Morgunblaðið - 19.03.2000, Síða 28
YDDA/SÍA
28 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ímm
Aðalfundur
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis
Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn á Hótel Loftleiðum,
Þingsölum 1 - 4, kl. 16:30, föstudaginn 24. mars 2000
Dagskrá:
Skýrsla stjórnar um starfsemi sparisjóðsins á árinu 1999.
Lagður fram til staðfestingar endurskoðaður ársreikningur sparisjóðsins fyrir árið 1999
ásamt tillögu um ráðstöfun tekjuafgangs fyrir liðið starfsár.
Kosning stjómar.
Kosning endurskoðanda.
Tillaga um ársarð af stofnfé.
Tillaga um þóknun stjórnar.
Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta sparisjóðsins.
Önnur mál.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyrjun.
Stjórn
Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis
*
SPARISJÓDUR REYKJAVlKUR OG NÁGRENNIS
PrícewaterhouseCoopers, í samstarfí víð Samtök verslunar og þjónustu, boðar
til námsstefnu um vöru- og framleíðslustjórnun þann 23. mars nk. á Hótel
Loftleíðum (í þingsal 4) kl. 9:00 -13:00.
Allar spár benda til þess að viðskiptaumhverfið muni breytast verulega á næstu árum m.a. með
auknum viðskiptum á netinu og beinum tengingum milli fyrirtækja. Því vakna upp spurningar
eins og:
• Hvernig má hámarka nýtingu og lágmarka kostnað í vörukeðjum fyrirtækja?
• Hvernig aðlögum við vöru- og framleiðslustjórnun að þörfum breyttra viðskiptahátta?
• Hvernig komum við vörum, sem keyptar eru á netinu, til viðskiptavina með sem minnstum
tilkostnaði?
Dagskrá námsstefnunnar:
9:00-9:15
9:15 - 11:00
11:00-11:15
Setning
Óskar Jósefsson sviðsstjóri rekstrarráðgjafar hjá PwC á íslandi.
Stjórnun vöruhúsa og dreifingar
(Warehousing and Distribution)
Poul Zinck ráðgjafi hjá PwC í Danmörku.
Kaffihlé
11:15-12:30 Framleiðslustefna
(Development of Production Strategy - DPS)
Knud Sant ráðgjafi hjá PwC í Danmörku.
12:30- 13:00 Umræður
Fundarstjóri: Einar Þorsteinsson forstjóri íslandspósts.
Námsstefnan fer fram á ensku og er ætluð stjórnendum framleiðslu-, innflutnings- og dreifingarfyrirtækja.
Skráning fer fram hjá Fríðu Jónsdóttur í síma 550 5300.
Tölvupóstfang: frida.jonsdottir@is.pwcglobal.com
Verð: 19.500 kr.
PricewaTerhouseQopers ®
........................... ...................................... y
m
Samlfik wrtlnmiritjf þjónn^tu
Borgarstjóri um tillögu sjálfstæðis-
manna um úttekt á snjó-
bræðslukerfum og snjómokstri
Þarf ekki sérstaka
nefnd í málið
TILLAGA borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að skipa nefnd til að gera
úttekt á snjóbræðslukerfum gangstétta í borginni og snjómokstri var lögð
fram á borgarstjómarfundi á fimmtudag og samþykkti meirihluti borgar-
stjórnar að vísa henni til starfshóps sem hefur þessi mál til meðferðar.
Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi
Reykjavíkurlista, sagðist fagna
áhuga sjálfstæðismanna á þessu
máli en sagði að þegar væri starfandi
starfshópur um þetta mál og lagði
hann til að tillögu sjálfstæðismanna
yrði vísað til þessa starfshóps sem
tæki hana til efnislegrar meðferðar.
Starfshópinn skipa gatnamálastjóri
og forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokks og flutningsmaður
tillögunnar, sagðist vita af umrædd-
um starfshópi en benti á að þetta
væri nefnd embættismanna og sagð-
ist hann telja nauðsynlegt að skipa
pólitíska nefnd í þessu máli þar sem
um væri að ræða stefnumótun og
forgangsröðun.
Ljóst að endurskoða þarf
framkvæmd snjómoksturs
Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti
sjálfstæðismanna, sagði að með hlið-
sjón af þeirri reynslu sem borgar-
búar hefðu orðið fyrir í vetur hlyti að
vera ljóst að endurskoða þyrfti fram-
kvæmd snjómoksturs í borginni því
það hefði sýnt sig að núverandi fyrir-
komulag dygði ekki. Hún sagði það
merkileg skilaboð til borgarbúa, nú í
lok þessa snjóþunga erfiða veturs, að
borgarfulltrúar meh'ihlutans treystu
sér ekki til að skipa nefnd til að end-
urskipuleggja framkvæmd snjó-
moksturs.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri lýsti yfir undrun sinni yfir
viðbrögðum sjálfstæðismanna, því
tekið hefði verið vel í tillögu þeirra
efnislega. Það eina sem við hana
væri að athuga væri að skipa þyrfti
nefnd í málið. Hún sagði ekki þurfa
sérstaka nefnd í þetta mál heldur
gæti sá starfshópur sem hefði það
meðferðar skilað tillögum til borgar-
yfirvalda sem tækju síðan afstöðu til
þeirra.
Morgunblaðið/Finnur
Litið eftir
smáfuglunum
Tálknafírði. Morgunblaðið.
Að undanförnu hefur Vetur kon-
ungur minnt rækilega sig. Tals-
verðan snjó hefur sett niður og
sumstaðar eru jarðbönn. Þá þarf að
muna eftir smáfuglunum. Danícl
Pétur, sem er þriggja ára, hefur
þann starfa á sfnu heimili að sjá til
þess að þessir kærkomnu gestir fái
í svanginn.
Að sjálfsögðu er vandaverk að
taka á móti gestum og ber að taka
alvarlega.
Sveitarfélög á Vestfjörðum
Tillaga um
framtíðarnefnd
FUNDUR sveitarfélaga á Vestfjörð-
um um fjármál og tekjuþörf og verk-
efni sveitafélaga, haldinn í Þróunar-
setri Vestfjarða á Isafirði 15. mars
2000, sendi frá sér eftirfarandi til-
lögu:
„Skipuð verði nefnd með fulltrú-
um þeirra sveitarfélaga er fulltrúa á
fundinum eiga; ísafjarðarbær, Súða-
víkurhreppur, Bolungarvík, Reyk-
hólahreppur, Vesturbyggð, Tálkna-
fjarðarhreppur og Hólmavíkur-
hreppur. Hvert sveitarfélag skipar
einn fulltrúa, formaður kemur frá
ísafjarðarbæ. Oskað verði eftir því
að Samband íslenskra sveitarfélaga
og félags- og fjármálaráðuneyti skipi
fulltrúa í nefndina.
Nefndin samræmi þau málefni
sem mestu skipta fyrir sveitarfélög á
Vestfjörðum í endurskoðun á tekju-
stofnum sveitarfélaga, tekjuþörf og
verkefni, endurskoðun á málefnum
félagslega húsnæðiskerfisins og
skuldastöðu sveitarfélaga. Nefndin
mun ekki fjalla sérstaklega um mál-
efni einstakra sveitarfélaga.
Framkvæmdastjóri Fjórðungs-
sambands Vestfjarða leggi drög að
erindisbréfi nefndarinnar fram á
fyrsta fundi hennar sem skal haldinn
fyrir lok marsmánaðar eftir að sveit-
arfélög, ráðuneyti og Samband ís-
lenskra sveitafélaga hafi tilnefnt sína
fulltrúa.
Nefndin skal jafnóðum kynna
verkefni sín fyrir sveitarfélögum á
Vestfjörðum.
I