Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 63

Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 63 UMRÆÐAN Hvað fór úrskeiðis? HINN 25. janúar sl. sendi Samband dýra- verndunarfélaga ís- lands kæru til sýslu- mannsins í Rangár- vallasýslu, þar sem óskað var eftir því að opinber rannsókn færi fram á meintum brot- um á lögum um dýra- vernd, lögum um bú- fjárhald, forðagæslu o.fl. og lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og ef til vill fleiri lögum, vegna meðferðar á hrossum, kúm og hundum á bænum Ar- mótum, Rangárvallahreppi. Jafn- framt var þess óskað að rannsakað yrði hvort viðkomandi lögboðnir eftirlitsaðilar, sem eru búfjáreftir- litsmaður Rangárvallahrepps, ráð- unautur Búnaðarsambands Suður- lands, sveitarstjórn Rangárvallahrepps og héraðsdýra- læknirinn í Hvolsumdæmi hefðu farið að ofangreindum lögum. Talið er að mál þetta hafi átt sér langan aðdraganda en hinn 24. febrúar 1999 barst fyrst ábending til Sambands dýraverndunarfélaga íslands, SDÍ, um meinta vanfóðrun og hirðuleysi á dýrum, sem voru á býlinu Armótum í Rangárvallar- hreppi. Var talið að ástandið væri hörmulegt og að þá þegar hefðu hross fallið úr hor. Munu skrokkar þessara hrossa hafa legið í hirðu- leysi úti á víðavangi langtímum saman og fundist sl. sumar eða haust. Jafnframt munu önnur hross hafa fundist sjálfdauð á túninu að Armótum nýlega. SDÍ hafði þegar hinn 24. febrúar sl. samband við Bændasamtök íslands, BÍ, sem hafa yfirstjórn með framkvæmd forðagæslunnar og fékk þær upp- lýsingar að slæmt ástand myndi vera á búinu og að málið væri til meðferðar hjá réttum aðilum. Mál þetta mun loks hafa borist sýslu- mannsembættinu í Rang- árvallasýslu um sl. áramót. Til við- bótar við framangreint hefir nú þurft að fella 45 hesta, sem talið var að ekki ættu sér lífs von við þær að- stæður, sem nú eru á búinu, vegna langvarandi vannæringar þeirra, að mati dýralækna. Jafnframt munu um 200 nautgripir og um 20 hundar á búinu hafa liðið vegna vanfóðrunar og hirðuleysis. Sú staðreynd liggur fyrir, að fyrir einu ári var vitað að aðbúnaði dýranna á Armótum var svo mjög ábóta- vant, að þau voru þeg- ar tekin að falla vegna vanhirðu og þá þegar voru eftirlitsaðilar með málið til meðferð- ar. I lögunum eru ná- kvæm ákvæði um þau úrræði, sem ber að beita ef grunur leikur á að meðferð á dýrum brjóti gegn þeim en ekki virðist hafa verið beitt þeim lögboðnu úrræðum, sem ofangreind lög gera ráð fyrir, fyrr en málið var komið í óefni. Samkvæmt lögum um búfjárhald o.fl. hafa búfjáreftirlitsmenn og við- komandi búnaðarsambönd eftirlit Hross Lengi, segir Sigríður Ásgeirsdóttir, hefír ver- ið vitað um illan aðbún- að og vanhirðu dýranna. með ásetningi, fóðrun, beitilandi í byggð og hirðingu dýra. Telji bú- fjáreftirlitsmaður meðferð dýranna ábótavant, skal hann tilkynna það sveitarstjórn og landgræðslustjóra þegar í stað og er þá sveitarstjórn skylt að vara þann, er hlut á að máli, þegar við og gefa honum viku frest til úrbóta. Hafi dýraeigandan- um ekki tekist að gera fullnægjandi ráðstafanir innan frestsins, ber sveitarstjórninni að útvega fóður, hlutast til um fóðrun og umhirðu eða ráðstafa fénu til fóðrunar. Rannsaka þarf hvort þetta var gert og þá hvenær. Samkvæmt lögum um búfjárhald skal sveitarstjórn eða búfjáreftir- litsmaður í umboði hennar eða aðr- ir, sem telja að meðferð á skepnum brjóti í bága við gildandi lög eða reglur, leita til héraðsdýralæknis. Skal hann þá í samráði við yfir- dýralækni og innan tveggja sólar- hringa meta ástand skepnanna og Sigríður Ásgeirsddttir aðstæður á staðnum, ásamt ráðuna- ut búnaðarsambands og gefa búfjá- reiganda fyrirmæli um ráðstafanir, telji þeir það nauðsynlegt og veita honum mest einnar viku frest til að framkvæma þær. Rannsaka þarf einnig hvort þetta hefir verið gert og þá hvenær. Ef búfjáreigandi hlítir ekki ráð- stöfunum búfjáreftirlitsmanns, sveitarstjórnar, trúnaðarmanns búnaðarsambands eða héraðsdýra- læknis eða hefir þær að engu og fénaður hans líður sakir fóðurs- korts, hirðuleysis eða harðýðgi að áliti tveggja þessara aðila, er skylt samkvæmt lögum um búfjárhald, að tilkynna það lögreglustjóra skriflega innan tveggja daga, ásamt öllum málavöxtum. Skal lögreglu- stjóri þá innan viku sjá um að úr- bætur fáist í samræmi við dýra- verndarlög en búfénu lógað að höfðu sambandi við yfirdýralækni, ef ekki er annarra kosta völ. Telji framangreindir eftirlitsaðilar að úr- bætur þoli ekki bið, getur lögreglu- stjóri fyrirvaralaust tekið fé úr vörslu eiganda og ráðstafað því með þeim hætti, sem framangreindir eftirlitsaðilar telja að tryggi best HERBALIFE SJÁLFSTÆBUR DREIFINGARABILI S1 895 8225 'S" Fréttir á Netinu @ mbl.is eiTTHVZKO PJÝTT SKIPAPLOTUR - INNRETTINGAR Æ PLÖTUR í LESTAR Jl # V"^| SERVANT PLÖTUR PP &co SALERNISH0LF BAÐÞILJUR ELDSHÚSBORÐPLÖTUR Á LAGER-N0RSK HÁGÆÐAVARA Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 t 568 6100 velferð þess. Samkvæmt lögum um dýravérnd eru samsvarandi ákvæði um eftirlitsskyldu og jafnframt víð- tæk heimild til að kalla til lög- regluna ef aðstoðar er þörf, en eins og fram hefir komið var mál þetta fyrst sent lögreglustjóra í janúar sl. og var þá komið í mikið óefni. Skýr fyrirmæli eru í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, hvernig fara skal með sjúk dýr, ef grunur leikur á að þau séu haldin smitsjúkdómi, en nú er komið í ljós að salmonellusýking og/eða aðrir sjúkdómar, svo sem hrossahitasótt, munu hafa greinst á búinu. Rann- saka þarf ítarlega hver dánarorsök hestanna var, bæði hinna sjálf- dauðu, sem hafa verið að finnast á víðavangi og hinna 45, sem lógað var fyrir skömmu, sem voru svo las- burða að talið var að þeir ættu ekki afturkvæmt til eðlilegs lífs. Sam- kvæmt ákvæðum 5. greinar laganna er sérstaklega áríðandi að fram fari nákvæm rannsókn í slíkum tilvikum og ná verður sýnum úr þessum hrossum og jafnvel grafa þau upp til þess, ef með þarf. Samkvæmt framansögðu eru samanlagðir frestir í framangreind- um lögum tæpur einn mánuður og ef farið hefði verið eftir þeim, hefði málinu átt að geta verið lokið á sl. vori. Þar með hefði verið komið í veg fyrir þær þjáningar, sem dýrin hljóta að hafa mátt þola síðan. Þeg- ar kæra þessi var skrifuð var búið að Armótum undir eftirliti lögreglu- stjóra og sérstakur eftirlitsmaður mun fylgjast með fóðruninni. Þessi ráðstöfun er að sjálfsögðu til bráða- birgða en það er á valdi lögreglu- stjóra að ráðstafa búfénu þannig að velferð dýranna sé sem best borgið. Ljóst er að lengi hefir verið vitað um illan aðbúnað og vanhirðu dýr- anna að Armótum og reyndar er það svo um fleiri staði á landinu. Slík mál eru ekki aðeins á ábyrgð viðkomandi dýraeiganda, heldur margra lögboðinna eftirlitsaðila, sem lögum samkvæmt ber að gera skyldu sína. Ótrúlega algengt er að þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli um úrræði og fresti og hverjum beri að framfylgja þeim, er ástandið orðið mjög slæmt þega slík mál koma upp á yfírborðið. Málið að Armótum verður að teljast það umfangsmesta sinnar tegundar undanfarinn aldar- fjórðung og vafalaust mun verða lit- ið til meðferðar þess, sem fordæmis í framtíðinni. Því er mjög nauðsyn- legt að allir þættir málsins verði rannsakaðir ítarlega og hvað fór úr- skeiðis. Höfundur er lögfræðingur Sam- bands dýravemdunarfélaga Islands. Barbour .LLLu Aðalfundur Tæknivals hf. árið 2000 Aðalfundur Tæknivals h/f verður haldinn í Þingsal A á 2. hæð Hótel Sögu (Radisson SAS) miðvikudaginn 1. mars 2000 kl.16.00. Dagskrá Aðalfundarstörf samkvæmt 15. gr. samþykkta félagsins. 2) Tillögur til breytinga á samþykktum. a) Heimild til stjórnartil að auka hlutafé. fa) Heimild til stjórnartil að innkalla glötuð hlutabréf. 2) Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3) önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti, eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegartillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, að Skeifunni 17, hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins. Minnt er á skyldu umboðsmanna til að leggja fram skrifleg og dagsett umboð. Reykjavfk 14. febrúar 2000 Stjórn Tæknivals h/f. :S1 VEGNA FRAIIÆllRAK VlDTOKl SELDIST VARAN UPP EN ER

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.