Morgunblaðið - 19.03.2000, Side 4
4 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 12/3-18/3
► SJÁLFSTÆTT fyrir-
Málflutningur í Vatn-
eyrarmálinu hafínn
tæki verður stofnað um
flutningskerfí raforku hér
á landi á næsta ári, sem
gæti tekið til starfa í árs-
byrjun árið 2002 ef tillög-
ur nefndar iðnaðar-
ráðherra ná fram að
ganga.
► SAUÐFÉ hefur fjölgað
jafnt og þétt frá árinu
1995 þrátt fyrir markmið
um fækkun. Ríkið hefur
því gert samning við sauð-
fjárbændur um að fækka
sauðfá um 45 þúsund og
hyggst það verja allt að
990 milljdnum króna í
verkefnið.
MÁLFLUTNINGUR í Vatneyrar-
málinu hófst fyrir Hæstarétti á mið-
vikudaginn, í máli ákæruvaldsins gegn
Birni Kristjánssyni, Svavari Rúnari
Guðnasyni og útgerðarfélaginu Hymó
ehf. Bogi Nilsson ríkissaksóknari lét
þau orð falla í málflutningi sínum að
um pólitískt vandamál væri að ræða og
löggjafans að leysa úr því. Lúðvík
Kaaber hdl., verjandi Björns, sagði að
Alþingi hefði með lögum um stjóm
fiskveiða lögfest vilja hagsmunaaðila
en leitt hjá sér hagsmuni meirihlutans.
Mest geta liðið fjórar vikur uns
dómur fellur í málinu.
Deilur innan VMSÍ
► RÍKISSTJÓRNIN hefur
lagt fyrir Alþingi frum-
varp til breytinga á lögum
um tckjuskatt, sem gerir
ráð fyrir hækkun skatt-
leysismarka í fjórum
áföngum. Gert er ráð fyrir
að skattleysismörk hækki
um 2,5% um mánaðamótin.
► ÚTHAFSKARFAKVÓTI
íslenskra skipa verður 45
þúsund tonn á þessu ári,
sem er sami kvóti og á síð-
asta ári.
► NORÐURÁ í Borgar-
firði flæddi yfir veginn við
Dalsmynni á fimmtudag-
inn með þeim afleiðingum
að hringvegurinn lokaðist
í tvær klukkustundir.
► KEA hefur selt 20% hlut
sinn í Húsasmiðjunni og er
kaupandinn íslandsbanki
F&M. Kaupverðið er talið
vera um 1 milljarður
króna og sagðist fram-
kvæmdastjóri Islands-
banka ekki lita á þau sem
Iangtímafjárfestingu.
HINAR hörðu deilur, sem komanar
eru upp inan Verkamannasambands-
ins, á milli Flóabandalagsins og félaga
á landsbyggðinni, eru taldar geta leitt
til klofnings sambandsins og innan
verkalýðshreyfingarinnar er sú skoð-
un uppi að klofningur VMSÍ myndi
einnig leiða af sér klofning Landssam-
bands iðnverkafólks. Deilurnar eru
taldar geta komið í veg fyrir hug-
myndir sem upi hafa verið um samein-
ingu VMSÍ, Landssambands iðn-
verkafólks og Þjónustusambandsins.
SA og RSI handsala
samning til 4 ára
GRUNNUR að kjarasamningi milli
Samtaka atvinnulífsins og Rafiðnaðar-
sambandsins var handsalaður í húsa-
kynnum sáttasemjara á föstudags-
kvöld. Stefnt er að undirritun á
miðvikudag og mun samningurinn
gilda fram í febrúar árið 2004, eða í
tæp fjögur ár. Það er eitthvert lengsta
samningstímabil, sem um getur á al-
menna vinnumarkaðnum hér á landi.
Kínverjar hafa í
hótunum við Taívana
STJÓRN Taívans fyrirskipaði her
landsins á fimmtudag að vera í við-
bragðsstöðu vegna yfirlýsinga Kín-
veija um að þeir kynnu að beita her-
valdi ef sjálfstæðissinni færi með sigur
af hólmi í forsetakosningunum sem
fram fóru á Taívan í gær. Tang Fei,
vai'narmálaráðherra Taívans, lagði þó
áherslu á að ekkert benti til þess að
Kínverjar væru að undirbúa árásir á
landið.
Hótanir Kínverja ollu miklum titr-
ingi á hlutabréfamarkaðnum á Taívan
og talið var að opinberir sjóðir hefðu
dælt í hann andvirði 173 milljarða
króna til að koma í veg fyrir verðhrun
síðustu dagana fyrir kosningarnar.
Áður hafði Zhu Rongji, forsætisráð-
herra Kína, lýst því yfir að Kínverjar
áskildu sér rétt til að beita hervaldi ef
Taívanar sýndu „hvatvísi" með því að
kjósa frambjóðanda sem vildi að Taív-
an lýsti yfir sjálfstæði. Hann sagði að
Kínverjar væru tilbúnir að „úthella
blóði sínu og fórna lífinu til að verja
einingu og virðingu ættjarðarinnar".
Spænski Þjóðarflokk-
urinn fær meirihluta
ÞJÓÐARFLOKKURINN á Spáni
fékk meirihluta þingsætanna í kosn-
ingunum á sunnudaginn var og er
þetta í fyrsta sinn sem spænskur
hægriflokkur getur stjómað landinu
án stuðnings annarra flokka eftir
dauða Francos einræðisherra fyrir 25
árum. Spænskir fjölmiðlar lýstu úrslit-
unum sem „pólitískum landskjálfta"
og miklum persónulegum sigri José
Maria Aznar forsætisráðherra, leið-
toga Þjóðarflokksins, sem komst til
valda fyrir fjórum árum eftir 14 ára
valdatíma sósíalista.
Sósíalistar og Vinstrabandalagið,
undir forystu kommúnista, guldu mik-
ið afhroð og leiðtogi sósíalista, Joaquín
Almunia, sagði strax af sér.
► EVRÓPURÁÐIÐ sakaði
jafnt Rússa sem Tsjetsjena
um stríðsglæpi á mánudag
og skoraði á rússnesk
stjómvöld að helja strax
viðræður við leiðtoga
Tsjetsjena. Lára Margrét
Ragnarsdóttir, sem var í
sendinefnd Evrópuráðsins
í Tsjetsjníu, sagði að
ástandið væri skelfilegt,
þorp og bæir væru rústir
einar og fólkið hefði lítið
sem ekkert haft fyrir sig
að leggja dögum og jafnvel
vikum saman.
► BILL Clinton Banda-
ríkjaforseti og Tony Blair,
forsætisráðherra Bret-
lands, hafa gefið út sam-
eiginlega yfirlýsingu þar
sem hvatt er til að aðgang-
ur að öllum grundvallar-
upplýsingum um arfbera
manna verði „frjáls vís-
indamönnum um allan
heim“. Verð á hlutabréfum
líftæknifyrirtækja lækkaði
vemlega / kauphöllinni í
New York við ti'ðindin.
► FRANSKIR friðar-
gæsluliðar áttu i' átökum á
miðvikudag við hundruð
Serba, sem reyndu að
brjótast inn á öryggis-
svæði, sem komið var upp í
borginni Mitrovica í Kos-
ovo-héraði. Bandaríkja-
stjórn setti ofan í við Kos-
ovo-Albana og sagði að ef
þeir hættu ekki árásum
sínum á Serba yrði dregið
verulega úr alþjóðlegum
stuðningi við þá.
► ISRAELSK stjómvöld
samþykktu á miðvikudag
að Iáta af hendi 6,1% Vest-
urbakkans fyrir næstu lotu
friðarviðræðna við Palest-
ínumenn. Yasser Arafat
samþykkti tillöguna.
Orkumálastjóri kynnir framtíðarsýn varðandi
nýtingu orkulinda á nýrri öld
Utflutningur orku
æ veigameiri þáttur
Dæmi um hugsanlega nýtingu íslenskra
orkulinda til raforkuframleiðslu á næstu öld
50.000 GWstáári-----------------------------------------
45.000----------------------------------------------—
40.000--------------------------------------------------
35.000----------------------------------------------—
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
1990 2000 2010 2020 2030 2040 2050 2060 2070 2080 2090 2100
ÍSLAND mun nýta orkulindir sín-
ar í síauknum mæli á nýrri öld og
munuútflutningur á raforku um
sæstreng og eldsneytisframleiðsla
verða æ veigameiri þættir í nýt-
ingu orkulinda, á meðan stóriðja
fer líklega dvínandi þegar líða tek-
ur á seinni hluta aldarinnar. Þetta
kom fram í framtíðarsýn sem
Þorkell Helgason orkumálastjóri
kynnti á ársfundi Orkustofnunar í
vikunni.
Þorkell velti fyrir sér hver þró-
unin yrði í nýtingu orkulinda hér á
landi og benti á ýmsa möguleika,
svo sem aukinn orkufrekan iðnað,
eldsneytisframleiðslu, til dæmis
vetnisframleiðslu, og útflutning
raforku um sæstreng. Hann sagði
óþarft að stilla þessum framtíðar-
möguleikum í orkumálum upp sem
andstæðum. Orkulindirnar væru
það ríkulegar að hægt væri að sjá
fyrir sér fjölbreytta þróun og eins
gæti hver þáttur átt sitt afmarkaða
þróunarskeið. Þannig telur hann
að tími stórframleiðslu á eldsneyti
sé ekki runninn upp, en hann komi
eflaust seinna á þessari öld. Einnig
telur hann ekki sjálfgefið að ál-
bræðslu verði haldið áfram út öld-
ina, þó framan af henni kynni að
verða drjúgur vöxtur í áliðnaði eða
orkufrekum iðnaði. Hafa þyrfti í
huga að þegar vetnisframleiðsla
eða sæstrengur verði orðnir fýsi-
legir kostir verði núverandi álver
komin á elliár. Hann tók fram að
auðvitað yrði það ekki svo að ál-
bræðsla yrði látin víkja þegar elds-
neytisframleiðsla hæfist, því í þeim
markaðsbúskap sem framundan
væri í raforkugeiranum myndi arð-
semi ráða ferðinni en ekki miðstýr-
ing, en álverin kynnu að verða
undir í samkeppninni um orkuna ef
verð á jarðefnaeldsneyti hækkaði
stórlega og svigrúm til nýrra virkj-
ana minnkaði.
Mynd af hugsanlegri nýtingu
orkulinda á öldinni
Þorkell sýndi meðfylgjandi línu-
rit þar sem sýnd er hugsanleg nýt-
ing orkulinda á öldinni. Forsendur
þessarar spár eru meðal annars
þær að orkufrekur iðnaður vaxi
allhratt næstu árin og nái hámarki
árið 2025 og að eldsneytisfram-
leiðsla verði fljótlega hafin í til-
raunaskyni í litlum mæli, en kom-
ist á skrið þegar stóriðjuvæðingin
staðni. Nokkru eftir að stóriðjan
nái hámarki verði lagður sæ-
strengur, meðal annars í þeim til-
gangi að styrkja allt raforkukerfið
með tengingu út fyrir landstein-
ana. Stóriðjan verði rekin í há-
marki frá 2020 til 2060 en þá verði
seglin dregin saman og hún látin
víkja fyrir eldsneytisframleiðslu
sem undir lok aldarinnar knýi
skipa- og bflaflota okkar.
Þorkell benti einnig á að ýmis-
legt gæti orkað tvímælis í forsend-
um spárinnar. Til dæmis gæti þótt
ótímabært að reikna fastlega með
vetnisvæðingunni, orkuþörf sam-
göngutækja væri jafnframt óviss
og hún kynni að víkja verulega frá
þeirri þörf sem þarna væri lögð til
grundvallar og einnig kynni sæ-
strengur að koma fyrr til sögunn-
ar.
Þorkell lagði áherslu á að þessi
mynd sem hann drægi upp væri
ekki rökstuddur spádómur heldur
væri henni einungis ætlað að reifa
ýmsa möguleika og setja þá í sam-
hengi. Hann sagði nauðsynlegt að
framtíðarsýnir kæmu fram því þær
hvettu til umræðu um núverandi
stöðu og stefnumörkunar til fram-
tíðar.
*
Biskup Islands skoðar
afsökunarbeiðni
SÉRA Gunnar Björnsson, sóknar-
prestur í Holti, hefur sent biskupi
Islands, herra Karli Sigurbjörns-
syni, afsökunarbeiðni en eins og
fram kom í Morgunblaðinu sl.
þriðjudag hefur biskup áminnt séra
Gunnar og óskaði hann jafnframt
eftir viljayfirlýsingu frá séra Gunn-
ari um einlæga iðrun hans og yfir-
bót. Samkvæmt upplýsingum Þor-
valdar Karls Helgasonar
biskupsritara er bréf séra Gunnars
nú til skoðunar og má búast við nið-
urstöðu í málinu fljótlega upp úr
helginni.
Sl. fimmtudag sendi biskup ís-
lands öllum prestum landsins bréf
að gefnu tilefni vegna vandamála
sem upp hafa komið í samskiptum
presta og safnaða, eins og segir í
bréfinu. Biskup minnir presta á að
hlutverk þeirra sé fyrst og fremst
þjónusta við söfnuðinn, skv. upplýs-
ingum biskupsritara.
Ljáðu þeim eyra
á Súfistanum þríðjudaginn 21. mars kl. 20
Dagskrá í tilefni af útkomu Ijóðaþýðinga
Þorsteins Gylfasonar
Þorsteinn les úr nýrri bók sinni.
Ólöf Kolbrún Harðardóttir,
Sif Ragnhildardóttir og
Richard Simm flytja lög eftir
Atla Heimi Sveinsson, Kurt Weill
og Sergei Rachmaninov.
I
og menning|W|
malogmennlng.is I |t| 1
ugavegi 18 • Slml 515 2500 • Síðumúla 7 • Sfml 510 2500
Frumvarp um
veiðieftirlit
Gjald nái
til norsk-ís-
lensku sfld-
arinnar
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
hefur lagt fram í ríkisstjórn frumvarp
um veiðieftirlitsgjald sem felur m.a. í
sér þá breytingu að gjaldið verður lát-
ið ná til norsk-íslensku síldarinnar.
Ennfremur hefur ráðherra lagt
fram frumvarp um breytingu á ýms-
um gjaldtökuákvæðum laga, en það
felur í sér að gjald sem rennur í Þró-
unarsjóð sjávarútvegsins nær til
norsk-íslenska sildarstofnsins. Sam-
kvæmt upplýsingum úr sjávarútvegs-
ráðuneytinu fela frumvörpin ekki í
sér hækkun á þeim gjöldum sem lögð
eru á sjávarútveginn í dag.