Morgunblaðið - 19.02.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðlegt samstarf
á norðurslóðum
ÞEGAR minnst er á
norðurheimskauts-
svæðið koma okkur
fyrir hugskotssjónir
endalausar ísbreiður
og lífvana auðnir. En
veruleikinn er nokkuð
á annan veg.
í þann mund sem þú
lest þetta greinarkorn
er margt að gerast hjá
^iágrönnum okkar allt í
kringum norðurskaut-
ið. í Nuuk leggur
barnaskólakennari af
stað til vinnu, smá-
bátasjómaður út fyrir
Lofoten leggur net og í
iðrum Nova Sermilika stritar námu-
verkamaður fyrir afborgunum af
íbúð. Fjölskylda situr við kvöldverð-
arborðið í Jakútsk. En á sama tíma,
nokkru austar, sofa íbúar Barrow í
Alaska fastasvefni. Norðurslóðir
eru lífvænleg heimkynni fólks úr
ólíkum samfélögum sem þrátt fyrir
menningarflóruna deila með sér
einu og sama vistkerfinu.
Jk. Alþjóðlegt norður-
slóðasamstarf
Lífvænleiki norðlægi'a byggða er
nátengdur sjálfbærri nýtingu stað-
bundinna náttúruauðlinda, enda oft-
ast að litlu öðru að hverfa. Það er
einmitt fyrir þá staðreynd að norð-
urheimskautsríkin átta, Noregur,
Svíþjóð, Bandaríkin,
Kanada, Rússland,
Finnland, Danmörk og
Island auk hagsmuna-
samtaka frumbyggja,
hafa stóraukið sam-
vinnu sín í milli, þvert
á öll hefbundin menn-
ingarleg, pólitísk og
efnahagsleg landa-
mæri. Drifkrafturinn
að baki þessu sam-
starfi er þörfin fyrir
rannsóknir og sam-
vinnu í umhverfísmál-
um, í víðasta skilningi
þess orðs. Það er for-
sendan fyrir að hægt
sé að skilja og bregðast við aðsteðj-
andi breytingum á vistkerfi norð-
ursins.
Óhætt er að fullyrða að vistkerfi
norðurslóða hafi töluverða sérstöðu
sé það skoðað í hnattrænu sam-
hengi. Á fáum öðrum stöðum í heim-
inum er hægt að sjá með eins skýr-
um hætti náttúrufarslegar og
mannvistfræðilegar afleiðingar
staðbundinna og hnattrænna um-
hverfisbreytinga. Eitt meginein-
kenni norðurslóðasamstarfs í vís-
indum er áhersla á þverfaglega
samvinnu. Hún er nauðsynleg svo
að hægt sé að skilja til hlítar samspil
mannvistar og náttúru. Einhverjum
kann að þykja að þessi áhersla á
norðurslóðir einkennist af heimótt-
Norðurslóðadagur
Markmið Norður-
slóðadagsins er að
kynna nokkrar af lykil-
stofnunum norður-
slóðastarfs Islendinga,
segir Jónas G. All-
ansson, og efla umræðu
um þá samvinnu.
arskap. En norðurslóðir, „hjari
heimsins" eins og það svæði er
stundum nefnt, gegnir mikilvægu
hlutverki langt út fyrir sín land-
fræðilegu útmörk. Breytingar á um-
hverfi norðursins hafa þýðingu fyrir
loftslag, hafstrauma, mannvist og
náttúrufar um allan heim. Fjölþjóð-
legt samstarf í umhverfismálum á
norðurslóðum er að margra mati
prófraun á möguleika og getu slíkar
samvinnu yfirleitt.
Hlutverk íslendinga
Hlutur Islendinga í norðurslóða-
samvinnu er veigameiri en almennt
gerist í alþjóðlegu samstarfi og
helgast það af sérstöðu Islands í
samfélagi norðurslóðaríkja. Islend-
Jónas G. Allansson
ÍSLEIVSKT MAL
Sérhúnuppkoma
öðru sinni
jörðúrægi
iðjagræna;
falla fossar,
flýgurömyfir,
sáerá^alli
fiska veiðir.
Ekki get ég hugsað mér læs-
an og greindan íslending, sem
ekki skilji þessa þúsund ára
gömlu vísu. Og ég man ekki í
bili eftir þeim þjóðum sem lesið
geti fyrirhafnarlaust þúsund
ára gamlar bókmenntir sínar,
ef þær eru þá til. Mér finnst
þetta dásamlegt. Mér finnst
sem okkur hafi verið gefinn
gimsteinn, sem okkur hafi tek-
ist að varðveita heilan aldartug
- stóröld -, þó að hann hafí
brákast eitthvað allan þennan
tíma. Skylda þeirra, sem eiga
gimstein, er að varðveita hann,
en ekki glopra honum eða „selja
úr hendi -sér“. Að slepptu lík-
ingamáli, er það skylda okkar
að varðveita málarf horfinna
kynslóða. Ekki viljum við fá í
sögunni heitið „kynslóðin sem
týndi tungunni“. Gamalt fólk,
sem ég ólst upp með, taldi það
frávikslausa skyldu sína að
skila arfinum til okkar sem ung
vorum. Og söm er okkar skylda
við æskuna.
Það hefur gengið á ýmsu.
Fyrstu siðaskiptasálmarnir
voru ekki uppá marga fiska. Þá
hugsuðu margir sem svo - slíkir
eru því miður enn til - að öllu
skipti að það skildist sem sagt
væri, hversu böngulegt sem það
væri í laginu. Eitthvert versta
Ijóðskáld á tungu okkar, sem ég
kann að greina, var nafni minn
Gísli Jónsson, biskup í Skálholti
(1558-1587). Hér er vers eftir
hann og komið langan og
hlykkjóttan veg úr latínu: Agn-
us Dei, qui tollis peccata mundi
etc. Gísli Jónsson sem sig nefndi
Gilbertus Jonas Islandus og
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
1045. þáttur
ónefndur maður hefur eftir hon-
um hermt:
Ó, guðslamb meinlausa,
á krossinum var slaktað,
þínum fóður vertu hlýðinn,
hversu þú vart foraktað,
allar syndir hefur þú burt tekið,
ella værum vér fortaptir.
Miskunna þig yfir oss, ú Jesú.
Ó guðslamb, miskunna þig,
ó guðslamb, gef oss þinn frið, Jesú.
Það má þó nafni eiga að hann
kann að beygja orðið Jesús.
★
Þegar svona var komið, sagði
einn helsti málfarsbjargvættur
okkar, herra Guðbrandur á Hól-
um: Hingað og ekki lengra.
Og hann lét ekki sitja við orð-
in ein, enda var kjörorð hans:
Bið þú og vinn (Ora et labora).
Hann gaf út nýja og mikla
sálmabók, og í stórmerkum for-
mála krefst hann þess að sálm-
amir séu á engan hátt lakari en
annar kveðskapur okkar, sem
hann kunni fullvel að meta.
Hann krafðist þess að sálmar
væru með stuðlum og höfuðstöf-
um, og er hann hefur á margan
hátt rökstutt að sálmar þeir,
sem fyrir voru, séu ekki boðleg-
ir, þó hann nefni ekki höfund-
ana, segir hann svo:
Fjnir þessar greinir, svo og
einninn móðurmáli voru til
sæmdar og fegurðar, sem í
sjálfu sér er bæði Ijóst og fag-
urt og ekki þarf í þessu efni úr
öðrum tungumálum orð til Iáns
að taka eða brákað mál né bög-
ur að þiggja, þá hef eg alla tíma,
síðan eg kom til þessa embættis
(óverðugur), óskað þess og lagt
þar hug og ástundan á, að vorir
sálmar mættu með mjúkari
málsnilld eftir réttri hljóðstafa-
grein og hætti...“
Sú er skoðun umsjónarmanns
að Oddur Gottskálksson og
Guðbrandur Þorláksson hafi
með útgáfu guðsorðs bjargað ís-
lenskri tungu frá stórspjöllum
eða jafnvel glötun.
★
Hinn strangi og siðavandi
Hólabiskup átti til skopskyn og
mildi, sem stundum hefur fallið í
gleymsku. Honum hafði reynd-
ar orðið það á, sem betur fór, að
eignast dóttur í lausaleik, þá
sem var Steinunn, móðir Þor-
láks biskups og umsjónarmaður
heldur að hafi verið móðir Hall-
gríms Péturssonar, en það er
önnur saga. En Guðbrandur
sagði einu sinni í gáskakasti um
lausaleik, að varla gæti verið
stórsaknæmt, þó menn gripu til
stelpu einstöku sinnum.
Þá var það eitt sinn á „öld
eiðsins“, 17. öldinni að kona í
Skagafirði upphófst og heimtaði
að hún mætti sverja sig hreina
mey á Hegranesþingi. Eftir japl
og jaml og fuður var henni leyft
þetta. Þess má geta að meineið-
ur varðaði lífláti á þessum tíma.
Líða nú tímar fram og ekki
langir, því að sex mánuðum síð-
ar bar stúlkan í þennan synduga
heim fríðan svein. Og nú voru
versleg og andleg yfirvöld
Skagfirðinga í verulegum vand-
ræðum, og hvert skyldi leitað
nema til herra Guðbrands, eins
og vant var. I mildi sinni kvað
biskup þá upp þennan eftir-
minnilega dóm: Ja, verðum við
piltar ekki að vísa því til guðs
sem er ofvaxið mannlegum
skilningi.
Hitt er svo annað mál að
danskir drjólar komust í málið
seinna og fengu konunni
drekkt.
★
Hlymrekur handan kvað:
Og það var hún Hrafnsverta héðan,
’ún hafði ekki um fermingu séð’ann;
en svo kom blessað ijósið
útíKáranesfjósið
og klippti mig ofan og neðan.
ingar standa mitt á milli helstu
markalína er einkennt hafa þessa
samvinnu. Við erum sjálfstæð smá-
þjóð sem byggt hefur upp iðnvætt
tæknisamfélag þrátt fyrir að bróð-
urpartur efnahagslífsins byggist á
hreinni hráefnisframleiðslu. Þannig
eigum við í senn margt sameiginlegt
annarvegar með jaðarsamfélögum
frumbyggja og hinsvegar íbúum
kjarnabyggða í heimskautaríkjun-
um. Það má líta á það sem vissa við-
urkenningu á stöðu Islands í þessu
samstarfi að hérlendis hafa verið
starfræktar nokkrar af lykilstofnun-
um norðurheimskautsamvinnunnar.
Stjórnvöld hafa sýnt þá framsýni að
styðja við bakið á innlendum félög-
um og stofnunum sem starfa að mál-
efnum norðurslóða. Fastlega má
gera ráð fyrir að það starf sem nú er
unnið á þessu sviði eigi eftir að auk-
ast, ekki síst í menningar- og stjórn-
málalegu tilliti. Samruni Evrópur-
íkja sem nú er að verða að veruleika
mun setja mark sitt á jaðarbyggðir
álfunnar og auka þörfina á samstöðu
þeirra.
Norðurslóðadagur
í dag, laugardaginn, 19. febrúar,
stendur Stofnun Vilhjálms Stefáns-
sonar fyrir sérstökum degi, Norð-
urslóðadeginum, sem haldinn verð-
ur í Norræna húsinu. Dagurinn er
tileinkaður samstarfi og rannsókn-
um Islendinga á norðurslóðum.
Markmiðið er að kynna nokkrar af
lykilstofnunum norðurslóðastarfs
Islendinga og efla umræðu um þau
málefni sem snerta þá samvinnu.
Hérlendis starfa fjölmargar stofn-
anir, samtök og einstaklingar að
verkefnum er tengjast norðurslóð-
um og mun dagskrá dagsins gefa
ágæta innsýn í þá flóru. Stefnt er að
því að Norðurslóðadagurinn verði
að árvissum viðburði.
Höfundur er sérfræðingur á Stofnun
Vilhjálms Stefánssonar.
Jafnrétti í skjóli
ráðherravalds
FYRIR Alþingi ligg-
ur nú frumvarp tO laga
um breytingar á lögum
um jafna stöðu og jafn-
an rétt kvenna og karla
frá 1991. Frumvarpið
var lagt fram á haust-
þingi, mjög hrátt og
flausturslega unnið, en
var ekki afgreitt þá.
Hefur það nú verið lagt
fram í svohtið breyttri
mynd og sniðnir af því
verstu formgallamir.
Hins vegar eru helstu
efnisatriði frumvarps-
ins óbrerft. Skrifstofa
jafnréttismála er styrkt
í sessi og hún gerð
formlega að ríkisstofnun undir félags-
málaráðuneytinu og henni fengin
mun veigameiri verkefni, sem áður
voru á verksviði Jafnréttisráðs.
Kærunefnd jafnréttismála er enn
álitsgefandi úrskurðaraðili um kærur
vegna brota á lögunum, en hætt er við
að gefa henni nýtt nafn eins og var í
fyrra frumvarpþ (úrskurðamefnd
jafnréttismála). I frumvarpinu er
hnykkt á gagnsleysi kæranefndar
fyrir brotaþola með því að tekið er
fram að „Kæranefndin er ekki bær til
að ákvarða um fjártjón og miska“ og
nú er sérstakíega tekið fram að „Nið-
urstöður nefndarinnar sæta ekki
kæra til æðra stjórnvalds". Ekki er
lengur um það að ræða að kæranefnd
geti lagt mál undir dómstóla (á kostn-
að ríkisins), heldur er tekið fram að
,Aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir
dómstóla með venjulegum hætti“.
Að mínu mati er það ákaflega
óheppilegt að skrifstofa jafnréttis-
mála sé ríkisstofnun sem heyrir undir
félagsmálaráðuneytið. Tengsl kæra-
nefndar jafnréttismála við pólitískt
ráðuneyti grefur undan sjálfstæði
hennar og hlutleysi, einkum í málum
þar sem ríkisvaldið sjálft er talið hafa
brotið jafnréttislög. Vinnubrögð
nefndarinnar hafa sætt miklu ámæli á
undanfömum áram. Hún hefur m.a.
þótt fara út yfir verksvið sitt, vinna
ófaglega, vera höll undir ráðherra-
vald, úrskurða í málum þar sem hún
er vanhæf og um atriði sem hún hefur
ekki sérfræðiþekkingu á. Málarekst-
ur fyrir nefndinni hefur jafnframt
með tímamun orðið æ viðameiri, sein-
legri og dýrari. Flestum sem til
þekkja er ijóst að afskipti kæra-
nefndar jafnréttismála eru í besta
falli gagnslaus íyrir brotaþola. Mun
heppilegra væri að með úrskurðar-
mál færi embætti umboðsmanns jafn-
réttismála sem framkvæmdi ódýra og
hraðvirka athugun á málsatvikum og
mæti hvaða mál fengju eftirfylgjandi
fjárhagsstuðning í dómsmálum. Þetta
væri mun skilvirkari leið tO að auka
eftiríylgni laganna um jafna stöðu
kvenna og karla og mundi skapa mun
ákveðnari réttarfarsstöðu í jafnréttis-
málum. Verði núverandi frumvarp að
lögum er nokkuð ijóst að dómsmálum
í þessum málaflokki muni enn fækka,
þar sem kostnaður er
mikill og fyrirsjáanleg-
ur ávinningur brotaþola
nær enginn, þótt mál
vinnist. Flestir munu
því skirrast við að
leggja út í málaferli.
Einnig má benda á þá
augljósu mismunun að
kærendur verða sjálfir
að kosta málarekstur
sinn en atvinnurekend-
ur, þar með talið ríkið,
greiða lögfræðikostnað
þeirra forstjóra sinna
sem lögin brjóta á.
Spumingin er því: Hver
græðir á að viðhalda
þessu apparati? Ekki
brotaþolar og því er þetta fyrirkomu-
lag einungis sýndarúiTæði til að slá
ryki í augu almennings.
Að mínu mati er það einnig spor
aftur á bak í jafnréttismálum að
Jöfnudur
Frumvarp um breyting-
ar á lögum um jafna
stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla, segir
Hrefna Kristmanns-
dóttir, er spor aftur
ábak.
styrkja stöðu og auka verkefni skrif-
stofu jafnréttismála, sem nú verður
n"kisstofnun beint undir félagsmála-
ráðherra. Ég tel mun heppilegra,
ódýrara og skilvirkara að félagsmála-
ráðuneytið leggi skrifstofuna niður og
feli óháðum félagasamtökum hluta
þeirra verkefna sem nú heyra undir
stofnunina og láti t.d. félagsfræði-
deild háskóla vinna önnur verkefni.
Þar með væru bæði hlutleysi og fag-
leg vinnubrögð betur tryggð. Þó að
hæft starfsfólk réðist tii lítillar stofn-
unar eins og skrifstofu jafnréttismála
er hætt við stöðnun og að endumýjun
verði lítil. Borin von virðist að þar
verði unnt að skapa þá breidd sem
verkefnin krefjast, né að þau séu unn-
in af sambærilegri fagmennsku og
fæmi og á háskólastofnun. Að mínu
mati er löngu orðið tímabært að
leggja skrifstofu jafnréttismála niður
og nýta þær rúmlega 30 mkr., sem
þessi stofnun veltir árlega, til raun-
veralegra úrbóta og framgangs jafn-
réttis.
Ég skora á alþingiskonur og -menn
að gera raunhæfar endurbætur á lög-
um um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla sem auka mundu
jafnrétti í reynd, íyrst og fremst með
stofnun embættis umboðs-manns
jafnréttismála.
Höfundur er jarðefnafræðingur.
Hrefna
Kristmannsdóttir