Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 6

Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 6
6 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Danir, Svíar og Efnahags- og myntbandalag Evrópu Danska stjórnin vill aðild strax en sú sænska seinna BAKSVIÐ Göran Persson, forsætisráðherra Sví- þjóðar, vill vera með í EMU til að vernda sænska „módelið“ og Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Danmerkur, til að tryggja dönsk áhrif innan Evrópusam- bandsins. Signin Davíðsdóttir segir þá báða eiga á brattann að sækja. Reuters. Því var ákaft fagnað er evran varð að veruleika í ársbyrjun 1999. Nú stefna stjórnvöld í Svíþjóð og Danmörku að aðild en mjög skiptar skoð- anir eru uppi á meðal kjósemla. AÐ sitja við borðið, þar sem ákvarðanimar eru tekn- ar, er höfuðatriði í huga Pouls Nyrups Rasmus- sens forsætisráðherra og annarra danskra stjómmálaleiðtoga, sem em meðmæltir danskri aðild að Efna- hags- og myntbandalagi Evrópu, EMU. Gárungamir segja hins vegar að aðildin feli í sér að sitja við borðið til að geta horft á þá stóra taka ákvarðanimar. Miðað við fyrri at- kvæðagreiðslur þá er vaxandi EMU- tortryggni á hægri vængnum ný og óþekkt breyta til viðbótar við danska efahyggju þegar kemur að þjóðarat- kvæðagreiðslunni um EMU-aðild 28. september. Eftir að hafa legið undir feldi í langa hríð hefur Göran Persson, for- sætisráðherra Svía, nú klárlega tek- ið afstöðu með sænskri EMU-aðild. Höfuðrök hans era að aðeins á þann hátt geti Svíar varðveitt sænska „módelið“ á tímum alþjóðlegra sviptivinda. Aherslur jafnaðarmannaleiðtog- anna í löndunum tveimur era því ekki þær sömu, en vandinn við að telja meirihluta kjósenda á sitt band er hliðstæður. I báðum er mjög jafnt á mununum á milli stuðningsmanna og andstæðinga EMU í skoðana- könnunum. Danir hafa fasta dagsetningu til að miða að. í Svíþjóð er dagsetningin ekki í augsýn og Persson hefur að- eins nýlega lofað þjóðaratkvæða- greiðslu. Helst er talað um sumar eða haust að ári eða eftir þingkosn- ingar 2002. „ Við erum við og ekki fslendingar..." „Við eram við og ekki íslendingar úti í hafi með 200 sjómílna landhelgi í kringum okkur,“ sagði Nyrap með áherslu þegar hann ræddi við landa sína á almennum fundi í lýðháskóla á Norður-Sjálandi fyrir skömmu. Fundurinn er einn af mörgum sem Nyrap mætir á um þessar mundir til að telja landa sína á sitt EMU-band. Myndin af íslandi úti í hafi á greini- lega að vera andstæðan við Dan- mörku, sem liggur eins og botnlangi út úr Þýskalandi, þó að forsætisráð- herra orði það ekki svo. ,Ætli hinn pólitíski forsöngvari leiði ekki sönginn," segir skólastjór- inn, því auðvitað hefst fundurinn með fjöldasöng. Annað er óhugs- andi, hvort sem er á lýðháskóla eða flokksfundi jafnaðarmanna og Ny- rap hefur upp ágætis söngrödd sína. Á eftir vindur hann sér úr jakkanum og þyrlast um gólfið á hvítri skyrtu og með Aigner-belti um miðjuna, sem er heldur gildari en þegar hann tók við sem forsætisráðherra fyrir sjö áram. „EMU snýst ekki um efnahag og peninga, þó þetta sé myntsamband," segir Nyrap áður en hann rennir í gegnum Evrópusögu 20. aldar og hnykkir á að Danir vilji beita sér fyr- ir dönskum gildum, samstöðu og samkennd, gildum nýrrar aldar. „Fólk hefur forgang umfram pen- inga,“ segir Nyrap. „Þess vegna segi ég já - fyrir öryggið, fyrir atvinnuna og fyrir framtíðina.“ Þetta er kjaminn í boðskap for- sætisráðherra, sem hann keppist nú við að telja í landa sína, þesa efa- semdarmenn í anda Hamlets eins og Nyrap veit vel. Bæði hann og Mari- anne Jelved efnahagsráðherra úr Róttæka vinstriflokknum, sem einn- ig beitir sér af alefli fyrir danskii EMU-aðild leggja megináherslu á að aðildin sé í anda þátttöku Dana í alþjóðastarfi, sem alltaf hafi beinst að því að hafa áhrif og vera með. Það er orðið viðtekið að vera á hægri vængnum en jafnframt á móti EMU. Þetta er megin breytingin frá því í fyrri þjóðaratkvæðagreiðslum um Evrópusamstarfið. Jann Sjur- sen, formaður Ki-istilega þjóðar- flokksins og fyrrum ráðherra hefur lýst því yfir að hann sé mótfallinn danskri EMU-aðild, þó margir í flokki hans séu henni meðmæltir. í þessum flokki verður því engin flokkslína. Vaxandi borgaraleg tortryggni Kasper Kyed formaður ungliða- hreyfingar íhaldsflokksins, Kon- servativ Ungdom, segist EMU-and- stæðingur því hann sé á móti pólitískum afleiðingum EMU, sem leiði til meiri samræmingar, til dæm- is í skattamálum. Hugsanlegt er að KU í heild mæli gegn aðild. Nokkrir hægrimenn hafa einnig stofnað sam- tök, sem miða að því að styrkja Evrópu þjóðanna í stað hins yfir- þjóðlega Evrópuvalds. Samkvæmt könnun Gallup fyrir Berlingske Tidende eru nú þrjátíu prósent kjósenda hins frjálslynda Venstre gegn aðild, en aðeins sjö prósent vora á móti Maastricht-sátt- málanum 1993. Þessi augljóslega vaxandi tortryggni á hægrivængn- um hefur í vikunni leitt til harðra orðaskipta um hver bæri á henni ábyrgð. Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi Venstre, kennir jafnaðar- mönnum um. Borgaralegir kjósend- ur skelfist orð Ritt Bjerregaard mat- vælaráðherra um að Evrópu- sambandið, ESB, sé jafnaða- annaverkefni, þar sem jafnaðar- menn tróni efst og dæmi hvað sé rétt og rangt. Aðgerðirnar gegn Austur- n'ki hafi ekki dregið úr þeim kvíða. Gagnrýnendur Anders Fogh segja hann hins vegar einfaldlega ekki nógu góðan leiðtoga. Það er þessi borgaralega tor- tryggni, sem hefur markað fyrstu vikuna eftir að Nyrap tilkynnti hve- nær atkvæðagreiðslan yrði. Einn sterkasti bandamaður stjómarinnar er verkalýðshreyfingin, sem án efa mun beita sér af festu fyrir aðild með þeim öflugu baráttutækjum sem hún hefur yfir að ráða. Það var ekki að ástæðulausu sem Nyrap þakkaði fyrst danska alþýðusam- bandinu stuðninginn í ræðu inni á Kristjánsborg er samþykkt Amster- dam-sáttmálans lá fyrir 1998. „Æti- arðu ekki að þakka okkur?“ sagði öskureið þingkona Venstre er hún horfði á Nyrap halda ræðuna, en þær þakkir komu ekki. Andstaðan meðal borgaralegra kjósenda hefur alveg stolið athygl- inni frá því að Jafnaðarmannaflokk- urinn er klofinn. Megnið af forystu- liðinu er meðmælt, meðan almennir kjósendur era tvístígandi. I nýlegri könnun Beiiingske Tidende á trausti kjósenda á 45 stjórnmálamönnum var forsætisráðherra númer 41 á listanum. Þessi skortur á trúnaðar- trausti gæti reynst afdrifaríkur ef hann verður til þess að kjósendur trúa ekki EMU-orðum Nyraps. EMU til varnar sænska „módelinu" Vantraustið byggist meðal annars á sviknum loforðum um félagsbætur í kosningabaráttunni 1998. Og EMU-andstæðingarnir á vinstri- vængnum og yst á hægri vængnum þreytast ekki á að rifja upp hvernig Nyrap lofaði kjósendum þá að ekki yrði hróflað við dönsku undanþágun- um um mörg komandi ár. Allt þetta gerir niðurstöðuna 28. september óljósa, þó flestir hallist að því að vís- bendingar skoðanakannana um EMU-meirihluta verði þá staðfestar. „Þegar aðstæður hvunndagsins verða hnattrænar verður hvunndag- ur stjórnmálanna að vera án landa- mæra.“ Þessa setningu tvítók Göran Persson svona til öryggis í ræðu sinni fyrir rúmri viku á flokksþingi sænski’a jafnaðarmanna, sem sam- þykkti sænska EMU-aðild með 234 atkvæðum gegn 113. Með þunga sem honum einum er lagið lætur Persson ekkert tækifæri ónotað til að minna á það hann kallar gjarnan „aðförina að krónunni" árið 1992 í tíð hægristjómar Carls Bildts. Söguskýring Perssons er að þarna hafi verið að verki ungæðislegir gulldrengir á Wall Street að græða á óvarinni stöðu sænsku krónunnar. Þetta á ekki að endurtaka sig hamr- ar Persson á og besta vörnin er sam- flotið í EMU. EMU er framtíðar- tryggingin fyrir sænska „módelið" og homsteina þess, hagvöxt og jafna skiptingu gæðanna. „Ég er orðinn sannfærður um að ÉMU er besta mótvægið gegn vaxandi krafti mark- aðsaflanna," sagði hann á ráðstefn- unni. Svíar hafa aðeins verið með í ESB síðan 1995 og því eiga þeir sér ekki langa Evrópuandstöðusögu eins og Danir. En afstaðan hefur verið blendin frá því þeir greiddu atkvæði 1994 um aðild. „Það hefur aðeins verið meirihluti fyrir sænskri ESB- aðild einu sinni og það var daginn, sem atkvæðin vora greidd,“ hefur glöggur maður sagt um sænsku ESB-afstöðuna. Nýlegar skoðana- kannanir hafa sýnt að 37 prósent eru á móti EMU-aðild, 35 með og 28 óviss. En þó Jafnaðarmannaflokkurinn, þungamiðja sænskra stjórnmála undanfama áratugi, hafi goldið aðild jákvæði sitt eru almennir flokks- menn tortryggnir og flokkurinn klofinn. Sumir ráðherrar jafnaðar- manna og aðrir leiðandi flokksmenn era einnig mótfallnir aðild. Þó afstaðan á hægrivængnum hafi verið jákvæð, þá era þar einnig öfl líkt og í Danmörku. Svenska Dagbladet, óháð málgagn en fylgið sænska Hægriflokknum, hefur í leið- uram lagst gegn EMU. Eftir að Finninn Hannu Olkinuora tók ný- lega við sem aðalritstjóri af Mats Svegfors má búast við að blaðið hnikist í jákvæðari átt, sem gæti haft sitt að segja. Persson vildi lengi vel ekki lofa þjóðaratkvæðagreiðslu, aðeins sagt hana sennilega, en á flokksþinginu varð hann að gefa sig og fallast á hana. Tímasetningin hangir hins vegar enn í lausu lofti. Svíar fara með formennsku í Evrópusamstarf- inu á fyrra helmingi næsta árs. Helst er talað um atkvæðagreiðslu í kjölfar formennskunnar eða eftir þingkosn- ingar, sem næst verða að öllum lík- indum haustið 2002. Efnahagsleg rök duga ekki til Höfuðrök hinna jákvæðu í Dan- mörku og Svíþjóð varða mikilvægi áhrifa og virkrar þátttöku. Hin efna- hagslegu rök era vandmeðfarnari. Þegar Danir greiddu atkvæði um Maastricht-sáttmálann 1992 voru það mikilvæg rök að tilveran utan myntsambandsins yrði óviss og margir töluðu um að rekinn hefði verið harður hræðsluáróður. Það er erfitt að hræða Dani og Svía nú með efnahagslegum rökum því þrátt fyrir lífið utan EMU þá er í báðum löndum efnahagsleg velsæld og metuppgangur. Við þessar að- stæður er erfitt að skapa ótta og óvissu. I Danmörku mun umræðan næstu mánuði sýna hvaða efni höfða helst til landsmanna. í Svíþjóð verð- ur niðurstöðunnar 28. september beðið með eftirvæntingu, en þar sem það gætu orðið eitt til tvö ár áður en Svíar kjósa era dönsku áhrifin á þá óviss. En jafnvel þó Danir ljái EMU-að- ild meirihluta þegar þar að kemur þá mun það taka tímana tvo að komast að fullu inn í EMU. Marianne Jelved hefur undirstrikað að ekki verði- hægt að hefja undirbúning fyrr en eftir 28. september, svo Danir fái vart evrana í hendur fyrr en eftir þrjú ár. Ef Svíar fylgja sama hæga aðdraganda þá stefnir í 4-5 ára bið hjá þeim, jafnvel þó svo færi að þeir samþykktu aðildina í óljósri framtíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.