Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 72
72 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Hrogn og selir Kristín Gestsdóttir segist búa á Garðajökli, enda allt komið á kaf enn einu sinni. HÉR rétt fyrir neðan Garðaholt- ið er Skógtjörn, þar er mikið fuglalíf þótt vetur sé. En fleiri dýr en fuglar eru þar. Svo til daglega bregðum við hjónin okk- ur þangað til að skoða seli. Oftast sjáum við einhverja, einn daginn sáum við sex. Um tvöleytið hinn 11. febrúar fórum við þangað, en engan sel var að sjá þótt veður væri gott, en klukkutíma síðar skall snögglega á mikið óveður og hefur selurinn væntanlega fundið það á sér og forðað sér á meira dýpi. Við eiðið út í Hliðs- nes eru núna hópar af tjöldum í fjöru- borðinu í leit að skeldýr- um, þangflugum og fleira góð- gæti. Þó tjaldurinn sé farfugl, hafa alltaf margir þeirra vetur- setu í fjörunni suðvestanlands. Krummi lætur sig ekki vanta og leitar sé ætis innan um tjaldana. Hvernig er það annars, skyldi honum og kannski selnum líka finnast hrogn góð eða er það bara mannfólkið sem kann að meta þau, en flestum finnst þau góð tilbeyting í matargerðinni. Ýmis- legt er hægt að gera við hrogn, bæði hrá og soðin. Heimsfrægur er hinn gríski réttur taramasal- ata, sem búinn er til úr reyktum hrognum. Árið 1996 var í þessum þætti uppskrift af taramasalata og tókst mér að útvega kaldreykt hrogn í réttinn. Hrogn má iíka reyksjóða á útigrilli. Oft er af- gangur af hrognum sem má t.d. nýta í böku og inn í fiskbúðing. Fiskfarsið getum við búið til sjálf eða keypt tilbúið. Fiskbúðingur með hrognum tek- ur sig vel út á matborðinu. Baka með __________'/2 pk Ritz-kex________ 1 meðalstór blaðlaukur (púrrq) V2 meðolsór hrognobrók (meira ___________eðo minng)____________ 1 dós Campbelts sveppa- ___________súpa, 295 g___________ ______________2 e99 _______'/2 dós sýrður rjómi______ __________'/2 dl nýmjólk_________ 100 g rifinn mjólkurostur, sú teg- und sem ykkur hentar 1. Myijið Ritz-kexið á botninn á bökumóti eða öðru eldföstu móti, nota má álform. 2. Þeytið eggin lauslega, myljið hrognin út í, setjið síðan súpuna, sýrða rjómann og mjólkina saman við. 3. Kljúfið blaðlaukinn og látið kalt vatn renna inn í hann, fjar- lægið gróf, dökkgræn blöð, skerið hitt í sneiðar. Setjið saman við hrognasoppuna og hellið yfir kexið í forminu. Rífið ostinn og stráið yfir. 4. Hitið bakaraofn í 200 gráður C, blástursofn í 185-190 gráður C, bakið í um 40 mínútur. Fiskbúdingur mað hrognum 1 hrognabrók, um 350 g vatn, salt og edik til að sjóða ___________hrognin í__________ _______650-700 g ýsuflök______ 2 tsk. salt __________Vó tsk. pipgr_______ rifin múskgthneta (mó sleppa) ________1 dl kartöflumjöl_____ __________V2 dl hveiti________ ________4V2-5 dl nýmjólk______ 1 -2 msk. rasp inn í formið _________gflangt álform_______ 1. Vefjið filmu utan um hrognin og sjóðið í vel söltu vatni með ediki í um 25 mínútur. Hafið mjög hægan hita. Fjarlægið himnuna meðan hrognin eru heit og aðskilj- ið brækurnar. 2. Roðdragið og beinhreinsið flökin, skerið í bita og látið hrær- ara á kraftmikilli hrærivél tæta fiskinn í sundur, þá þarf ekki að hakka hann. 3. Setjið salt, pipar, múskat, kartöflumjöl og hveiti út í, hrærið mjólkina út í í mjög litlum skömmtum, 1-2 msk. í einu og hrærið vel á milli. 4. Smyrjið aflangt álform, og stráið raspi inn í það, setjið fisk- fars á botninn og upp með börm- unum, leggið himnulaus hrognin langsum á miðjuna og setjið fisk- fars ofan á. 5. Bakið í vatnsbaði í um 30 mínútur. Þegar bakað er í vatns- baði, er flát hálffyllt af vatni og formið látið ofan í þannig að vatn- ið nái rétt upp fyrir miðju, en vatnið má alls ekki fljóta inn í formið. Lok sett á flátið. Gott er að nota bökunarpott. Þetta er bak- að í bakaraofni, en má líka baka í potti á hellu. 6. Skerið niður með farsinu að bakstri loknum og hvolfið á fat. Meðlæti: Soðnar kartöflur eða pasta, smjör eða pakkasósa. hrognum o blaðlauk ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir fyrir frábæra þjónustu ÉG fékk alveg hreint frá- bæra þjónustu hjá Osta- og smjörsölunni. Ég lenti nefnflega í því þegar ég fór í Bónus um daginn að kaupa sósu frá Osta- og smjörsöl- unni sem fæst tilbúin í doll- um. Hins vegar komst ég að því þegar heim kom að sós- an var útrunnin íyrir tæp- um hálfum mánuði. Ég var auðvitað ekkert alltof sátt og reyndi að hringja í Bónus til að kvarta en það svaraði aldrei. Á endanum sendi ég Osta- og smjörsölunni tölv- upóst til að kvarta og í gær fékk ég fullan poka af sams konar sósum með alls konar bragði! Geri nú aðrir betur. Takkiyrir! Ingibjörg. Til þeirra sem sagt hafa sig úr gagna- grunninum LÆKNAVÍSINDUNUM fleygir hratt fram á okkar tímum, okkur sjálfum og af- komendum okkar til góðs. Lítið yrði um stórvirki á því sviði ef enginn vildi gefa úr sér sýni til rannsókna og loka á allar upplýsingar þar að lútandi. Hefur fólk gert sér grein fyrir því að það er beinlínis að hefta störf vís- indamanna með því að neita þeim um upplýsingar til að vinna úr? Ætlar þetta sama fólk ekki að nýta sér fram- farir í læknisfræði? Vill það ekki að afkomendur þess Hjóti þeirra? Er það ekki að vinna gegn sjálfu sér? Þetta síðasta upphlaup með að hvetja fólk til að selja að- gang að upplýsingum lýsir best þeim aðflum sem að því máli standa og er af því mik- il skömm. Eru læknavísind- in ekki að vinna fyrir þá líka? Sigrfður Einarsdóttir Þakklæti ÉG er kona á níræðisaldri og var í Kringlunni í vik- unni. Þar sem ég kem frá Kringlunni með tvo poka i höndunum stoppar hjá mér grár bíll. I bflnum var ynd- isleg stúlka sem spyr mig hvort ég sé að fara langt. Ég sagðist vera að fara í Furugerði 1. Hún býðst þá til að keyra mig. Spurði ég hana hvort ég þekkti hana en hún sagði svo ekki. Hún sagði að ég ætti ekki að ganga þetta í þessari færð og bað mig að setjast inn í bflinn og keyrði hún mig alla leið heim að dyrum. Sagði þessi stúlka að of lít- ið væri gert af því að hjálpa eldra fólki í færðinni. Þessi stúlka var svo dásamleg að ég varð hrærð og gleymdi að biðja um nafn hennar. Vil ég senda henni mitt hjartans þakklæti fyrir góðsemina. Sigríður Sigurðard. Tapad/fundiö Kvenskór í tau- pokatýndust Kvenskór í taupoka týndust 29. janúar, sennilega á Ás- vallagötu eða í Hafnar- stræti. Finnandi vinsa- mlega hringi í síma 552-1601 eða skili skónum til lögreglunnar. Stór blá íþróttataska týndist STÓR blá Nike-íþrótta- taska týndist í Menntaskól- anum í Reykjavík eða við Lækjartorg fimmtudaginn 10. febrúar sl. Taskan inni- heldur bláan og gulan íþróttagalla ásamt öðru dóti. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 568-2384. Ljósblár bakpoki gleymdist LJÓSBLÁR bakpoki gleymdist á bflastæði við Bæjarins bestu við Tryggvagötu fyrir stuttu. I bakpokanum voru karl- mannsgleraugu, kennslu- bækur og glósur. Skilvís finnandi hafi vinsamiegast samband við Ástu í síma 562-7007. Húslykill í óskilum HÚSLYKILL fannst fyrir utan Garðatorg í Garðabæ miðvikudaginn 16. febrúar sl. Upplýsingar gefur Vera í síma 565-9913. Hvítir Adidas Classic í röngum höndum LEIKFIMI er liður í námi framhaldsskólanemenda. Hluti þeirra hefur aðstöðu í einni af fínni líkamsræktar- stöðvunum í austurborg- inni. Ein stúlkan fór úr skónum sínum í anddyrinu, svo til nýjum hvítum Adid- as Classic nr. 38 með Ijós- biáum röndum, jámkósum og hvítum reimum. Þegar stúlkan ætlaði að halda á átta þúsund króna skónum inn fyrir stöðvaði af- greiðslukonan hana og benti á skiltið: „Óheimilt að fara inn á skónum“ stóð þar áberandi stöfum. Stúlkan lagði nýju hvítu Adidas- skóna sína með ljósbláu röndunum frá sér og fór inn í líkamsræktina. Þegar hún kom út aftur voru skómir horfnir. Afgreiðslukonan sagði líkamsræktina enga ábyrgð bera á skótauinu í anddyrinu og brást hin versta við spurningum stúlkunnar. Stúlkan fór heim á æf- ingaskónum. Skólastjórinn bandaði nemandanum frá með þeim orðum að fráleitt væri að skólinn gæti borið ábyrgð á skóm nemenda í leikfimi. Stúlkan kannaði málið hjá tryggingafélagi sínu, en svarið var að það greiðir ekki slikt tjón. Spumingin er um fram- haldið. Stúlkan getur haldið áfram að reyna að krefja líkamsræktarstöðina um bætur íyrir að gæta ekki betur að hvítu Adidas Class- ic-skónum sínum með ljós- bláu röndunum. Hún getur kært þjófnaðinn til iögreglu. Loks getur stúlkan reynt að skora á þjófinn að skila þeim aftur í líkamsrækt- arstöðina, merkta Dögg, enda óskemmtilegt fyrir hann eða hana að ganga í stolnum Adidas Classic- skóm með ljósbiáum rönd- um. Stúlkan er ekki á því að gefast upp. En framvegis mun hún ekki fara eftir ábyrgðarlausum fyrirmæl- um, ekki einu sinni á Ukams- ræktarstöðvum. Aðstandandi tjónþola. Veit einhver hvar þessi stóll er? SVONA stóll hvarf af heim- ili í Vesturbænum í desem- ber sl. Þessi fjölskyldugrip- ur er úr útskorinni eik, negldur málmtökkum í tveimur stærðum og með slitnu bleiku áklæði. Þeir sem kynnu að vita um afdrif hans vinsamlega hafið sam- band í síma 569-1318. Dýrahald Loðinn inniköttur fæst gefins TÆPLEGA ársgamalt fress, gulur og hvítur, fæst gefins á rólegt og gott heim- ili. Hann er blanda af norsk- um skógarketti og persa, en líkari skógarketti. Hann er geldur og inniköttur. Upp- lýsingar gefur Þorgerður í síma 561-1840 til kl.18 og eftir kvöldmat í síma 562- 3533. Víkverji skrifar... SAMKVÆMT frásögn eins við- mælanda Víkverja nú í vikunni mun einhver sjónvarpsstöðin hafa greint frá því í fréttatíma sínum að maður nokkur hefði gefið konu sinni fjögurra milljóna króna bíl í „Valen- tínusargjöf1. Var viðmælandi Vík- verja afar hneykslaður á þessum fréttaflutningi, og þá einkum frétta- mati viðkomandi sjónvarpsstöðvar, en bætti við að þetta væri auðvitað ekkert annað en tímanna tákn, í þjóðfélagi þar sem allt snerist um peninga. Sjálfin- sá Víkverji ekki þessa frétt og getur því ekki dæmt um hversu „smekklaus" (eins og við- mælandinn orðaði það) þessi frétta- flutningur var, en það orkar auðvitað tvímælis ef það er orðið „frétt“ þegar eiginmenn gefa konum sínum gjafir. Víkverji hefur velt þessu máli dá- lítið fyrir sér og fundið á þvi nokkra umræðufleti sem hann vill viðra hér, í mestu vinsemd þó. Sé það rétt, að gefandinn hafi kallað til sjónvarps- fréttamenn af þessu tilefni, finnst Víkverja það smekkleysa, því menn eiga ekki að miklast af gjöfum sin- um eða berja sér á brjóst frammi fyrir alþjóð þótt þeir gefi konum sínum gjafir. Verðmæti gjafarinnar vekur líka athygli og maður spyr sig hvað gefur slíkur maður þá konu sinni í jólagjöf? Manni leikur líka forvitni á að vita við hvað maðurinn starfar, hvort hann sé ef til vill í kvótabransanum eða verðbréfa- braskinu, nú eða þá bara venjulegur launaþræll, sem hefur önglað saman fyrir gjöfinni með óguðlegri yfir- vinnu? Ef til vill kom þetta fram í fréttinni, - Víkverji gleymdi að spyrja viðmælanda sinn. XXX HAFI það verið „fréttapunktur- inn“ að vekja athygli á því að „Valentínusargjafir" séu nú farnar að tíðkast hér á landi í auknum mæli stendur „fréttin" vissulega undir sér þótt dæmið hafi ef til vill verið óheppilegt. Betur hefði farið á því að viðkomandi fréttamaður tæki venju- legt fólk tali á fórnum vegi með spurningu eins og: Hvað ætlar þú að gefa elskunni þinni í Valentínusar- gjöf? Það hefur ekki tíðkast hingað til hér á landi að gefa „Valentínusar- gjafir", að minnsta kosti var Víkverji ekki alinn upp við það. Hann vissi ekki einu sinni að Valentínusardagur hefði verið nú í vikunni, enda er hér um útlenskan sið að ræða sem Vík- verji sér enga ástæðu til að taka upp. Víkverji ætlar sér hins vegar ekki að gleyma „konudeginum", sem er á morgun, sunnudag, og þá ætlar hann að færa konu sinni blóm. Fjárhagur- inn leyfir ekki dýrari gjöf enda skipt- ir verðmætið ekki máli heldur hug- urinn sem að baki býr. Má í því sambandi minnast Gunnars á Hlíð- arenda er hann mælti við Njál á Bergþórshvoli forðum: „Góðar eru gjafir þínar, en meira þykir mér verð vinátta þín og sona þinna.“ Þetta var vel mælt að mati Víkverja. xxx * ASAMA tíma og „Valentínusar- gjafir“ þykja fréttnæmar í sumum fjölmiðlum berast uggvæn- legri fréttir af niðurstöðum könnun- ar, sem gerð var á vegum Rauða krossins, um fátækt á Islandi. Sam- kvæmt þeim eiga þúsundir manna vart til hnífs og skeiðar og örbirgð blasir við, og þó er manni sagt að hér rfld „góðæri“. Fréttaflutningur af fjögurra milljóna króna „Valentínus- argjöf' hlýtur að verka sem kjafts- högg í andlitið á þessu fólki, sem hef- ur ekki efni á að senda börnin sín í skóla. Það hefur vissulega margt breyst hér á landi á siðustu árum; hugsun- arhátturinn, lífsviðhorf og hegðunar- mynstur. Víkveija finnst stundum að hann sé að verða utangátta í þessu nýja þjóðfélagi. Hann saknar þess að heyra ekki þjóðsönginn leikinn í lok útvarps- og sjónvarpsdagskrár og er yfirleitt búinn að slökkva á viðtækj- unum áður en lestri vísitölu- og verð- bréfafrétta lýkur. Ef ekki á illa að fara þarf Víkverji líklega að taka sér tak og kynna sér verðbréfamarkað- inn áður en hann steinrennur sem hrímþurs í dagrenningu nýrrar menningar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.