Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN RYÐSVEPPIR Á GLJÁVÍÐIOG ÖSP Gljávíðiryð. Asparryð. Yngstu blöðin enn græn en með gulum ryðblettum. Halldór Sverrissson SÍÐASTLIÐIÐ sumar varð töluverð umræða um tvo nýja skaðvalda sem hafa verið að breiðast út í trjágróðri á sunnan- verðu landinu. Um er að ræða tvær tegundir ryðsveppa og ræðst annar á gljávíði en hinn leggst á ösp. Nú fer í hönd sá tími er garð- eigendur og garðyrkju- menn huga að klipp- ingu og endumýjun trjágróðurs. Grein þessi er skrifuð í þeirri von að hún geti auð- veldað einhverjum að ákveða til hvaða aðgerða skuli grípa. Ryðsveppir á vxði og ösp Ryðsveppir eru alþekktir sníkju- sveppir á plöntum. Lífsferill þessara sveppa er flókinn og felur í sér tvær, oft ólíkar hýsiltegundir. Sum stig sveppsins eru þá gjarnan á jurt- kenndri plöntu en önnur á tré eða runna. Einnig þekkjast hýsilskipti á milli barrtrjáa og lauftrjáa eða runna. A landsvæðum þar sem ann- an hýsilinn vantar er ferillinn oft ein- faldari og fer þá aðeins fram á einum hýsli. Þetta síðarnefnda virðist vera tilfellið með marga íslenska ryð- sveppi. Þetta kann að vera aðlögun að stuttu og köldu sumri og fátæk- legri flóru og gróðurfari landsins. Sú ættkvísl ryðsveppa sem leggst á víði og ösp nefnist Melampsora á fræðimálinu. Á villtum íslenskum víðitegundum (loðvíði, grávíði, gul- víði og grasvíði) virðist aðeins vera um eina tegund ryðsveppa að ræða, tegundina Melampsora epitea. Að flestra áliti er þessi tegund í rauninni eins konar safntegund og inniheldur marga smitrasa eða afbrigði sem áð- ur fyrr voru sum hver talin tegundir. í Svíþjóð virðist víðiryð þurfa lerki sem millihýsil en óvíst er um þátt lerkis í lífsferli þessa ryðsvepps hér á landi. Gljávíðiryð Árið 1994 greindist hér á landi í fyrsta sinn nýr ryðsveppur á gljávíði. Sveppurinn ber heitið M. larici-pent- andrae, og víxlar, eins og latneska heitið bendir til, á milli lerkis (Larix) og gljávíðis (Salix pentandra). Þessi ryðsveppur virðist þó geta lifað eingöngu á víðinum ef lerki er ekki til staðar, og tjón af hans völdum á lerki er nánast ekkert. Líklegt er þó að sjúkdómurinn verði skæðari á víðin- um ef lerki er með í smithringnum. Enn sem komið er hafa að- eins fundist hér ryðgró (uredo-gró) sveppsins. Sýnið sem fyrst var greint kom frá Höfn í Hornafírði. Engin stað- fest tilfelli komu fram á öðrum stöðum fyrr en sumarið 1998 að staðfest var að sveppurinn var mjög útbreiddur í görðum á Selfossi og fannst einnig víðar í Ámessýslu. Síðla sumars 1999 fannst ryðið víða í görðum á Reykjavíkursvæðinu, en búast má Líklegt er, segir Hallddr Sverrisson, að eins konar sprenging verði í útbreiðslu gljá- víðiryðs á höfuðborgar- svæðinu nú í sumar. við mikilli aukningu næsta sumar. Ekki er vitað með vissu um upp- runa alls gljávíðis hér á landi, en mikið af honum er sennilega komið út af gamla trénu við Aðalstræti í Reykjavík, sem nú er fallið. Gljávíðir hefur ótviræða kosti sem klippt lim- gerðisplanta þar sem hann ber gljá- andi, dökkgræn blöð og endurnýjar sig vel eftir klippingu. Mörgum þyk- ir það einnig skemmtilegt hversu lengi runninn er grænn á haustin. Vinsældir gljávíðis byggjast samt ekki síst á því hversu heilbrigður og laus við óþrif hann hefur verið. Yfir- leitt hefur ekki verið þörf á að úða hann vegna meindýra eða sjúkdóma eins og oft er tilfellið með aðrar víði- tegundir. Það er þess vegna áfall fyr- ir garðeigendur þegar kominn er til sögunnar illviðráðanlegur sjúkdóm- ur sem útheimtir kostnaðarsamar varnaraðgerðir. Skaðinn á gljávíðinum felst að miklu leyti í því að sveppurinn hindr- ar að brumin nái að þroskast fyrir veturinn, en það veldur kali. Þar sem sá gljávíðiklónn sem hér er mest ræktaður er suðrænn að uppruna er hann viðkvæmur fyrir haustkali. Ryðsveppurinn eykur kalið stórlega. Það hefur afgerandi þýðingu varð- andi skaðann hve snemma sumars smitun á sér stað. Það þarf því að kanna hvort lerki 'getur fóstrað sveppinn á vorin og flýtt þannig fyrir smitun. Hvað er til ráða? Klipping að vetri eða vori fjarlæg- ir nær allt smitefnið, þar sem það er í brumunum. Klippa þarf allan árs- vöxtinn í burtu og ef til vill nota tæki- færið og klippa runnana enn meira niður. Sofandi brum sem lifna að vori eru laus við smit og mynda heil- brigða sprota. Þeir smitast þó þegar líður á sumarið og því þarf úðun með sveppavarnarefnum að hefjast fyrir lok júlí. Ekki má klippa runna svona mikið á hverju ári vegna þess að það gæti gengið of nærri þeim. Rétt er að fjarlægja sýkt lauf ef vera kynni að smit gæti lifað af veturinn í því. Smit er þó fyrst og fremst talið lifa af í brumum. Uðun með plöntulyfjum þarf að framkvæma strax og fyrstu ein- kenna verður vart. Hafi gljávíðirinn verið með ryð sumarið áður og ekki verið klipptur um veturinn ætti að byrja að úða í júní eða byrjun júlí. Endurtaka þarf úðun með þriggja vikna millibili fram á haust og jafnvel oftar ef notuð eru efni með yfir- borðsverkun. Virkustu plöntulyfin sem notuð eru gegn ryðsveppum eru svonefnd kerfislyf eða upptökulyf sem tekin eru upp í gegnum blöðin og dreifast með safastreymi um alla plöntuna. Plantvax (oxýkarboxín) er efni af þessu tagi sem lengi hefur verið not- að hér á landi. Það hefur verið ófáan- legt um tíma en verður nú aftur fáan- legt í sumar. Efni með yfir- borðsverkun eru t.d. Dithane (mancozeb) og Euparen (tolyfluan- id), en áhrif þeirra eru skammvinn- ari en upptökuefnanna og þarf því að úða oftar með þeim. Hefja þarf leit að gljávíðiklónum sem hafa mikla almenna mótstöðu gegn ryðsveppum. Slíkir klónar kunna að vera í ræktun hér á landi, en annars þarf að sækja þá til út- landa. Útbreiðslusvæði gljávíðis á norðurhveli jarðar er víðáttumikið og víða hljóta að finnast klónar með tiltölulega góða mótstöðu gegn ryð- sveppnum. Nú er hafið samstarfs- verkefni nokkurra stofnana sem miðar að því að finna þolna klóna. Endalaus barátta? Sú spuming vaknar óneitanlega hvort gljávíðirinn í garðinum sé þess virði að leggja á sig slíkan kostnað og fyrirhöfn. Margir garðyrkjumenn eru spurðir að því hvort ekki sé bara best að rífa allan gljávíðinn upp strax og planta öðru í staðinn. Garðyrkju- maðurinn getur auðvitað ekki tekið þessa ákvörðun fyrir garðeigandann. Það er mjög einstaklingsbundið hversu verðmætur mönnum þykir þessi víðir og því einnig misjafnt hvað fólk er reiðubúið að leggja á sig til þess að halda honum. Aðeins er hægt að segja að með réttri klipp- ingu og notkun plöntulyfja er vænt- anlega mögulegt að halda gljávíðin- um í sæmilegu horfí. Ef á hinn bóginn lítið eða ekkert er gert til að verjast ryðsveppnum er hætt við að víðinn kali og hann verði ljótur og geti jafnvel drepist. Rétt er því að garðeigendur búi sig undir að skipta þurfi gljávíðinum út á næstu árum. Asparryð í byrjun ágúst 1999 greindist á asparblöðum í sýni frá Hveragerði ryðsveppur sem talinn var af teg- undinni Melampsora larici-populina. Við athugun kom í ljós að sveppurinn var nokkuð útbreiddur í görðum en tiltölulega fáar aspir voru þó illa farnar á þeim tíma. Á sama tíma bár- ust fregnir af ryðsveppnum á Sel- fossi. Sýni voru send til fransks sér- fræðings í ryðsveppum sem staðfesti greininguna. Tegund þessi er út- breidd í Evrópu og hefur á síðustu árum gert nokkum usla í asparækt í Frakklandi og á Niðurlöndum. Lífs- ferill sveppsins er þannig, að yfir sumarið Ufir hann á ösp og myndar þar ryðbletti, en ryðið er í rauninni aragrúi gróa (ryðgiú) sem berast með vindi á aðrar aspir og mynda þar enn meira ryð sem síðan dreifir sjúkdómnum enn frekar. Þegar líður að hausti myndast í blöðunum dvala- gró sem lifa yfir veturinn í föllnum blöðum. Um vorið spíra dvalagróin og mynda örsmá gró sem einungis geta smitað lerki. Barrnálar lerkis- ins smitast strax við laufgun á vorin og á þeim myndast stig þar sem byrjun á kynæxlun á sér stað (tví- kjama stig) og síðan myndast svo- nefnd skálagró sem berast yfir á ösp og smita hana. Þræðir sveppsins vaxa síðan í nokkrar vikur inni í blöð- um asparinnar og mynda síðan gró- flekki eða ryð sem brýst út í gegnum yfirhúðina á neðra borði blaðsins. Þar með er hringnum lokað. Um tjón af völdum þessa ryð- svepps við okkar aðstæður er lítið vitað enn. Síðasta sumar var laufið visið og fallið í lok ágúst þar sem verstu blettimir voru. Ótímabært lauffall styttir mjög þann tíma sem öspin hefur til næringaröflunar og hlýtur að draga úr vexti. Það er áhyggjuefni fyrir skógarbændur og aðra skógræktarmenn, því að öspin gegnir miklu hlutverki í skógrækt. Eftir er að sjá hvort kal verður í þeim öspum sem verst fara út úr ryð- inu. Einnig má nefna að ryðgaðar aspir í ágúst og september eru lítið augnayndi í borg og bæ. Tjón á lerki er hins vegar lítið vegna þess hve sveppurinn staldrar stutt við á því. V amaraðgerðir Varnir gegn asparyði byggjast helst á því að planta ekki lerki og ösp saman. Lerki dreifir ryðsveppnum fyrst á þær aspir sem næst standa en síðan líður nokkur tími þar til þær aspir fara að dreifa ryðinu áfram. Verstu tilfellin af ryði eru í görðum þar sem lerki er. Hugsanlegt væri að úða lerki með sveppavarnarefni að vori til þess að koma í veg fyrir smit- un þess. Einnig má verja öspina sjálfa með slíkum efnum. Það er vafalaust gagnlegt að safna saman og eyða sýktu asparlaufi á haustin vegna þess að á þann hátt er unnt að minnka mjög magn þess smitefnis sem lifir veturinn af. Einnig kemur til greina að fella lerki þai’ sem aspir eru ræktaðar eða að grisja aspir og fella þá helst þær sem hafa sýnt sig að vera viðkvæmar fyrir ryði. Fram- tíðarlausnin felst í því að rækta ein- ungis klóna sem sýnt hafa mótstöðu gegn ryðinu, en vitað er að mismun- ur á þoli getur verið mikill á milli klóna. Rannsóknaverkefnið sem nefnt var í umfjölluninni um gljávíð- inn miðai’ einnig að því að finna asp- arklóna með viðnám gegn asparryði. Nokkrar stofnanir, nánar tiltekið Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Rannsóknastöð S.r. á Mógilsá og Náttúrufræðistofnun íslands, Akur- eyri, taka þátt í þessu verkefni en Skógarsjóðurinn, Rannís og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins styrkja það. Utbreiðslan á komandi sumri Líklegt er að eins konar sprenging verði í útbreiðslu gljávíðiryðs á höf- uðborgarsvæðinu nú í sumar. Reyndar var búist við mun skæðari faraldri síðastliðið sumar en raun varð á, en skýringin er líklega sú að það tekur sveppinn nokkurn tíma að magnast upp og koma sér fyrir á nýj- um stöðum. Einkenni komu svo seint fram á mörgum stöðum síðastliðið haust að fólk veitti þeim enga at- hygli. Þó svo að sveppurinn hafi víða ekki náð að mynda gró fyrr en seint í september eða byrjun október, þá nægir það til að hann nær að lifa af veturinn á staðnum og getur byrjað að vaxa strax eftir laufgun. í fram- haldinu mun ryðið dreifast um Vest- urland, en sökum þess að gljávíði- ræktun er þar strjál er erfitt að segja fyrir um hraða útbreiðslunnar. Um útbreiðslu asparryðsins er erfitt að fullyrða nokkuð. Líklegt er að það hafi komist til höfuðborgar- svæðisins í fyrra sumar eða haust. Ekki hafa þó borist neinar tilkynn- ingar þess efnis. Þessi ryðsveppur er algerlega háður því að komast á lerki á vorin og getur þá dreifst út frá því. Sýkt asparlauf þarf því að vera nærri lerkitré ef landnám á nýjum stað á að takast. Bæjaryfirvöld í Árborg og í Hveragerði ætla að láta úða lerki í vor til þess að freista þess að minnka eða stöðva dreifingu ryðsins frá lerki til aspa. Ef vel tekst til munu þessar aðgerðir minnka grómagnið í við- komandi sveitarfélögum og hindra eða seinka útbreiðslu asparryðs í nágrannasveitum á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er sérfræðingur íplöntuvernd á Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.