Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 11
Andstæðingar dauðarefsingar safnast ávallt sanian við San Quentin-fangelsið þegar aftökur fara fram.
Darrell Keith Rich, eða Ungi Elgur, um að það leyti sem hann var handtekinn og um það
leyti sem hann var liflátinn. Hann játaði morð á fjórum stúlkum og árásir á fimm aðrar.
Annette Selix var aðeins 11 ára og yngsta fórnarlamb morðingjans. Annette Edwards, 19
ára gömul, var fyrsta fórnarlamb Unga Elgs. Pam Moore, 17 ára, var kyrkt og höfuð hennar
brotið með steini. Linda Slavik, 27 ára, var neydd til að horfa á lfk Pam Moore, áður en
morðinginn nauðgaði henni og skaut hana svo í höfuðið.
Dauðadeildin alræmda í San Quentin-fangelsinu í Kalif-
orníu, sem annast aftökurnar fyrir fylkið.
myndavélar, hringar eru dregnir af fingrum og
settir í stór umslög, pennar úr vösum. Hver og
einn fær afhent tvö blöð og blýant. Klukkan er
23.20.1 næsta húsi er aftökuklefinn.
Tuttugu mínútum síðar er sjúkrabíl ekið í
stæði við aftökuklefann. Um svipað leyti gengur
hópur vitna inn í húsið, þar sem aftakan fer
fram, þeirra á meðal saksóknari ríkisins, lög-
reglumenn, lögfræðingar hins dauðadæmda og
tveii’ andlegir leiðtogar af Cherokee-ættbálkin-
um.
Klukkan 23.50 gengur annar hópur fólks inn,
meðal annarra stjúpfaðir Annette litlu Selix og
móðursystir hennar, bróðir Pam Moore, bróðir
Lindu Slavik, ein kvennanna sem Rich nauðgaði
og bróðir konu sem var nauðgað. Á sama tíma
er Darrell Keith Rich leiddur frá dauðaklefan-
um í aftökuklefann og reyrður niður á bekk.
Hann er á 45. aldursári og hefur eytt hálfri æv-
inni í fangelsi.
Klukkan er rétt um miðnætti þegar blaða-
menn, hver í fylgd eins fangavarðar, ganga yfir
götuna og inn í hvítmálaða bygginguna á móti,
sem líkist risastóru, hvítmáluðu verksmiðju-
húsi. Vind hreyfir ekki og enginn segir orð. Það
er eins og allt og allir haldi niðri í sér andanum.
Okkur er vísað inn í hálfmánalagað herbergi,
þar sem önnur vitni að aftökunni hafa þegar
komið sér fyrir. Fremst situr fólkið sem á per-
sónulegra harma að hefna og helst í hendur og
fyrir aftan það standa önnur vitni. Hvítt tjald er
dregið íyrir kúptan glugga á grænum aftöku-
klefanum. Allir stara á tjaldið og bíða aftökunn-
ar.
Fangavörður opnar litla lúgu á hurð við hlið-
ina á aftökuklefanum og kallar inn að vitnin séu
öil komin. Um leið er tjaldið fyrir átthyrndum
aftökuklefanum dregið frá.
I klefanum liggur Darrell Keith Rich á bekk.
Hann snýr frá flestum áhorfendum, sem horfa á
hann inn um fimm glugga aftökuklefans. Ef
hann liti til vinstri gæti hann séð Cherokee-
indíánana tvo. Fórnarlömb hans sjá vinstri
vanga hans. Blaðamenn, sem standa á pöllum,
sjá aftan og ofan á hægri vanga hans.
Með arnarfjöður á bringn
Hann er klæddur í dökkbláar buxur og ljós-
bláa, stutterma skyrtu, skólaus í hvítum sokk-
um. I kross yfir bringu hans og um mittið eru
svartar, breiðar ólar. Fætur hans eru bundnir
niður með sams konar ólum. Handleggir hans
eru njörvaðir niður og í báðum olnbogabótum
eru æðaleggir. Önnur rásin verður notuð, hin er
til vara. Hjartariti er tengdur við bringu. Hann
er með húðflúr á hægri handlegg og á bringu
hans liggur stór arnarfjöður. Hún hefur verið
lögð þar eftir að hann var bundinn á bekkinn,
með sérstöku leyfi fangelsisstjórans.
Það er engu líkara en hann sofi. Hann er með
lokuð augun og andar djúpt og reglulega. Eng-
inn sviti perlar á honum. En það fær varla stað-
ist að hann sé sofandi og samkvæmt reglum má
hann ekki fá róandi lyf íyrir aftöku.
Einhver réttir samam-úllað blað út um lúg-
una við hlið aftökuklefans. Fangavörður tekur
við því, flettir í sundur og les upp tilskipun um
aftöku Darrells Keith Rich.
Aftakan átti að heijast eina mínútu yfir mið-
nætti, en klukkan er orðin 6 mínútur yfir þegar
eitrið streymir í æðar hans. Tveir læknar
stjórna eiturstrauminum. Héma áður fyrr voru
menn sem höfðu þetta hlutverk kallaðir böðlar.
Líklega er það ekki gert lengur, enda særir það
eyru rétt eins og hengingarnar og eiturgasið
særðu augu. Þeir eru í „aftökuteyminu" sem
leggur sig í líma við að gera aftökuna sem mein-
lausasta að sjá. Hvernig ætli læknaeiðurinn,
sem þessir menn sverja, sé orðaður? Hugsan-
lega eitthvað á þá leið, að þeii- skuli gera allt
sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda lífi,
nema dómstólar ákveði annað. Nöfnum þessara
manna og annama í teyminu er haldið leyndum.
Þeir eru kannski ekki stoltir af starfinu þegar
öllu er á botninn hvolft.
Læknarnir og fangelsisstjórinn eru inni í litlu
herbergi. Á vegg herbergisins era þrír símar.
Einn er tengdur skrifstofu ríkisstjórans, annar
er tengdur Hæstarétti Kalifomíu og skrifstofú
saksóknara og sá þriðji er tengdur skrifstofu
fangelsisstjórans. Verjendur Unga Elgs höfðu
gert lokatilraun fyrr um daginn til að fá ríkis-
stjórann eða Clinton forseta til að afturkalla af-
tökuna. Þeim snýst ekki hugur þetta kvöld og
enginn símanna hringir.
Hann andar ennþá reglulega, sýnir engin
svipbrigði, kyngir einu sinni eða tvisvar. Alltaf
með lokuð augun. Líklega missir hann meðvit-
und mjög fljótlega. Stjúpfaðir Annette hafði
lýst því yfir íyrirfram að hann vildi ekld fyrir
nokkurn mun missa af aftökunni, hann yrði að
sjá þennan viðbjóð áður en hann yrði tekinn af
lífi. Nokkrum sinnum lítur hann í áttina að
manninum á aftökubekknum, en hann getur
ekki horft á hann. Aðrir ættingjar fórnarlamba
stara á hann. Konan, sem hann nauðgaði árið
1978, tekur ekki augun af honum. En hún
bregður aldrei svip. Grafarþögn.
Saltvatnslausn fer um æðaleggina á milli eit-
urskammta. Guð má vita af hverju þeir telja sig
þurfa að skola á milli. Næsti skammtur er áreið-
anlega farinn að streyma, þessi sem á að lama
hann.
Dauðaþögnin er allt í einu rofin þegar konan
sem hann nauðgaði hóstar. I fyrstu aðeins einu
sinni, en svo aftur og loks stjórnlaust, þurrum,
sárum hósta. Hún fær ekki við neitt ráðið.
Kannski hefur þessi ægfiegi hósti náð tökum á
henni þegar hún varpaði öndinni léttar við að
horfa á kvalara sinn deyja.
Bringa hans rís og hnígur sem fyrr. Svo hæg-
ir á, maginn dregst inn. Saltvatnslausn. Hjarta-
stöðvandi eitur. Nú sést engin hi'eyfing lengur.
Ai-narfjöðrin, sem lyftist með hverjum andar-
drætti, haggast ekki.
Aftur opnast lúgan á hurðinni og pappírsrúlla
er rétt út. Fangavörðurinn tekur við henni og
les tilkynningu um dánarstund. Darrell Keith
Rich var úrskurðaður látinn klukkan 13 mínút-
ur yfir miðnætti. Ungi Elgur er allur.
Alið á hatri í 22 ár
Á götunni fyrir utan aftökuklefann stendur
sjúkrabíllinn sem fyrr, tilbúinn að aka á brott
með líkið. Fjórum dögum fyrir aftökuna kom í
ljós, að morðinginn átti frátekið legstæði við
hlið móður sinnar, í kirkjugarði
í heimabænum Cottonwood í
Norður-Kaliformu. Það leg-
stæði var um 30 metra frá gröf
Annette litlu Selix. Heimamenn
urðu æfir og Darrell Keith Rich
samþykkti að hann yrði jarðað-
ur annars staðar. Áþriðjudags-
morgni, hálfum sólarhring fyrir
aftökuna, var kista móður hans
grafin upp og hún jarðsett aftur
á ókunnum stað. Sonur hennar
verðúr jarðaður við hlið hennar.
Hatrið, sem beindist að
morðingjanum, var skiljanlegt.
Afbrot hans voru skelfilegri en
orð fá lýst. En hatrið hafði líka
verið nært í 22 ár. Það beindist
að Darrell Keith Rich, en skað-
aði alla sem áttu um sárt að
binda. Allir biðu endalokanna
og enginn gat komið lífi sínu í
skorður á ný fyrr en hann væri
allur. Þessi bið er líklega sterk-
asta röksemdin gegn dauða-
refsingunni, fyrir utan þá
hörmulegu staðreynd að stund-
um reynast dauðadæmdir
menn saklausir.
Móðir Annette litlu treysti
sér ekki til að skoða myndir af
henni og teikningar sem hún
hafði gert í skólanum fyrr en fór að líða nærri
aftökunni. Hún og eiginmaður hennar hafa ekki
farið að leiði Annette í mörg ár og hafa ekki enn
treyst sér til að velja henni legstein. Þau segjast
ef til vill geta gert það núna, þegar málinu er
loksins lokið. Ef þau endalok hefðu komið fyrr,
með dómi um lífstíðarfangelsi, þá er ekki loku
fyrir það skotið að fjölskyldan hefði lært að lifa
með sorg sinni.
Engin þeirra fjölskyldna, sem Darrell Keith
Rich skaðaði fyrir 22 árum, hefúr leitað sér að-
stoðar vegna andlegra erfiðleika í kjölfar
nauðgananna og morðanna. Allar fjölskyldum-
ar hafa hins vegar þegið boð um aðstoð núna,
eftir að morðinginn er allur. Núna fyrst sjá ætt-
ingjamir möguleika á að taka upp þráðinn á ný,
halda lífinu áfram eftir 22 ára kvalafullt hlé.
Eftir aftökuna í San Quentin fangelsi lýsti
fangelsisstjórinn því yfir, að Darrell Keith Rich
hefði sagt eitt orð eftir að hann var bundinn á
aftökubekkinn. Peace. Friður. Kannski var
hann að vísa til þess að hann fengi sjálfur frið,
kannski var hann að óska öllum þeim, sem hann
hafði skaðað, friðar.
Stjúpfaðir Annette hélt stutta tölu eftir aftök-
una og sagði nauðsynlegt að stytta tímann sem
líður frá því að dauðadómur er kveðinn upp þar
til sá dæmdi er tekinn af lífi. Bróðir Pam Moore
sagði að loks væri réttlætinu fullnægt. Fjöl-
skyldan hefði kvalist í biðinni og það hefði verið
óþolandi að heyra lýsingar á því hversu mikill
fyrirmyndarfangi morðinginn væri og hve mjög
hann iðraðist. „Ef hann hefði raunverulega iðr-
ast, þá hefði hann ekki notað alls konar laga-
flækjur til að slá aftökunni á frest. Meira en
tuttugu árum eftir að systir mín var myrt er
réttlætinu loksins fullnægt." Bróðir Lindu Slav-
ik sagði að morðinginn hefði iðrast þess eins að
láta lögregluna grípa sig.
Fangaverðir lásu upp tvær yfirlýsingar til
viðbótar. Ein þeirra kvenna sem hann nauðgaði
sagðist loksins hafa fengið frið. Darrell Keith
Rich gæti ekki lengur ofsótt sig í svefni sem
vöku.
Lokayfirlýsingin var frá systur Annette
Edwards. Hún sagði aftökuna hafa verið of auð-
velda lausn, eftir allt það sem fjölskylda hennar
hefði þurft að þola í 22 ár. Kannski hefur hún
verið að vísa til þess, að síðasta stund morðingj-
ans var friðsæl, þrátt fyrir allt. Síðustu stund-
irnar sem fórnarlömb hans lifðu voru hins vegar
fullar ólýsanlegri skelfingu og sársauka. Hin
fullkomna hefnd, auga fyrir auga, hafði ekki náð
fram að ganga.