Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 56

Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 .....■■■.i i UMRÆÐAN Salan a hluta- bréfum Samherja ÞAÐ vaktí þjóðarathygli, þegar Þorsteinn Vilhelmsson seldi hluta- bréf sín í Samherja. Þetta fyrirtæki hefur með margvíslegum hætti fallið íslendingum vel í geð. Það kom glöggt fram fyrir tveim eða þrem ár- ,um, þegar hlutafé í Samherja var '’boðið fram á almennum verðbréfa- markaði og fólk gat hvergi nærri fengið það keypt sem það hafði skrif- að sig fyrir. Hluthafar urðu milli 6 og 7 þúsund. Eftir 1980 átti útgerðin erfitt upp- dráttar og fólk frá sjávarplássunum sat á biðstofum ráðherra til þess að biðja um fyrirgreiðslu. Það voru öm- urlegir tímar. Samherji, útgerðarfyr- irtæki í Grindavík, átti pólskan tog- ara, Guðstein, og hafði hann legið og ryðgað við bryggju á annað ár, þegar þeir frændur að norðan keyptu hluta- félagið og breyttu togaranum í frysti- togara. Það var Akureyrin og stendur sérstakur ljómi af þvi skipi. Margir af áhöfninni á Kaldbak fylgdu skip- stjóra sínum á hið nýja skip. Þeir þekktu dugnað hans og harðfylgi og trúðu á það, sem hann var að gera, þótt mörgum þætti það fífldirfska. En þeir frændur lögðu allt undir. Og þeir voru vel undirbúnir: Bræðumir Þorsteinn og Kristján Vilhelmssynir, skipstjórinn og vélstjórinn, og Þor- steinn Már Baldvinsson skipaverk- fræðingur. Sjávarútvegur Til þess að sjávarútveg- urinn geti blómstrað, segir Halldór Blöndal, verður hann að búa við starfsöryggi og ekki verri rekstrarskilyrði en önnur fyrirtæki í landinu. Á þessum tíma var sjófrystingin að ryðja sér til rúms. Þeir Samherja- frændur náðu góðum tökum á henni og tóku markaðsmálin í sínar hendur og færðu brátt út kvíamar. Þá kom í Ijós, að þeir höfðu meiri yfirsýn yfir þá möguleika, sem fólust í nýjum út- gerðarháttum og nýjum viðskipta- háttum, en flestir eða allir aðrir. Þeir Vatnsmýrin, Reykjavík o g Kyoto SAMKVÆMT Kyoto-bókuninni era aðildarþjóðunum sett þau mörk að meðallosun gróðurhúsaloftteg- unda á fyrsta skuldbindingartímabil- inu, á áranum 2008 til 2012, verði ekki meira en 10% umfram losunina á árinu 1990. Þær þjóð- ir sem hafa undirritað bókunina fara ýmsar leiðir til að ná þessu markmiði en flestar eiga þær það sameigin- legt að kosta veralega fjármuni. fslendingar fá vissa undanþágu íslendingar hafa ekki undirritað Kyoto- bókunina en vísað til sérstöðu sinnar í notk- un á náttúruvænum orkulindum. Við viljum halda áfram að byggja hér upp orkufrekan iðnað og skjóta fleiri stoðum undir einhæft atvinnulíf. Við virðumst hafa mætt vissum skilningi með þessa afstöðu okkar. Sam- kvæmt spám er gert ráð fyrir að út- ^olástur gróðurhúsalofttegunda auk- ist á íslandi á næstu árum. Um 25% af þeirri aukningu mun stafa af meiri bifreiðanotkun, en það era margir þættir sem ákvarða hve mikið við notum bílana okkar og einn þeirra era umferðar- og skipulagsmálin. Ef við ætlum á komandi árum að draga úr aukinni notkun bifreiða þá kallar það á aðrar lausnir í skipulagsmálum en þær sem við höfum notað undan- fama áratugi. Olíukreppan lagði stóra amerísku bílana með V8-vél- inni að velli. í staðinn komu léttari diílar og eyðslugrannar vélar. Kyoto- ’mókunin kallar með sama hætti á nýjar lausnir. Fjölgun um 32.000 manns Á árinu 1998 fjölgaði um 3.600 manns á höfuðborgarsvæðinu. Sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að hér fjölgi um 32.000 manns á næstu 10 áram. Ekki er fyr- 4 irsjáanlegt að takist að stöðva þessa fjölgun sem er bæði náttúrleg og vegna flutnings fólks af landsbyggð-, inni. Eðlilegt er að hlutur Reykjavík- ur í þessari fjölgun verið um 20.000 manns. Ekki ætla Reykvíkingar að leggja þetta allt á nágrannasveitar- félögin? Auðvitað getur Reykjavíkurborg dreg- ið fætuma með því að takmarka lóðaframboð og snúið umræðunni að þeim kostnaði sem er samfara gerð nýrra hverfa. En þessi hæga- gangur er líka dýr. Hann veldur hækkun fasteignaverðs, lóða- braski og erfiðleikum þeirra sem eru að leita sér að húsnæði. Byggð á Álfsnesi innan 10 ára? Reykjavíkurborg er að undirbúa í byggð á Grafarholtinu. Svæðið verður byggingarhæft að ári. Þar er slegist um lóðirnar eins og aðrar lóð- ir sem borgin hefur verið að úthluta að undanfomu. Ef vilji er tíl að leysa úr þessum málum þá þyrfti nú þegar Loftmengun Núverandi aðalskipulag borgarinnar, segir Friðrik Hansen Guð- mundsson, kallar á aukna bifreiðanotkun og meiri loftmengun. að gera byggingarhæf önnur svæði borgarinnar sem samkvæmt skipu- lagi era ætluð undir íbúðabyggð. Þessi svæði, við Rauðavatn, við Hafravatn, ásamt Grafarholtinu og Hamrahlíðarlöndum, rúma hátt í 20.000 manns. Miðað við núverandi lóðaúthlutanir borgarinnar endist þetta land í 20 ár. Miðað við þörfina Friðrik Hansen Guðmundsson stigu líka það skref að alþjóðavæða fyrirtæki sitt með góðum ár- angri og eru nú með rekstur í 5 þjóðlönd- um beggja vegna Atl- antshafsins. Menn geta nærri, að þessi árangur hefur kostað mikil átök og mikla vinnu, sem allir era ekki reiðubúnir að leggja á sig. Eg efast um, að önnur fyrir- tæki á Islandi greiði hærri laun að meðal- tali en Samherji. Hér fyrir norðan hefur Samherji sérstaka merkingu. Akureyrin lagðist að bryggju í sama mund og SIS lagði upp laupana og það byrjaði að hrikta í KEA. Þess vegna hefur mörgum orðið á að segja: Hvar væri Akureyri stödd í dag án Samherja? Margir hafa séð ofsjónum yfir því fé, sem Þorsteinn Vilhelmsson fékk fyrir hlutabréf sín í Samherja. Mér er þó nær að halda, að þau hafi verið seld undir raunvirði. Og það sem líka skiptir máli er, að engir peningar fóra út úr sjávarútveginum. Þorsteinn hefur þegar fjárfest í öðram sjávar- útvegsfyrirtækjum og Bónus-sam- steypan hefur keypt hlutabréf fyrir á 2. milljarð í Samherja. Ég held það sé ekki nema gott að verslunareigendur hætti fé sínu líka í þeirri atvinnugrein í staðinn fyrir nýjar kringlur og nýjar kauphallir í Kópavogi og Reykjavík. Og svo er kannski líka hollt að spyrja sig: Af hveiju kostar kvótinn svona mikið? Svarið er tvíþætt. Ann- ars vegar hafa menn trú á, að kvótakerfið skili því, sem það á að skila, nefni- lega að tryggja að ekki sé gengið of nærri fiskstofn- unum. Ef það bregst, hrynur verðið, eins og við sjáum á rækjukvótanum núna. En þar stöndum við líka frammi fyrir því, að með meiri þorskgengd hverfur rækjan. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Hins vegar hefur af- raksturirm í sjávarútveg- inum verið góður en þó misjafn milli einstakra greina. Það kemur að sjálfsögðu fram í verði kvótans og fyrirtækjanna, eft- ir því hvemig reksturinn gengur. Þess vegna er það rétt hjá Samfylk- ingunni, að ef farið yrði að tillögum hennar um stjórn fiskveiða, félli kvót- inn í verði og fyrirtækin sömuleiðis, af því að afrakstur sjávarútvegsins í heild sinni versnaði. Það er líka auð- velt að sýna fram á, að þessi litlu fyr- irtæki víðs vegar um landið, sem hafa verið að þjónusta útgerðina, hefðu ekki rekstrargrandvöll, ef skrap- dagakerfi eða sóknarmark yrði tekið upp í stað aflakvóta. Söm yrði niður- staðan, ef kvótinn mætti ekki ganga kaupum og sölum og ef ekki rnætti leigja hann. Það er augljóst, af því að kvótinn er ekki ákveðin og óbreytan- leg stærð, heldur gengur hann upp og niður frá ári tíl árs eftir ástandi fisk- stofnanna. Við slík skilyrði gæti engin framþróun orðið í greininni. Það sjá- um við m.a. vel í landbúnaðinum, þar sem rekstrareiningamar era of litlar og allt of oft óhagkvæmar. - í þessu samhengi gleymist oft, að langmest- ur hluti kvótans kemur ekki á mark- að, af því að fyrirtækin þurfa á honum að halda. Þess vegna endurspeglar kvótaverðið ekki raunvirði aflaheim- ildanna. Einn höfuðkosturinn við kvóta- kerfið er, að það er hægt að skipu- leggja veiðarnar innan ársins til þess að ná betri tökum á vinnslunni. Það er aftur forsendan fyrir því að hægt sé að skipuleggja sölumálin fram í tímann sem aftur er forsendan fyrir hærra verði á afurðunum en ella myndi. Það má ekki vanmeta þennan þátt þegar menn era að rekja góða af- komu sjávarútvegsins. Að síðustu er rétt að hafa í huga, að engin atvinnugrein getur þróast nema þeir, sem í henni eru, geti selt reksturinn. Annars velja menn sér annan starfsvettvang. Það er aug- ljóst. Það er mikið fé í vel reknu sjáv- arútvegsfyrirtæki og það er áhættu- fjármagn. Til þess að sjávarútvegurinn geti blómstrað verður hann að búa við starfsöryggi og ekki verri rekstrarskilyrði en önn- ur fyrirtæki í landinu. Höfundur er forseti Alþingis. Vaka eflir tengslin Halldór Blöndal við stúdenta Baldvin Þór Þórarinn Óli Bergsson Ólafsson þyrfti að taka allt þetta land undir byggð á næstu 10 árum. Innan 10 ára mun borgin ekki eiga annars kost en hefja undirbúning að því að fara með byggðina upp í Álfsnes með þeim gríðarlega kostnaði sem því fylgir. I Alfsnesi er gert ráð fyrir 20.000 til 30.000 manna byggð. Kostnað við væntanlegar vegtengingar má áætla a.m.k. 10-15 milljarða. Bara skólp- lögnin frá Álfsnesi með dælustöðv- um og útrás mun kosta meira en endurgerð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. 30 til 50 km til og frá vinnu Áætlað er að auk íbúa miðbæjar- ins sjálfs sæki 22.000 manns atvinnu þangað. Má því segja að hann sjái 50.000 til 60.000 manna úthverfa- byggð farborða. Með þeirri stefnu í skipulagsmálum, sem nú er fylgt, munu akstursleiðir þeirra sem byggja framtíðarhverfi borgarinnar og vinna í miðbænum verða milli 15 til 25 km. Þetta fólk mun búa við það að aka 30 til 50 km á dag til og frá vinnu. Þegar byggðin er orðin þetta dreifð verður erfitt að halda uppi góðum almenningssamgöngum vegna kostnaðar. Þau markmið að minnka notkun bifreiða og þar með loftmengun verða að engu. Þvert á móti kallar núverandi aðalskipulag borgarinnar á aukna bifreiðanotkun og meiri loftmengun. Minnkum loftmengun Flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur og akstur flugfarþega milli Reykjavíkur og Keflavíkur mun auka notkun bifreiða frá því sem nú er. Með flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur erum við að taka ákvörðun um að auka loftmengun. Búið er að benda á 4 til 5 staði á höf- uðborgarsvæðinu þar sem vel færi um nýjan Reykjavíkurflugvöll. í stað þess að reisa 20.000 til 30.000 manna byggð á Álfsnesi eftir 10 ár þá á að reisa þessa byggð í Vatnsmýrinni. Þá væram við að byggja íbúðir á þeim stað þar sem langflest störfin eru. Þá væram við, svo að um mun- aði, að minnka væntanlega fólks- flutninga innan borgarinnar í fram- tíðinni og þar með bifreiðanotkun. Með því að gera þétta miðborgar- byggð í Vatnsmýrinni í stað dreifðr- ar byggðar fjarri miðbænum þá vær- um við að koma til móts við Kyoto-bókunina. Eigum við ekki á einhverjum sviðum að reyna að upp- fylla kröfur alþjóðasamfélagsins um að minnka loftmengun? Höfundur er verkfræðingur. í FÉLAGSLÍFI og hagsmunastarfi er nauðsynlegt að þekkja hug og þarfír umbjóð- enda sinna. Þetta er sérstaklega vandasamt verk þegar um stóra hagsmunahópa er að ræða eins og stúdenta við Háskóla íslands. Stúdentaráð Háskóla Islands sinnir slíku hlutverki. Vaka heldur því til kosninga til Stú- dentaráðs og háskóla- ráðs með það að markmiði að hlúa betur að samskiptum við deildarfélög og hags- munafulltrúa stúdenta í deildum og skoram. Raunhæf stefna Vöku skilar árangri í kosningum til Stúdentaráðs ber gjarnan mikið á háleitum loforðum sem gjarnan era um málefni sem Stúdentaráð hefur lítið eða ekkert með að gera. Þetta vill Vaka forðast. Við teljum eðlilegra að einbeita okk- ur að þeim málum sem Stúdentaráð getur í raun haft veraleg áhrif á og framkvæmt upp á eigin spýtur. Vaka leggur áherslu á endurskipulagn- ingu og uppbyggingu Stúdentaráðs. Þetta hljómar kannski ekki eins spennandi og mörg önnur kosninga- loforð. En þegar stúdentar skoða málið í kjölinn sjá þeir vonandi að slík uppbygging og endurskipulagn- ing er einmitt það sem þarf til þess að gera Stúdentaráð að þeim öfluga bakhjarli hagsmunafulltrúa stúd- enta og deildarfélaga sem þörf er á. Vaka hlustar eftir þörfum stúdenta Vaka vill efla tengsl við hags- munafélög stúdenta veralega. I vet- ur hefur Stúdentaráð einungis tvisv- ar haldið fundi með formönnum deildarfélaga. Þau samskipti þarf að bæta því annars öðlast forysta Stúd- entaráðs ekki forsendur til þess að forgangsraða verkefnum sínum á ár- angursríkan hátt fyrir stúdenta. Vaka mun hvergi spara krafta sína í því augnamiði að tryggja að Stúd- entaráð stefni ætíð í þá átt sem þarf- ir stúdenta leiða það. Þess vegna verður Stúdentaráð, undir forystu Vöku, breiður farvegur fyrir málefni stúdenta - en ekki uppspretta gælu- verkefna forsvarsmanna þess. Vaka vill sjá til þess að sívirkt og gagn- virkt net upplýsinga verði hags- munafulltrúum til halds og trausts í starfi sínu. Breytingar Vöku eru nauðsynlegar Vaka leggur áherslu á að framtíð Háskóla íslands er að stóram hluta mótuð af hugarfari og metnaði stúd- enta. Við viljum fá tækifæri til þess að gefa stúdentum samanburð á milli þess Stúdentaráðs sem þeir þekkja - Stúdentaráð Við viljum fá tækifæri til þess, segja Baldvin Þór Bergsson og “ + “ > Þórarinn Oli Olafsson, að gefa stúdentum sam- anburð á milli þess Stúdentaráðs sem þeir þekkja - og þess Stúdentaráðs sem þeir eiga skilið og þess Stúdentaráðs sem þeir eiga skilið. Við hvetjum stúdenta til þess að kynna sér málin og veita Vöku umboð sitt í kosningunum nk. mið- vikudag. Baldvin skipar fyrsta sæti á lista Vöku til háskólaráðs ogÞórarinn Óli skipar fimmta sætið á lista Vöku til Stúdentaráðs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.