Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 64

Morgunblaðið - 19.02.2000, Side 64
64 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN % VIKURITIÐ bending, það fimmta í röð á þessu ári, kom mér nokkuð á óvart. A forsíðu þess var fjallað um atvinnuþróun á landsbyggðinni. Tilefni er skýrsla Byggða- stofnunar „Byggðir á íslandi“ sem út kom síðla síðasta árs. Þessi grein er þakk- arverð. I henni kemur m.a. fram viðurkenn- ing á störfum Þróunar- ■ sviðsins sem eins og kunnugt er hefur heim- ilisfesti á Sauðárkróki. Þessi skýrsla er sú fyrsta sem Þró- unarsviðið lætur frá sér fara, en hún ber með sér fersk viðhorf í fram- setningu og efnistökum. Þetta lofar góðu um framhaldið. Svo finnst mér að hjá Vísbendingu kveði líka við nýjan tón, því stundum hefur viljað bregða við neikvæðni hjá þessu riti í afstöðu til byggðamála og aðgerða á þeim vettvangi. Það er því vissulega góðs viti að leiðir þeirra sem láta sig málefni hinna dreifðu byggða varða liggi sem næst hver annarri þegar mál þeirra eru rædd. Það sem vakið hefur hvað helst at- - hygli á umræddri skýrslu Byggða- stofnunar er skipting landsins í þró- unarsvæði, en slík greining hefur ekki áður farið fram. Hér er fenginn nýr grundvöllur til að rinna að fram- gangi byggðamála þa. sem aðgerðir geta m.a. tekið mið af styrkleika byggða landsins. I skýrslunni Byggðir á Islandi segir með skýrum hætti að þar sem byggðavandinn brennur hvað sár- ast, eiga helst í hlut fremur fámenn- ar sjávarbyggðir og sveitir ásamt þéttbýli þeim tengdu. - Þess hefur nokkuð gætt í umræð- um um búsetuvanda jaðarbyggða að leitast þyrfti við að efla sauðfjárbú- skap í þeim byggðum sem staðhætt- ir leyfa og þá gjarnan til þess horft að draga þar úr sem meiri fjöl- breytni er í atvinnulífinu og sauð- fjárbúskapur vegur því minna í at- vinnulífinu. Um þetta segir m.a. í skýrslu Byggðastofn- unar: „Ekki eru gerðar tillögur um tilfærslur á ráðstöfunun núverandi beingreiðslna milli sauðfjárbænda eftir búsetu enda afkoma þeirra þannig að slíkt telst ekki réttlætan- legt. Hafa verður í huga að sauðfjárrækt er aukabúgrein hjá mörgum framleiðend- um og oftlega sem slík fosenda búsetu við- komandi og því erfitt að gera tillögur um kerfisbundnar skerð- ingar hjá þeim.“ í skýrslunni kemur ennfremur fram að þessi afstaða Byggðastofnunar hafi ráðist af þeim upplýsingum sem fengust um af- komu sauðfjárbænda, m.a. frá Hag- þjónustu landbúnaðarins, að á ein- um áratug hafi afkoma þeirra versnað um þriðjung. I umræddri skýrslu eru svo sett fram viðbrögð og tillögur Byggða- stofnunar um hvernig beri að bregð- ast við þessari háskalegu afkomu og Atvinnuþróun Atkvæðisréttur eru helgustu réttindi Islendinga, segir Egill Jónsson, það á við um sauðfjárbændur sem aðra. þeim afleiðingum sem af muni leiða verði ekki brugðið við. Niðurstaða er sú að eigi jaðarbyggðir landsins áfram að nærast af sauðfjárbúskap að einhverju marki. Þurfti umfram allt að bæta kjör þeirra sem þá grein stunda. í þeim efnum eru tillögur Byggðastofnunar í tilvitnaðri skýrslu afar skýrar. Þar er m.a. lögð áhersla á frjáls viðskipti með fram- leiðsluheimildir, markvisst átak í út- flutningi á dilkakjöti, stærri hlutur af opinberum stuðningi fari beint til bænda og búnaðargjald verði lækk- að. Með þessum ráðstöfunum væri m.a. fenginn grundvöllur til að bæta kjör sauðfjárbænda um ca 25% frá því sem nú er. Vísbending segir: „Vandamálið við miðstýrða atvinnuþróun er að at- vinnugreinar verða sjaldnast til með stjórvaldslegu handafli." Þetta kem- ur heim og saman við áherslu Byggðastofnunar sem að framan er vitnað til. En er með sama hætti andstætt áherslum þeirra sem hafa forræðishyggjuna að leiðarljósi. Því er það svo að þrátt fyrir að þröngir markaðir hindri frjálsræði íslenska bóndans, sem honum er í blóð borið, verður að leitast við eftir því sem Vísbending Egill Jónsson mögulegt er að hver bóndi geti met- ið þá kosti sem í boði eru hverju sinni og hagað eigin málum sam- kvæmt því. Það vill svo til að um þessi efni eru til góð dæmi frá samningunum 1995. Til uppkaupa á framleiðslurétti var áformað að verja 443 millj. kr. til uppkaupa á 30 þúsund ærgildum. Raunin varð sú að ríkið keypti ein- ungis 12.080 ærgildi eða um það bil 40% þess sem áformað var. Af því leiddi að sparnaður varð af upp- kaupafé að upphæð um það bil 250 millj. sem Alþingi samþykkti að heimilt væri að ráðstafa með öðrum hætti og ég hefi áður greint frá. Þessi sparnaður varð til vegna þess að bændum var heimilt að versla með greiðslumark sín á milli. En hvað gerðist svo við þessa skelfingu alla saman þegar bændur buðu ríkið af og forræðishyggjan varð að láta í minni pokann fyrir bændum? Hvert fóru þessi fram- leiðsluréttindi þegar forræðishyggj- an var hvergi nærri? Um þau efni hefi ég fengið afar athyglisverðar upplýsingar frá Bændasamtökum íslands. Ég hefi fengið loforð Þróunar- sviðs Byggðastofnunar um mat á hvernig þau viðskipti samrýmdust hagsmunum byggða og bænda og kemur þá væntanlega í ljós hvort slík viðskipti lúta eðlilegum lögmál- um markaðarins. Þegar þessi mál eru skoðuð virðist ótvírætt að svo sé. Þannig minnkar beingreiðslumark í sauðfjárbúskap nær undantekning- arlaust á Eyjafjarðarsvæðinu, á Suðurlandi og víðast í Borgarfirði. Þetta eru þær byggðir landsins sem búa við hvað mestan byggðastyrk og fjölbreytni atvinnulífsins er í góðu horfi. Ymsar byggðir þar sem búset- an á í vök að verjast hafa einnig misst nokkurn framleiðslurétt. Aftur á móti þar sem landkostir eru góðir og styrkur byggða í sæmi- legu horfi hefur sauðfjárbúskapur eflst. Það er raunar athyglisvert hversu sumar þessar sveitir hafa aukið hlut sinn í þessum framleiðslu- heimildum mikið. Ég nefni Jökuldal sem dæmi hér um, þótt aðrir hafi gert enn betur. Arið 1995 var í greiðslumark á Jökuldal 9501,4 ær- gildi en við uppkaup fjölgaði ærgild- um um 1.718 eða 22,1%. Niðurstaða ákvarðana af þessum toga byggist á góðum skilyrðum til sauðfjárbú- skapar, þröngum kostum til annar- rar atvinnu og framsýnum dugandi bændum, bændum sem vilja ráða framtíð sinni sjálfir og líta á forræð- ishyggjuna sem sjálfur fjandinn væri. Ég trúi því og treysti að sauðfjár- bændur um allt land hyggi vel að þeirri samningsgerð sem framundan er og hagsmunir þeirra og framtíð mun ráðast af. Atkvæðisréttur er helgustu réttindi íslendinga, það á við um sauðfjárbændur sem aðra þegar sauðfjársamningurinn kemur til þeirra kasta. Höfundur er fyrrv. alþingismaður. Röskva vill nýjungar í kennsluháttum KENNSLUMÁL eru án efa eitt mikil- vægasta hagsmuna- mál allra stúdenta. Ef Háskóli Islands ætlar að skipa sér í fremstu röð er nauðsynlegt að vel sé hugað að meg- inmarkmiði verunnar í Háskólanum - kennslunni. Röskva hefur hafið markvissa baráttu fyrir betri kennslu og árangurs- ríkt innlegg í barátt- unni var sú veglega kennslumálaráðstefna sem Stúdentaráð stóð fyrir í janúar. Röskva ætlar að fylgja niðurstöðum ráðstefnunnar eftir og hefur lagt fram ítarlega stefnuskrá í kennslumálum fyrir kosningarnar 23. febrúar. Áhrif nemenda á kennslu Mikilvægt að stúdentar hafi virk áhrif á það hvernig kennslu er háttað, enda er kennslan fyrir þá. Stúdentaráð Mikilvægt er, segír Dagný Jónsdóttir, að stúdentar hafi virk áhrif á það hvernig kennslu er háttað, enda er kennslan fyrir þá. Röskva leggur því mikla áherslu á að stúdentar verði virkir þátttak- endur og taki þátt í stefnumótun og starfi nýrrar kennslumiðstöðv- ar Háskólans. Röskva vill einnig bæta kennslukannanir og veita þann möguleika að senda nafnlaus- an póst á kennara um kennsluna í gegnum heimasíðu. Þannig gefst nemendum kostur á að koma ábendingum til kennara meðan á námskeiðinu stendur, en ekki þeg- ar námskeiðinu er lokið eins og nú er. Aukið aðhald með kennurum Röskva vill að haldin verði nám- skeið í kennslufræðum og fyrir- lestratækni fyrir kennara. Sérstök áhersla verði lögð á aðstoð við þá kennara sem fá slæma einkunn í kennslukönnunum. Röskva vill einnig að eldri nemar verði fengnir til að meta gagnsemi grunnnám- skeiða og koma með ábendingar í því skyni að auka gæði námskeiðanna. Aukin notkun Netsins - betri kennsla Röskva vill auka áherslu Netsins í kennslu. Til að svo megi verða er nauð- synlegt að gera kenn- urum kleift að mennta sig í notkun Netsins. Röskva vill því að ný kennslumiðstöð inni- haldi netmiðstöð þar sem kennarar geti fengið kennslu og að- stoð við að nota Netið í tengslum við námskeið. Meginmarkmið auk- innar notkunar Netsins er að bæta kennsluna sjálfa, því með henni gefst aukinn tími til umræðna og gagnlegra skoðanaskipta, í stað ómældrar vinnu við að glósa. Prófnúmerakerfi í öllum deildum Röskva hefur lagt mikla áherslu á að taka upp prófnúmerakerfi. Fyrsta skrefið náðist í vetur þegar öllum nemendum var úthlutað nemendanúmeri. Tæknin er því til staðar en nauðsynlegt er að þrýsta á deildirnar að taka upp prófnúm- erakerfið. Röskva vill einnig láta setja reglur um hvernig prófsýn- ingar eru kynntar og auglýstar. Prófsýningu á að halda þannig að nemendur viti af henni og komist örugglega á staðinn. Efling nemenda- og skorarfulltrúa Nemenda- og skorarfulltrúar verða sífellt þýðingarmeiri með auknu sjálfstæði deildanna. Það er afar brýnt hagsmunamál fyrir okk- ur stúdenta að eiga öfluga málsv- ara innan deildanna. Röskva vill því efla þessa fulltrúa frekar, m.a. með auknu samráði Stúdentaráðs og fulltrúanna og útgáfu upplýs- ingabæklings fyrir þá. Kennslan lykillinn að góðum Háskóla Hér hafa aðeins örfáar af tillög- um Röskvu í kennslumálum verið nefndar. Röskva leggur mikla áherslu á að rækt sé lögð við kennsluna sjálfa, enda er hún lyk- illinn að góðum Háskóla. Höfundur er fslenskunemi og skipnr 1. sæti á lista Röskvu til háskólaráðs Dagný Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.