Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 56
,56 SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
MGRGUNBLAÐIÐ
HÁTÍÐARFATNAÐUR
ÍSLENSKRA
' ... . KARLMANNA
Hátíðarföt
m/vesti 100% ull
kr. 22.900
Stærðir 46-64
Long-stærðir 98—110
Ný sending
Hátíðarfatnaður
íslenskra karlmanna
hefur notið mikilla
vinsaeida frá því farið
var að framieiða hann.
Færst hefur í vöxt að
íslenskir karlmenn óski
að klæðast búningnum
á tyllidögum svo sem
við útskriftir, giftingar,
á 17. júní, við opin-
berar athafnir hériendis
og erlendis og við öll
önnur hátíðleg
tækifæri.
herradeild, Laugavegi, sími 511 1718,
herradeild, Kringlunni, sími 568 9017.
saulján
\
Fréttagetraun á Netinu
^mbl.is
FÓLKí FRÉTTUM
Herranótt frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld.
Morgunblaðið/Sverrir
Þessar persónur hafa ekki alltaf verið kvenkyns.
Morgunblaðið/Sverrir
Kládió að spila á „luftgítar“.
Shakespeare og
kynskiptingar
LEIKFÉLAG Menntaskólans í
Reykjavík, Herranótt, frumsýnir í
kvöld uppfærslu sína af leikritinu „Ys
og þys út af engu“ eftir William
Shakespeare. Gamanleikurinn fjallar
meðal annars um vini og óvini ástar-
innar og hvemig fólk getur fundið ást
á stöðum sem það á síst von á henni.
t>að fer eflaust titringur um ein-
hverja á þessum söngleikjatímum við
þær fréttir að menntaskólaleikhópur
sé að ráðast í slíkt stórvirki.
„Okkur langaði að fara út í eitt-
hvað bitastæðara og metnaðai'fyllra
en það sem við gerðum í fyrra þannig
að það var kjörið að taka Shake-
speare,“ segir Dóra Jóhannsdóttir,
aðstoðarleikstjóri og framkvæmda-
stjóri sýningarinnar. Það er Magnús
Geir Þórðason, leikhússtjóri Iðnó,
sem leikstýrir hópnum en hann er
MR-ingur í húð og hár og kaus því að
vinna með skólanum í vor. Hann hef-
ur tvisvar áður leikstýrt Herranótt,
Sjálfsmorðingjanum árið ’96 og And-
orra ári seinna.
Nýjar nálganir
„Það hafa oft áhugaleikhús reynt
að setja upp Shakespeare og oftast
endað með því að þylja bara upp text-
ann, sem er ekki mjög spennandi.
Þannig að við eyddum langmestum
æfingatímanum í það að gera textann
okkur nálægan og eðlislægan í hugs-
un. Mér finnst það hafa tekist mjög
vel tál,“ segir Dóra með tón sem gefur
vísbendingu um að afrakstur erfiðis-
ins sé ljúfur. „Síðan fórum við í það
að gera þetta létt og skemmtilegt.
Settum leikritið í búning áttunda
áratugarins, bættum inn skemmti-
legri tónlist og öði;uvísi dansatriðum.
En það voru þær Alfrún Omólfsdótt-
ir og Margrét Bjarnadóttir, sem eru
báðai- í Listadansskóla Islands, sem
hönnuðu fyrir okkur mjög skemmti-
legai- samsetningar sem lífga mjög
vel upp á sýninguna."
Tónlistin í leikritinu er úr ýmsum
áttum en þó er stuðst við mjög þægi-
legan undirtón sem tengir lögin vel
saman. Það er lifandi hljómsveit,
samansett af nemendum, sem sér um
undirleik. Lagavalið er allt frá rokk-
slögurum áttunda áratugsins til einn-
ar straumlínulöguðu hljómsveitar
okkar tíma, Air.
En kölluðu slíkar breytingar á
ekki á breytingu textans?
„Það er eiginlega ekki hægt að
segja það, þó svo að það séu klipptar
út stakar setningar sem urðu fáran-
legar við þessa breytingu."
Ekki fengu allar persónumar að
vera ósnertar því nokkram þeirra
var snögglega snarað í kynskiptiað-
gerð. „Það eru tvær mjög skemmti-
legar karlkynspersónur í leikritinu
sem eru algjörir vitleysingar. Við
breyttum þeim í tvær kerlingar,
mjög snobbaðar og skemmtilegar.
Þær eru svoldið eins og teiknimynda-
persónur eftir breytinguna. Síðan er
annað hlutverk, Ski'ifarinn svokallað-
ur, sem er mjög leiðinlegt og litlaust
hlutverk og við breyttum þeiiri per-
sónu í þrasu bombu,“ segir Dóra.
En hver er ástæðan fyrir því að
MR hefur ekki smitast af söngleikja-
bakteríunni sem flestir menntaskól-
ar landsins hafa nælt sér í? „Þetta er
náttúrulega leikfélag og metnaður
okkar felst í því að leika, setja upp
leiksýningar en ekki syngja og
dansa. Þó svo að við höfum náttúru-
lega alla hæfileika til að gera hvort-
tveggja. Við hugsum þetta fyrir þá
sem vilja stíga sín fyrstu spor í leik-
listinni."
Þar sem Tjamarbíó er athvarf
allra menntaskóla á höfuðborgar-
svæðinu standa sýningar á leikritinu
aðeins yfir í tvær vikur, þannig að
það er fyrir öllu að verða sér úti um
miða sem fyrst.
Gódmyndbönd
Skrifstofurými / Office
Space
Fersk og bráðfyndin gamanmynd
um þrúgandi veruleika vinnunnar á
tímum markaðshyggju og stórfyrir-
tækja. Fyrri helmingur myndarinn-
ar tekur á þessu efni á snilldarlegan
hátt en fer síðan út í aðra og
ómerkilegri sálma.
Mookie ★★1/4
Létt og skemmtileg frönsk gam-
anmynd sem fjallar um trúboða og
atvinnuboxara á fiótta með talandi
apa. Fótboltakappinn EriCantona
er bráðskemmtilegur í hiutverki
boxarans.
Framapot / Election
★★★%
Pað gerist alltof sjaidan að eins
safaríkar myndir og þessa rekur á
fjörurnar. Hárfínt og beitt handrit-
ið hittir beint í mark í meðferð leik-
ara sem eru hver öðrum betrí.
Hvunndagshetjan /
The Jack Bull ★★★
Fullkomið dæmi um hinar vönd-
uðu kapalsjónvarpsmyndir sem ver-
ið er að framleiða um þessar mund-
ir vestanhafs. Vandaður vestrí,
gerður af einvalaliði. Konfektmoli
fyrir vestraunnendur.
Óveður aidarinnar / The Storm
of the Century ★★★
Enn ein Stephen King-sagan
kvikmynduð og er þessi vel yfir
meðallagi góð. Það virðist gefa góða
raun að láta hann sjálfan skrifa
handrítið. Besta sjónvarpsmynda-
syrpan sem gerð
hefur verið eftir
sögu Kings.
Mill on the FIoss
/Myllan við ána
Floss ★★%
Emily Watson
bregst ekki frekar
en fyrri daginn í
meðalgóðri útgáfu
af bók George El-
iot. Bernard Hill
skín í hlutverki föð-
uríns.
Gunshy / Byssur-
agur **V4
Góður leikur,
sérstaklega hjá
Michael Wincott,
og gott handrit
halda þessarí hefð-
bundnu glæpa-
heimsmynd fyrir ofan meðallag.
Falcone / Falcone dómari
★★%
Góð mynd sem byggir á sann-
sögulegum atburðum um baráttu
dómarans Falcone við hina gífur-
lega valdamiklu mafíu.
Hlauptu, Lóla, hiauptu /
Lola Rennt ★★★%
Kvikmyndin um hlaupagikkinn
Lólu þykir bera með sér ferska
strauma inn íþýska kvikmyndagerð
en hún hefurnotið vinsælda víða um
lönd. Myndin er nýstárleg, hröð og
kraftmikil en þar er blandað saman
ólíkri tækni til að ná fram sterkri
sjónrænni heild. Frumleg og vel
heppnuð tilraun
með möguleika
myndmiðilsins.
Jarðarför í Texas
/ A Texas Funer-
al ★★%
Vel skrifuð
kvikmynd sem
byggir smám
saman upp fram-
bærilegt fjöl-
skyldudrama.
Hverri persónu er
gcfið gott svigrúm
og leikarar njóta
sín vel í bit a-
stæðum hlutverk-
um.
Limbó / Limbo
★★★W
Þessi nýjasta
mynd leikstjórans
John Sayles er vel skrifuð og for-
vitnilega upp byggð. Hún bregður
upp skarpri mynd af smábæjarlífí í
Alaska og kafar síðan djúpt í tilfinn-
ingalíf nokkurra aðalpersóna.
Ovenjuleg og töfrandi kvikmynd.
Stáltaugar / Pushing Tin
★★W
Létt og skemmtileg gamanmynd
sem fjallar um flugumferðarstjóra á
ystu nöf. Vel valið leikaralið, sem
skartar þeim John Cusack, BiIIy
Bob Thornton og Cate Blanchett,
bætir upp fyrir mcðalgott handrit.
Heiða Jóhannsdóttir
Ottó Geir Borg
Skarphéðinn Guðmundsson
Billy Bob Thornton í hlut-
verki flugumferðarstjóra í
kvikmyndinni Pushing Tin.