Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 35
Heilsa á
markaði
„Eru stofnanir og hefðir í læknisfræði og
heilsugœslu siðferðislega samrýmanleg-
ar kenningum og hugmyndum um
markaðslögmálin ? “
Daniel Callahan: „Medicine and the
Market: A Research Agenda.“
SPURNINGIN um
það, hvort ráðlegt sé
að markaðslögmálin
verði látin ráða að
einhverju eða jafnvel
öllu leyti í heilbrigðisþjónustu,
vekur spurningar um það hvort
þau gildi sem liggja markaðs-
hugmyndinni til grundvallar séu
siðferðislega samræmanleg
þeim grundvallargildum sem
liggja að baki almennri heilsu-
gæslu.
Sú hugmynd að rétt sé að
láta markaðslögmálin gilda í
heilbrigðisþjónustu er ný af nál-
inni, nema í Bandaríkjunum,
þar sem málum hefur að sumu
leyti verið öfugt farið og margir
hafa viljað
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
leita leiða til
að gera
heilsugæsl-
una undan-
þegna markaðsgildunum. Væri
reyndar fróðlegt að vita hvenær
fyrst fór að bera á þeim hug-
myndum að sleppa markaðnum
lausum í heilsugæslunni í
Evrópu og Kanada. An þess að
fyrir því liggi nokkrar rann-
sóknir dettur manni í hug að
eiginlega hafi ekki farið að bóla
á þessari hugsun fyrr en á þess-
um áratug.
Önnur spurning er sú, hvers
vegna mönnum hafi orðið þetta
svona hugleikið. Af hverju að
láta markaðslögmálin gilda í
þessum efnum? Við þessari
spurningu er svarið sennilega
tvíþætt. Annars vegar vakir fyr-
ir mönnum að draga úr kostnaði
og bæta þjónustuna og hins
vegar eru menn reknir áfram af
djúpstæðum, hugmyndafræði-
legum ástæðum.
Þar sem gengið hefur verið í
að athuga hvort markaðsvæðing
í heilsugæslu dragi í raun og
veru úr kostnaði og bæti í raun
og veru þjónustuna virðast nið-
urstöðurnar hafa verið á þá
lund að svo sé ekki. Auk þess
fari einkavæðing illa með þá
gömlu hugmynd að jöfnuður
skuli ríkja meðal fólks um að-
gang að heilsugæslu.
Eigi að síður halda menn
áfram að tala um nauðsyn þess
að markaðsvæða heilbrigðis-
þjónustuna, og þar eð fyrri lið-
ur svarsins um ástæðu þessa
útskýrir ekki hvers vegna, hlýt-
ur seinni liður svarsins að vera
hin eiginlega ástæða. Það er þá
hugmyndafræðin sem rekur
menn áfram. Trúin á markað-
inn, alveg jafnt sem hagnaðar-
von og skilvirkni. Sennilega hef-
ur mönnum sést yfir að
markaðslögmálin eru fyrst og
fremst hugmyndafræði, en ekki
bara „ómengaður raunveruleik-
í þriðja hefti Journal of
Medicine and Philosophy (Tíma-
rit um læknisfræði og heim-
speki) á síðasta ári skrifar Dan-
iel Callahan, starfsmaður
Hastingsstofnunarinnar í
Bandaríkjunum, um þá spurn-
ingu hvort og þá hvernig mark-
aðslögmálin og heilbrigðis-
hugsjónin fari saman. Hann
segir spurninguna í grundvall-
aratriðum siðferðislega. Eru
stofnanir og hefðir í læknis-
fræði siðferðislega samrýman-
legar markaðshugsun og mark-
aðsstarfsemi?
Annað sem Callahan bendir á
að flæki málið, er mismunandi
skilningur fólks á grundvallar-
atriðum á borð við „markað" og
„heilsugæslu" (hann notar orðið
„medicine" sem ef til vill ætti
strangt tekið að þýða sem
„læknisfræði"). Hugtakið mark-
aður þýði í huga sumra fyrst og
fremst frelsi undan höftum,
reglugerðum og öðrum ríkis-
afskiptum, og sé þannig ávísun
á óheft frelsi fólks. Aðrir skilji
„markað“ sem ómannúðlega
maskínu er leiði til óréttlætis,
ójöfnuðar og misnotkunar undir
formerkjum og fagurgala um
óheft frelsi allra.
Þessi mismunur á skilningi
fólks á markaðnum er í raun og
veru nóg til að sýna fram á
hversu erfitt er að fínna svar
við spurningunni sem lagt var
upp með. Þarna skipta nefni-
lega höfuðmáli fordómar fólks,
það er að segja þeir dómar sem
fólk fellir áður en umræða hefst
og hefur með sér og gerir að
forsendum sínum í umræðunni.
Og þá ber á að líta, að bæði
ofangreind viðhorf til markaðar-
ins eru fordómar, í þessum
skilningi. Ætli maður að reyna
að þoka umræðu áfram er ekki
til bóta að sitja fast á því að
manns eigin grundvallargildi
séu einfaldlega staðreyndir sem
ekki sé hægt að efast um, en
grundvallargildin sem and-
mælendur manns hafa að leiðar-
ljósi séu barnalegir fordómar og
til marks um veruleikafirringu.
Callahan kveðst ekki geta
veitt endanlegt svar við grund-
vallarspurningunni, en leggur
til að spurt sé frekari spurn-
inga, meðal annars um það,
hvers vegna menn á Vestur-
löndum hafi á undanförnum
áratugum snúið sér til markað-
arins til að leysa fjárhagsvanda
og skort á þjónustu í heilbrigð-
isgeiranum. Hann stingur upp á
því að svarið megi meðal annars
rekja til þeirra almennu, já-
kvæðu áhrifa sem markaðs-
lögmálin hafi haft á efnahag
vestrænna ríkja, og til þeirrar
virðingar sem markaðurinn
njóti. Einnig sé það að líkindum
partur af svarinu að einstakl-
ingshyggju hafi vaxið fiskur um
hrygg í mörgum löndum, og
þáttur í því séu fyrirheit um að
fólki veitist aukið val um að-
ferðir við gæslu á þess eigin
heilsu.
Eftir að hafa enn slegið þann
varnagla að svör sín séu með
fyrirvara bendir Callahan á, að
svo virðist sem grundvallargildi
læknisfræðinnar séu ósamrým-
anleg grundvallargildum mark-
aðshugsjónarinnar. Læknis-
fræðin (og þar með heilsugæsla,
mætti ætla) feli greinilega í sér
fórnfýsi og miði að heilbrigði.
Aftur á móti miði markaðurinn
fyrst og fremst að því að val og
skilvirkni sé í hámarki, og reyni
að fullnægja eiginhagsmunum
einstaklinga.
ÞÓRUNN
EGILSDÓTTIR
+ Þórunn Egils-
dóttir fæddist í
Reykjavík 15. ágúst
1912. Hún lést á
hcimili sínu, vist-
hcimilinu Seljahlíð í
Reykjavík, aðfara-
nótt 12. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Egill
Þórðarson, skipstjóri
frá Ráðagerði, f.
3.11. 1886, d. 6.1.
1921, og Jóhanna
Ilalldóra Lárusdóttir
frá Gerðubergi í
Eyjahreppi í
Hnappadalssýslu, f. 9.12. 1886, d.
21.12. 1962. Þórunn átti fjögur
systkini, þau voru: Þórður, f.
20.2.1909, d. 7.7. 1921, Guðbjörg,
f. 20.6. 1911, d. 4.5. 1997, Guðríð-
ur, f. 10.1.1920 og Agla Þórunn, f.
29.6 1921, d. 21.6.1959.
Hinn 25. maí 1940 giftist Þór-
unn Ásgrími P. Lúðvíkssyni hús-
gagnabólstrara, f. 2.11. 1916, d.
6.8. 1998. Foreldrar hans voru
Lúðvík Hjálmar Ásgrímsson,
pípulagningameistari, járnsmiður
og vélstjóri, f. 29.1.1893, d.
20.6.1970 og Guðrún Eiríksdóttir,
verslunareigandi, f. 20.9.1885, d.
9.8. 1960. Börn Þórunnar og Ás-
gríms eru: 1) Egill, bólstrara-
meistari, f. 1.4.1943, kvæntur Sig-
ríði Lúthersdóttur, rekur
fyrirtæki með eiginmanni sínum
Elsku amma. Nú þegar komið er
að því að kveðja er allt svo óraun-
verulegt. Kannski er það vegna þess
hve langt í burtu ég hef verið en
kannski er það vegna þess að mér
fannst ég eiga eftir að ræða ýmis-
legt við þig. En eflaust fáum við
tíma til þess seinna. Til þess hlakka
ég því enginn segir eins skemmti-
lega frá og þú. Engan þekki ég eins
ílinkan og þig í að draga upp mann-
lýsingar í stuttu máli. Þegar þú lýst-
ir manneskju á þinn sérstæða hátt
þá sá ég alltaf mynd af henni ljóslif-
andi fyrir mér. Lýsingunni var yfir-
leitt skotið inn í samtal svona til að
krydda það. A alveg einstæðan hátt
tókst þér að sjá spaugilegu hliðarn-
og eiga þau tvö börn,
Þórunni og Egil Örn.
2) Ragnheiður Mar-
gét, kennari, f. 12.3.
1946, gift Guðbjarti
Sigfússyni verk-
fræðingi og eiga þau
þrjú börn, Ásgrím,
Kristján og Elínu
Maríu. 3) Asgrímur
Þór, bólstrarameist-
ari og verslunar-
maður, f. 22.11.
1948, kvæntur
Mörtu Kristínu
Sigmarsdóttur kenn-
ara og eiga þau þrjú
börn, Guðrúnu Mörtu, Sigmar
Torfa og Jóhönnu Þórunni. Auk
þess á Ásgrímur son fyrir, Guð-
mund Kristin. 4) Jóhann Gunnar,
viðskiptafræðingur, f. 2.6. 1952,
kvæntur Herdísi Alfreðsdóttur
hjúkrunarfræðingi og eiga þau
tvo syni, Tryggva Þór og Tómas
Þór. Auk þess á Jóhann Gunnar
tvö börn af fyrra hjónabandi, Mar-
gréti Ásu og Þörarin. Langömmu-
börnin eru orðin fimm.
Þórunn vann sem ung kona í
tólf ár í Verslun Björns Kristjáns-
sonar, VBK, en var heimavinn-
andi alla tíð eftir að hún eignaðist
börnin.
Útför Þórunnar fer fram frá
Dómkirkjunni á morgun mánu-
daginn 20. mars og hefst athöfnin
klukkan 15.
ar á ótrúlegustu málum. Ef ekkert
úr nútíðinni gaf tilefni til léttra at-
hugasemda sagðir þú sögur úr for-
tíðinni sem fengu mann til að hlæja.
Stundum hringdirðu í mig til að
segja mér frá einhverju spaugilegu
en best fannst mér að hitta þig og
sjá þig segja frá. Minnisstæðast
núna er þegar ég veiktist í suðurferð
og hringdi í þig til að segja þér að ég
kæmi ekki til að kveðja þig áður en
ég færi heim. Ekki vildi ég smita
gömlu konuna. Þú kvaddir mig í
síma en varst svo komin skömmu
síðar til mín og sagðir mér sögur
sem fengu mig til að emja af hlátri.
Ég mátt bara ekki hlæja í áttina að
þér og þurfti að hafa sængina yfir
ERLA JÓNÍNA
EINARSDÓTTIR
+ Erla Jónína Ein-
arsdóttir fæddist
á Miklabæ í Skaga-
fiði 17. nóvember
1933. Hún lést á
Landsspítalanum 7.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Kristín Sigfús-
dóttir og Einar Jóns-
son. Erla átti þrjú
hálfsystkini sam-
mæðra, Friðgeir og
Trausta, sem báðir
eru látnir, og Lilju,
sem búsett er í
Reykjavík.
Erla giftist Friðriki Kjartans-
syni, en slitu þau samvistir. Erla
átti einn son með Halldóri Jóns-
syni, Geir Elvar, f. 21.7. 1951, d.
7.3. 1976, hans kona var Birna
Jónsdóttir, f. 5.8.1951, þeirra son-
ur er Jón Björn, f. 9.7. 1972. Eitt
Iangömmubarn átti Erla, Söndru
Dís, f. 30.7.1994.
títför Erlu fer fram frá Akur-
eyrarkirkju mánudaginn 20. mars
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Hún Erla frænka er dáin. Það
voru hressilegar stundir þegar hún
leit inn í Norðurgötuna. Þá hafði hún
alltaf frá einhveju skemmtilegu að
segja sem hægt var að hlæja af. Ef
það er rétt að hláturinn lengi lífið þá
hefur hann lengt líf hennar því hún
gat hlegið svo innilega.
Erla átti við heilsuleysi að stríða í
mörg ár og ekki var líf hennar alltaf
dans á rósum. En alltaf var hún
samt hress og kát. Síð-
ustu árin höfðum við
lítið samband og sakn-
aði ég frænku minnar
oft.
Erla mín, ég þakka
allar góðu stundirnar
sem við áttum saman
og bið góðan guð að
geyma þig.
Dýrleif Jónsdóttir.
Erla er dáin. Þessi
þungu orð heyrði ég í
gegnum símann. Eg
var lengi að hugsa um
þessi stóru orð og ég vissi ekki um
hvað ég átti að hugsa. Hugurinn var
tómur. Þegar hugurinn fór á reik
aftur þá komu upp allar góðu stund-
irnar sem ég upplifði með henni,
Henni þótti svo undur vænt ;un litla
langömmubarnið sitt sem ' hetfriar
eina barnabarn átti. Hún.vildi allt
fyrir litlu fjölskylduna gera. Aúðvit-
að var hún með allar ráðleggingar á
hreinu, hvernig best væri nú að haga
hlutunum á heimilinu. En auðvitað
var það allt gert af einskærri góð-
semi. Henni þótti svo gaman að
kaupa föt og dót handa litla lang-
ömmubarninu, og passaði hún vel
upp á það að gera ekki upp á milli
systra þó svo að sú eldri væri aðeins
„kjörlangömmubarn". Henni þótti
vænt um þær báðar og lét það Ijós
skína óspart.
Leiðir okkar Jóns Björns (sonar-
sonar hennar) lágu saman árið 1992.
og árið 1994 eignuðumst við Söndru
vitunum. Þú sast teinrétt á stól-
brúninni og bunaðir út úr þér
skemmtisögum af samferðamönn-
um til að stytta mér stundir. Svona
mun ég alltaf sjá þig fyrir mér, tein-
rétta í baki með spaugsyrði á vör-
um. Auðvitað voru ekki allir dagar
þannig en svona ætla ég að muna
þig. Eg ætla líka að muna eftir þér
þegar þú sigldir inn ganginn á fæð-
ingardeildinni í þínu finasta pússi og
varst örugglega flottasta langamm-
an. Alveg fannst mér merkilegt
hvernig þú gast munað hve lengi þú
hafðir þín börn á brjósti, hve marg-
ar mínútur á dag það tók þig að
skipta á þeim o.s.frv. En það var lík-
lega hluti af þeim hæfileikum þínum
að muna. Þú gast þulið upp heilu
ættirnar lið fyrir lið og komið með
ýmsan fróðleik svona til hliðar með
bláköldum staðreyndum. Þetta
fannst mér að vísu ekki mjög fyndið
þegar ég var yngri og gat engan
veginn fylgt þér þegar þú komst á
flug. En með auknum þroska kunni
ég æ betur að meta þetta. Þá nýtti
ég mér oft ættfræðiþjónustu frú
Þórunnar. Þú varst fljót að finna út
úr því sem ég spurði um og klykktir
yfirleitt út með því að segja: „Var
það eitthvað fleira fyrir þig, góða
mín?“ Svo áttir þú til að hringja í
mig ef einhver okkur skyldur birtist
í fjölmiðlum. Þá sagðir Jdú mér auð-
vitað hvernig þessi bráðmyndarlega
manneskja var skyld okkur. Ein-
hvern veginn virtust allir okkur
skyldir vera stórir og myndarlegir.
Allavega stórir. En það er nú önnur
saga.
Annar eiginleiki þinn var ótrúleg-
ur hæfileiki til að læra tungumál.
Mikið öfundaði ég þig af því. Þú tal-
aðir ensku, þýsku, dönsku, norsku
og eflaust eitthvað fleira. Ég bara
skildi aldrei hvernig þú fórst að
þessu. Ekki þurftir þú mikla skóla-
göngu eða utanlandsferðir. Þú bara
lærðir málin. Hvernig þú gerðir það
segirðu mér vonandi seinna. Þegar
minn tími kemur hlakka ég til að
hitta þig í himnaríki, amma mín.
Samkvæmt þínum upplýsingum
hlýtur það að vera dásamlegt fyrir
allar húsmæður. Þar þarf maður
ekki að elda mat eða þvo þvott. Því
þar eru menn víst alltaf í sömu föt-
unum ef þeir vilja. Þetta ræðum við
allt seinna og svo miklu meira.
Takk fyrh’ allt, elsku amma mín.
Blessuð sé minning þín.
Þórunn Egilsdóttir yngri.
Dís, litla sólargeislann hennar Erlu.
Erla átti í langan tíma við van-
heilsu að stríða en lét það ekkert
aftra sér í einu né neinu. Hún reyndi
að heimsækja okkur á Vestfirðina
eins oft og hún frekast gat. Hún varð
að fá að sjá litla sólargeislann sinn.
Það var ekkert hamingjuríkt á ár-
inu 1996 þegar litli sólargeislinn
greindist með krabbamein. Það tók
ekkert minna á Erlu en okkur hin.
Útlitið var svart. Eins og svo margir
aðrir hafði Erla stórar áhyggjur af
litlu Dísinni sinni. Hún dró sig samt
aðeins í hlé en hringdi mjög oft til að
fá fréttir. Svo þegar líða tók á árið
þá sáu læknar að þetta gæti blessast
eftir allt og þá var andað léttar. í júlí
1996 skildu leiðir okkar Jóns Björns.
Sambandið þoldi ekki álagið sem á
það var lagt þegar Sandra Dís veikt-
ist. Við skildum samt í góðu og hefur
Jón Bjöm lagt hart að sér að halda
fjölskylduböndin. Og í hvert sinn
sem Érla kom suður lét Jón Björn
mig vita svo hún gæti nú fengið að
hitta litla sólargeislann sinn. Og allt-
af þegar leiðir lágu til Akureyrar þá
hikaði maður ekki við að hringja og
• leyfa Erlu að-hitta bömin sem henni
þótti svö vænt um.
Ekki óraði- mann fyrir að þétta
yrði siðasta heimsöknin okkar til
Erlu í sumar þegar ég lagði leið
mína með börnin norður til Akur-
eyrar. Maður er enn að átta sig í
raun og veru. En ég minnist Erlu
sem góðhjartaðrar konu sem vildi
öllum það besta.
Ég votta Jóni Birni mína dýpstu
samúð og svo Birnu, Nonna, Pétri og
öllum þeim sem eiga um sárt að
binda vegna fráfalls hennar.
Megi Guð styrkja ykkur í þessari
sorg.
Helga Linnet, Sandra Dís og
Viktoría Rós.