigfússon fæddist að Gilja- landi í Haukadal 14. ágúst 1909. Hann lést í Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 1. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 9. febrúar. Það er sem bresti strengur í brjósti manns við lát vinar, það fyllist angurværð og trega og sem deyi eitt- hvað í sjálfinu. Nú er horfinn yfir móðuna miklu mætur drengskaparmaður, Ágúst Vigfús- son, minn gamli og góði kennari og aldavinur. Hann var minnisstæður fyrir margra hluta sakir, hafsjór af fróðleik og minnugur með afbrigðum. Ég átti því láni að fagna að geta heimsótt hann reglulega síðustu æviárin, en hann dvaldi þá á Skjóli. Það voru ógleymanlegar stundir sem ég mun búa að. Mér varð starsýnt á stóra mynd sem hann hafði á skrifborðinu hjá sér, gömul kona á peysufötum, festuleg á svip. „Þetta er fóstra mín úr Dölun- um,“ sagði hann og Ijómaði allur. Ég hygg að þessi kona hafi verið örlaga- valdur í lífi hans og vemdarengill alla tíð. Enda segir hann í þætti sem hann skrifaði um Sigurrósu Hjálmtýsdótt- ur á Hörðubóli: „Þetta var konan sem var mér allt meðan ég var að vaxa úr grasi. Það geislaði af henni hlýjan. Hún reyndist mér slík að ég á engri manneskju meira að þakka. Henni á ég það að þakka að ég þurfti ekki á bernskuárum mínum að flækjast milli manna.“ Ágúst var 17 ára þegar hann missti fóstru sína. Hann orti eftir hana þessa vísu: Hjá þér fann ég alltaf yl, æddikuldahrina þá urðu döpur þáttaskil þegar þú kvaddir vina. Það þarf ekki að fara mörgum orð- um um þann heillandi vitnisburð sem hann gefur fóstru sinni. Þetta lýsir manninum sjálfum með heitar tilfinn- ingar, hlýju og trygglyndi sem fylgdi honum alla ævi, málsvara lítilmagn- ans. Ágúst minn mátti aldrei aumt sjá. Enda vitnaði hann oft í orðræður og lífsspeki fóstru sinnar sem hann hafði að leiðarljósi. Það var ekki heiglum hent fyrir munaðarlausan ungling að brjótast til mennta á þessum kreppuárum dofa og deyfðar. Hann gat ekki leitað til neins um hjálp og engin voru náms- lánin þá. Frá sautján ára aldri gerðist hann vinnumaður í sveitinni og fór síðan í vegavinnu. Hann eignaðist nokkrar kindur og hest. Ágúst seldi nú fénaðinn og hestinn og með fyrir- hyggju og sparsemi hafði hann aurað saman einhveiju fé. Með þetta í pok- anum, nítján ára gamall, bjartsýnn, með trú á lífið og framtíðina, sat hann einn vetur í Alþýðuskólanum á Laug- arvatni. Síðan lauk hann kennara- prófi árið 1934. Nú var brautin lögð. Lífsstarf hans varð kennsla. Það var ekki hlaupið að því að fá stöðu á þessum árum. Hann var heppinn. Um haustið fékk hann strax stöðu í Bolungarvík. Ágúst festi þar rætur. Og þar festi hann ráð sitt, kvæntist yndislegri blómarós, Aðal- heiði Haraldsdóttur. Hann sá ekki sólina fyrir henni, enda var hún glæsileg og listræn og hafði skapandi lámnigáfú. Hann missti hana árið 1992 eftir 57 ára hjónaband. Ágúst kom sér vel í Víkinni. Hann var frammámaður í öllu því sem mætti skapa fólkinu betra og bjartara líf. Hann var í stjóm Pöntunarfélags verkamanna, sem barðist gegn versl- unareinokun kaupmanna; í stjóm Byggingarfélags verkamanna og Verkalýðsfélags Bolungarvíkur og stuðningsmaður Góðtemplai'aregl- unnar. Oft var hann fenginn til að flytja hátíðarræður á skemmtunum Bolvíkinga. Brást aldrei mælskulist hans og flutningur. Hann hafði djúpa og tilbrigðaríka rödd. Það var unun að hlusta á hann. Fyrir tæpri hálfri öld var ég þess aðnjótandi, ásamt fyrri konu minni og elsta bami, að eiga nokkra sæla sumardaga í Víkinni vestra hjá þeim hjónum, Aðalheiði og Ágústi. Það voru ógleymanlegar stundir. Þar ríkti gleði og birta yfir öllu og góður andi. Glæsilegt heimili og ís- lensk gestrisni, eins og hún best getur verið. Þótt Ágúst hafi fyrst og fremst ver- ið Dalamaður í húð og hár, þá tók hann ástfóstri við Víkina og væntum- þykjan kemur ljóslega fram í eftir- farandi kvæði sem hann nefndi Bol- ungarvík: VQdn kæra, víkin mín við þig hef ég tryggðir bundið. Hafið fríða, fjöllin þín æ það hef ég betur fundið. Víidnkæra,víkinmín við þig hef ég tryggðir bundið. Friðarreitur, fagra vík fóstra gjöful bömum sínum. Af sorg og gleði sagnarík sífellt geymast minni slík. Þegar ég er liðið lík liggja vil í faðmi þínum. Friðarreitur, fagra vík fóstra gjöfúl bömum sínum. Þetta var og er vinsælt söngva- kvæði hjá Bolvíkingafélaginu í Reykjavík. Éftir 21 árs dvöl i Víkinni tekur Ágúst sig upp, flytur suður með fjöl- skyldunni og gerist kennari í Kópa- vogi. Hann gegndi því uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Einn merkasti þáttur í lífshlaupi hans finnst mér vera, þegar hann kemur fram hálfsextugur að aldri sem fullskapaður rithöfundur. Vitað var hversu fljúgandi mælskur og af- bragðs hagyrðingur hann var. En hann var ekki að flíka hlutunum. Ágúst var frekar dulur að eðlisfari og hvergi að troða sér fram. En þama komu út eftir hann tvær framúrska- randi minningabækur, Mörg eru geð guma (1976) og Dalamaður segir frá (1978). Þessar bækur fengu sérlega góða dóma og vöktu mikla athygli hjá bókelsku fólki. Ég tel að þessar bæk- ur séu með því besta af sínu tagi sem ritað hefur verið á íslenska tungu. Fyrir þessar bækur varð Ágúst landsþekktur. Einnig var hann vin- sæll útvarpsmaður fyrir sínar lifandi, þjóðlegu frásagnir um menn og mál- efni, ekki síst fyrir flutning sinn á efn- inu. Ágúst var hugsjónamaður, róttæk- ur í skoðunum og ákaflega pólitískur. Ég hef varla þekkt nokkum mann sem hafði svo víðan sjóndeildarhring á allar þjóðfélagshræringar. Aldrei heyrði ég hnjóðsyrði af hans vöram um nokkum mann. Hann lét alla njóta sannmælis, þótt hann stæði fast á sínu. Nú er Ágúst minn allur. Ég sakna hans. Mig langar að lokum að fella hér inn vísu sem hann orti á efri ár- um: Finnst mér hrinan hvöss og köld karliferðalúnum. Enda bráðum komið kvöld kólgaáíjallabrúnum. Far í friði, fræðari minn og vinur. Haukur Sveinsson frá Baldurshaga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.