Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 19.03.2000, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 19 LISTIR Ljósmynd/Þjóðleikhúsið Jón Hreggviðsson og Snæfríður íslandssól. íslandsklukkan 1960. Islensk leikrit í Listaklúbbnum í TILEFNI af 50 ára afmæli Þjóð- leikhússins standa Listaklúbbur Leikhúskjallarans og Þjóðleikhúsið fyrir leiklestraröð sem ber yfir- skriftina Gullkistan. Lesin verða brot úr leikritum þeirra íslensku höfunda sem helst settu svip á fyrstu áratugi hins nýja Þjóðleikhúss Is- lendinga og fjallað um höfundar- verk þeirra. Þeir höfundar sem minnst verður á þennan hátt eru Halldór Laxness, Agnar Þórðarson, Oddur Björnsson og Guðmundur Steinsson. Leikritin sem fyrst verða dregin upp úr gullkistunni eru eftir Halldór Laxness. Sveinn Einarsson segir frá skáldinu og stýrir leiklestr- um á brotum úr Islandsklukkunni, Silfurtúnglinu, Prjónastofunni Sól- inni, Strompleik, Húsi skáldsins og Sjálfstæðu fólki. Aðstoðarmaður Sveins er Bjöm Gunnlaugsson. Leikarar sem flytja brot úr verkunum em Ingvar E. Sig- urðsson, Sigurður Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hilmir Snær Guðnason og Arnar Jónsson. Næstu dagskrám stýrir Jón Viðar Jónsson og verða þær haldnar 3. og 17. apríl. Dagskráin um Halldór Laxness verður mánudaginn 20. mars og hefstkl. 20:30. Húsið verður opnað kl. 19:30. Sunna með glæsikvartett TONLIST M ú I i n n á S ð 1 o n i íslandusi DJASSTÓNLEIKAR Kvartett Sunnu Gunnlaugsdóttur. Tony Malaby, tenórsaxófónn, Sunna Gunnlaugsdóttir, píanó, Drew Grass, bassi og Scott McLem- ore, trommur. Sunnudagskvöldið 12. mars 2000. SUNNA Gunnlaugsdóttir er enn komin frá New York þarsem hún hef- ur starfað um árabil sem djasspían- isti og ekki látið samkeppnina í höfuð- borg djassins buga sig, heldur haldið sínu striki og þroskast sem listamað- ur jafntogþétt. Hún lét sér ekki nægja að halda tvenna tónleika í Reykjavík sl. sunnu- og mánudagskvöld, heldur lék einnig með kvartetti sínum á Isafirði, Akur- eyri og Húsavík. Vonandi hafði hún árangur sem erfiði því þó djassinn hennar sé engin framúrstefna er hann nútímalegur í besta skilningi orðsins og ekkert gefið eftir í listræn- um metnaði. Verkin á efnisskránni vora öll eftir Sunnu utan eitt eftir trommarann Scott, en hún kryddaði tónleikana með fjóram söngvum er íslendingar kyrja oft, einn ættaður frá Dan- mörku, annar frá Hawaú og svo tvö íslensk þjóðlög: Sofðu unga ástin mín og Undir himinsbláum boga. Bar út- setning þess af hinum einsog gull af eir og féll fullkomlega að spilastíl kvartettsins. Malaby varð eitt með laginu, en ekki tvöfaldur einsog í Sofðu unga ástin mín, þó sóló hans þar væri áhrifamikill einsog í flestum verkanna. Síðast heyrði ég Sunnu leika hér- lendis í Seltjamameskirkju í desem- ber 1998. Þá var Scott með henni á trommur og Gunnlaugur Guðmunds- son á bassa. Þeir tónleikar vora dálít- ið litlausir og átakalitlir og það á bet- ur við Sunnu, að mínu viti, að leika með kvartetti en tríói. Hún er nokkuð lúnkin að semja og sérílagi era ball- öður hennar fallegar, s.s. Minful og Evensong er hún lék í Múlanum. Þó Sunna hafi aldrei lagt stund á klass- ískan píanóleik bregður stundum íyr- ir klassískum hendingum hjá henni einsog algengt er á voram dögum, enda heyrist að Keith Jarrett og ekki síður yngri píanistar á borð við Brad Meldhau era henni hugleiknir. Þó hefur hún náð að móta nokkuð pers- ónulegan stíl, en þó Sunna sé nokkuð innhverf í túlkun sinni er hún mun amerískari en norræn. Scott og Sunna léku vel saman einsog við höfum heyrt hérlendis áð- ur, en meðleikarar þeirra komu held- ur en ekki á óvart. Drew Grass er traustur bassaleikari með fínan tón og hryntilfinningu. Hann er vel Stimpilklukkukerfi KERFISÞRÓUN HF. Fákaleni 11 • Sími 568 8055 http://www.kerfisthtoun.is/ þekktur og hefur leikið og hljóðritað með ótal djassleikuram. Hann hefur leikið mikið framúrstefnudjass með liðinu sem gjaman er kennt við Knitt- ing Factory liðið og það hefur saxist- inn Tony Malaby einnig. Hann hafði ég aldrei heyrt áður og sá kom á óvart. Fautasaxisti sem hefur tekist að skapa sér eigin stfl litaðan af Coltr- ane, en þó Mobley-mattan ogýlfrandi á stundum einsog í því lagi Sunnu er mér fannst skemmtilegast, Bad Seed. Kom þá Gato Barbieri uppí hugann þó Malaby spilaði ekki af jafnmiklum hita og tilfinningu - en ýmislegt í blæstri hans, semog laglínu Sunnu, minnti á Argentínumanninn. Sunna hefur leikið mikið með þess- um drengjum síðasta árið enda bar samleikurinn þess merki og hún hef- ur hljóðritað disk með þeim félögum og ég er illa svikinn ef hann á ekki eft- ir að bera hróður kvartettsins víða - auðnist henni að koma honum til út- gáfu hjá fyrirtæki þarsem dreifingin er í lagi. Vernharður Linnet Mikið úrval af Silki-damaski í metratali Skólavörðustíg 21, Rvík, sími 551 4050.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.