Morgunblaðið - 19.02.2000, Síða 76
MORGUNBLAÐIÐ
76 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000
«»»—.■■■—— ............■■■ —
FÓLK í FRÉTTUM
Hlin Diego Hjálmarsdóttir dansar í Goðsögnum i Borgarleikhúsinu
Dansinn er lífsstíll
sem krefst fórna
Morgunblaðið/Golli
Ur verkinu Diaghilev: Goðsagnir.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hlín Diego Hjálinarsdóttir nam dans í Svíþjóð en dansar
nú með íslenska dansflokknum.
Hlín Diego Hjálmars-
dóttir steig sín fyrstu
----------------7---------
dansspor með Islenska
^ dansflokknum í Borgar-
leikhúsinu um síðustu
✓
helgi. I samtali við
Sunnu Osk Logadóttur
sagði hún frá námsárun-
um í Svíþjóð og erfiðinu
sem fylgir því að vera
dansari af lífí og sál.
DANSVERKIÐ Diaghilev: Goðsagn-
ir er þriðji hluti Diaghilev-trílógíu
höfundarins Jochens Ulrich og var
*- það frumsýnt í Borgarleikhúsinu fyr-
ir viku. Níu dansarar íslenska dans-
flokksins taka þátt í sýningunni og er
Hlín Diego Hjálmarsdóttir einn
þeirra. Hún fluttist heim til íslands
síðastliðið haust eftir að hafa búið og
numið dans í Svíþjóð í fimm ár. Að-
eins 16 ára gömul yfirgaf hún fóður-
landið, alls ekki viss um að hún vildi
verða dansari.
Yngsti nemandi skólans
„Ég hafði ákveðið að hætta að
^dansa og fór út til Svíþjóðar á sumar-
námskeið," hefur Hlín söguna. „Með-
an ég var úti voru haldin inntökupróf í
Ballett Academy-skólanum í Stokk-
hólmi. Ég sótti um en bjóst ekkert
frekar við að komast inn en ég komst
inn á þriðja ár.“
Hlín er yngsti nemandinn sem
komist hefur inn á þriðja ár í skólan-
um sem er mikil viðurkenning fyrir
hana sem dansara. Hún útskrifaðist
ári seinna og var þá búin að ákveða að
leggja dansinn fyrir sig og sótti um í
Sænska ballettskólann þar sem hún
stundaði nám næstu þrjú árin. „í
skólanum leggja nemendur jöfnum
höndum stund á bóklegt og verklegt
nám og taka stúdentspróf. Þetta er
því nokkurs konar „Fame“-skóli,“
segir Hlín brosandi. „Það var alveg
frábært að búa úti í Svíþjóð, ég bjó
ein, hef séð um mig sjálf síðan ég var
sextán ára. Mamma og pabbi voru
vitaskuld hrædd um mig fyrst en ég
kom reglulega heim til Islands til að
vera með fjölskyldunni."
Eftir að Hh'n lauk námi frá ballett-
skólanum vann hún í eitt ár sem dans-
ari í Svíþjóð. „Ég var á samningi í óp-
erunni í Malmö. Leikhúsið þar er
glæsilegt og er stærsta leikhús í
Norður-Evrópu. Það var mjög spenn-
andi að vinna þar en allt öðruvísi en
hér heima. Dansinn er t.d. mikið bet-
ur borgaður þar í landi.“
Á styrk frá sænska ríkinu
Eftir farsælt starf í Malmö ákvað
Hlín að koma heim til íslands síðasta
haust. „Mér fannst tími til kominn að
fara heim og hafði samband við Katr-
ínu Hall, listdansstjóra hjá Islenska
dansflokknum. Hún hafði áhuga á að
fá mig en gat ekki boðið mér samning
hjá flokknum. Þá sótti ég um styrk
frá sænska ríkinu sem ég fékk, svo
þeir í Svíþjóð borga launin mín núna,“
segir hún og hlær. „Ég vissi varla
hveiju ég átti von á fyrst eftir að ég
kom heim. En á svipuðum tíma kom
til landsins danshöfundurinn Jochen
Ulrich og honum leist vel á mig, þann-
ig að ég fékk nóg að gera. Ég vonast
til að komast á samning hjá dans-
flokknum bráðlega því þetta hefur
verið rosalega gaman. Eftir nokkur
ár langar mig síðan að fara aftur tO
útlanda."
Grét á hverjum degi
Hlín var ekki gömul er hún byijaði
að dansa en áður en hún fór í dans-
nám stundaði hún fimleika. „Ég byij-
aði í fimleikum þegar ég var fimm
ára. Ég þoldi það ekki, en Amór bróð-
ir minn var svo duglegur í fimleikum
að mamma og pabbi vildu að ég yrði
það líka,“ rifjar Hlín upp og brosir
góðlátlega. „Ég var svo hrædd í fim-
leikum að ég grét á hverjum degi en
mér fannst gólfæfingamar skemmti-
legar því þar fékk ég að dansa.“
Þegar Hlín var níu ára fór hún í
Kramhúsið og markar það upphaf
dansferilsins. „Þar var rosalega gam-
an. Kennarar þar sögðu að ég yrði að
læra ballett líka til að ná tækninni og
síðan þá hefur ballett verið hluti af
mínu lífi.“
Skemmtilegt að vinna með tónl-
istarfólki og leikurum
Goðsagnir er fyrsta verkefnið sem
Hlín tekm- þátt í með Islenska dans-
flokknum. Goðsagnimar fjalla um
Sergei Diaghilev sem var stjómandi
Ballets msses í París í upphafi 20.
aldarinnar og bylti hefðbundnum
hugmyndum fólks um danslistina.
Tónlistin í seinni hluta sýningarinnar
er að stómm hluta eftir GusGus, bæði
ný lög sem sérstaklega vora samin
fyrir sýninguna auk eldri endurhljóð-
blandaðra laga og flytur Daníel Ágúst
Haraldsson tónlistina lifandi á svið-
inu. Jochen Ulrich samdi Goðsagnir
sérstaklega fyrir íslenska dansflokk-
inn en verk eftir hann hafa áður verið
sýnd hérlendis.
„Það er mjög gaman að hafa Daníel
Ágúst á sviðinu," segir Hlín og
skemmtilegt fyrir okkur að fá tæki-
færi til að vinna með tónlistarfólki svo
náið. Á næstunni komum við til með
að vinna með leikuram Borgarleik-
hússins í Kysstu mig Kata sem er
ekki síður áhugavert."
Blóð, sviti og tár
En skyldi Hlín oftar en einu sinni
hafa ætlað að gefa dansinn upp á bát-
inn?
„Jú, guð minn góður, oft og mörg-
um sinnum. Ég er alltaf að velta því
fyrir mér hvort ég eigi að halda áfram
því þetta er svo mikil vinna og illa
borguð. Fólk endist heldur ekki mikið
lengur í dansinum en til 35-40 ára
aldurs. En allan tímann krefst vinnan
blóðs, svita og tára, það er aðeins brot
af tímanum sem maður nýtur sín til
fulls. Það er erfitt að vera dansari,
bæði líkamlega og andlega. Þetta er
ekki vinna sem maður mætir í og fer
síðan heim að hugsa um eitthvað ann-
að. Þetta er vinnan, þetta er lífið,
ákveðinn lífsstíll sem ég hef valið mér
og ég verð að standa og falla með
þeirri ákvörðun."
NYJAR VORUR
r-j H>
. KRINGLUNNÍ
Saman á frumsýningu
LEIKKONAN Jennifer
Aniston og kærastinn
Brad Pitt mættu sam-
an til frumsýningar
myndarinnar „Hang-
ing Up“ en vinkona
Aniston úr Friends,
Lisa Kudrow, leikur
einmitt aðalhlutverkið
í þeirri mynd ásamt
Meg Ryan og Diane
Keaton. Myndin fjallar
um þijár systur og
föður þeirra.