Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Sýning íslenskra leirlistarkvenna á Long Island
Frá sýningunni Hot Zone Five á Long Island.
Verk eftir Kristínu ísleifsdóttur.
N áttúra
leirsins
Hann kennir sig við varmasvæði Islands
hópur fímm leirlistarkvenna sem sýna
verk sín í sýningarsal og á bókasafni
Adelphi-háskólans á Long Island undir
‘ ------------------7-------
yfirskriftinni Hot Zone Five. I tengslum
við sýningu sína héldu listakonurnar þrjá
fyrirlestra þar sem þær fjölluðu um verk-
in og sýndu fram á tengsl þeirra við ís-
lenska náttúru. Hulda Stefánsdóttir
fréttaritari í New York kynnti sér málið.
LISTAKONURNAR eru Ólöf Erla
Bjarnadóttir, Sigríður Erla Guð-
mundsdóttir, Kristín Isleifsdóttir,
Elísabet Haraldsdóttir og Sigríður
Ágústsdóttir. Þær hafa ekki sýnt
saman áður en verk þeirra voru val-
in í samvinnu við prófessor Judith
Ackerhalt, kennara við háskólann.
Judith kom til Islands fyrir fjórum
árum og hreifst þá af leirverkum
sem hún sá á sýningu í Reykholti. I
framhaldinu skoðaði hún fleiri verk
íslenskra leirlistarmanna og hug-
mynd að samsýningu hér vestra
kviknaði. Listadeild háskólans tók
vel undir hugmynd Judithar og
þótti þetta kærkomið tækifæri til að
víkka sjóndeildarhring nemenda
deildarinnar og kynna þeim og öðr-
um nokkuð sem þau hefðu aldrei
komist í tæri við áður. í tengslum
við opnun sýningarinnar fluttu lista-
konurnar þrjá fyrirlestra þar sem
þær kynntu verk sín, annars vegar
við háskólann og hins vegar við lista-
deild Nassau-College í næsta ná-
grenni. Sýndu þær einnig myndir úr
náttúru og landslagi Islands sem
þær hafa allar sótt innblástur til
með einum eða öðrum hætti.
Formleysa efnisins
gefur frelsi í sköpun
Aðalsteinn Ingólfsson, forstöðu-
maður Hönnunarsafnsins, ritar
grein í bækling sem gefin var út í til-
efni sýningarinnar. Hann rekur
skamma sögu leirlistar á Islandi auk
þess að gera grein fyrir ólíkum höf-
undareinkennum listakvennanna
fimm. Minnir Aðalsteinn á hversu
ungt landið er og þar af leiðandi lítið
um nýtanlegan leir í jörðu. Hann
segir starfandi kjmslóð leirlistar-
manna á íslandi láta sig mörk nytja-
listar og skúlptúrs litlu varða og að
Listakonurnar fyrir utan galleríið.
Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir
þeir hafi sótt sér menntun til svo
ólíkra staða sem Japans, Finnlands
og Bandaríkjanna. Bryndís Schram
sendiherrafrú opnaði sýninguna og
ávarpaði gesti.
„Það hversu litla hefð leirlist á sér
á Islandi veitir okkur ákveðið frelsi
til tilrauna með efnið,“ bendir Ólöf
Erla á. „Leirinn er í eðli sínu alger
formleysa og því eru allar vegir opnir
við mótun hans.“ Verkin á sýningunni
spanna enda mjög vítt svið. í sýning-
arsal háskólans eru sýndir leirskúlpt-
úrar og lágmyndir en í anddyri bóka-
safnsins eru minni hlutir sem flestir
myndu teljast til nytjalistar, s.s. skál-
ar og vasar, bollar, katlar og könnur.
Höfundareinkenni eru þó alltaf skýr.
Sigríður Erla Guðmundsdóttir kýs
að vinna með hreinan íslenskan leir
en einkenni hans eru m.a. óvenju
mikil fjölbreytni litatóna. Hún reynir
að ná einkennum leirsins í hráum,
grófgerðum formum sem hún þekur
síðan að hluta til litskrúðugum
smákuðungum. „Það er þetta tæra
samband við jörðina sem heillar
mig,“ segir Sigríður Erla.
Einföld form eru einkennandi í
verkum Sigríðar Ágústsdóttur. Lita-
tóna sækir hún í íslenska náttúru
belgmiklir vasaskúlptúrar hennar á
sýningunni hér bera nöfn þekktra ís-
lenskra eldfjalla eins og Kötlu og
Heklu.
Um verk sín á sýningunni segir
Ólöf Erla Bjarnadóttir að hún velji
sér eitt form, tígulformið, og reyni
að fara með það eins langt og hún
geti, bæði í mótun formsins og yflr-
borðsteikningu. Á meðan litirnir séu
sóttir til íslenskrar fjallanáttúru þá
byggist formið á hugmyndum úr
kristinni táknfræði um anda og efni.
Kristín ísleifsdóttir styðst við let-
ur úr 33 tungumálum sem tekið er úr
þekktum bókmenntaverkum. Hún
silkiþrykkir á form sín, skálar eða
kúlur, sem höfð eru einföld svo að
letrið fái sín notið. I verki sem hún
nefnir vorleysingar notar hún
þykkan og seigan glerjunginn sem
tákn fyrir það þegar ísa fer að
leysa, glær skán liggur yfir jörðu
svo glampar á í sólinni.
Elísabet Haraldsdóttir sýnir lág-
myndir á vegg, fjöll sem breiða úr
sér eins og í ílöngum sjóndeildar-
hring sem teygir sig út í hið óend-
anlega. Leirinn málar hún ýmsum
bláum og rauðbrúnum tónum.
Listakonan hefur lengi búið á
Hvanneyri og segir verk sín óneit-
anlega hafa mótast af nálægðinni
við náttúruna. I skálum sínum sæk-
ir hún svo form og mynstur í þara
og steina fjörunnar.
Sýningin stendur yfir til 23. mars
nk.
Islensk leirlist vekur
athygli New York Times
DAGBLAÐIÐ New York Times fór
nýlega Iofsamlegum orðum um sýn-
ingu íslensku leirlistakvennanna í
Adelphi háskólanum og kallaði
blaðið sýninguna „ævintýralega“.
I umfjöllun blaðsins segir: „Island
er þekkt fyrir bókmenntaarfleifð
og þinghald sem á sér um þúsund
ára sögu, en ekki fyrir leirlist sína. í
raun segir í bæklingi þessarar æv-
intýralegu sýningar fimm íslenskra
leirlistakvenna að fslensk Ieir-
listasaga heíjist ekki fyrr en á 20.
öld þegar keramikverkstæði voru
stofnuð. Og í dag notfæra leirlista-
mennirnir sér tækni sem byggir á
því besta sem finna má í evrópskri,
asískri og amerískri leirlistarsögu.
Leirskúlptúra er að finna í lista-
miðstöð háskólans, á meðan nylja-
hlutir eru hafðir til sýnis í anddyri
bókasafnsins. Enda eru veggskápar
og glerkúplar vel til þess fallinn
sýna skálar, platta og drykkjarílát.
Ljósmyndir veita enn fremur inn-
sýn í undraverða jarðfræðisögu ís-
lands, þar sem hraunflæði og jarð-
hitasvæði kunna að virðast hin
fullkomna staðsetning fyrir leir-
brennsluofn þó landið sé of ungt til
að góður leir hafi náð að myndast.
Sýningin er engu að síður til vitnis
um að listamennirnir bregðast
sterklega við sínu sérstaka um-
hverfí.
Hrjóstrugt jörðin endurspeglast í
verki Elísabetar Haraldsdóttur,
Trúin flytur fjöll, þar sem myndefn-
ið nær að fjá bæði sléttur og hæðir.
Lágmynd úr flísum þar sem rákir af
glerungi liggja horna á milli líkjast
því að horft sé á jarðarfláka úr lofti,
á meðan oddhvassar ræmur sem
komið hefur verið fyrir á ál hillum
minna mest á fjallgarð sem horft er
á úr fjarlægð.
Þrfhymingslaga veggplattar eft-
ir Ólöfu Erlu Bjamadóttur gefa
einnig landslagið til kynna þó það
sé hér fært meira í stílinn. Hver
einn þáttur likist öðrum hlutum
verksins, en er jafnframt einstakur
hvað varðar efniskennd og lit-
brigði. Turnar listakonunnar sam-
einast til að mynda um lögun sína
og tígullaga munstur, en eru þó all-
ir einstakir líkt og um hóp náinna
ættingja væri að ræða.
Listakonan Sigríður Erla Guð-
mundsdóttir notar leir sem hún
finnur á Islandi og mótar úr honum
frumstæð ílát sem virðist líklegra
að séu notuð til helgihalds en hvers-
dagsnota. Þau eru alsett kuðungum
sem er komið þannig fyrir að at-
hyglin beinist að spírallaga lögun
kuðungsins og þannig er íjað að
náttúrumótuninni. Þá mótar Sigríð-
ur Ágústsdóttir organísk form, sem
eru brennd í seinna skiptið með við-
arspónum, sem veitir verkunum
flekkótta, reykkennda áferð sem
líkja má við„raku“
Kristín ísleifsdóttir notar sáld-
þrykk við gerð tilbrigða sinna við
skálarformið og veitir yfirborði
verkanna þannig líf. En glerungur-
inn veitir þá tilfinningu að munstr-
in séu að bráðna saman og eflir
þannig ímynd þýðunnar sem heiti
verkanna, Vorbyrjun, gefur til
kynna. Þá er verk hennar, Tölum
saman, eins konar tungumála
happadrætti þar sem postulínskúl-
um hefur verið komið fyrir í hnatt-
laga stálbúri, hver tákn fyrir eitt
tungumál þar sem ekkert telst öðru
æðra.“