Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 50

Morgunblaðið - 19.03.2000, Page 50
50 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG A \ Landtaka í Eyjum með kirkjuvið 18. júní árið 1000 (teikning Gísli Ólafsson) Fyrsta sóknar- kirkja á Islandi Kirkjuviði var skipað á land og kirkja reist í Vestmannaeyjum kristnitöku- árið 1000. Stefán Friðbjarnarson veltir fyrir sér hvort hún hafí verið fyrsta sóknarkirkjan hér á landi. MEGINHLUTI eignaog tekna þjóðarinnar á 20. öldinni var sóttur í auð- lindir sjávar. Sjávarplássin vóru í raun „fyrirvinnur“ þjóðarbúsins. Vestmannaeyjar eru í margra augum „drottning“ íslenzks sjáv- arútvegs, undirstöðuatvinnuvegar landsmanna. Kveikjan að pistli dagsins er sú staðreynd að 18. júní kristnitökuárið 1000 skipuðu Gizur hvíti og Hjalti Skeggjason kirkjuviði á land í Eyjum, hvar reist var kirkja, að margra áliti fyrsta sóknarkirkjan í landinu. Vestmannaeyjar byggðust seint á landnámsöld, líklega um 920. Þar var þó verstöð áður en til fastrar búsetu kom. Landnáma gerir því skóna að eyjamar hafi fengið nafn af húskörlum og þræl- um Ingólfs Amarsonar, sem fyrstur norrænna manna festi byggð í landinu, en Hjörleifur, fóstbróðir Ingólfs, elti strok- uþræla út í Eyjar. Fræðimenn draga þessa skýringu í efa. Norð- menn kölluðu norræna menn, bús- etta í heimahögum, Austmenn, en norræna menn, er sezt höfðu að á Bretlandseyjum, Vestmenn. Það nafn var ekki notað um Kelta. Jó- hann Gunnar Olafsson hefur sett fram þá tilgátu að Vestmannaeyj- ar sæki nafn til Herjólfs, land- námsmanns eyjanna, sem var nor- rænn víkingur búsettur á Irlandi um nokkurn tíma (sjá frásögn um landnám Eyjanna í Hauksbók). Jóhann Friðfinnsson, safnstjóri Byggðasafns Vestmannaeyja og formaður sóknarnefndar Landa- kirkju, minnir á það í grein í Morgunblaðinu (Menningarblað 8. maí 1999) að Vestmannaeyjar hafi komið við sögu löngu áður en Herjólfur settist þar að. Hann segir: „Þegar Eyjamenn horfa yfir sviðið staldra þeir við hjá keltneska krossinum í Heima- kletti. Svo skemmtilega vill til að fornleifafræðingar frá Kanada og Eistlandi, sem hafa verið að kanna og mæla sams konar krossa og hér finnast, m.a. á írlandi og skozku eyjunum, voru hér á ferð í marz síðastliðnum að mæla kross- inn í Heimakletti. Krossinn þar er af sömu stærð og aðrir sams kon- ar krossar á þeimstöðum sem fyrr er getið. Munnmæli herma að krossinn í Heimakletti sé frá írsku munkunum er hingað hafi leitað eftir leiðangur Brendans seint á 6. öld, löngu fyrir landnám nor- rænna manna...“ Safnstjórinn og sóknarnefndar- formaðurinn minnir á annað, sem vel er við hæfi að rifja upp á 1000 ára kristniafmæli þjóðarinnar: „Kiistnisaga segir okkur ítar- lega frá Islandstrúboðunum Gizuri hvíta og Hjalta Skeggja- syni. Þeir tóku land á Heimaey þriðjudaginn 18. júní árið 1000. Höfðu þeir fyrirmæli konungs um að þar sem þeir kæmu fyrst að landi skyldi kirkjuviði, sem þeir höfðu meðferðis, skipað upp og sóknarkirkja reist á staðnum. Fyrsta kirkjan var því reist í Eyj- um.“ Víða er að finna sagnir um kristna landnámsmenn, sem líkur standa til að hafi reist kirkjur á jörðum sínum. Sjálfsagt verður erfitt að færa óyggjandi sönnun á það, hvenær og hvar fyrsta kirkj- an var reist hér á landi. Það breyt- ir ekki því að kirkjan sem reist var í Vestmannaeyjum kristnitökuár- ið 1000 er trúlega fyrsta sóknar- kirkjan reist hér á landi í kristn- um sið. Það eru gleðitíðindi að Stórþingið norska hefur ákveðið að færa okkur að gjöf á 1000. af- mælisári kristnitöku Islendinga stafkirkju af sömu gerð og reist var í Noregi á upphafsárum krist- ins siðar þar. Vináttugjöf frænda okkar, Normanna, mun rísa í skjóli hraunkantsins frá jarð- eldunum í Heimaey árið 1973. Landakirkja í Vestmannaeyj- um, fúllbyggð um 1778, er veglegt staðartákn í þessu glæsilega og söguríka sjávarplássi. Eftir hörm- ungar Tyrkjaránsins 1627, þegar fyrsta Landakirkjan var brennd, þótti rétt að staðsetja nýja kirkju á nýjum stað. Mörgu hefur að vísu verið breytt í tveggja alda sögu hennar, en hún er samgróin kyn- slóðum, mannlífi og sögu Eyj- anna. Hún var eina húsið í Eyjum sem ekkert var fjarlægt úr í jarð- eldunum 1973. „Ef Landaldrkja hefði verið á upphaflega staðn- um,“ segir Jóhann Friðfinnsson í tilvitnaðri grein, „hefði hún eyði- lagst undir hraunflóði" árið 1973. En Landakirkja stóð af sér eld- ana. Hún verður tákn og vegvísir íbúanna inn í nýja öld. 18. júní árið 1000 var kirkjuvið skipað á land í Vestmannaeyjum. Þennan dag, þúsund árum síðar, munu Vestmanneyingar trúlega minnast kristniboðanna Gizurar hvíta og Hjalta Skeggjasonar sem svo mjög komu við sögu kristni- tökunnar á Alþingi þetta sama ár. Norska stafkirkjan, er reist verð- ur í Eyjum, og Landakirkja, sem stóð af sér eldana 1973, verða musteri eyjaskeggja á nýju ár- þúsundi, sem er í hlaðvarpanum. VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir til ríkis- stjórnarinnar ÉG vil þakka núverandi rík- isstjóm fyrir að sýna svart á hvítu, að þeir telji bætur tii okkar öryrkja ekki vera laun. Kjarasamningar gera ráð fyrir að lægstu laun hækki um 30% á samnings- tímanum, á meðan almenn laun hækka um 12,71% á samningstímanum. Hækk- un almannatrygginga mið- ast við þessa almennu launahækkun, en ekki hækkun lægstu launa. Lægstu launin era um 70.000 krónur á mánuði. Ég taldi að 69.598 krónur, sem eru hámarksbætur ein- staklings, miðað við að ör- yrkinn búi einn eða með barn undir 18 ára aldri á sínu framfæri og fái ekkert úr lífeyrissjóðum, væri und- ir lágmarkslaunum, en nú veit ég betur. Ég fæ ekki laun, heldur eitthvað sem ég veit ekki hvað kallast. Hvað kallar ríkisstjórnin „þessar bætur“? Hildur Embla Ragnheiðardóttir Slæm aðkoma að Sjúkrahúsi Reykjavíkur ÉG er einn af þeim sem lenti í því að fótbrotna og þurfti að koma í endurkomu á Slysavarðstofu Sjúki'ahús Reykjavíkur í Fossvogi. Það er mjög erfitt að fá bíla- stæði nálægt útidyrunum og er það að mestu starfs- fólk sjúkrahússins sem leggur í stæðin. Þama þyrftu að vera einhvers konar skammtímastæði fyr- ir sjúklinga, þar sem þeir gætu lagt bílunum nálægt á meðan stoppað er. Gísli Magnússon Yfír strikið? ÉG get ekki orða bundist, eftir að hafa horft á þátt Fóstbræðra á Stöð 2 mið- vikudagskvöldið 15. mars sl. Þessi þáttur var á mjög lágu plani og fannst mér þeir fara gjörsamlega yfir strik- ið. Þarna var verið að gera grín að geðveiku fólki, fólki með heilaæxli og viðrekstur var greinilega í hávegum hafður. Það hlýtur að vera hægt að gera betur en þetta. H.G. Þakkir tU Útilífs OLGA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þaldtlæti til versl- unarstjóra Útilífs og þakka fyrir góða þjónustu. Hún hafði keypt galla á útsölu hjá þeim og hann var smá- gallaður. Hún átti leið til borgarinnar og datt í hug að sýna þeim hann. Fékk hún alveg frábærar móttökur hjá þeim og nýjan galla. Hafið bestu þakkir fyrir. Tapad/fundid Stálkvenúr týndist GLANSANDI stálkvenúr af gerðinni Fossil týndist 18. febi-úar sl„ annaðhvort í eða við Tónabæ eða við Loftkastalann. Keðjan eru hlekkir, tengdir saman með gylltum festingum. Úrið er eigandanum kært. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Katrínu í síma 437 2390 eða 437 2027. Týnd læða NIU mánaða læða, hvít, brún og svört, hvarf frá heimili sínu að Setbergi í Hafnarfirði laugai'dags- kvöldið 11. mars sl. Hún er með ól og eymamerkt 00G12 og er það mjög áber- andi. Ef einhver hefur orðið hennar var, er hann vinsam- legast beðinn um að hafa samband við Laufeyju í síma 565 5385 eða 699 4603. svarta drottningin fellur) 43. Dc6 og svartur er mát. 42. Bxf6+ Kd7 43. h3 Rd5 44. IJmsjnn: Helgi Áss Hdl Ke6 45. Hel+ Kd7 46. (■rétai'sson Be5 og hvítur vann nokkru síðar. SKÁK ÞESSI staða kom upp á milli Gan-ys Kasparovs (2.851) og Michaels Adams (2.715) á bikar- móti Kasparovs sem haldið var á Netinu fyr- ir skömmu. Stigahæsti skákmaður heims stýrði hvítu mönnunum og fann leið til að bijót- ast í gegnum sterkar vamir svarts. 41. Bxd4! Dxf6 Ef svartur þiggur biskupsfórnina með 41. ...cxd4 kemur 42. Hc8+! Hvíturáleik. Kd7 (42. ...Kxc8 43. Dxe7 og Víkverji skrifar... að sem miður fer hjá börnum og unglingum ratar oft í fréttir fjölmiðla og kvartar fólk gjarnan yf- ir því að það sem vel er gert þyki ekki nógu fréttnæmt. Víkveiji gleðst auðvitað yfir því að það þyki ekki fréttnæmt, í sjálfu sér, að böm og unglingar hagi sér vel - en að sjálf- sögðu er gott að draga hið jákvæða fram á stundum. Víkverji hefur undir höndum bréf sem skólastjóri Réttarholtsskóla sendi nemendum skólans og foreldr- um þeirra á dögunum og þykir rétt að birta það í heild - vegna þess hve jákvætt og gott innihaldið er. Bréfið er svohljóðandi: .Árshátíð skólans var haldin 24. febrúar og var eins og undanfarin ár haldin í samvinnu við félagsmiðstöð- ina Bústaði og Bústaðakirkju. Hátíðin hófst í Bústöðum kl. 18:00, síðan var tvíréttaður hátíðarmáls- verður í safnaðarheimilinu. Um hann sá Lárus Loftsson matreiðslu- meistari með sínu liði eins og undan- farin ár en starfsmenn Bústaða, kennarar, umsjónarmaður safnaðar- starfs og sóknarpresturinn aðstoð- uðu við framreiðsluna og þjónuðu til borðs. Síðan var dagskrá í samkomusal skólans og loks dansað til kl. 01:00 við undirleik hljómsveitarinnar Land og synir. I hléi var marserað og dansað með „haldi“ enskur vals og fleiri virðulegir samkvæmisdans- ar. Salurinn og gangar skólans voru skreyttir sérlega smekklega og hafði stór hópur nemenda lagt mikla vinnu í skreytingarnar og dag- skrána. I einu orði tókst hátíðin frábær- lega. Allir voru í sínu besta pússi og lögðu sig fram við að skemmta sér og engin vandamál af einu eða neinu tagj. Eg vildi að þið, foreldrar góðir, hefðuð getað verið flugur á vegg og séð unglingana ykkar. Þið getið sannarlega verið stolt af þeim. Með bestu kveðjum. Haraldur Finnsson skólastjóri." Svo mörg voru þau orð og sannar- lega ánægjuleg. xxx Yíkverji rakti raunir sínar vegna símabilunar síðastliðinn þriðju- dag. Ekki skorti viðbrögðin. Honum barst sending frá framkvæmda- stjóranum og baðst hann afsökunar á töfum á viðgerð og tók fullt tillit til kvartana Víkverja. Hann útskýrði ástæður tafarinnar og sagði sett undir slíkan leka í framtíðinni. Sím- inn var svo kominn í lag daginn eftir eftir miklar viðgerðir. Víkverji þakkar skjót viðbrögð, þegar að þeim kom, og vonar að framvegis þurfi fólk ekki að búa við bilaðan heimilissíma langtímum saman. xxx Furðu lostinn karlmaður hafði samband við Víkverja og bað hann að koma eftirfarandi á fram- færi: í Morgunblaðinu 27. febrúar auglýsti SAÁ eftir fólki í þrif og um- sækjendur beðnir um að hafa sam- band við konu að nafni Þórunn. Sam- býliskona mannsins sótti um, en um var að ræða hlutastarf frá klukkan átta til tólf. Umsækjandinn var spurður hvort hann kannaðist við sjúkdóminn alkóhólisma og játti konan því; sagðist sjálf vera óvirkur alkóhólisti. Og hún hefði ekki snert áfengi síðustu níu mánuði. Þá kom hins vegar babb í bátinn: henni var tilkynnt að SÁA ráði ekki alkóhól- ista í vinnu nema þeir hafi verið frá áfengi í tvö ár. Þetta finnst mannin- um einkennilegt og hefur reyndar áhuga á því að fá svar við þeirri spurningu hvort þetta standist lög, vinnuverndarlög eða önnur. Víkverji er á því að með þessum vinnubrögðum styrki SÁA ekki beinlínis sjálfsmynd óvirkra alkóhól- ista. Telja forystumenn samtakanna meiri hættu á að óvirkir alkóhólistar „falli" ef þeir umgangast fólk sem er í áfengismeðferð en aðra? Er það ef til vill vísindalega sannað? xxx Víkverja barst á dögunum bréf í tölvupósti sem ekki er annað hægt en flokka sem argasta atvinnu- róg um snyrtistofu hér í borg, en undir skrifaði aðeins óánægður við- skiptavinur. Ekkert nafn. Fæstum finnst skemmtilegt að fá inn um lúg- una hjá sér svokallaðan ruslpóst, en engu síður lætur fólk sínkt og hei- lagt frá sér fara álíka sendingar á Netinu; skrýtlur og hjálparbeiðnir af öllu mögulegu tagi; til að bjarga regnskógum og þar fram eftir göt- unum. Sá póstur meiðir svo sem engan en hjálpi mér allir heilagir, eins og amma Víkverja orðaði það gjarnan: Hver hefur áhuga á slíku skítkasti eða svívirðingum, eins og fram koma í umræddu bréfi, rigni yfir hann hvort sem er í vinnu eða heima fyrir? Hvernig væri að brúka mannasiði í bréfasamskiptum rétt eins og í öðrum samskiptum manna í milli? Og hvernig væri að láta það eiga sig að senda svona bréf áfram og leggja frekar metnað sinn í að rjúfa keðjuna!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.