Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hraustari borg Hjalti J. Sólveig Guðjónsson Jónasdóttir UNDANFARIN rúm 2 ár hefur verið unnið með markviss- um hætti að framtíðar- stefnumótun Reykja- víkurborgar í umhverfismálum. Með útgáfu Umhverfis- stefnu borgarinnar (maí 1998) var stigið fyrsta skrefið í gerð svokallaðrar Staðar- dagskrár 21 (Local Agenda 21) fyrir '»Reykjavík. Verkinu miðar vel og er áætlað að því ljúki á þessu ári, þó hæpið sé að tala um verklok í sam- hengi við Staðardagskrá 21, enda þurfa umhverfismál að vera í stöð- ugri endurskoðun og taka mið af þjóðfélagsástæðum hvers tíma. Það eru margar spennandi nýjungar í vinnuferlinu sem ekki hafa verið notaðar áður við sams konar vinnu. Meginmarkmið Staðardagskrár 21 (SD21) er að samræma umhverf- isleg, félagsleg og efnahagsleg sjón- armið samfélagsins þar sem lausn á einu sviði má ekki skapa vanda annars staðar. Með þetta að leiðar- Ijósi hefur verið unnið að stefnu og framkvæmdaáætlun í umhverfis- málum fyrir Reykjavík undanfarin tvö ár. Sérstakt vinnuferli var skil- greint við upphaf starfsins. Þar er gert ráð fyrir að vinnan hefjist með mótun umhverfisstefnunnar fyrir 21. öldina en síðan verði gerð úttekt á stöðu umhverfismála borgarinnar. Þá yrði álit og viðhorf borgarbúa kannað enda er mikilvægt að virkja íbúa á frumstigi þannig að viðhorf þeirra komi strax fram. Öll þessi skref hafa þegar verið stigin. Bæði umhverfisstefnan (framtíðai’sýnin) og meginniðurstöður könnunnar um viðhorf Reykvíkinga til um- hverfismála hafa verið kynnt á op- inberum vettvangi. Hægt er að nálgast þetta efni á heimasíðu SD21 fyrir Reykjavík (http:// www.rvk.is/stadardagskra21). Græn reikningsskil Staðardagskrá 21 er nokkurs konar eilífðarvél sem þarf að end- urskoða með jöfnu millibili. Tím- arnir breytast og mennirnir með. Ýmis viðhorf og áætlanir í þjóðfé- laginu eru breytingum háð og þarf SD21 að fylgja þeim eftir til þess að sitja ekki í gamla farinu. Með þetta í huga þarf að fylgjast með fram- gangi þeirra markmiða og fram- kvæmdaráætlanna sem þar koma fram í SD21. Til þess að slíkt sé unnt verður á þessu ári hafin vinna við gerð svokallaðra grænna reikn- ingsskila (eco budget) fyrir Reykja- vík. Hér er um að ræða eftirlíkingu á hefðbundnu bókhaldskerfi nema að í þessu tilfelli er staða ýmissa umhverfisþátta færð til bókar t.d. þróun loftmengunar, orku- og auð- lindanýtingar og endurvinnsla og endurnýting sorps í Reykjavík. Tilgangurinn með grænum reikn- ingsskilum er því að búa til eins konar gæðastjórnunarkerfi á lífs- gæði Reykvíkinga, fýlgjast með heilsufari borgarinnar og síðast en ekki síst, að fylgjast með að markmiðum i umhverfismálum sé fylgt eftir á viðunandi hátt. Með grænum reikningsskilum er þannig unnt að mæla hve vel gengur í átt að sjálbærri þróun. Reiknað er með að gefa út opinberar skýrslur í framtíðinni þar sem greint er frá niðurstöðum reikningsskila viðkom- andi tímabils. Þetta tímabil getur verið eitt ár eða jafnvel lengri tími eftir þörfum. Þar verður reynt að svara spurningunni hvort við séum á réttri leið í átt til sjálbærrar þró- unar. Umhverfisrannsóknir Þegar þetta er ritað er hafin vinna við myndun markmiða, for- gangsröðun málefna og val á leiðum til aðgerða. Þeir málaflokkar sem Staðardagskrá 21 Umhverfísmál þurfa að vera í stöðugrí endur- skoðun, segja Sólveig Jónasdóttír og Hjalti J. Guðmundsson og taka mið af þjóðfélagsað- stæðum hvers tíma. fjallað verður um í SD21 fyrir Reykjavík eru eftirfarandi: fráveita, loftgæði og hljóðvist, sorp, orka og auðlindir, skipulag og landnýting, innkaup, minjavernd, samgöngur, rödd borgarbúa, umverfismennt og líf í borg á nýrri öld. I öllum þess- um málaflokkum verður gerð grein fyrir framtíðarsýn í viðkomandi málaflokki, hvað borgin hefur gert og ætlar að gera. í SD21 sameinast því stefnumótun og framkvæmdar- áætlun borgarinnar í mörgum veigamiklum málum sem lúta að lífi í Reykjavík á næstu öld. Forsendur fyrir því að þessi vinna heppnist vel er að byggja markmið og leiðir á þekkingu. Mælikvarðar á sjálfbæra þróun, sem mynda grunn grænna reikn- ingsskila, þurfa að vera raunhæfir og taka púlsinn á samfélaginu á hverjum tíma. Mælikvarðarnir verða einnig að endurspegla ástandið á þann hátt að almennur borgari hafi skilning á mælistik- unni. Við getum einnig með þessu móti auðveldað borgarbúum að meta ástand Reykjavíkur á ákveðn- um tímapunktum og síðast en ekki síst getum við betur áttað okkur á hvar hægt er að bæta árangur eða vera hreykin af því sem hefur áunn- ist. Mælikvarðarnir verða einnig að vera hannaðir með það í huga að hægt sé að bera þá saman við sams konar vinnu á alþjóðavettvangi. Öll þessi atriði eru mjög mikilvæg fyrir árangursríka stjórnun á umhverfis- málum borgarinnar. Þátttaka íbúanna Eitt af meginatriðum SD21 er einnig að virkja almenning í stefnu- mótuninni eða hafa íbúana sem einskonar ráðgjafa í þeirri vinnu. Hér er mikilvægast að umhverfis- málin séu skoðuð í heildarsamhengi þar sem íbúar borgarinnar eru spurðir álits við stefnumótunina. Með þessu er verið að auka svo- kallað þátttökulýðræði í stefnumót- unarvinnunni þar sem borgararnir taka virkan þátt í mótun umhverfis- mála Reykjavíkur á 21. öldinni. Þetta var gert með áðurnefndri könnun um viðhorf borgaranna til umhverfismála á upphafsstigum vinnunnar en gert er ráð fyrir að SD21 fyrir Reykjavík fari í al- menna kynningu til borgarbúa áður en yfir lýkur. Þar mun almenningur geta gert athugasemdir við staðar- dagskrána áður en hún verður tek- in til lokaumræðu hjá borgaryfir- völdum. Það er von aðstandenda SD21 fyrir Reykjavík að borgar- búar verði virkir í gerð athuga- semda þannig að þeirra sjónarmið komi skýrt fram. Höfundur er varaformaður um- hverfís- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur og Hjalti er verkefnis- stjóri Staðardagskrár 21 fyrir Reykjavík. Þörf fyrir Sam- fylkinguna við landsstjórnina Samfylkingin vill axla þá ábyrgð sem því er meðfylgjandi að stjóma landinu. Sam- fylkingm, breiðfylking jafnaðarmanna, vill tak- ast á við þau verkefni, sem því fylgja að vera _jöflugur, kröftugur og ábyrgur aðiii að ríkis- stjóm. Þess vegna hlýt- ur það að verða mark- mið hinnar nýju hreyf- ingar, að láta verkin tala í nýrri ríkisstjóm, sem taki við eigi síðar en í sumarbyrjun 2003 - að afloknum næstu reglulegu kosningum. En vera engu að síður reiðubúinn fyrr, ef núverandi ríkisstjómarflokk- ar gefast upp á samstarfinu, sem alls ekki er útilokað. Samfylkingin er ekki og vill ekki verða „krónískur“ stjómarandstöðuflokkur, sem hefur það hlutverk eitt að hrópa á torgum ^pg vera í sífelldu andófi. Jafnaðar- menn hafa verið kallaðir til verka víð- ast hvar í Evrópu og þar hafa þeir verið í fararbroddi um áratugaskeið. Mikiivægt er að íslendingar njóti einnig þeirra gmndvallarsjónarmiða og úrræða sem jafnaðarstefnan býr yfir. Mikilvægur stofnfundur Senn líður að stofnfundi Samfylk- ingarinnar. Þar verður formfest það samstarf sem tekist hefur milli A- flokkanna, Kvennalista, Þjóðvaka og THÍ&fnaðarmanna utan flokka og birtist meðal annars í kosningabandalagi í þingkosningunum síðastliðið vor. Miklu skiptir að vel takist til á þess- um fundi. Vangaveltur um nýja forystusveit í fjölmiðlum em eðlilegar. Hins vegar em nöfn hugsanlegra kandídata stundum sett fram eins og undanfari sapennandi íþróttakappleiks. Mikiu meira er þó í húfi. Ný forystusveit Samfylk- ingarinnar verður and- Kt flokksins og mun einnig setja sitt mark á framtíðaráherslur og ekki síður framtíðar- hlutverk Samfylkingar- innar í íslenskum stjómmálum. Og þá skiptir máli að til verk- anna veljist fólk sem er reiðubúið að takast á við það verkefni að stjóma landinu í samstarfi við aðra flokka - en ekki eingöngu vera í farar- broddi hins nýja flokks. Samstaða um meginmál Eðli máls samkvæmt hefúr verið lifandi umræða innan Samfylkingar- innar sem utan hennar um stöðu hennar í hinu pólitíska litrófi sem og Samfylkingin Þessi fjöldahreyfíng jafnaðarmanna, segir Guðmundur Árni Stefánsson, vill setja sitt mark á íslenskt samfélag í nútíð og um langa framtíð. um framtiðarverkefni. Andstæðingar okkar hafa farið mikinn og hamrað á meintum sundurlyndisdraug sem gangi ljósum logum innan Samfylk- ingarinnar. Þeir bæta því við að vegna þessa muni Samfylkingin seint ná vopnum sínum. Þetta er fjarri lagi. Staðreyndin er einfaldlega sú, að inn- an Samfylkingarinnar er víðtæk og Guðmundur Arni Stefánsson almenn samstaða um það meginhlut- verk sem henni ber í íslenskum stjómmálum: nefnilega að jafnrétti, raunverulegt frelsi og samhjálp verði meira en orð á blaði í íslenskum stjómmálum, heldur þrauður þráður í raun við framkvæmd stórra og smárra verkefna sem við blasa í ís- lenskum stjómmálum. Og vaxandi misskipting sem birtist aftur og aftur í íslensku samfélagi, þar sem leiddar em í Ijós kaldar stað- reyndir um bág kjör stórra hópa Is- lendinga, mitt í miðju góðærinu, und- irstrikar nauðsyn þess að hvíla þessa ríkisstjóm auðhyggju og sérhyggju og leiða til öndvegis mannleg viðhorf sem byggja á jöfnuði og réttlæti. Ennfremur er mikilvægt að raun- vemleg samkeppni verði ríkjandi á markaði og í atvinnulífinu, en þröngir sérhagsmunir verði víkjandi. Víðsýni og umburðarlyndi verður og að fá að njóta sín í íslensku samfélagi. Sam- fylkingin er ekki og má aldrei verða þröngur flokkur kreddusjónarmiða og einangmnarhyggju, sem em um of ríkjandi í íslensku flokkakerfi. Engin dægurfluga Samfylkingin er mætt til leiks í ís- lenskum stjómmálum. Samfylkingin á ekki að vera viðvarandi stjómar- andstöðuflokkur, sem er á móti mál- um bara til að vera á móti þeim. Hún er ekki stofnuð til að vinna stundar- sigra í fréttatímum augnabliksins, eða skoðanakönnunum andartaksins. Þvert á móti vill þessi fjöldahreyfmg jafnaðarmanna setja sitt mark á ís- lenskt samfélag í nútíð og um langa framtíð. Oft var þörf á úrræðum jafn- aðarmanna. Nú er nauðsyn. Þess vegna er þjóðinni það mikilvægt að Samfylkingin verði sterkt afl í nýrri ríkisstjóm í næstu framtíð - eigi síðar en að loknum næstu reglulegu þing- kosningum vorið 2003. Það er og mik- Ovægt fyrir hin nýju samtök að sýna kjósendum sínum og þjóðinni allri að Samfylkingin er ábyrgt en um leið framsækið stjómmálaafl, sem vill setja mark sitt á þjóðfélagsgerðina og framþróun mála, en eltir ekki dægur- flugur. A stofnfundi Samfylkingarinnar í byrjun maí næstkomandi er mikil- vægt að þessar áherslur verði skýrar og Ijósar - og birtist bæði í kjöri for- ystumanna og samþykktum fundar- ins. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Hvers virði eru fallvötnin? UMFJOLLUN um stóriðjuna og virkjun fallvatna til þess að þjóna henni, snýst um virkjunarkostnað, byggingarkostnað stóriðjuvera og fjölda starfsmanna í verk- skálum verksmiðj- anna. Aldrei er minnst á verðmæti orkugjafans, fallvatns- ins, sem er sambæri- legt við olíulindir ol- íuframleiðslulanda, sem auðlind þjóðar- innar. Islendingar nota ol- íuna sem orkugjafa og kaupa hana dýru verði, á sama tíma og erlend stóriðja nýtir hér orku fallvatnanna fyrir lítið eða Virkjanir Norsk Hydro sækist nú eftir að nytja fallvötn Austur- lands í þágu sína, segir Einar Vilhjálmsson, og er ekki smátækt. ekkert gjald. Dæmi eru um að ís- lenzk fyrirtæki noti frekar olíu en rafmagn sem orkugjafa vegna mik- ils verðmunar. Þjóðin er skuldsett svo tugum milljarða skiptir, reisir orkuver fyrir erlent lánsfé, til þess að skapa erlendum stóriðjufyrirtækj- um ómældan gróða. Þetta áhættu- fjármagn sem lagt er stóriðjunni til með virkjununum er ekki eina forgjöfin sem stóriðjunni er gefið, heldur eru hagkvæmustu virkjun- arkostirnir valdir, fyrir þessi er- lendu gróðafyrirtæki, svo betur sé hægt að þjóna þein með lágu verði. íslenzk heimili og fyrirtæki verða síðan að berá þungann af virkjun- arkostnaðinum með okurverði á rafmagni. Það væri fróðlegt að sjá arðsemisútreikn- inga Blönduvirkjunar, sem mól bæði malt og salt í áraraðir, en ekki gull eins og til var ætlast. Mistökin við Straumsvíkursamn- inginn í upphafi, leiddi strax til hækkunar á raforku til heimilanna um 16 eða 18 aura á kílóvattsstund. Norsarar hafa löng- um nýtt auðlindir Is- lands eins og væru þær þeirra eign. Frá 1867 og fram í síðari heimsstyrjöld stunduðu þeir síldveiðar hér við land og ráku einnig síldarsöltun og síldarverksmiðjur í landi. Þorsk- veiðar stunduðu Norsarar einnig, fyrst á seglskipum og síðar á gufu- skipum og mótorskipum. Þrengdu þeir mjög að íslenskum fiskimönn- um, þar sem landhelgin var aðeins 3 sjómflur. Arið 1883 hófu Norsarar hér hvalveiðar og reistu hér hvalveiði- stöðvar. Hvalveiðar þeirra hér við land stóðu til ársins 1915. Á þess- um árum veiddu þeir 17.189 hvali og framleiddu 618.838 tunnur lýsis. Að loknu þessu úthald Norsaranna voru hvalir orðnir fáséðir við ís- land. Eftir standa Ráðherrabú- staðurinn og rústir hvalstöðvanna, til minja um hvalveiðar Norsara hér við land. Norsk Hydro sækist nú eftir að nytja fallvötn Austurlands í þágu sína og er ekki smátækt. íslendingum er ætlað að skuld- setja sig svo tugum milljarða skiptir, til þess að leggja þeim til raforku fyrir 480 þúsund tonna ál- ver á Reyðarfirði. Islendingar eiga þannig að snúa gullkvörn Norsara og ekki skortir Norsara íslensk þí til liðsinnis sér í málinu. Höfundur er lífeyrisþegi og fyrrverandi tollvörður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.