Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Magnús Og Þóra. Morgunblaðið/Árni Sæberg
FÓRNUÐUM OKKUR FYR-
IR MARKAÐSHL UTDEILD
VEÐSK3FTIAIVINNULÍF
Á SUNNUDEGI
► Smíði og hönnun eru ávallt hluti af daglegu lífi og ekki að
undra þótt ungur blikksmiður teldi það vænlegt til framtíð-
ar að stofna fyrirtæki með slíkt að leiðarljósi. En Magnús
Jónsson gat ekki órað fyrir því árið 1997, er hann stofnaði
fyrirtækið Grid ehf., hvar hann stæði í dag.
Eftir Guámund Guðjónsson
AGNÚS er fæddur í
Reykjavík árið 1966.
Hann hélt hefðbundna
menntabraut framan af,
en síðan vann hann ýmis störf, m.a.
sem taekjamaður suður á Keflavík-
urflugvelli og í Blikki og stáli á ár-
unum 1983 til 1991 enda orðinn
lærður blikksmiður. Eftir törnina
hjá B og S tók við starf hjá Ofna-
smiðjunni þar sem hann starfaði til
ársins 1995, en þá settist hann á
skólabekk og nam véliðnaðarfræði.
Það hefur hins vegar tafið hann frá
því að ljúka síðustu önn þess náms,
að hann stofnsetti fyrirtækið Grid
eftir að hann byrjaði námið og fyrir-
tækið hefur runnið upp eins og fífill í
túni. Eiginkona Magnúsar og eig-
andi fyrirtækisins með honum er
Þóra Erlingsdóttir, hornfirskur
sjúkranuddari, menntuð sem slík í
Boulder í Colorado. Börnin eru tvö,
Bjarney 7 ára og Daníel 4 ára. Það
þriðja er á leiðinni og frúin því ekki
útivinnandi sem stendur.
Grid er stofnað árið 1997 og er
óskylt náminu sem Magnús nam og
á fremur rætur að rekja til reynslu
af fyrri störfum á lífsleiðinni. Skóla-
gönguna hugsaði Magnús sér til að
búa sig undir fyrirtækjarekstur,
það stóð um tíma til að kaupa hlut í
vélsmiðju, en þegar það fór út um
þúfur lét Magnús slag standa og
steig skrefið.
„Fyrirtækið er nú orðið tvískipt
þar sem önnur deildin, þ.e.a.s.
smíðajárnsdeildin, sem á undan
kom, er orðið vel mótuð og rótgróin
og sú síðari, innréttingadeildin, er
að hlaða verulega utan á sig þessi
misserin. Ég kem að því nánar, en
fyrirtækið byrjaði sem smíðaverk-
stæði með ítölsku smíðajárni frá
þekktu fyrirtæki, Euro-FER, einu
stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í
Evrópu sem hefur viðskipti í 65
löndum, meðal annars í Bandarikj-
unum og Rússlandi. Það var eitt-
hvað um svona smíði hér á landi fyr-
ir, en mjög lítið og verulega
ómarkvisst í kynningu og sókn. Eg
fór út og skoðaði verksmiðjurnar,
lagði síðan mikla vinnu í að kynna
efnið og þjónustuna hér heima.
Þetta fór hægt af stað, en eins og oft
vill verða, þegar verkin byrjuðu að
seytla inn spurðist það fljótt út hvað
hér var að gerast. Starfsemi þessar-
ar deildar fyrirtækisins hefur vafið
upp á sig frá því að vera með mig
einan innanbúðar í 90 fermetra hús-
næði og upp í að vera átta manna
vinnustaður í 500 fermetrum. Hús-
næðið má ekki minna vera, en það er
þó ekki á dagskrá alveg í augnablik-
inu að bæta þar við. Ég var farinn að
ráða mannskap strax eftir sex mán-
uði,“ segir Magnús.
En hvað ertu að smíða?
„Stærsti þátturinn er handriða-
smíði, bæði innanhúss og utan og
einkum og sér í lagi ítölsk snið þar
sem gamli tíminn svífur yfir vötnun-
um, enda hef ég haft nóg að gera í
gamla miðbænum þar sem hvað
mest er um friðuð hús. Þá hefur
bæst við ný lína frá grísku fyrirtæki,
Þetta fór hægt af
stað, en eins og
oft vill verða, þeg-
ar verkin byrjuðu
að seytla inn
spurðist það f Ijótt
út hvað hér var að
gerast.
Alumenko. Þar eru á ferðinni við-
haldsfrí álgrindverk. Þetta er heil-
steypt ál, lakkað með innbrenndu
lakki, dufthúðað og innbrennt við
200 stiga hita. Þetta er nýtt og lofar
verulega góðu.
Menn geta séð hvernig gamla
góða smíðajúrnið frá Italíu kemur
út, t.d. við Alþingisskrifstofurnar í
Vonarstræti. Þessi grindverk eða
handrið eru víða að sjá, ég hef t.d.
haldið tölu yfir þau innihandrið sem
fyrirtækið hefur smíðað frá stofnun
þess árið 1997, þau eru 240 talsins
og starfsfólkið orðið svo þrautþjálf-
að að það beinlínis rumpar verkefn-
unum af. Það má svo ekki gleyma,
að við erum ekki síður í því að hanna
og smíða stiga fyrir fólk og fyrir-
tæki, en ég kem kannski nánar að
því á eftir.“
Tvenns konar tíska
Magnús segir aðspurður að
tvenns konar tíska sé í gangi þegar
handrið og stigar og þess háttar er
annars vegar. „Það er annars vegar
það sem við köllum arkítektatískan
og hins vegar það sem við köllum
einstaklingatískan. Ef við skoðum
það fyrra, þá kemur fólk oft til okk-
ar með teikningar frá arkítektum og
í flestum tilvikum vilja þeir hafa
formin sem beinust og einföldust.
Stílhrein. Við getum kallað það nú-
tímalegan stíl. Margt af þessu fólki
verður hins vegar fljótlega hugfang-
ið af gamla smíðajárninu þegar það
sér það hjá okkur að ég tali nú ekki
um alla þá möguleika sem þar eru á
ferðinni. Við erum með 70 útfærslur
af því á lager og flestum eða öllum
þeirra má blanda saman á þann hátt
sem fólk sjálft kýs. Margir koma
með hugmyndir um að finna réttu
lausnina með smíðajárninu og það
er einstaklingstískan sem ég talaði
um. Þetta er líka í flestum tilvikum
verulega hagstæðara í verði, viðar-
handrið eru t.d. að mínu mati fárán-
lega dýr hér á landi.
Þá kemur stundum fólk hingað
með teikningar og verðtilboð í tré-
stiga upp á hálfa aðra milljón króna.
Fólkið er nánast hvítt í framan. Við
getum sýnt þessu fólki samsvarandi
stál- og smíðajárnsvinnu upp á 5-
700 þúsund krónur. Svo er ekki allt
talið, það er í raun enginn endir á
því hvað við getum smíðað úr þessu
efni og þannig tínast til ótal smíða-
verkefni, t.d. útihlið, blóma- og fata-
hengi, gardínustangir, arindót,
höldur margs konar og margt,
margt fleira. Þá erum bæði við og
viðskiptavinir okkar með eigin
skyssur og hugmyndir sem hægt er
að samræma allt eftir fjárhag, og
aðstæðum."
En burtséð frá þessum verðmun
sem þú nefndir, er þetta yfír höfuð
dýrvinna?
„Ég vil ekki meina að þetta sé
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Unnið við grindverk.