Morgunblaðið - 19.03.2000, Blaðsíða 64
VIÐSKIPTAHUGBÚN AÐUR
Á HEIMSMÆLIKVARÐA
<Q>
NÝHERJI
S: 569 7700
fVtotgftitMilMfr
heim að dyrum
www.postur.is
I PÓSTURINN
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1
SUNNUDAGUR 19. MARS 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Verkamannasamband fslands gagnrýnir málflutning SA harðlega
Saka atvinnurekendur um
atlögu að vinnulöggjöfinni
FORYSTA Verkamannasambands íslands gagn-
rýnir harðlega orð Ara Edwald, framkvæmdastjóra
SA, og málflutning Samtaka atvinnulífsins eins og
hann birtist í Morgunblaðinu í gær. Formaður
VMSÍ segir ummælin atlögu að vinnulöggjöfinni.
Samtök atvinnulífsins gagnrýndu forsvarsmenn
VMSI í gær fyrir að tala opinberlega eins og launa-
kröfur takmörkuðust við 15 þúsund krónur, en slfkt
væri þó fjarri lagi. Var tekið dæmi af starfsfólki í
mjölbræðslum sem í raun fæli í sér ríflega 40%
launahækkun þegar allir þættir kröfugerðar VMSÍ
væru taldir saman. Sagði Ari Edwald undarlegt að
^ félögin miðluðu ekki ítarlegri upplýsingum til fé-
lagsmanna sinna, sem nú greiddu margir hverjir
atkvæði um verkfall. Bjöm Grétar Sveinsson, for-
maður Verkamannasambandsins, sagði að þessi at-
laga atvinnurekenda hefði ekki farið vel í menn við
samningaborðið í Karphúsinu í gær. „Það er greini-
legt að atvinnurekendur eru þarna að reyna að hafa
bein áhrif á niðurstöðu atkvæðagreiðslu í félögun-
um um verkfall og slíkt eitt og sér fer ansi nærri því
að ganga gegn vinnulöggjöflnni. Auk þess er afar
öjálslega farið með í veigamiklum atriðum,“ sagði
hann. „Mér finnst að atvinnurekendur þurfi heldur
betur að rekja upp prjónana sína; einhvers staðar
hefur orðið heldur hressilegt lykkjufall."
Bjöm Grétai’ bendir á að í öllum félögum Verka-
mannasambandsins hafi verið vandlega farið yfir
kröfugerðina og hún í raun mótuð þar. Fjórir for-
mannafundir hafi verið haldnir um málið og því sé
fjarstæðukennt að halda því fram að kröfumar séu
ekki nægilega vel kynntar. „Allur þessi málflutn-
ingur er út úr korti. Með miklum vilja gæti ég skilið
þetta þannig að Ari vilji að við föllum frá einhverj-
um hliðarkröfum, sem hafi jafnvel ekkert með laun
að gera, til að hægt sé að standa við kröfuna um 15
þúsund kr. hækkun á ári. Ég vil gjaman ræða það
við hann,“ sagði Bjöm Grétar. Hins vegar væri um-
hugsunarefni hvort framkvæmdastjóri SA hafi í
raun sprengt launarammann og það skýri upphlaup
hans. „Okkur sýnist jafnvel að í öðrum samningum,
sem liggja í hærri kauptöxtum en við þekkjum, séu
Samtök atvinnulífsins komin upp fyrir 3,9% launa-
hækkun."
Formaður VMSÍ segir að skv. ákvæðum vinnu-
löggjafarinnar sé atvinnurekendum óheimilt að
hafa áhrif á skoðanir launþeganna, bæði hvað varð-
ar stjórnmál og verkalýðsmál. „Hins vegar fyrir-
gefum við mönnum sem eru bara greinilega ekki
betur að sér í fræðunum en þetta,“ sagði Bjöm
Grétar ennfremur.
Gert að
í Kletts-
víkinni
GEORG Arnarson, trillukarl og eig-
andi Blíðu VE, gerir að vænum
hrognaþorski í Klettsvíkinni í Vest-
mannaeyjum.
Georg, sem hefur verið í trilluút-
gerð síðan 1987, sagði gott að gera
út frá Eyjum því það væru aðeins
10 mínútur á miðin. Hann sagði að
veiðin hefði verið góð í janúar og
febrúar.
„Það var mjög góð veiði áður en
loðnan kom hingað - vaðandi ýsa
yfir öllu,“ sagði Georg, en bætti því
við að veiðin í mars hefði verið
dræm.
„Þaðhefur varla gefið á sjó í
mars. Ég held ég hafi farið í einn
róður. Það er yfirleitt alger ör-
deyða á miðunum í svona tvær til
þrjár vikur eftir að loðnan fer.
Þetta ætti samt að fara að glæðast
enda komnar rúmar tvær vikur síð-
an hún fór hérna yfir.“
Heilsuvernd á
vinnustöðum
Lög frá
1980 enn
ekki virk
FYRIRKOMULAG um heilsuvernd
staifsmanna sem kveðið er á um í
lögum frá árinu 1980 er enn ekki orð-
ið virkt og starfsfólk hinna ýmsu fyr-
irtækja á fáa kosti og enga góða þeg-
ar það stendur frammi fyrir
atvinnusjúkdómum, segir Magnús
Ingi Erlingsson, fyrrverandi lög-
maður Vinnueftirlits ríkisins, en
hann hefur haldið fyrirlestra um það
sem hann kallar „ófremdarástand" í
þessum málum síðustu misseri.
Magnús bendir á að í samnor-
rænni könnun sem gerð var á Norð-
urlöndunum á árunum 1980 til 1992
komi fram að atvinnusjúkdómar
mælist varla nema í undantekning-
artilvikum hér á landi og það geti
vart stafað af öðru en því að tilkynm
ingarskylda er ekki fyrir hendi. I
reglunum frá 1980 stendur m.a.:
„Stjórn Vinnueftirlits ríkisins skal í
samráði við heilbrigðisyfirvöld setja
reglur um, að starfsmenn skuli
gangast undir læknisskoðun áður en
þeir eru ráðnir til starfs, meðan þeir
eru í starfi og þegar við á...“
„I stuttu máli hafa þessar reglur
ekki orðið virkar og fólk getur lent á
algjörum flæðiskerjum," segir
Magnús, en í skýrslu frá Vinnueftir-
H litinu segir að framkvæmdin hafi taf-
ist þar sem uppbygging heilsugæslu-
stöðva hafi ekki farið fram með þeim
krafti sem reiknað hafi verið með.
■ Stjórnvöld/22
Morgunblaðið/RAX
Tæpum 10% veiddra laxa var aftur sleppt í árnar árið 1999
Þokkalegar laxveiðihorfur
ÚTLIT er fyrir að stangveiðin næsta
sumar geti orðið þokkaleg. Sam-
kvæmt spám sérfræðinga Veiðimála-
stofnunar eru líkur taldar á að lax-
veiðin í sumar geti orðið nálægt
meðalveiði áranna 1974-1998.
Guðni Guðbergsson, fiskifræðing-
ur hjá Veiðimálastofnun, bendir þó á
að spár um laxagöngur séu ekki
byggðar á strangvísindalegu spálík-
ani og þær séu háðar ýmsum ólíkum
forsendum en Veiðimálastofnun gerir
ráð fyrir að fjöldi veiddra laxa. í sumar
gæti orðið á bilinu 29.00-35.000 laxar.
A ársíúndi Veiðimálastofnunar á
Þú smellir og seðillinn er greiddur
@ BÚNAÐARBANKINN
Traustur banki
föstudag voru m.a. kynntar horfur í
veiði á sumri komanda.
Rúmlega 31 þúsund laxar
veiddir á stöng á seinasta ári
Guðni segir að margir þættir hafi
áhrif á laxagöngur og veiði, m.a. hlut-
fall smálaxa og stórlaxa, og gefur
smálaxaveiði á síðasta ári engar sér-
stakar vonir um sterkar stórlaxa-
göngur í sumar. Stærð seiðaárganga í
ánum er nú í meðallagi en ástand
sjávar er með betra móti en sterk
tengsl eru á milli ýmissa þátta í
ástandi sjávar og laxveiði, að sögn
Guðna.
Skv. bráðabirgðatölum veiddust
nálægt 31.200 laxar á stöng á síðasta
sumri en það er um 13% minni veiði
en meðalveiði áranna 1974-1994.1 net
veiddust um 7000 laxar en það er um
helmingur meðalveiði umrædds tíma-
bOs. Úr hafbeit endurheimtust um 11
þúsund laxar en dregið hefur úr haf-
beit á undanfömum áram.
fslendingar taldir verja 500
millj. á ári til veiðileyfakaupa
Færst hefur í vöxt á seinustu árum
að löxum sem veiddir era á stöng sé
sleppt aftur í ámar. Skv. upplýsing-
um Veiðimálastofnunar var 669 löx-
um sleppt árið 1996 en það eru 2,3%
af heOdarveiði ársins. 1997 var fjöldi
Fjöldi stangveiddra laxa á Islandi 1974-1998
bráðab.tölur fyrir árið 1999 og spá um árið 2000
60.000
Meðalveiði
1974-1998
30.000
20.000
10.000
1980
1300
1930
1975
1991/
slepptra laxa 1.558 (5,4% af heildar-
veiði), 2.826 laxar árið 1998 (7% ) og
skv. bráðabirgðatölum Veiðimála-
stofnunar var alls 3.015 löxum sleppt
aftur í árnar á síðasta laxveiðisumri
eða 9,7% af heildarveiði síðasta árs.
Fram kemur í formála Sigurðar
Guðjónssonar, framkvæmdastjóra
Veiðimálastofhunar, í ársskýrslu að ár-
leg velta kringum stangveiði á Islandi
sé áætluð um 1,8 milljarðar króna og er
um helmingur þess fjár tekjur veiðifé-
laga. Aætlað er að Islendingar veiji 500
mOljónum kr. tíl veiðOeyfakaupa á ári.
Sigurður bendir á að laxveiði sé
nær fullnýtt á landinu og eftirspumin
sé vaxandi. Þetta þýði að verð veiði-
leyfa hafi hækkað. Við þær aðstæður
sé tilhneiging í þá átt að auka sókn í
veiðinni, bæði beint og óbeint.
„Þetta er talsvert áhyggjuefni þar
sem við vitum ekki nákvæmlega hvar
veiðiþolmörk laxastofnanna liggja.
Þar við bætist að endurheimtur úr sjó
hin síðari ár hafa verið lægri en áður
var. Hætt er því við að nærri sumum
laxastofnum sé gengið," segir Sigurð-
ur í formála ársskýrslunnar.