Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 61

Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 6 ] UMRÆÐAN Eru markaðslaun uppgjöf? HVERNIG ætlar Verslunarmannafélag Reykjavíkur að tryggja launakjör fé- lagsmanna sinna? Samkvæmt því sem ég les mun félagið ekki semja framar um kauptaxta fyrir sína félagsmenn, heldur leggja ákvörðun um kaup, fyrir vinnu fé- lagsmanna, alfarið í hendur atvinnurek- enda. Launakannanir byggðar á einhverju úrtaki starfsmanna í viðkomandi starfs- grein eiga að gefa til kynna hvaða laun atvinnurekendur vilja greiða. Launamaðurinn les þessa könnun árlega og metur sín eigin laun út frá niðurstöðum könnunarinnar. Ef hann kemst að því að hans laun eru lægri en hjá kollegunum, þá röltir hann á fund atvinnurekandans og heimtar hærri laun á grundvelli samanburðarins. Þá upphefst hin hefðbundna umræða og mismun- Laun Hægt og bítandi mun fjara enn frekar undan áreiðanleika þessara kannana, segir Friðbert Traustason, og að lok- um verður ekkert á þeim að byggja. andi túlkun og skoðun á því við hvaða hóp eigi að miða. Hvert er verksvið, ábyrgð, menntunarkröfur, starfsþekking , hæfni og vinnufram- lag viðkomandi starfsmanns í sam- anburði við þá sem könnunin nær til. Að sjálfsögðu munu atvinnurek- endur draga í efa sannleiksgildi launakannana, sem eru einhliða unnar á vegum stéttarfélagsins. Og á grundvelli launaleyndar, sem sumir atvinnurekendur elska meira en flest annað, verður félagsmönn- um meinað að taka þátt í kjara- könnunum. Þannig mun hægt og bítandi fjara enn frekar undan áreiðanleika þessara kannana, og að lokum verður ekkert á þeim að byggja. Hvað gera „bændur“ þá? Á ef til vill að treysta einhliða upp- gefnum launatölum frá atvinnurek- endum? Hver eru þessi markaðslaun? Hvernig verða þessi svokölluðu markaðslaun verslunarmanna til, við hverja eru atvinnurekendur, sem ráða verslunar- og skrifstofu- fólk til vinnu að miða, þegar launa- kjör eru ákveðin? Ekki eru það laun Friðbert Traustason NettoL^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Innréttíngar Frí teiknivinna og tilbobsgerð Friform | HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420 Frábær þjónusta 71KERFISÞRÓUN HF. J I Fákafeni11 • Sími 568 8055 http://www.kerfisthroun.is/ skrifstofu- og verslun- armanna í Danmörku eins og stundum mætti halda af málflutningi manna. Nei, ætli það séu ekki einmitt um- sömdu og útgefnu taxtalaunin sem önnur stéttarfélög semja um, og félagsmenn þeirra selja vinnu sína fyrir. Kj ararannsóknar- nefnd opinberra starfsmanna gefur út meðallaun allra starfs- stétta, sem hjá ríki og sveitarfélögum vinna. Tölfræði þeirra er ár- eiðanleg, þar sem hún er unnin beint upp úr upplýsingum viðkom- andi launadeilda, en ekki könnunar- úrtaki. Þar að auki gefa mörg félög út laun og niðurröðun starfsheita í launaflokka, sem byggja má saman- burð á. Getur það verið að þessi sýnilegu laun séu einmitt grunnur þessara svokölluðu markaðslauna? Návígi á hverjum vinnustað Eitt af meginhlutverkum stéttar- félags er að efla samstöðu launa- manna, og treysta á gagnkvæman stuðning í baráttunni fyrir réttlát- um launum og kjörum almennt. Hvernig samræmist það þessu hlut- verki að senda hvern og einn starfs- mann á atvinnurekandann til samn- inga um kaup og kjör. Eru menn alveg búnir að gleyma sögu stétta- baráttu, stofnun og baráttu sam- taka launamanna? Hvar er stuðn- ingurinn, sem félagsmönnum er lofað í lögum og reglugerðum sam- taka launamanna? Ef forystumenn launamanna gefast upp á að semja um hin almennu grunnlaun í dag, með svigrúmi hverrar stéttar til launaskriðs, hverju verður þá fóm- að á morgun? Ég hræðist framhald- ið ef þetta er krafa nútímans. Það er auðvelt að vera vitur, klár og sjálf- stæður þegar vel árar, en því miður eru ekki alltaf uppgangstímar með lágmarksatvinnuleysi og spreng- ingu í eftirspurn eftir vinnuafli. Samanburður launakannana Að undanförnu hefur VR kynnt að meðallaun þeirra félagsmanna fyrir dagvinnu, þ.e. 36-40 stunda vinnuviku séu 161 þúsund á mánuði, þrátt fyrir að launataxtar sýni laun frá kr. 67 til 84 þúsund. Þessi tala er fundin með launakönnun, sem gerð var á sl. ári á vegum VR. Svo undar- lega vill til að þessi niðurstaða VR- könnunarinnar er langt frá þeim niðurstöðum sem Kjararannsóknar- nefnd (KN) kemst að um laun lang- fjölmennustu starfsstétta innan VR fyrir 3. ársfjórðung 1999. í könnun KN segir: Föst mánaðarlaun skrifstofufólks kr. 126.700 Föst mánaðarlaun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks kr.135.900 I3IOMIEGA Fólínsýra BIOHUOA FÓLÍN '<|28 lMur á dasi Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. Föst mánaðarlaun afgreiðslufólk í dagvöruverslun kr. 92.300 Föst mánaðarlaun eru skilgreind í skýrslu KN sem „hrein mánaðar- laun að viðbættum aukagreiðslum miðað við fullt starf‘. Nú er ljóst að það eru fleiri starfsstéttir en hér eru upp taldar innan VR, en þessar eru það fjöl- mennar að þær vega verulega þungt við meðaltalsútreikninga. í gögnum KN segir að þessar töl- ur byggist á handahófsúrtaki fyrir- tækja og stofnana með 10 starfs- menn eða fleiri og unnar beint úr launabókhaldi viðkomandi fyrir- tækja. í stjórn KN eru bæði forseti ASÍ og formaður VR, þannig að tölurnar hljóta að vera mjög ábyggilegar. Ef launakannánir verða jafnmisvísandi og þessar tvær virðast vera, við hvaða upplýsingar eiga launamenn að styðjast í sínum einstaklings- bundnu samningum við launagreið- endur í framtíðinni? Niðurstaða atkvæðagreiðslu Samningurinn, sem gerður var fyrir 10% félagsmanna VR (ea 1600), var samþykktur í póst- afgreiðslu (allsherjar-atkvæða- greiðslu) með 70% greiddra at- kvæða. Þar sem einungis 18% atkvæðisbærra sendu inn atkvæði sitt eru aðeins 222 félagsmenn VR á bak við þessi 70%, skv. uppgefnum tölum frá félaginu. Það voru sem sagt 222 félagsmenn af u.þ.b.lö.OOmr’ félagsmönnum í VR sem samþykktu nýgerða markaðslaunasamninga! Það er hins vegar látið líta svo út sem 70% félagsmanna í VR hafi þegar samþykkt þá leið félagsins að gefast endanlega upp við það verk- efni að semja um launataxta. Mér finnst svona málflutningur hjá virðulegum forystumönnum launa- manna hvorki traustvekjandi né til eftirbreytni og þess vegna get ég ekki samþykkt hann með þögninni, eins og mér sýnist, því miður, marg- ir kollegar mínir ætli að gera. Höfundur er forniaður SÍB. Glæsileg eldri borgaraferð tii Costa del Sol frá kr. 57. 4- - 24. apríl með Sigurði Guðmundssyni Heimsferðir kynna nú einstaka vorferð til Costa del Sol 24.1 apríl í 24 nætur en vorferðin með Sigurði Guðmundssynií hefur verið uppseld öll undanfarin ár og frábært verður á Costa def Sol á þessum árstíma. Við bjóðum nú frábæra gistivalkosti, öll hótel við ströndina, með fallegum görðum og mikilli þjónustu og að sjálf-sögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verður með fjölbreytta skemmti- og íþróttadagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. Timor Sol 24 nætur - 24. apríl Verð kr. 57.990 24 nætur - 24. aprfl, Timor Sol, í stúdfó Verð kr. 59.990 24 nætur - 24. aprfl, Bajondillo, í stúdíó Spennandi dagskrá • Leikfími • Kvöldvökur • Kynnisferðir • Gönguferðir • Spilakvöld • Út að borða Sigurður Guðmundsson Gististaðir Heimsferða • Timor Sol • Principito • Bajondillo • Santa Clara HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is m
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.