Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 59^ UMRÆÐAN „ERTU búin að lesa greinina hennar Helgu Sigurjónsdóttur í Morgunblaðinu í dag (5. feb.)?“ spurði glögg- ur lesandi. „Hún segir að dr. Matthías hafi bara viljað útrýma fá- vitum. Var hann svona smitaður af kenningum þýskra nasista?" Eg kom af fjöllum. Hvemig var hægt að komast að þessari nið- urstöðu? Dr. Matthías var eldhugi og áhuga- maður um uppeldi og kennslu, mannvinur, sem hlúði í hvívetna að þeim sem minna máttu sín í samfélaginu. Þess bera öll hans skrif og verk vitni. Ég las greinina og bókina sem vitnað er í: Greindarþroski og greindarpróf. Síðasti kaflinn heitir: Nota- gfidi greindarmælinga og hefði greinarhöf- undur lesið allan kafl- ann hefði hann kynnst viðhorfum dr. Matth- íasar tfi náms og kennslu og að hann var að bera hag nemenda fyrir brjósti þegar hann staðlaði sín greindarpróf. Þau voru tæki tfi að hjálpa kenn- urum til að skfija betur námserfiðleika nem- enda sinna og mæta þeim með árangursrík- um aðferðum. Þau voru líka tæki tfi að leiðbeina unglingum í náms- og starfsvali. En Helga kaus að velja aðeins þann hluta þar sem hann lýsir áhyggjum sínum og annarra af því Kennsla Umræða um kennslu- mál, segir Pálína Jónsdóttir, þarf að einkennast af réttsýni og heiðarleika. að hinn lággreindi hluti þjóðanna auki kyn sitt örar en hinn hágreindi. Hann er að tala um örvita ekki þá nemendur sem sækja grunnskóla og gengur þar illa í námi af ýmsum ástæðum. Hann vissi auðvitað vel að vangengi í námi er ekki endilega vegna greindarskorts. „Greindar- sérfræðin hefur verk að vinna að mati dr. Matthíasar," segir greinar- höíúndur og það er rétt en ekki að- eins til þeirra nota, sem lögð er áhersla á í greininni að „sortera“ burt þá sem ekki geta lært. Hvaðan kemur höfundi sú vit- neskja að dr. Matthías fagni lögun- um um vananir frá 1938? Hann var í þýskalandi frá 1930-1945, fyrst við nám en síðan lektor við Háskólann í Leipzig. Hann er að tala um að hægt sé að nota greindarprófin til að skera úr um fávitahátt á fjótlegan og til- tölulega öruggan hátt. En hefði höf- undur lesið alla greinargerðina, líka kaflann: Takmörk mælanlegrar greindar (bls. 82), hefði hann séð að dr. Matthías gerir sér vel grein fyrir þeim vanda sem prófanda er á hönd- um við að ákvarða lágþróaða og reyndar líka háþróaða greind. Ég naut þeirrar ánægju að vinna hjá dr. Matthíasi um tíma þegar hann var að safna efni til að staðla greindarpróf sín. Hann aðstoðaði mig og aðra kennara við að finna skóla erlendis þar sem hægt var að stunda framhaldsnám. Sérkennslu- nám var þá ekki til hér heima. Hann stofnaði Barnaverndarfélag Reykja- víkur 1949 og var formaður þess en ég sat í stjórn þess mörg ár og tel mig því dómbæra um hvar áhugi dr. Matthíasar lá í uppeldis- og mennta- málum. -2- Bamaverndarfélagið veitti einnig að hans frumkvæði kennurum námsstyrki , sem fóru til fram- haldsnáms erlendis og sérhæfðu sig í að kenna t.d. þroskaheftum einstakl- ingum. Þannig sýndi dr. Matthías áhuga sinn á þessum málum í verki. Fyrir atbeina hans gaf félagið út nokkrar bækur um uppeldi og voruéL þær ætlaðar til fræðslu fyrir al- menning. Fyrsta bókin fjallaði ein- mitt um „afbrigðileg“ börn. Það var svið sem honum var mjög hugleikið og hann fann sárt til þess hve þess- um málaflokki var lítið sinnt hér á landi og fáfræði og fordómar ríkj- andi. Bókin kom út 1959. Ég beið með að senda þennan pistil þangað til síðasta grein Helgu birtist til þess að sjá hvort hún gæfi ítarlegri og sannari mynd af kenn- ingum og starfi dr. Matthíasi. Svo var ekki. Ég fagna allri umræðu urir* kennslumál en hún þarf að ein- kennast af réttsýni og heiðarleika. Það er ómaklega vegið að dr. Matth- íasi með því að draga út eitt atriði af öllu því sem hann skrifaði um kennslu- og menntamál og nota það til að gera hann og starf hans tor- tryggilegt í augum fólks. Það eru óvönduð vinnubrögð og siðlaus. Höfundur er kennari. Að hagræða sannleikanum Pálfna Jónsdóttir ATVINNU- AUGLÝSINGAR Afgreiðslustarf Starfskraftur óskast til afgreiðslustarfa í ört vaxandi kvenfataverslun. Vinnutími fyrir eða eftir hádegi. Verðurað hafa gaman af fötum og hafa auga fyrir litum og samsetningum. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „A — 9275", fyrir 25. febrúar. FUMDIR/ MANNFAGNADUR Aðalfundur Búlandstinds hf. Aðalfundur Búlandstinds hf. verður haldinn mánudaginn 28. febrúar nk. kl. 14 í kaffistofu félagsins, Bakka 4, Djúpavogi. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ÓSKAST KEVPT Kaupum frímerki Fulltrúi frá frímerkjafyrirtækinu POSTILJONEN, verður á íslandi 25.-29. febrúar og kaupir eða tekurtil uppboðsfrímerki og söfn, gömul um- slög og erl. söfn. Hafið samband við Kjell Larson, (Hótel Holti), eða Postiljonen, Malmö, sími 0046 40 258850. Fax 0046 40 258859. Málverk Málverkeftir Þórarin B. Þorláksson listmálara óskast til kaups. Hátt verð í boði fyrir gott málverk. Tilboð merkt: „Þórarinn B. Þorláksson" sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. febrúar nk. KEMNSLA Líföndun Að anda er að lifa Guðrún Arnalds verður með námskeið í líföndun helgina 26.-27. febrúar. Öndunin segir allt um líf þitt. Líföndun er leið til að losa um spennu og létta á hjartanu. Gefur þú þér tíma tii að lifa? Guðrún Arnalds, s: 551 8439/896 2396. MAUOUMGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Austurvegur 18—20, n.h., Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Bergmann Ár- sælsson, gerðarbeiðendur Fj'árfestingarbanki atvinnulífsins hf. og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Austurvegur 49, Seyðisfirði, þingl. eig. Jón Bergmann Ársælsson, gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Ibúðalánasjóður og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudaginn 23. febrúar2000 kl. 14.00. Bláskógar 7, Egilsstöðum, þingl. eig. Dagur Kristmundsson, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Brattahlíð 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Ársæll Ásgeirsson, gerðarbeiðend- ur Lífeyrissjóðir Bankastræti 7, Lífeyrissjóður Austurlands og Lífeyr- issjóður verslunarmanna, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Deildarfell, Vopnafirði, þingl. eig. Anton Gunnarsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Hafnarbyggð 17, Vopnafirði, þingl. eig. Bjarni E. Magnússon og Svava Viglundsdóttir, gerðarbeiðandi Ferðamálasjóður, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Hafnargata 37, Seyðisfirði, þingl. eig. Fjarðarnet ehf., gerðarbeiðandi Byggðastofnun, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Lagarbraut 7, norðurendi, Fellabæ, þingl. eig. Herðir hf. fiskvinnsla, gerðarbeiðendur Byggðastofnun og íslenskar sjávarafurðir hf., mið- vikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Laugavellir 11, Egilsstöðum, þingl. eig. Haukur J. Kjerúlf, gerðarbeið- andi Almenna málflutningsstofan sf„ miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Laugavellir 13, Egilsstöðum, þingl. eig. ÁsgrímurÁsgrímsson, gerð- arbeiðandi Lín ehf., miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Lónabraut 34, Vopnafirði, þingl. eig. Vopnafjarðarhreppur, gerðarbeið- andi Ibúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Miðás 1—5, hl. 0101, Egilsstöðum, þingl. eig. Eikarás ehf., gerðarbeið- andi Byggðastofnun, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Miðás 19—21, ásamt lóðartækjum, vélum o.fl., Egilsstöðum, þingl. eig. Vökvavélar hf„ gerðarbeiðendur Austur-Hérað og Fjárfestingar- banki atvinnulífsins hf„ miðvikudaginn 23. febrúar2000 kl. 14.00. Múlavegur 5, Seyðisfirði, þingl. eig. Þorsteinn H. Þorsteinsson, gerð- arbeiðendur Kreditkort hf. og Landsbanki Islands hf„ Seyðisfirði, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Norðurgata 2, Seyðisfirði, þingl. eig. Lyfting ehf„ gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands hf. og sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudag- inn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Smárahvammur2, Fellabæ, þingl. eia. Hrefna Hjálmarsdóttir og Stefán Ásgrímsson, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Strandarvegur29—35, Seyðisfirði, þingl. eig. Strandarsíld hf„ gerð- arbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, miðvikudaginn 23. febráur 2000 kl. 14.00. Torfastaðir II, Vopnafirði, þingl. eig. Sigurður Pétur Alfreðsson, gerðar- beiðandi Lánasjóður landbúnaðarins, miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Útgarður 2, Egilsstöðum, þingl. eig. Vilhjálmur Einarsson, gerðarbeið- andi Húsasmiðjan hf„ miðvikudaginn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Vallholt 9, Vopnafirði, þingl. eig. Jóna Benedikta Júlíusdóttir, gerðar- beiðandi Lífeyrissjóður Austurlands, miðvikudaginn 23. febrúar2000 kl. 14.00. Verkstæðishús vA/allarveg, ásamt vélum, tækjum o.fl„ Egilsstöðum, þingl. eig. Dagsverk ehf„ gerðarbeiðandi Byggðastofnun, miðvikudag- inn 23. febrúar 2000 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 18. febrúar 2000. ÝMISLEGT KÓPAV OGSBÆR Tónlist á vegum Tíbrár í Salnum haustið 2000 til vors 2001 Auglýst er eftir umsóknum um tónleika á vegum Tíbrár haustið 2000 til vors 2001. Umsóknir um tónleikahald ásamt kjör- tíma og hugmyndum um efnisval sendist til Fræðslu- og menningarsviðs, Björns Þorsteinssonar, Fannborg 2, sími 570- 1600. E-mail: bjornt@kopavogur.is eða sigurbjorg@kopavogur.is Umsóknir skulu berast fyrir 1. mars nk. Tíbrá mun velja úr umsóknum og svara öllum að vali loknu. Fræðslu- og menningarsvið Kópavogs SMAAUGLYSINGAR KENNSLA Brian Tracy (^y INTERNATIONAL PHOENIX-námskeiðin www.sigur.is FÉLA6SLÍF Ferðaáætlun i ferðaáætlun Útivistar eru í boði margar ferðir við allra hæfi allt árið. Pantið eintak á skrifstofu Útivistar eða með tölvupósti: uti- vist@utivist.is. Skíðaganga á sunnudag 20. feb. frá BSÍ kl. 10.30. Skíða- ganga yfir Mosfellsheiði. Verð 1.400/1.600. Næsta helgarferð 26.-27. feb. Skíðaferð á Nesja- velli í kringum Hengil. Gengið yfir Hellisheiði á Nesjavelli en þar bíður heiti potturinn og veisla. Seinni daginn er gengið um Dyradal og endað i Hamragili. Undirbúnings- og kynningarfund- ur verður þriðjudaginn 22. feb. kl. 20.00 hjá Útivist. Kynnið ykkur ferðir Útivistar á: www.utivist.is. Kl. 13.00 Laugardagsskóli fyrir krakka. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Gönguskíði sunnudag 20. febrúar: Leirvogsvatn — Þor- móðsdalur — Hafravatn. Gönguferð sunnudag 20. febrúar: Helgafell — Reykjafell — Hafravatn. Brottför í báðar ferðir frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 10:30. Allir velkomnir. Verð 1300 kr. Bókið tímanlega í skíðagöngu- ferð um Hengilssvæöið 4.-5. mars. Kynnið ykkur áætlun F.l. á www.fi.is og síðu 619 í texta- varpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.