Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 75

Morgunblaðið - 19.02.2000, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Langt rövl á SJONVARPA LAUGARDEGI SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld birtist einhver lengsti rövlþáttur í manna minnum á Sýn og mátti þó halda að öll helstu met í leiðindum haíl verið slegin nú þegar á hinni nýju sjónvarpsöld, þar sem ungt fólk heldur bara að það sé fætt fyndið, eins og náungarnir, sem lentu í einskon- ar hæstaréttarlegu hægðastoppi með „gamansemi" sína af því fleiri vildu fá „snilldina" en fengu. Rövlþættir eins og á Sýn eru næsta algengir í sjónvarps- stöðvum erlendis og hafa ekki tek- ist nema í sárafáum tilfellum. Hér er vaðið út í þetta af því einhverjir halda að þeir geti þetta og séu drepfyndnir, sem þeir eru ekki, og geta þess vegna hafa verið drep- leiðinlegir frá fæðingu án þess að fólk hafi beinlínis tekið eftir þeim sjúkdómi fyrr en þeir vaða fram í sjónvarpi með ekki neitt. Vilji fólk sjá fyndna menn á það að horfa á Ladda eða Örn Arnason og þá menn sem í kringum þá hafa verið. En að horfa á það harðlífi sem vin- sælast hefur verið að undanförnu og kallast gamanmál, held ég, hvað skemmtun snerti, jafnist ekki á við neitt nema ef það væri vist á Litla- Hrauni. Annað sjónvarpsefni er að ryðja sér til rúms þessar vikurnar, kom- ið úr dagblöðum og vikublöðum, en það eru heilir þættir af fólki, sem rembist við að sækja skemmtistaði og frumsýningar, jafnvel í stórhríðum, í full- vissu þess að það sé í íslenska „þotuliðinu" og ljósmynd- arar og sjónvarpsvélar bíða eftii- að það birtist. Til allrar guðslukku fylgdu ekki viðtöl þessu fólki, þeg- ar myndh' birtust í blöðum, en í sjónvarpi þarf það að tala og þá sést að þetta eru svona megasar og megusur, en það fólk fékk í einn tíma viðurnefnið „meistarar" hjá gelgjuskeiðsliðinu. Nú er komið annað slíkt lið og það iðkar sama atferlið og viðbættu meira dópi og fleiri hnífsstungum. Jafnvel hálf- áttræðir spekingar reyna að staul- ast á þessa staði, þar sem von er á myndatökum, til að horfa hálf- brostnum augum yfir axlaberar konur, sem eru á frumsýningum ef þær eru ekki á opnun heysátusýn- inga í myndlistarhöllum eða í þotu yfir miðju Atlantshafi. Mér er nær Sýn að halda að fjölmiðlar stæðu jafn- réttir eftir þótt þeir vissu ekki af þessu fólki, sem talið er að sé um hundrað manns. Kvikmyndasýn- ingar hafa engar sérstakar verið í sjónvarpi undanfarið utan kvik- myndin hans Óskars Jónassonar, Ur öskunni í eldinn, en lokahluti hennar var sýndur á sunnudags- kvöldið. Yfirleitt er ekki búist við miklu af frekar stuttum kvikmynd- um í sjónvarpi ó tímum þegar jafn- vel myndh’ í fullri lengd ná ekki áhorfi. En mynd Óskars var ágæt og mætti jafnvel halda því fram að þar væri loksins næsti kvikmynda- leikstjóri framtíðar fundinn. Val á leikurum sýndi gott auga leikstjór- ans við að raða upp sem ólíkustum persónum, því þar mega ekki allir kettir verða eins. Þótt myndin væri sérkennilega hrikaleg á köfl- um, tókst henni að hafa yfir sér ákveðinn léttleika. Ekki hef ég séð líkbíl notaðan með sama hætti og þarna var gert og þá tókust atriðin með Hauki Morthens frábærlega vel með því að fá fréttamann, eig- inlega tvífara söngvarans heitins, til að fara með hlutverk hans. Indriði G. Þorsteinsson Vinnuhesturinn McCartney SVO virðist sem Sir Paul McCartney hafi ákveðið að takast á við sorgina yf- h- eiginkonumissinum með því að hella sér út í vinnu. I íyrra gaf hann út tvær breiðskíf- ur. Sú fyrri var „Run Devil Run“. Seinni skífan sem hann sendi frá sér var „Working Classical" og af allt öðr- um toga en á henni hélt hann áfram að feta sig á sviði sígildra tónsmíða. Gamli bítillinn virðist hins vegar ekki ætla að láta þar við sitja um sinn því þessa stundina er hann önnum kafinn í heimahljóðveri sínu við upp- tökur á nýrri breiðskífu. Þar verður á ferðinni plata sem inniheldm’ á ný frumsamin popplög, eins og honum einum er lagið að smíða. LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 75 Nœturqatitm Dansleikur í kvöld með Hilmar Sverrissyni og Önnu Vilhjálms. Borðapantanir í síma 587 6080. HARMONIKUBALL Dansinn dunar í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima frá kl. 22. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur Allir velkomnir, ungir sem aldnir. 7 Stólar AJlar dýnur með 15-30% ajslcctti Góutibékt Dagana 19.- 26. fehrúar Lagersala á lítílsMttar gölluðum vörum ásamt dýnum, höfðagöflum, náttborðum og hvfldarstólum. aJJtað 70% Rúmteppi Heilsukoddar o.fl. o.fl... jC'-. T-A350ftnna Lane m Mörkinni 4 • 108 Reýkjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is styðjum við bakið á i t I i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.